Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. 17 Fréttir Skeiðarárhlaupið í rénun: Þjóðvegurinn í hættu vegna vatnsþunga í Sæluhúsavatni - rennsli árinnar komst mest í 2060 rúmmetra á sekúndu Einar R. Sigurðsson, DV, Öiæfunu Skeiðaráin hélt áfram að vaxa sl. fimmtudag þrátt fyrir að sumir fræð- ingar teldu að rennsli árinnar hefði náð hámarki aðfaranótt miðviku- dags, 20. nóvember. Rennslið jókst úr 1700 rúmmetrum á sekúndu á miðvikudag í 2060 rrú/sek. á fimmtu- dag og rann áin nánast samfleytt undir allri brúnni. Hlaupið nú er því orðið stærra en það varð stærst 1986. Á fóstudag var þó greinilegt að hlaupið var að ganga niður. Dálítið eru varnargarðar Skeiðarár famir að láta á sjá undan hlaupinu en að sögn Snorra Jónssonar, verk- stjóra hjá vegagerðinni, er það ekki mikið áhyggjuefni sem stendur. Hann hefur því meiri áhyggjur af vatni í Sæluhúsavatni en það er lítill árfarvegur sem figgur undir stutta brú skammt vestan við Skeiðarár- brúna. Yfirleitt er þessi farvegur skrjáfa- þurr en á miðvikudag brá svo við að þar fór að renna talsvert vatn. Menn telja að þessi farvegur sé eins konar yfirfafi á Skeiðará. Það eru engir varnargarðar við Sæluhúsavatn og því getur brugðið til beggja vona að það kjósi að renna undir brúna ef mikið vex í. Það gæti jafnvel tekið upp á því að vaða bara einhvers stað- ar yfir elsku hringveginn okkar. Það munaði reyndar ekki miklu aðfara- nótt fbstudags en þá var vatnsþung- inn í kvíslinni orðinn svo mikifi aö stutt var í að hún æti sig gegnum malarbakka skammt fyrir ofan veg- inn. Vatnsrennslið nú var nánast samfleytt undir allri brúnni. DV-mynd ERIS Skeiðarárhlaup á árum áður: Þá voru ísjakar á stærð við hús um allan sandinn Einar R. Sigurðsson, DV, Öræfum: Ef það reynist rétt að hlaupið nú sé að fjara út í Skeiðará þá má segja að við höfum enn einu sinni sloppið með skrekkinn. Hann Ragnar Stef- ánsson, Skaftafellsbóndi, sem er fæddur 1914, man svo sannarlega tímana tvenna í sambandi við Skeið- arárhlaup. Ef miðað er við þau hlaup sem hann hefur upplifað og fylgst með þá er þetta hlaup nú aðeins smá- skvetta. Hann man dæmi þess að all- ur Skeiðarársandur hafi meira og minna verið undir vatni í einu og að ísjakar á stærð við hús hafi legið um allan sand eftir hlaup svo þétt að ófært var um sandinn. Á sínum tíma urðu Skeiðarárhlaup þess valdandi að Skaftafellsbændur urðu að flytja af láglendinu með bæi sína upp í Skaftafellsbrekkurnar. Ragnar segir að virkilegt stórhlaup hafi ekki komið síðan 1938 en þá var rennsfið sennilega um 40 þúsund rúmmetrar á sekúndu á móti 2060 í hlaupinu nú. Stórhlaupunum fylgdu oft gos í Vatnajökli. Ragnar útilokar ekki þann mögu- leika að slík stórhlaup gætu dunið á okkur aftur. Að vísu hefur ekki gosið í Grímsvötnum síðan 1934 og það er ekki langur tími í jarðsögunni. Sjúkrastofnanir ríkisins: Sjúkrarúmum fjölgaði um 15 á árinu 1990 - útgjöld hækkuðu um 127 milljónir milli ára Sjúkrastofnanir, sem fá framlög úr ríkissjóði, voru reknar með 345 milljóna króna halla á árinu 1990. Á árinu 1989 var rekstrarhalli þess- ara stofnanna 476 milljónir. Af- koman batnaði þvi milli áranna og hefur reyndar farið batnandi allt frá árinu 1987, segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. 1 skýrslunni segir að þróun út- gjalda sjúkrastofnana sýni að út- gjöld hafi hækkað að raungildi um 127 milljónir, eða um 0,7 prósent, milli áranna 1989 og 1990. Áð sama skapi versnaði greiðslustaðan. Skammtímaskuldir umfram skammtímakröfur námu alls 521 milljón króna í árslok í fyrra og höfðu þá aukist um 28 mifijónir á einu ári. í skýrslunni kemur fram að sjúkrarúmum fjölgaði um 15 á síðasta ári. -kaa júri'i ri'íé udfifff ,fs3jd i fi Malarbakkinn við Sæluhúsavatn styrktur á föstudag. DV-mynd ERIS Ráðnir þegar engir íslendingar f engust „Þetta eru nijög góðir starfsmenn og standa íslenskum starfsbræð- rum sínum ekkert aö baki. Þeir ltafa allir atvinnuleyfi og fá sömu laun og aðrir járniðnaðarmenn. Maður sér hins vegar að þeim líður ekki velenda uggandi um hagijöl- skyldna sinna, Þær eru jafnvel aö berjast og það veit jafnvel enginn af hverju," segir Eiríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar. Nokkrir járniðnaðarmenn hafa haft samband viö DV og lýst undr- un sinni yfir að sex Júgóslavar hafi verið ráðnir til Vélsmiöju Orms og Víglundar í Hafnarfirði á sama tíma og íslenskir járniðnað- armenn eigi í erfiðleikum með að fá vinnu. Gáfu þeir í skyn að Júgó- slavarnir fengju allt að helmingi lægri laun en íslenskir jámiðnað- armenn. Þessu vísar Eiríkur hins vegar alfarið á bug. „Ég er ekkert tryög hrifinn af því að ráða útlendinga en máfið er að þegar þeir voru ráðnir þá fengust engir íslenskir járniðnaðarmenn. Við auglýstum daglega i hálfan mánuð eftir mönnum og réðum alla sem gáfu sig fram þar á meðal þessa Júgóslava. Það eru náttúrlega allt- af einhverjir sem eru að öfundast en íyrir okkur var ekki annaö að gera því við verðum að skila af okkur þeim verkefni sem við eram að vinna að á réttum tíma. í þessum bransa hefur enginn efni á dagsekt- um. Verkefni það sem Vélsmiðja Orms og Víglundar vinnur nú að er endurbygging Sjóefnavinnsl- unnar á Reykjanesi. Að sögn Eiríks unnu Júgóslavarair áður hjá Júgó- slavneska fyrirtækinu Metalna, sem meðal annars var verktaki við Blöndu og átt hefur í samkeppni við íslenska verktaka. Einn Júgó- slavanna hefur verið hér á landi í 5 ár, þrír í tvö ár en hinir skemur. -kaa Gífurleg pressa á fj árlaganefndarmönnum, segir Karl Steinar: Eins og kerfið haf i ekki áttað sig á áföHunum - vona að meirihluti nefndarinnar standi fastur fyrir „Ef miðað er við þá gífurlegu ásókn í auknar íjárveitingar og þá pressu sem á okkur í fjárlaganefnd er lögð þessa dagana þá er engu fikara en að ríkiskerfið hafi ekki áttað sig á þeim efnahagsáfóllum sem átt hafa sér stað í þjóðfélaginu. Það er eins og menn átti sig ekki á því að um leið minnka tekjur ríkisjóðs og um frekári auknar fjárveitingar getur fckki orðið að ræða,“ sagðiKarl Stein- ar Guðnason, formaður fiárlaga- nefndar Alþingis í samtafi við DV. Karl sagði aö ríkiskerfið væri svo sem ekki eitt um að pressa á um auknar fiárveitingar, sú pressa kæmi víða að. „Menn orða það gjarnan svo að þeir viti nú um þessa erfiðleika en samt sé það nú svo að þeirra stofnun eða þeirra samtök þurfi endilega að fá þéssa flármuni," ságði Karl Stein-: ar. Hann sagðist vonast til að meiri- hluti fiárlaganefndar stæði fastur fyrir í þessum efnum. Nefndarmenn hefðu þeim skyldmn að gegna að láta enda ná saman eftir því sem frekast væri unnt. Ef nefndarmenn ræktu ekki þá skyldu, ekki síst þegar svo árar sem nú, væru þeir að svíkjast um. ÍÍiiíttn:-.-Sdór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.