Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991.
Lífestm
- sameiginlegt átak húsgagnaframleiðenda og Iðntæknistofnunar
Félag húsgagna- og innréttinga-
framleiðenda er um þessar mundir
að fara út í víðtækt kynningarátak á
vöruvottun og beinist kynningin
einkum að stórum innkaupaaðilum,
framleiðendum og almennum neyt-
endum. Rafn B. Rafnsson er formað-
ur Félags húsgagna- og innréttinga-
framleiðenda.
„Við höfum tekið upp alþjóðastaðl-
aða hluta og stigið mikilvægt skref
til að auka samkeppnishæfni hús-
gagnaiönaðar á íslandi. Stór hluti
íjöldaframleiddra húsgagna á íslandi
hefur fengið vöruvottun hjá Iðn-
tæknistofnun. Innlend framleiðsla
hefur undantekningarlítið komið vel
út og það er búið að prófa töluvert
af því sem er í umferð.
Kynningarátak þetta beinist aðal-
lega að stórum innkaupaaðilum,
framleiðendum og almennum neyt-
endum. Húsgagnaprófanir eru tæki
til þess að stuðla að því að hægt sé
að bera saman gæði á framleiðslu-
vörum einstakra framleiðenda,
hvort sem um er að ræða íslensk eða
innflutt húsgögn. Félag húsgagna-
framleiðenda og landssambandið
hefur lagt áherslu á að ríkisstofnanir
hafi frumkvæði því að nýta sér húsa-
gagnaprófanir við samanburð á til-
boðum.
Mikilvægt er að allir geri sér grein
fyrir hvers vegna tekin hefur verið
upp vöruvottun. Þar kemur einkum
tvennt til. í fyrsta lagi að tryggja
kaupendum góðar upplýsingar um
mikilvægi eiginleika vörunnar. Þær
eiga þannig að tryggja það að neyt-
endur kaupi ekki lélega vöru vegna
ófullnægjandi eða beinlínis rangra
upplýsinga.
í öðru lagi er það ótvírætt mark-
mið með húsgagnaprófunum að
styrkja markaðsstöðu innlendrar
framleiðslu með því að upplýsa neyt-
endur um gæði vörunnar í saman-
burði við innflutta vöru. Þetta þýðir
einnig að með aðgangUað húsgagna-
prófunum gefst framleiðendum kost-
ur á að stuðla að endurbótum á vör-
unni ef gæðum skyldi vera áfátt.
í þriðja lagi má nefna að gæðapróf-
anir og gæðastimpill sem þær beita,
eru nauðsynleg forsenda þess að
hægt sé að flytja út íslensk húsgögn.
í vöruvottunarkerfinu er gerður
greinarmunur á lágmarks-, miðl-
ungs- og hámarksgæðum. Þessir
staðlar ættu að auðvelda kaupendum
að bera saman verð og gæði ein-
stakra vörutegunda,“ sagði Rafn B.
Rafnsson í samtali við DV.
Gæðaprófanirnar eru fram-
kvæmdar eftir sænskri fyrirmynd og
byggja á sama kerfi og Möbelfakta
gæðamerkingarkerfið. Gæðastigið
sem varan uppfyllir, kemur fram á
vöruvottunarmerkinu og fólk getur
treyst því að þær upplýsingar séu
réttar enda gefnar af óháðum aðila.
Framfaraskref
fyrir íslenskan
húsgagnaiðnað
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
lýsti yfir ánægju með þetta framtak.
„Mér finnst mjög ánægjulegt að fá
Neytendur
að taka þátt í kynna þetta sem ég lít
á sem mikið framfaraskref fyrir ís-
lenskan húsgagnaiðnað. Það er rétt
mánuður síðan samkomulag tókst
um evrópska efnahagssvæðið og á
þeim stóra markaði sem myndast í
ársbyijun árið 1993, verður geysilega
hörð samkeppni.
Það er enginn vafi á að við verðum
enn að b'úa okkur undir enn harðari
samkeppni. Við höfum séð að ís-
lenskur húsgagnaiðnaður hefur átt
við margvíslega erfiðleika að etja á
DV
BRÚÐAR
g)°fin
■ ValdísogGuimgeir
DV auglýsti eftir pari í gifting-
arhugleiðingum. Valdís og
Gunngeir voru svo ljónheppin
að vera valin úr fjölda umsækj-
enda.
DV gaf þeim kvartmilljón,
2 5 o.ooo krónur, til að auðvelda
þeim að bvggja upp framtíðar-
heimili sitt og notuðu þau pen-
ingana til að kaupa hluti í
gegnum smáauglýsingar DV.
■ Mikið fyiir lítið
VALDIS OG GUNNGEIR
ÞREFÖLDUÐU UPPHÆÐINA
SEM ÞAU HÖFÐU TIL
RÁÐSTÖFUNAR!
Þau fengu aldeilis mikið fyrir
lítið því þau þrefölduðu upp-
hæðina sem þau höfðu til ráð-
stöfunar.
Þau keyptu fjóra króm- og leð-
urstóla, Funai myndbandstæki,
22" Grundig litsjónvarp, tví-
skiptan Blomberg ísskáp, sófa-
borð með glerplötu og króm-
fótum, svartan, tvífættan
standlampa með glerplötu, tvo
2ja sæta sófa og stól með tauá-
klæði, Eumenia þvottavél með
innbyggðum þurrkara og stór-
an, þrískiptan fataskáp.
Smáauglýsingar
Þverholti 11 - 105 Rvík
Sími 91-27022
Fax 91-626684
Græni síminn 99-6272
Opið:
Virka daga frá kl. 9-22
Laugardaga frá kl. 9-14
Sunnudaga frá kl. 18-22
Ath. Smáauglýsing í helgar-
blað DV verður að berast fyrir
; þj. 17 á. föstudag., ,
■i V’/ <Af '' ~ 1 f r ■if-nf'l-l
undanfórnum árum. Það hefur
kannski skort á að neytendur og inn-
kaupaaðilar geti séð svart á hvítu
hvemig styrkur, ending og gæði eru
á húsgögnum. Þess vegna lýsi ég yfir
mikilli ánægju með að sjá að Iðn-
tæknistofnun og húsgagnaframleið-
endur hafa náð saman um þetta eftir-
ht, vöruvottun," sagði Jón.
-ÍS
•vöruvottun
vöru* vottun STENST KROFUR HUSGAGNA- OG INNR ETTINGAPROFANA
SAMANTEKT PRÓFANA Lagm*ft>s- Weðat- Hamarns- • fOtof WfOlu' AfOlu' Styrkleiki Þol yfirborös Efni og frágangur
Nafn framleiöanda: Verö:
Vöruvottunarmerkiö:
vöru#
vottun
Húsgögn sem uppfylla tilskildar kröfur trétæknideildar löntæknistofnunar islands má merkja
meö vöruvottunarmerki. Merkiö staöfestir aö varan hefur veriö prófuö. Sölumenn eiga aó geta
upplýst viöskiptavini um hvaö felst i prófuninni. Framleiöandi ber ábyrgö á aö söluaöili hafi
upplýsingar um húsgagna- og innréttmgaprófanir löntæknistofnunar.
Húsgögn sem fá gæðastimpil Iðntæknistofnunar verða merktar með vöru-
vottunarmiðum sem þessum. Það er vissara fyrir neytendur að leggja útlit-
ið á minnið því vöruvottunarmiðinn tryggir gæði vörunnar.
Svínakjöt að
hætti Jama-
íkumanna
Svínakjöt er afar ljúffengt og
auðmelt kjöt. Allir þekkja svína-
kótelettur „eins og mamma bjó til“,
það er að kótelettunum velt úr eggi
og raspi og þær síðan steiktar í
smjöri. Sú matreiðsla var vinsæl
hér áður fyrr, einkum áður en búið
var að finna út hve kólesteról og
fita eru skaðleg. í dag reynum við
að matreiða -þannig að við fáum
sem minnsta fitu.
Þessi uppskrift er frá Jamaíku.
Hún er mjög góð, bæði með svína-
kjötinu eins og við sáum hana fyrst,
en einnig er hægt að nota annað
kjöt en svínakjöt. Uppskriftina er
einnig hægt að nota fyrir hænsna-
kjöt. Uppskriftin hljóðar annars
þannig:
2+2 msk. smjör
1 tsk. karrí
2 meðalstórir bananar
'A kg svínakjöt, skorið í litla bita
'/2 bolli ananassafi
% bolli smátt saxaður laukur
!4 bqlli gróft kókosmjöl
2 bollar soðin hrísgijón
Bræðiö smjörið á pönnu og látið
karríið út í. Skerið bananann í um
það bil 2ja cm bita og steikið þá.
Takið þetta svo af pönnunni og setj-
ið til hliðar. Takið þá aftur 2 msk.
af smjöri og bræðið á pönnu, brún-
ið kjötbitana og laukinn þar í. Hell-
ið síðan anananssafanum út á
pönnuna og sjóðið undir loki í 10-15
mín. eða þar til kjötið er orðið
meyrt. Þá er heitum hrísgijónum
bætt á pönnuna og loks er karrí-
banönum bætt út í og síðast er kó-
kosmjölinu stráð yfir.
Ýsusalat meö selleríi
Afgang af soðinni ýsu er hægt að
nota í fleiri rétti en plokkfisk, sem
út af fyrir sig er ágætur. Reynið
ýsusalat með selleríbitum. Upp-
skriftin er þannig:
Vt bolli (létt) majones
3 msk. sýrður rjómi eða jógúrt
250 g soðin köld ýsa
2-3 stilkar sellerí, skornir í þunna
bita
'/< bolli saxaðar hnetur
'A bolli vínber (má nota rúsínur)
Hrærið majonesinu með sýrða
ijómanum, blandið öliu saman við,
en ýsunni síðast. Takið hana í bita
og hrærið síðan varlega saman við
salatið. Skreytt með vínbeijum og
grænum blöðum af selleríinu.
-ABj
i .j 1 u 1 j 1 j 01 ( í i; i 111 : et ■ )| t ti j