Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Page 14
14
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1991.
Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJOLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglysingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjóm. skrifstofur, auglysingar. smáauglýsingar. blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111 105 RVlK. SIMI (91127022 - FAX: Auglýsingar: (91 )626684
aðrar deildir: (91)27079
GRÆN NUMER Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGOTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning. umbrot, mynda- og plotugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Færri sveitarfélög
Rætt er um mikla breytingu á skiptingu landsins í
sveitarfélög, sem getur veriö skammt aö bíöa. Yfirgnæf-
andi meirihluti fulltrúaráös Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga samþykkti fyrir skömmu aö leggja til fækkun
sveitarfélaga úr um 200 niöur í 25.
Slík fækkun er fyrir löngu orðin tímabær. Núverandi
skipting hefur gengið sér til húöar. Sú „byggðastefna“
yröi réttust, þar sem heimastjórn byggöarlaga yrði efld
en þau jafnframt í stakk búin til aö takast á herðar stór-
aukin verkefni.
Ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir lagasetningu um
fækkun sveitarfélaga í þessum mæh. Vissulega væri
æskilegt, að fækkunin yröi framkvæmd aö frumkvæði
sveitarstjórnarmanna sjálfra. En skiptingin hefur fætt
af sér fjölmarga „smákónga", höfðingjana í litlu hrepp-
unum. Kóngunum er mörgum hverjum sárt um vegtyh-
urnar, sem þeir hafa, meöan um svo litlar einingar
ræðir. Rætt hefur veriö um að beita „gulrótaraðferð-
inni“ til aö ná fram sameiningu Sveitarfélaga, það er
aö ríkisstjórnin gefi sveitarstjórnum kost á ýmsum fríö-
indum og fyrirgreiðslu, ef sameining verði samþykkt.
En fækkun sveitarfélaga er oröin svo brýn, að ekki
væri unnt aö bíða þess, aö slík gulrótaraðferð virkaði.
Framsýnir menn hafa um langt árabil mælt með sam-
einingu sveitarfélaga. í sveitarstjórnarlögum frá 1986
er síöan lögtekið, að ekki verði færri en 50 íbúar í hreppi.
En undanþágurnar urðu svo margar, að jafnvel þetta
hafði fremur lítil áhrif. Þó hefur dálítið miðað síðustu ár.
Félagsmálaráðherra skipaði nefnd í málið í janúar
síðastliðnum, meðal annars með fulltrúum ahra þing-
flokka. Það markmið var sett, að hvert sveitarfélag yrði
eitt þjónustusvæði, sem gæti myndað sterka félagslega
heild. Nefndin skilaði áliti nýlega. Aðrir möguleikar eru
ræddir, en áherzlan er á fækkun sveitarfélaga í 25, það
er sameining í heil byggðarlög. Til samanburðar skal
nefna, að gömlu sýslurnar voru um 20. Samband sveitar-
félaga hefur nú mælt með þessari leið.
Eins og kunnugt er af fréttum standa mörg sveitarfé-
lög tæpt fjárhagslega. Litlu sveitaríélögunum er auðvit-
að um megn að fullnægja nútíma kröfum íbúanna um
þjónustu. Fjárhagsgrundvöllurinn þarf að styrkjast, og
það yröi gert með sameiningu og stækkun. Þar skiptir
mestu, að sveitarstjórn sameinist kringum ákveðinn
byggðakjama. Jafnframt því sem það yrði, ætti að fela
sveitarstjómum frekari verkefni, flytja verkefni frá ríki
til sveitarfélaga.
Kostir sameiningar em yfirgnæfandi. Ríkisstjómin
má alls ekki láta úrelt hreppasjónarmið hindra, að nú
verði stigið nauðsynlegt skref, enda eru vonir um sam-
stöðu flokkanna um slíkt. í síðustu kosningum beittu
Heimastjómarsamtökin sér einkum fyrir eflingu heima-
stjómar byggðanna. Sá flokkur fékk að vísu sáralítið
fylgi, en það breytir ekki því, að menn í öhum flokkum
viðurkenna, að hagstætt yrði að draga mikið úr hinu
póhtíska miðstjómarvaldi í Reykjavík. Sú ríkisstjóm,
sem að einhverju leyti gefur í skyn, að hún æth að fram-
kvæma „frjálshyggju“ með skerðingu miðstjómarvalds,
ætti að skilja kosti þessarar gmndvaUarbreytingar.
Við verðum að hverfa frá kotungshættinum.
Haukur Helgason
„... margt sem bendir til aö miklar þrautir geti verið framundan hjá samningamönnum ...“ segir m.a. í grein-
inni um EES-samninginn.
H vað verður
um EES?
Nú er hálfur annar mánuöur lið-
inn frá því samningur um Evrópskt
efnahagssvæði var talinn í höfn af
hálfu 19 ríkisstjórna. Aðeins var
eftir að samræma og þýða texta og
fylla í eyður sem ekki voru sagðar
merkilegri en svo að embættis-
menn myndu vinna verkið. Samn-
ingstextann áttu aðalsamninga-
menn að signera viku af nóvember
og ráðherrar að hittast á hátíöar-
fundi og skiptast á skjölum örugg-
lega fyrir jól.
Islenski utanríkisráðherrann fór
í enn eina yfirreið innanlands á
kostnað hins opinbera til að boða
mönnum fagnaðarerindið og halda
upp á sigurinn mikla.
Skjótt skipast veður
En það er eins og einhver ólukka
fylgi þessu EES-máli. Sannfæring-
arkrafturinn í Jóni Hannibalssyni
hefur enn ekkí dugað til að fleyta
því yfir skerin og upp í flæðarmál,
hvað þá að koma því í örugga höfn.
Hér innanlands er nú komiö á
daginn að trompið mikla, „allt fyrir
ekkert á sjávarútvegssviði", er
veikara en af var látið. Þeim fjölgar
dag frá degi sem væna ráöherrann
um yfirhylmingar og ósannsögli.
Það er ekki aðeins að langhali hafi
breyst í karfa á fáum vikum. Loðn-
an, sem átti aö vera skiptimyntin,
er bara pappírsfiskur sem EB hefur
ekki veitt árum saman og fallið
hefur í hlut okkar endurgjalds-
laust. Þannig blasir það viö að
samningamenn ráðherrans hafa
verið aö skipta á tollfríðindum og
fiskiveiðiréttindum fnnan íslenskr-
ar lögsögu. Svardagamir um að
ekki komi til greina að tengja sam-
an markaðsaðgang og aögang að
auðlind reyndust þannig helber
blekking.
Erlendis hrannast líka upp óveð-
ursský kringum samninginn. Evr-
ópudómstóllinn gaf til kynna rétt
áöur en samningstextinn átti að fá
skemmri skím 18. nóvember að
hann hefði ekki sagt sitt síðasta
orð. Framkvæmdastjóm EB skrif-
aði dómstólnum 13. ágúst sl. og bað
um álit hans á réttarlegri stöðu
samningsins. Nú er ljóst að athuga-
semdir EB-dómstólsins gætu orðið
það alvarlegar að þær kollvörpuðu
þessu hugverki og hefia yrði samn-
ingaviðræður á ný. Það mun vænt-
anlega skýrast um miðjan desemb-
er, þegar afstaða dómstólsins ligg-
ur fyrir.
Fyrirvarar Evrópudómstóls-
ins
í samningsdrögum um Evrópskt
efnahagssvæði er gert ráö fyrir sér-
stökum yfirþjóðlegum EES-dóm-
stól „sem starfar í tengslum við
dómstól Evrópubandalagsins...
KjaUarinn
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður
Fullskipaður skal dómstóllinn
skipaöur fimm dómurum úr dóm-
stól Evrópubandalagsins og þrem-
ur dómurum sem tilnefndir eru af
EFTA-ríkjunum og koma til skiptis
frá þeim.“ (95. gr.) Einnig er gert
ráð fyrir undirdómstól á fyrsta
dómsstigi í tengslum við EES-
dómstólinn. í 104. grein samnings-
draganna er að finna eitt viðkvæm-
asta ákvæðið að mati EB-dómstóls-
in þar sem segir:
„Til aö tryggja að samningur
þessi verði túlkaður á eins sam-
ræmdan hátt og kostur er, með
fullri virðingu fyrir sjálfstæði dóm-
stólanna, skulu EES-dómstóllinn, á
fyrsta dómsstigi, dómstóll Evrópu-
bandalagsins, dómstóll EB á fyrsta
dómsstigi og dómstólar EFTA-ríkj-
anna taka fullt tillit til þeirra meg-
inreglna sem mælt er fyrir um í
ákvörðunum annarra dómstóla
þegar beita og túlka á ákvæði
samningsins hvert fyrir sig...“
Með myndun EES-dómstóls telur
EB-dómstóllinn vegið aö sam-
ræmdum réttargrundvelli Evrópu-
bandalagsins og óhæði EB-dómar-
anna sem ætlað verði með þessu
að þjóna tveimur herrum. I orð-
sendingu sinni til framkvæmda-
stjórnar EB vísar dómstóllinn til
heimildar sem veitt er dómstólum
EFTA-ríkjanna til að leita svokall-
aðra forúrskurða hjá EB-dómstóln-
um, án þess kveðið sé á um að nið-
urstöður yrðu bindandi. Þar er
þeirri spurningu einnig varpað til
framkvæmdastjórnarinnar hvort
rétt sé að nota samning af hálfu
Evrópubandalagsins við þriðja að-
ila, í þessu tilviki EFTA-ríkin, til
að hrófla við grundvelli bandalags-
ins og dómskerfi þess.
Tveir kostir og hvorugur
góður!
Talsmenn ríkisstjórna í EFTA-
löndunum vilja enn ekki gera því
skóna að EES-samningurinn sé í
hættu og vænta signeripga fyrir
jól. Það er hins vegar margt sem
bendir til að miklar þrautir geti
verið framundan hjá samninga-
mönnum. Árið 1977 kvað EB-
dómstóllinn upp úrskurð varðandi
samning sem framkvæmdastjórnin
þá hafði gert við Sviss um sjóð til
að draga úr fjárfestingum í skipa-
siglingum á ám og vötnum. Sviss-
lendingar áttu að eiga einn fulltrúa
í stjóm sjóðsins og það taldi dóm-
stóllinn ótækt fordæmi og í því
fælist hætta fyrir einingu Evrópu'-
bandalagsins! Sú hætta er sannar-
lega margföld htið til EES-samn-
ingsins.
Verði niðurstaða EB-dómstólsins
á þá leið að EES-samningurinn
standist ekki mælikvarða og
markmið Rómarsáttmálans kemur
einkum tvennt til greina: Að breyta
Rómarsáttmálanum til samræmis
við EES-samningsdrögin eða taka
á ný upp samninga við EFTA-ríkin
um aö breyta EES-drögunum.
Hvorugur kosturinn er góður.
Hinn fyrri kallar á samhljóða sam-
þykki ríkisstjóma allra EB-landa;
sá síðari heföi í för með sér enn
frekari niðurlægingu fyrir ríkis-
stjómir EFTA-landanna.
„Lagfæringar" á samningsdrög-
um um EES auka enn líkumar á
að breyta þurfi stjómarskrám
ýmissa EFTA-ríkja og því gætu
fylgt þingkosningar, m.a. á íslandi.
Það er því ekki að undra þótt
ókyrröar gæti á ýmsum bæjum nú
í skammdeginu. Að vonum fer
hrollur um marga þá sem grunar
að gleymst hafi að setja neglu í
EES-skútuna þegar henni var ýtt á
flot í sigurvímu aðfaranótt 22. okt-
óber 1991.
Hjörleifur Guttormsson
„Nú er ljóst aö athugasemdir EB-
dómstólsins gætu orðiö þaö alvarlegar
að þær kollvörpuðu þessu hugverki og
hefla yrði samningaviðræður á ný.“