Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. 23 Iþróttir HM eða 25 milUónir - ákveðið annað kvöld hvort HM ’95 verður á íslandi eða ekki? Stjórn Handknattleikssambands íslands stendur nú frammi fyrir gífurlega erfiðri ákvarðanatöku. Innan fárra dága þarf HSÍ að gera það upp við sig hvort halda á heimsmeistarakeppnina hér á landi og verða þar með af um 25 milljóna króna aðstoð frá ríkis- stjórninni, eða að hætta við HM ævintýrið og njóta umræddrar að- stoðar frá ríkinu. Eins og nærri má geta er hér um mikilvæga ákvörðun að ræða en væntanlega verður málið til lykta leitt á sam- bandsstjórnarfundi HSÍ sem boð- aður hefur verið annað kvöld. Margir sambandsstjórnarmenn, sem DV ræddi við í gær, vilja af- skrifa HM. Fyrir því liggja fyrst og fremst þær ástæður að mikilvæg- ara sé fyrir framtíð handknatt- leiksins í heild og íþróttalífið í land- inu að tryggja öruggan rekstur HSÍ en að fórna aðstoð ríkisins fyrir eina heimsmeistarakeppni. Stjórnarmenn í ábyrgðum fyrir milljónatugum Stjórn HSÍ er ekki öfundsverð af hlutskipti sínu þessa dagana og segja má að báðir kostirnir, sem í boði eru, séu slæmir. Ríkisstjórnin hefur í raun sett HSÍ stóhnn fyrir dyrnar með því að neita HSÍ um aðstoð verði heimsmeistarakeppn- in haldin hér á landi 1995. Núver- andi og fyrrverandi stjórnarmenn hjá HSÍ hafa gengist í ábyrgðir fyr- ir hverju láninu á fætur öðru á undanfornum árum og samkvæmt heimildum DV lætur nærri að sú upphæð sé 25 milljónir króna. „Ég held að þetta geti verið rétt tala. Staðreynd í máhnu er að HSÍ hefur gert samning við íslandsbanka og Landsbanka í tengslum við HM 1995 þar sem gamlar skuldir sam- / bandsins eru teknar inn í samning- inn. Ef ekkert verður af HM hér á landi má telja víst að bankarnir setji þessi lán í gang á ný og þá er nokkuð ljóst að margir stjórnar- menn munu missa húsin sín,“ sagði sambandsstjórnarmaður hjá HSÍ í samtali við DV í gær. „Lít á þetta sem óafgreitt mál“ Sambandsstjórnarmaðurinn, sem DV ræddi við i gær, hafði ekki heyrt um nýlega afstöðu ríkis- stjórnarinnar til fjárhagserfiðleika HSÍ og sagðist ekki trúa því að þetta væri staðreynd málsins: „Þangað til ég fæ ábyrga skriflega niður- stöðu frá réttum aðilum lít ég á þetta sem óafgreitt mál. Og í mín- um huga eru þetta tvö ólík mál, annars vegar fjárhagsvandræði HSÍ og hins vegar hvort hér á halda heimsmeistarakeppni 1995 eða ekki. Ríkið getur ekki drepið HSÍ og ekki heldur HM 1995. Ef hins vegar ríkisstjórnin ætlar að gera alvöru úr því að beita HSÍ svona þrýstingi og niðurstaðan verður að ekki verði af HM, þá kallar það auðvitað á dómsmál í hvelli. Og þá mun það koma í hlut ríkisstjórnar- innar að tilkynna að ísland treysti sér ekki til að halda HM. Þá verður flett ofan af öllu þessu máli og auð- vitað ætti menntamálaráðherra þá að segja af sér.“ Hvað gerist annað kvöld? Sambandsstjórn HSÍ, sem skipuð er 16 mönnum og konum, kemur saman til fundar annað kvöld og þar mun eiga að taka ákvörðun um það hvor leiðin verður farin, að hafna HM eða aðstoð við HSÍ frá ríkinu. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt þessum sambandsstjórnar- fundi yrði frestað. Fundartíminn er furðulegur og ég get ekki séð að eitt kvöld dugi til að fá botn í þetta erflða mál,“ sagði annar sambands- stjórnarmaður við DV í gær. -SK ni í sundi á dögunum, eins og fram hefur komið í DV. Að liði inar og á myndinni eru sigurvegararnir með 2. deildar bikar- arfirði, sem varð í öðru sæti, fylgir liðinu upp í 1. deild. SFS DV-mynd S Verður HM á íslandi 1995 og verður hús reist 1 Kópavogi? Boltinn er hjá HSÍ >• - Kópavogsmenn bíða spenntir eftir svari frá HSI Enn er allt í mikilli óvissu um hvort af byggingu fjölnota íþrótta- húss verður 1 Kópavogi í tengslum við HM í handknattleik. Og ástæðan er einfóld. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort heimsmeistarakeppn- in verður haldin á íslandi 1995. Málið er allt í illleysanlegum hnút og segja má að boltinn sé hjá Handknattleiks- sambandi íslands. HSÍ stendur frammi fyrir því að taka erfiða ákvörðun og velja á milli þess að fá aðstoð fjárhagslega frá rikisstjórn- inni og hætta við að halda HM 1995 eða að halda HM 1995 og synda án nokkurrar aðstoðar út úr skuldafeni sambandsins. Gunnar Birgisson, formaður bæj- arráðs Kópavogs, sagði í samtali við DV í gær að þeir Kópavogsmenn að- hefðust ekkert þessa dagana varð- andi byggingu fjölnota íþróttahúss í Kópavogi. Gunnar sagði ennfremur: „Ástæðan fyrir því að við erum ekki að vinna í málinu núna er einfaldlega sú að við vitum ekki hvort heims- meistarakeppnin fer fram hér á landi eða ekki. Það er númer eitt að fá svar frá HSÍ um það hvort af keppn- inni verður eða ekki. Ef niðurstaðan verður að halda keppnina hér þá munum við hjá Kópavogsbæ taka byggingu húss til rækilegrar endur- skoðunar. Það verður að liggja alveg klárt fyrir aö keppnin verði haldin hér áður en við gerum eitthvað meira í máhnu.“ Boltinn hjá HSÍ Boltinn er sem sagt hjá HSÍ. DV hef- ur það eftir áreiðanlegum heimildum að ákveði HSÍ að halda keppnina og „afneita" aðstoð frá ríkisstjórninni muni hús verða reist í Kópavogi. Stjórn HSÍ stendur greinilega frammi fyrir miklum vanda og ljóst að stuttur tími er til stefnu. — . -SK ÍK lýst gjaldþrota íþróttafélag Kópavogs hefur verið lýst gjaldþrota og verður í framhaldi af því tekið til gjaldþrotaskipta. Starfsemi félagsins hefur verið stöðvuð í tvo mánuði og að þeim tíma liðnum ræðst framtíð þess. Heildarskuldir ÍK nema um 9 milljónum króna, að sögn Sigurjóns Sigurðsson- ar, formanns félagsins. „Það var gjaldþrotabeiðni frá Ríkisútvarpinu, ekki sér- lega há upphæð miðað við annað, sem kom okkur í þessa stöðu. Við vorum að fá í hendurnar styrk frá Kópavogsbæ þegar það gerðist, en hann kom aðeins of seint til að bjarga málunum. Við erum að vinna að því að geta haldið starf- seminni áfram og það skýrist fljótlega hvermg það veröur," sagði Siguijón í samtali við DV í gær. Hjá ÍK er fyrst og fremst iðkuð knattspyrna en tennisdeild starfar ekki leng- ur eftir að Tennisklúbbur Kópavogs var stofnaður fyrr á þessu ári. ÍK leikur í 3. deildinni í knattspyrnu og fari málin þannig að félagið hætti starfsemi sinni, verður væntanlegur settur á aukaleikur um laust sæti í 3. deild næsta sumar. Þar mætast þá að líkindum Magni frá Grenivík, sem varð í næstneðsta sæti 3. deildar í sumar, og Höttur frá Egilsstöðum, sem varð í 3. sæti 4. deild- ar. Bikarmeistaramir áfram - ÍBV sigraði Stjörnuna, 24-22, í Eyjum Guðfinnur Kristmannsson var besti maður leiksins og skoraði átta mörk. Firmakeppni Firmakeppni HK í innanhússknattspyrnu fer fram í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi laugardaginn 30. nóv. og sunnudaginn 1. des. Stór mörk, markmenn, 5 í liði. Þátttaka tilkynnist Víði (642009/622645) eða Sigvalda (687171) hafði verið með þriggja marka for- ystu í hálfleik, 7-10. Eyjamenn gerðu fyrstu þrjú mörk- in í leiknum en Stjarnan jafnaði og gott betur og hafði yfirhöndina í hálf- leik. Heimamenn jöfnuðu metin um miðjan síðari hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu en í lokin skildu tvö mörk liðin. Guðfinnur Kristmannsson var markahæstur Eyjamanna, skoraði 8 mörk, Belamy Zoltan gerði 5 og þeir Gylfi Birgisson og Jóhann Pétursson 4 mörk hvor. Hjá Stjörnunni skoruðu Hafsteinn Bragason, Axel Björnsson og Magnús Sigurðsson 5 mörk hver. Eyjastúlkur lögðu FH að velli í 1. deild kvenna sigraði ÍBV liö FH, 24-23. Stefanía var markahæst hjá ÍBV með 10 mörk en Björk Gilsdóttir og Rut Baldursdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir FH. P00L TILB0Ð alla virka daga frá kl. 12-18. Klukkutími í billiard, hamborgari, franskar, 600 kr. BILLIARDSTOFAN, Hverfisgötu 46 Ómar Garðaisson, DV, Eyjum: Bikarmeistarar Eyjamanna í hand- knattleik sigruðu Stjörnuna í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 24-22 eftir að Stjarnan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.