Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Qupperneq 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991.
Merming
Þorgeirsboli
snýr aftur
Það er ekki á hverjum degi sem jafn skemmtileg og
vel unninn kvæðabók og Óðfluga kemur út. Bókin er
saimkallaður ævintýraheimur þar sem allt getur gerst.
í bókinni eru 16 kvæöi eða þulur og með hverju
þeirra fylgir myndskreyting. Yrkisefnin eru úr ýmsum
áttum sótt til númtímans, orðaleikja, þjóðsagna og í
íslandssöguna sem dæmi má taka að þar skipa Þor-
geirsboli og fyrsti landnámsmaðurinn veglegan sess.
Oní fjöru Ingólfur
er í skapi fúlu
fram og aftur flækist þar
en finnur enga súlu
Ingólfur gamli finnur eitt og annað sem kemur honum
á óvart en hann er kominn til Reykjavíkur á röngum
tíma og gefst upp fyrir nútímanum.
Hann gengur upp á grænan hól
og gerist fyllibytta,
og er þar síðan alla tíð
algjör myndastytta.
Fyrst kom belgurinn og svo kom biöan/ þá byijaði
skriðan eru upphafshendingar annars kvæðis í bók-
inni og í því fer Þórarinn á kostum í textanum.
Af öðrum góðum má nefna kvæðið Bílamir sem eru
sófasett á tveimur hjólum en þaö lýsing á hefðbundun
bíltúr vísitölufjölskyldunnar. -
Textamir em mjög myndrænir en um leið fyndnir
og skemmtilegir. Það kurrar í ungum sálum við lestur
þeirra.
Sigrún Eldjárn teiknar myndir við Ijóð bróður síns.
Myndir Sigrúnar og kvæði Þórarins vinna skemmti-
lega saman í bókinni. Hvort um sig gæti þó í flestum
tilfellum staðiö eitt og sér án þess að glata nokkru af
gildi sínu. Það sem tengir bókina saman er flugan og
rauði ormurinn sem koma viö sögu á öllum myndun-
um og það eru þau sem fá bókina til að mynda eina
heild.
Þetta em þulur eöa kvæði, sem eru hvort tveggja í
senn háðar og óháðar tíma og rúmi, eins konar ævin-
týri, sem lifa sjálfstæðu lífi. í þeim felst á stundum
Bókmenntir
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
háð á viðteknum venjum eða gömlum gildum svo sem
um hann Guðmund á Mýrum, en hann borðar bækur:
„Hann segir; þó er best að borða ljóð
en bara reyndar þau sem eru góð.“
Það fer ekki bara illa fyrir Ingólfi, sem kemur til
landsins á röngum tíma. Þorgeirsboh verðu líka fyrir
barðinu á efnishyggjunni, þegar hann kemur í'bæinn:
Þegar Þorgeirsboli,
þessi gamli svoli
aftur aftur gekk
örlög grimm hann fékk.
Hann ber að dyrum hjá henni Höllu sem að sjálfsögðu
verður hissa þegar hún sér bola.
Halla opnar hlessa:
- Hvaða voða klessa... ? .
NEI SKO, ÞETTA ER NAUTAHAKK!
Namm og takk.
Öllu gamni fylgir nefnilega rammasta alvara ef út í
það er farið. Það er ánægjulegt til þess að vita að höf-
undar skuli leggja svo mikinn metnað í að gera barna-
bók á borð við þessa. Raunar finnst mér bókin ekkert
frekar vera bamabók en fullorðinsbók enda hafa þeir
sem eldri eru áreiðanlega jafngaman af því að lesa
Óðfluguna og böm, ef ekki meiri.
Óöfluga
Texti: Þórarinn Eldjárn
Myndlr: Slgrún Eldjárn
Forlagiö 1991
Torgrim Sollid lék á trompetinn og leióbeindi íslenskum djassmönnum.
Torgrim Sollid
Norski trompetleikarinn Torgrim Solhd dvaldi hér á landi í nokkra
daga fyrir skömmu og hélt stutt námskeið í tónsmíðum við Tónlistar-
skóla FÍH. Hann lauk svo dvöl sinni með tónleikum á Púlsinum og léku
þar með honum Pétur Grétarsson trommuleikari, Sigurður Flosason saxó-
fónleikari og Þórður Högnason bassaleikari.
Sollid, sem hóf feril sinn sem -
trommari,hefurleikiðmeðýmsum tn •
þekktum djassleikurum og er UlcLSS
greinilega reyndur hljóðfæraleik- ---------------------
ari. Eins og sumra trompetleikara Ingvi ÞÓr Kormáksson
er siður einkenndust sóló hans a_______________________
nokkuð af stuttum, hröðum skala-
hlaupum með lágværara og hægara spili á milli, þar sem virðist sem stöku
tónar leki út úr hljómum og viðteknum tónstigum. Getur þetta virkað
all ómstrítt í óvön eyru, enda kunnu ekki allir Miles Davis miklar þakk-
ir er hann hóf að leika á svipaðan máta á sínum tíma. Skemmtilegustu
sóló Sollids voru samt þau sem voru í nokkum veginn órofnu samhengi
svo sem í síðasta lagi fyrir hlé og í verkum Kenny Wheelers í upphafi
síðari hálfleiks.
Músíkin, sem samanstóð af lltt þekktum ópusum með nokkrum undan-
tekningum, var fremur krefjandi bæöi fyrir áheyrendur og meðleikara
sem trúlega hafa ekki haft mikinn tima til undirbúnings en stóðu sig
aödáanlega vel. Sollid leiðbeindi mönnum sínum með hægð en ákveðið
og lausbeislaðar útsetningar miðuðu ekki að því að þétta músíkina í mjög
fast form eins og tíðkast í poppi, heldur að láta hana virka „opna“ og
frjálsa innan ákveðins ramma. Þannig áhrif fundust í lagi Tristranos, „All
About You“, og sérstaklega í norsku þjóðlagi sem var spunnið út í
atónalskt, en langt frá því algjört, frelsi. Þórður átti kynngimagnaðan
einleik í þessari drungalegu norsku stemmu.
Undir lokin lék kvintettinn „Round Midnight", sem er mjög algengt og
vinsælt lag á djasstónleikum hérlendis, en hefur líklega sjaldan verið
jafn „Mingus“legt í flutningi og í þetta sinn. Sveiflan var ekki í hámarki
á tónleikum þessum enda músíkin ekki alltaf þannig löguð. Ekki var
þetta þó leiðinlegt en einstöku sinnum lá við að það jaðraði við það.
Viljum við vernda börnin okkar?
Það er nú komið í ljós að tilkoma
áfenga bjórsins hefur aukið áfeng-
isneyslu landsmanna það mikið að
hann er orðinn hrein viðbót við þá
áfengisneyslu sem var fyrir. Þetta
sögðu margir og rökstuddu það
með reynslu annarra þjóða.
Það hefur ennfremur komið í ljós
að áfengisneysla yngri aldurshópa
hefur aukist mest. í aldurshópnum
15-19 ára hefur hlutfall neytenda
aukist úr rúmlega 55% í janúar
1989 í tæp 75% í september 1991.
Almennust er neyslan í hópnum
20-24 ára. Rúmlega 92% á þeim
aldri segjast neyta áfengis.
Hvað ertil varnar?
Við þessa miklu aukningu á
neyslu áfengis aukast vandamál á
mörgum sviðum og þá ekki síst á
heilbrigðissviðinu. Sannleikurinn
er sá að áfengisvandamálið verður
í samræmi við það sem við sættum
okkur Við. Sé það böl sem við búum
við ásættanlegt þá gerðum við ekk-
ert, nema e.t.v. eitthvert kák, til að
friða samviskuna.
Og það virðist vera stefna stjóm-
valda því þau hafa engin viðbrögð
sýnt í sambandi við afleiðingamar
af tilkomu bjórsins. Þau gætu þó
gripið í taumana ef þau væm
óánægð með árangurinn.
En vill ekki fólk almennt gera
eitthvað til varnar? Vilja foreldrar
ekki takast á við það aö vemda
2 bömin sín?
Kjallarinn
Páll V. Daníelsson
útgefandi
að sýna það að hægt er að skemmta
sér án áfengis. Vemda ákveðin svið
fyrir áfengisneyslu og ákveðna
staði. Má þar nefna grunnskólann,
æskulýðsstarfsemi, íþróttastarf,
kirkjustarf og menningarstarfsemi
ýmiss konar.
Foreldrar em yfirleitt ánægðir
með aö börn og unglingar eyði tóm-
stundum sínum í íþróttir og leggja
sig margir fram um að fylgja því
eftir. íþróttahúsin eru því miö-
stöðvar æskulýösstarfs fjölda
bama og unglinga. Þau ætti því að
vemda og ekki leyfa að þar færi
fram áfengisneysla. En það vill
koma fyrir þegar fullorðna fólkið,
fyrirmyndirnar, heldur samkomur
sínar í húsunum þá em heimilaðar
vínveitingar.
Þarna væri hægt að gera breyt-
„Þá ætti aldrei að fagna sigri í íþróttum
með áfengu kampavíni eins og nú virð-
ist í tísku og ættu ráðamenn að sýna
góðum íþróttaárangri meiri virðingu
en svo.“
Vilji hlýtur að
vera fyrir hendi
Ég trúi ekki öðra en að vilji fólks
sé fyrir hendi og þá ekki síst for-
eldra, Margt er hægt að gera. T.d,,
ingu á, þannig að í þessum húsum
tilheyrði ekki meðferð áfengis,
hvorki hjá unglingum né fullorðn-
um. Þá ætti aldrei að fagna sigri í
Jþróttum,með áfengu kampavíni
„Iþróttahúsin eru því miðstöðvar æskulýðsstarfs fjölda barna og ungl-
inga.“
eins og nú virðist í tísku og ættu
ráðamenn að sýna góðum íþrótta-
árangri meiri virðingu en svo.
Alkóhóhð byggir ekki upp afreks-
menn. Það er misskilningur.
Tímabundið bindindi
Þá væri mögulegt fyrir foreldra
barna í grannskóla að taka það upp
að neyta ekki áfengis á meðan þeir
eiga böm í grunnskóla og gefa þeim
þannig gott fordæmi. Sumum
finnst að nóg sé aö segja bömum
það að þau megi ekki neyta áfengis
og leiða þeim fyrir sjónir hvað af
gæti hlotist.
En slik umræða við bömin verð-
ur innihaldslítil ef henni er ekki
fylgt eftir með góðu fordæmi. E.t.v.
finnst foreldrum þetta vera mikil
fóm. En viljum við heldur auka
áhættuna fyrir börnin okkar en að
fórna þessu.
Foreldrarnir gætu lyft grettistaki
íþessum efnum aðeins ef þeir vilja.
Ýmislegt fleira mætti nefna en hér
læt ég staöar numið að sinni.
j, -■. rj , Páll, y, P^nipls^on