Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991.
31
Fréttir
Tilraun með kynjaskiptar bekkjardeildir 1 Gagnfræðaskóla Akureyrar:
Stelpurnar voru mun
ánægðari en strákarnir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég tel að það hafi tekist mjög vel
til, enda er margt sem bendir til þess.
Það er auðvitað varhugavert að
dæma um svona aöferð út frá einni
tilraun en ég get ekki sagt annað en
að þetta hafi gefið jákvæðan árang-
ur,“ segir Valgerður Bjamadóttir,
jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akur-
eyrarbæjar, um þróunarverkefnið
„kynjaskiptar deildir" sem unnið var
í Gagnfræðaskóla Akureyrar á sl.
vetri, en þá var gerð tilraun með að
kynjaskipta bekkjardeildum í 8. bekk
skólans.
Valgerður segir það enga launung
að þessi tilraun hafi komið betur út
fyrir stelpurnar en strákana að mati
nemendanna, kennaranna og for-
eldra. „Stelpurnar voru í heild mjög
ánægðar með þetta og fannst þær fá
reynslu sem þær hefðu ekki viljað
missa af. Ég hef heyrt þær raddir að
einhverjum stelpnanna, sem eru nú
á ný komnar í blandáðar bekkjar-
deildir, finnist það vera breyting til
hins verra og hefðu viljað halda
áfram í stelpnabekkjum sem ég tel
þó í sjálfu sér ekki vera framtíðar-
markmið."
Valgerður sagði að það hefði ekki
komið sér á óvart að óánægjuraddir
voru meiri meðal strákanna með
þessa tilraun. „Það hefur alls staðar
sýnt sig þar sem eru kynjaskiptar
bekkjardeildir í skólum að stelpurn-
ar koma vel út úr því en strákarnir
eru óánægðir. Kennarar vilja líka
síst af öllu kenna strákabekkjum,
sérstaklega ef um stórar bekkjar-
deildir er að ræða, og við vorum með
stóra bekki í fyrra við þessa tilraun.“
Tilgangurinn með þessu verkefni
var margþættur aö sögn Valgerðar.
Aðalmarkmiðið var að sögn hennar
að reyna að leita leiða til aukins jafn-
réttis í skólastarfinu, ekki síst með
tilliti til þeirrar staðreyndar að
strákar í skólum taka að meðaltah
um 70% athygli og tíma kennarans
í blönduðum bekkjum en stelpumar
sitja eftir með sín 30%.
„Ég geri ráð fyrir að niöurstaða
þessa verkefnis fari dálítið eftir því
hver tekur hana saman. Ég tel hins
vegar að hlutlaus niðurstaða sé sú
að þetta hafi kennt okkur sem að
verkefninu stóðu, kennurum, nem-
endum og foreldrum ýmislegt um
muninn á því að kenna strákum og
stelpum og það leiðir vonandi til þess
að í framhaldinu séu kennarar betur
færir um að koma til móts við bæði
kynin í blönduöum bekkjum vegna
þess að þeir lærðu ýmislegt um áhrif
eigin kennsluaðferða. Mér sýnist hka
að allir þeir sem komu að þessu verk-
efni hafi lært ýmislegt um stöðu
kynjanna og eðli þeirra og það eitt
út af fyrir sig er mikils virði,“ sagði
Valgerður.
í vetur er 8. bekkur Gagnfræða-
skóla Akureyrar einnig kynskiptur
þótt ekki sé um skipulagt verkefni
að ræða. Valgerður sagði það ganga
mjög vel, enda hefðu menn nú
reynsluna frá því í fyrra að styðjast
við.
DV-myndir Lúðvíg
Leikskólabörn um borð i Bjössa.
VeiðHjöm í Berja*
dalsámámu
Sigurður Svemsson, DV, Akranesi:
Vinnuhópur á vegum bæjarstjór-
ans á Akranesi hefur í skýrslu, sem
hann hefur lagt fram, komist að
þeirri niðurstöðu að vænlegt sé að
koma upp veiðitjörn í Beijadalsár-
námu. Samkvæmt grófri áætlun er
kostnaður við að koma upp slíkri
veiðitjörn 6-7 milljónir króna.
Veiðitjarnir eru fyrir hendi á
nokkrum stöðum á landinu, m.a. í
Hvammsvík, á Reyðarfirði, Akureyri
og á Snæfellsnesi. Rekstur þeirra
hefur gengið ágætlega nema á Akur-
eyri. Of há veiðiieyfi þar komu senni-
lega í veg fyrir almennan áhuga.
Markmiðið með veiðitjörn er að
útvíkka ímynd Akraness sem bæjar
fyrir íþróttir og útivist. Um leið
myndi tilkoma hennar auka mögu-
leika Skagamanna á skemmtilegri
tómstundaiðju.
Borgarafundur á Höfn:
Knýr enn á um fjárveit-
ingu til hjúkrunarálmu
Tálknaflörður:
Leikskólinn Vindheimar
og báturinn Bjössi
Lúðvig Thorberg, DV, Tálknafirði:
Leikskólinn Vindheimar í Tálkna-
firði eignaðist nýlega góðan grip sem
börnin þar eru greinilega mjög
ánægð með og kunna vel að meta.
Þetta er þriggja tonna skarsúðaður
trébátur úr eik og furu, smíðaður af
Einari Sigurðssyni á Fáskrúðsfirði
árið 1949.
í bátnum er handfærarúlla, talstöð,
dýptarmælir, sighngaljós, snúnings-
hraðamæhr, bátalugt, loftvog og auð-
vitað skrúfublöð og stýri. Og svo er
báturinn að sjálfsögðu málaður í ís-
lensku fánalitunum.
Sá sem gaf leikskólanum þessa
myndarlegu gjöf er ungur Tálknfirð-
ingur, Björn Fjalar Lúðvígsson, og
þótti vel við hæfi að nefna bátinn í
höfuðið á honum. Bátnum var svo
formlega gefiö nafn fóstudaginn 8.
nóvember og heitir Bjössi.
„Leikskóhnn Vindheimar var tek-
inn í notkun 1977. Þar er rými fyrir
40-50 börn á aldrinum tveggja th sex
ára. Núna eru 25 böm í leikskólanum
en flest voru þau 35 á árinu 1988. Við
störfum þrjár í tveim stöðugildum.
Ég byijaði hér sem fóstra 1979 og tók
viö forstöðu Vindheima 1981,“ sagði fólks í Vindheimaleikskólanum sagði
Ásdís Ólafsdóttir leikskólastjóri. Að- Ásdís að hann væri mjög góður.
spurð um aðbúnað barna og starfs-
Leikskólinn Vindheimar i Tálknafirði.
DV-mynd Lúðvíg
Júlía Imsland, DV, Höfir
Fjölmennur fundur var hafdinn í
Sindrabæ á Höfn 8. nóvember og til-
efnið var að knýja enn einu sinni á
um fjárveitingu til byggingar hjúkr-
unarálmu við heilsugæslustöðina
hér á Höfn. Engin aðstaða er þar fyr-
ir legusjúklinga, ekki einu sinni
bráðatilfelli vegna slysa eða veikinda
og þarf því að senda slíka sjúklinga
til Reykjavíkur, um 470 km leið. Þeg-
ar bygging þessa húss verður að
vemleika koma þar 30 sjúkrarúm og
af þeim eru fjögur ætluð fyrir bráða-
tilfehi.
Hjúkrunarálman mun leysa þau
miklu þrengsh sem em á Elli- og
hjúkmnarheimihnu Skjólgarði en af
þeim 45 vistmönnum, sem þar dvelja,
er 31 hjúkrunarsjúkhngur. Sem
dæmi um þrengslin á Skjólgarði má
nefna að í þeim herbergjum, sem í
em tvö sjúkrarúm, er ekki pláss fyr-
ir tvö náttborð eða tvo stóla. Sé
reiknaður fermetrafjöldi á hvern
vistmann - þar með tahð eldhús,
gangar, geymslur og setustofa - er
útkoman aðeins 17,3 m2. Á sambæri-
legum stöðum annars staðar á land-
inu er fermetrafjöldi 40-60 á mann.
Á fundinum var samþykkt að beina
þeirri eindregnu ósk til heUbrigðis-
ráðherra og fjárveitingarnefndar Al-
þingis að bygging hjúkrunarálmu við
heilsugæslustöðina á Höfn fái þær
fjárveitingar sem óskað er eftir í til-
lögum Heilbrigðismálaráðs Austur-
lands, kr. 50 mihjónir, á næsta fjár-
lagaári.
I lok fundarins afhenti Árni Stef-
ánsson hótelstjóri Sturlaugi Þor-
steinssyni bæjarstjóra peningagjöf
frá Hótel Höfn í tUefni 25 ára afmæl-
is hótelsins og skal gjöfm renna til
hj úkrunarálmunnar.