Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Page 9
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991. 9 Lindi St Clair, öðru nafni fröken Svipuhögg, gaf bókasafni breska þingsins leiðsögurit um hóruhús heimsins i gær. Við það tækifæri lét hún taka mynd af sér í fullum skrúða fyrir utan þinghúsiö. Símamynd Reuter Breska þingið fær bókargjöf: Fröken Svipuhögg upplýsir um vændi Breskir þingmenn fengu hressi- iega viðbót í bókasafn þingsins í gær, hvorki meira né minna en leiðsögu- rit um hóruhús og nákvæmar upp- lýsingar um hvernig menn geti orðið sér úti um vændiskonur um allan heim. Það var fyrrum vændishúsastýran Lindi St Clair, öðru nafni fröken Svipuhögg, sem útvegaði þingheimi bókina eftir að þingmaður fór fram á upplýsingar um vændislöggjöf í Evrópu og kostnaðinn við að stofna hóruhús. Samkvæmt upplýsingum St Clair kostar það milh 20 og 30 milljónir króna að koma upp nútímavændis- úsi. Hún sagðist hafa aðgang að upplýs- ingum um alþjóðlegt vændi sem stjórnvöldum veittist erfitt að náig- ast. „Það er vegna þess að þeir sem stunda kynlífssölu fyrirUta og neita að eiga samvinnu við stjórnvöld og fjölmiðla sem telja þá óæðri borgara án sömu mannréttinda," sagði hún. Fröken Svipuhöggi var formlega þökkuð bókargjöfin og bókavörður- inn sagði að framvegis yrði ritið í defidinni um alþjóða- og varnarmál. Einungis er ætlast til að bókin veröi notuð í rannsóknarskyni. Reuter VINSÆLIR SKAUTAR Á GÓÐU VERÐI! Litir hvítur eða svartur Verð 30/36, kr. 2.920 stgr. 37/41, kr. 3.888 stgr., 42/45, kr. 4.065 stgr. Skautaskerpingar á staðnum Skeifunni 11, sími 679890. Póstsendum AÐALHLUTVERK: SHIRLEY MACLAINE (TERMS OF ENDEARMENT, BEING THERE, POSTCARDS FROM THE EDGE). TERI GARR (TOOTSIE, MR. MOM, AFTER HOURS) GRÍNMYND FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI. SÝND KL. 5, 7, 9 OG 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.