Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1991, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991. M Húsgögn_____ ^S/á/|_|ÚSGÖGN Sígild stálhúsgögn. • íslensk gæðaframleiðsla. Sendum í póstkröfu. Stálhúsgögn, Skúlagötu 61, s. 612987. ■ Bátar Hausttilboð. V-105 dýptarmælir, 8 litir, 10" skjár, 1 'kW sendir, hagstætt verð. Visa og Euro raðgreiðslur. Friðrik A. Jónsson hf., Fiskislóð 90, sími 91-14135. ■ Bflar tíl sölu Ford Econoline 350, árg. ’87, 4x4, upphækkaður, 36" dekk, læstur framan og aftan, ekinn 50 þús. mílur, 4 capt. stólar, sóllúga, CB talstöð, útvarp/segulband, ljóskastarar o.fl.; skoðaður, toppbíll. Verð kr. 2.490.000. Uppl. í síma 91-814125 og 91-675346. Karrqann Ghia, árg. ’63, til sölu, í toppstandi. Upplýsingar í síma 91-29665 eftir kl. 19. Smáauglýsingar Suzuki Vitara JLXi '90 (’91), verklegasti á landinu, breyttur. Uppl. hjá Bíla- miðstöðinni, sími 678008. Ford Bronco II '84, 5 gíra, V6, nýupp- tekin vél, 33" dekk, upphækkkaður, brettakantar, fallegur bíll. Verð 1090 þús. Staðgreitt 870 þús. Uppl. í síma 92-11120 0^92-11937/ Gullfallegur M. Benz 190 E, árg. 1988, ekinn aðeins 43 þús. km, sjálfskiptur, sóllúga, 4 hnakkapúðar, armpúði milli framsæta, mjög vel með farinn, skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-76061. Til sölu MAN 16.192 F, árg. 1986. ^’ll i mjög góðu ásigkomulagi. Mjög goðir greiðsluskilmálar. Til sýnis og sölu hjá Krafti hf., Vagnhöfða 3, sími 91-677102. Ford Econoline Club Wagon 250 XL, árg. ’91, með öllu, vél 7,3 1 dísil. Uppl. hjá Bílasölu Reykjavíkur í síma 91- 678888. RAUTTLufrLn RAUTT \ UOS &ZL LJOSí . WRÁÐ J Nauðungaruppboð Á nauðungaruppboði, sem fram á að fara við Bílageymsluna, skemmu v/Flugvallarveg, Keflavík, föstudaginn 6. desember 1991, kl. 16.00, hefur, að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., Ásbjörns Jónssonar hdl., Garðars Briem hdl., Fjárheimtunnar hf., Sigríðar Thorlacius hdl. og fleiri lögmanna, verið krafist sölu á eftirtöldum bifreiðum: Ö-1455 Ö-4187 0-4317 0-4668 0-5033 Ö-5085 Ö-2090 0-2276 0-2282 0-2501 0-1229 Ö-3019 0-2879 0-3233 0-3239 0-3614 0-3695 0-3796 0-4686 0-471 Ö-4775 0-4809 0-4811 0-5150 0-5492 0-6150 0-6413 0-6532 0-6974 0-7165 Ö-7802 Ö-790 0-8304 0-8585 0-9411 0-9710 Ö-9470 0-3865 0-829 0-10438 Ö-10860 0-10870 0-11040 0-11207 0-11283 0-10749 0-10407 0-10499 0-11261 A-4661 G-5695 G-5732 G-7746 G-12523 G-24031 I-975 G-23966 I-4908 L-1012 L-1061 L-1957 R-11496 R-11990 R-21938 R-26189 R-36459 R-39976 R-46518 R-54539 R-55374 R-58810 R-64478 R-65866 R-70902 R-71795 R-51240 R-27539 R-26993 R-68358 R-58615 Y-2859 Y-7323 Y-11811 N-749 Þ-3814 U-4456 U-5203 EN-310 FK-882 FL-292 GR-962 HH-532 KD-344 KR-798 LU-901 MA-074 MA-181 ÞA-159 GR-962 GI-232 IB-219 HE-800 IY-347 FY-034 KD-391 FN-845 FR-156 JT-465 MB-600 BI-045 KE-805 TB-968 RG-999 X-3737 X-3810 Ennfremur verður seldur isskápur, litsjónvarp og sandharpa, „Vibrascreen". Að þessu loknu verður uppboðsrétturinn fluttur að Hafnargötu 91, Keflavík (Skipaafgreiðslu Suður- nesja), og þar verða seld húsgögn I eigu þrotabús DUUS hf. að kröfu skiptaréttar Keflavíkur. Uppboðshaldarinn I Keflavík Meiming Séð yfir sýningu Guðrúnar Einarsdóttur í Nýlistasafninu. DV-mynd BG Flatur galdur Ijossins - Guörún Einarsdóttir 1 Nýlistasafninu í síðasta pistli leitaðist undirritaður við að setja fram kenningu um samtímalist út frá veðurfarinu. Sú kenn- ing byggist á þeirri forsendu að listamenn samtímans hafi tilhneigingu til að þíða, leysa upp form, og hins vegar að frysta efni og forma það. Guðrún Einarsdótt- ir, sem þessa dagana sýnir í Nýlistasafninu og einnig á fullveldishátíð íslendinga í Lundúnum, hlýtur að teljast fremur tii hinnar síðamefndu skilgreiningar. Á sýningunni í Nýlistasafninu eru verk í sama anda og sveif yfir vötnum á sýningu Guðrúnar í Nýhöfn á síð- asta ári. Verkin eru annaðhvort svört eða hvít en efnis- mikil og áferðin er e.t.v. veigamesti þáttur listar Guð- rúnar. Hún ýfir þykkmálaðan flötinn og býr þannig til áferð endurtekins mynsturs sem minnir t.d. á hár eða rigningu - þ.e. ef birtan leyfir. Flöt lýsing Það er ekki að ástæðulausu sem birtimnar er hér getið því myndlist Guðrúnar Einarsdóttur bókstaflega stendur og fellur með lýsingunni. Og ekki að ófyrir- synju voru verk hennar fengin sem áhersluauki leik- myndar í sjónvarpsleikriti á síðasta ári - í beinu fram- haldi af sýningunni í Nýhöfn. Verk Guðrúnar búa yfir eiginléikum sem leysa úr læðingi galdur ljósbrota og eru því freistandi verkefni fyrir þá sem unna leik- rænni lýsingu. Nálgun Guðrúnar við höggmyndalist- ina er því auðsæ og gaman væri að sjá hana spreyta sig á skúlptúr eða leikmynd. Af framansögðu ætti aö vera ljóst að verk Guðrúnar þarfnast þess að þrívídd- areiginleikar þeirra séu dregnir skýrt fram. Því er því miður ekki til að dreifa í Nýlistasafninu þar sem flöt flúrlýsingin leggst yfir verkin eins og ördeyða. Nú veit ég ekki hvort hér er viö listamanninn að sakast en hafa má í huga að sýningarsalir eiga að standaSt kröfur þeirra verka sem þeir hýsa hverju sinni. Ekki Myndlist Ólafur Engilbertsson hef ég trú á því að miklu þurfi að kosta til svo að ofan- greint ástand geti skánað til muna. Ljóslifandi greiðsla Á sýningu Guðrúnar eru ellefu verk en eitt þeirra byggist reyndar upp á níu hvítum og átta svörtum smámyndum. Áferð þessara smámynda er gróf, en misjöfn og ósamstæð. Ekki sá ég tilganginn með því að telja þær allar saman sem eitt verk. Sem áður seg- ir háir slæm lýsing sýningunni en fjögur verk þóttu mér komast nálægt því að vera yfir þann ágalla hafm; málverk númer tvö, sem hefur eins konar dropaáferð, og málverk íjögur, átta og níu, en þau eru „greidd“ og er ljósmynd framan á sýningarskrá gott dæmi um hvað má laða fram í þessum verkum meö góðri lýs- ingu. Enn komum við að þessum ljóspunkti en ef jafn- vel hefði verið staðið að verki við lýsingu sýningarinn- ar og á ljósmynd í skrá, þá væri hér um langtum áhrifameiri sýningu að ræða. Sýning Guðrúnar í Nýlistasafninu lýkur sunnudag- inn 1. des. Góð spilamennska Tónleikar voru í Kristskirkju í gærkvöldi. Þar lék Chalumeaux tríóið en þaö skipa þrír klarínettuleikar- ar, þeir Óskar Ingólfsson, Kjartan Óskarsson og Sig- urður I. Snorrason. Þá komu fram söngvararnir Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópran, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir messósópran og John Speight baríton. Á efnis- skránni voru eingöngu verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. y- Þau verk Mozarts, sem þarna voru flutt, eru ekki af því taginu sem oftast heyrast. Öll eru þau samjn eða útsett fyrir 3 bassetthgrn, að frátöldum Sex nætur- ljóðum sem eru fyrir sópran, messósópran og bassa, auk klarínettna og bassetthorns. Bassetthom er eitt af sérkennilegri meðhmum klarínettufjölskyldunnar. Tónsvið þess er miUi klarínetts í Bb og alto-kiarínetts. Það hefur sömu borvídd og Bb klarínett og er hægt að nota sama munnstykki. Meginástæða þess að hljóð- færi þetta helst í notkun er tónhstin sem Mozart samdi fyrir það og tónleikagestir fengu að heyra hluta af í gærkvöldi en hún er gullfalleg eins og við mátti bú- ast. Það verk sem best kom út var Divertimento nr. 3 K.V. 439 b sem er frábærlega gott verk. Hljóðfæraleikur á þessum tónleikum var mun betri en menn eiga aö venjast hér í borg. Það tók þá félag- ana nokkum tíma í upphafi að finna samstihinguna en eftir að hún kom varö htið fundið að leik þeirra. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Það sem skemmtilegast var að heyra var hrynræn snerpa og dýnamík sem allir hljóðfæraleikaramir höfðu til að bera og náði jafnt til samleiksins sem þess sem einstakir menn gerðu. Þessir eiginieikar eru því miður of sjaldgæfir á tónleikum hérlendis og hefur leitt ýmsa til að halda því fram að íslendingar sem þjóð hafi lakari hljóðfallsgáfu en annað fólk. Sem bet- ur fer afsannaðist þetta í gærkvöldi og best í Diverti- mentóinu ofangreinda sem tók flugið þegar í upphafi og hélst svo til enda. Frammistaða söngvaranna var einnig með ágætum. Hrafnhildur Guðmundsdóttir söng tvö sálmalög mjög fallega og samsöngurinn í næturljóðunum fyrmefndu var ágætur. Flutningur þeirra leið þó nokkuð fyrir of mikinn hljómburð sem er í Kristskirkju. Hljómburður- inn var raunar of mikiil fyrir öh verkin en mest var það þó áberandi þarna þar sem flestir flytjendur tóku þátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.