Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1991.
15
Fiskveiðar og vinnsla sjávararfurða:
Meingallað
kvótakerfi
Hvert stefnir með óbreytt kvóta-
kerfi?
Eiga heilu byggðarlögin eftir að
leggjast í eyði?
Það getur ekki gengiö lengur að
aflakvóti fylgi fiskiskipi þegar það
er selt burt úr byggðarlagi. Þau
byggðarlög, sem byggja afkomu
sína á fiskiðnaði, þola ekki slíka
blóðtöku.
Lögleg en siðlaus
í byggðarlögunum eru fiskverk-
unarhús með vélum og öðrum bún-
aði sem keyptur var til þess að
hægt væri að gera sem mest verð-
mæti úr aflanum. íbúarnir, sem
hafa lagt sitt af mörkum til þess
að skipið fengi sem mestan afla-
kvóta, eru skyldir eftir atvinnu-
lausir með verðlausar húseignir.
Aflakvóti, sem skip hafa fengið
úthlutað tii afnota án gjaldtöku hjá
ríkinu, er nú dýr verslunarvara á
milli útvegsmanna. Verð á fiski-
skipum hefur hækkað langt fram
yfir tryggingarmat þeirra.
í dag eru skip verðlögð eftir veiði-
heimildum, sem þau hafa afnot af
en eru sameign þjóðarinnar. Ef
heldur sem horfir þá lendir allur
aflakvótinn hjá fáum fyrirtækjum,
ef ekkert verður gert til að stöðva
þessa óheillaþróun.
Eins og staðan er í dag, er betra
KjaUaiinn
Einar Kristinsson
framleiðslustjóri
skatta. Aflakvótasala er lögleg en
siðlaus. Þarna verður aö breyta
leikreglum strax. Þegar fiskiskip
er selt burt úr byggðarlagi ætti
helmingur aflakvótans að verða
eftir til ráðstöfunar í byggðarlag-
inu. Sala á aflakvóta væri bönnuð
en skipti á tegundum leyfileg.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna gæti annast þessi mál að
öllu leyti.
Ótæmdir möguleikar
Stjórnmálamenn hafa í þessum
málaflokki ekki nægilega gætt
hagsmuna umbjóðenda sinna. Þar
sem Alþingi hefur ákveöið að fisk-
stofnamir umhverfis landið séu
sameign þjóðarinnar ber að með-
höndla þá sem shka. Þegar menn
eru farnir að selja öðrum það sem
„Undanfarin tvö ár hefur fiskverð hér
heima hækkað það mikið að 1 flestum
tilfellum er það sambærilegt þegar all-
ur kostnaður og rýmun hefur verið
dregin frá söluverði.“
fyrir fyrirtæki í fiskiðnaði að kaupa
aflakvóta og sleppa við að greiða
þeir eiga ekki en hafa afnot af þá
eru reglugerðir ekki í takt við raun-
„Fiskvinnslan á að minnsta kosti kröfu til að fá að bjóða í þann fisk
sem flytja á út óunninn...,“ segir m.a. í grein Einars.
veruleikann.
Alltaf heyrast þær raddir að hag-
kvæmast sé að flytja úr landi sem
mest af óunnum fiski á markaðina
í Englandi og Þýskalandi, þar sé
besta verðið. Rétt er það, að fyrir
takmarkað magn er hægt að fá
hærra verð þar en þó ekki alltaf.
Undanfarin tvö ár hefur fiskverð
hér heima hækkaö það mikið að í
flestum tilfellum er það sambæri-
legt þegar allur kostnaður og rýrn-
un hafa verið dregin frá söluverði.
Okkur ber skylda til að nýta allt
hráefni til vinnslu hér heima. Fisk-
vinnslan á að minnsta kosti kröfu
til að fá að bjóða í þann fisk sem
flytja á út óunninn í gámum á hina
erlendu fiskmarkaði. Fiskiskip,
sem stundað hafa sölur á erlendum
mörkuðum, halda því áfram ef þau
sjá sér hag í því. Samkeppni er af
hinu góða en hinir háu tollar, sem
fiskvinnslan verður að greiða af
ferskum fiskflökum á Evrópu-
markaði, sem er í dag 18%, útilokar
okkur frá þeim. Með hinum sögu-
lega samningi okkar manna við
EES kemur þessi tollur til með að
hverfa í ársbyrjun 1993 og opnar
fiskvinnslunni ótæmda möguleika.
Offjárfesting er staðreynd
Hvað varðar offjárfestingu í veið-
um og vinnslu þá er hún staðreynd
sem hefur komið illa við marga
enda hefur gjaldþrotaskriðan, sem
hefur átt sér stað innan greinarinn-
ar, aö meðtöldum hliðargreinum,
svo sem skipasmíðastöðvum, lax-
eldisstöðvum að ógleymdu loð-
dýraævintýrinu, sem hefur kostað
þjóðina of fjár, gert ótaldar fjöl-
skyldur gjaldþrota.
Að öllu óbreyttu verður ekki
komist hjá því að einhver byggðar-
lög leggist af sem fiskvinnslustaðir.
Þrátt fyrir það eigum við bjarta
tíma fram undan í okkar fiskiðn-
aði, ef við berum gæfu til að nýta
okkur þá möguleika sem vinnsla á
okkar sjávarfangi býður upp á.
Fiskveiðar og vinnsla sjávaraf-
urða verður okkar stóriðja um
ókomin ár.
Einar Kristinsson
Spéspegill er
líka spegill
....kannski er það íslensku þjóðinni ekki síður hollt að sjá sig stöku
sinnum í spéspegli." - Frá íslandskynningu i Bretlandi.
Eftir nokkurra daga dvöl í Fær-
eyjum, þar sem allir þekkja fólk á
íslandi og flestir hafa annaðhvort
komið til íslands eða haft fregnir
af landinu hjá vinnum og ættingj-
um, er úndarlegt að lesa í blöðum
um að grípa þurfi til nútímalegustu
auglýsingatækni til þess að koma
því inn undir höfuðskelina á íbúum
Stóra-Bretlands að á íslandi hafist
við þjóð sem eigi sér foma og
merkilega menningarhefð.
Skiptir það máli?
Nú má það vera að það sé óljóst
í hugum sjónvarpsáhorfenda á
Bretlandseyjum að fólk búi á ís-
landi og er þó ekki nema tveggja
stunda flug milli Limdúna og
Reykjavíkur. En það er reyndar
umhugsunarefni hvort það skiptir
nokkra máh hvað breskur „al-
menningur“ veit eða veit ekki um
ísland og foma menningu þeirrar
þjóðar sem þar hefur þraukað í ell-
efu hundruð ár.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að breskir vísindamenn, nátt-
úrufræðingar, landfræðingar,
landkönnuðir og ekki síst málvís-
indamenn og sérfræðingar í bók-
menntum og menningarsögu hafa
um langan aldur haft mikinn
áhuga á öhu sem íslenskt er. Frá-
bærir vísindamenn hinnar ágætu
bresku þjóðar hafa sökkt sér niður
í rannsóknir á öllu því sem snertir
foman menningararf okkar.
Enn þann dag í dag em í Bret-
landi merkir fræðimenn í bók-
menntum, málfræði og öðm því er
lýtur að því sem merkilegast og
forvitnilegast hefur verið gert á ís-
landi. í hópi þeirra sem ritað hafa
um ferðir sínar á íslandi em marg-
KjaUarinn
Haraldur Ólafsson
dósent
ir Bretar og em sumar bækur
þeirra tvímælalaust í flokki hinna
merkustu sem erlendir menn hafa
skrifað um ísland.
Ekkert bendir til þess að áhugi
vísindamanna á Bretlandseyjum á
íslandi fari þverrandi. Ungir fræði-
menn þaðan vinna að rannsóknum
á nútímaverkum íslenskra rithöf-
unda. Um árabil hafa fjölmargir
ungir tónhstarmenn breskir starf-
að á íslandi og kynnst íslenskri
tónlist. Hingað koma frá Bretlandi
annað veifiö leikstjórar, hljóm-
sveitarstjórar, hönnuðir leik-
mynda, ballettstjórar og ballett-
dansarar og starfa hér um lengri
eða skemmri tíma.
Varla áhyggjuefni
Stjórnmálamenn og blaðamenn
þekkja vel til íslendinga, svo er
þorskastríðum fyrir að þakka.
Verslunarviðskipti em mikil við
Bretland, fjöldi íslendinga hefur
menntast á Bretlandseyjum, sam-
göngur era tíðar milli landanna.
Yfirleitt verður ekki annað sagt
en að ahir þeir sem máh skipta viti
það um land og þjóð sem nauðsyn-
legt er.
Ekki sér sá er þetta ritar neitt
athugavert við þann vitundariðnað
sem sendiráð íslands í Lundúnum
fæst við. Það fjölgar ef til vih um
nokkur þúsund þeim sem átta sig
á því að eylandið, sem dregur að
sér lægðirnar úr vestri efst uppi á
veðurkortum sjóvarpsins, er eftir
allt saman byggt fólki, hvítu fólki
meira að segja.
Sá fjöldi menntamanna, sem þeg-
ar veit fjölmargt um ísland,og ís-
lenska menningu, hefur enga þörf
fyrir frekari vitundarvaknignu.
Það er hins vegar ekkert nema gott
um það að segja að hressilegar
poppgrúppur fái inni í hljómleika-
höhum heimsborganna. Poppið er
nú einu sinni alþjóðlegt eins og
önnur tónhst og á auðveldara með
að fara yfir menningarmúra en
bókmenntir, fornar og nýjar.
Það er varla áhyggjuefni þótt ein-
hveijir fái þá hugmynd að hér búi
sérkennilegir vilhmenn. Þeir sem
raunverulega þekkja til landsins
vita betur.
Þýðingarmeiri mynd
Á því tímaskeiði ævi þess sem
hér situr við tölvuskjá er hann var
leikritahöfundur var smáverk
hans um ínúk sýnt beggja vegna
Atlantshafsins. Þá risu nokkrir
sannir íslendingar upp í þeim af-
kima þjóðarsálarinnar sem heitir
Velvakandi Morgunblaðsins og
bentu á þá svívirðu að auglýsa fyr-
ir ahri veröld að hér byggju eski-
móar.
Að vísu kitlaði það hégómagirnd-
ina að sjá því haldið fram að þetta
verk væri svo magnað að það
breytti hugmyndum mannkyns um
íslendinga. En sem betur fer var
verkið hvorki svo áhrifamikið aö
það hefði minnstu áhrif á þekkingu
jarðarbarna á íslendingum né fór
það svo víða að þjóð vorri stafaði
hætta af. Margt leikhúsfólk sá hins
vegar í því margvísleg sammann-
leg örlög og tilvísun til stöðu
smárra þjóða gagnvart yfirþyrm-
andi menningaráhrifum stórþjóða.
Smáþjóö, sem vill „komast á kort-
ið“, verður að gera upp við sig á
hvaða kort hún vill komast vegna
þess að mismunandi hópar skoða
mismunandi kort. Það skiptir engu
til né frá þótt einhverjir telji íslend-
inga á sama stigi og „villimenn" í
Afríku. Þeir sem telja Afríku
byggða vilhmönnum koma okkur
ekkert við.
Það skiptir ekki öhu hvað aðrar
þjóðir hugsa um okkur heldur
hvemig við sjálfir hugsum um okk-
ur sem þjóð og siðmenntað fólk.
Hvað vinnum við okkur sjálfum til
þarfa, hvað leggjum við af mörkum
til að gera veröld okkar örhtið
betri, örlítið skemmtilegri, örlítið
manneskjulegri?
Sú mynd er þýðingarmeiri og af-
drifaríkari fyrir framtíð okkar og
menningu en bamalegar uppá-
komur og broslegt skopskyn í er-
lendum sjóvnarpsstöðvum.
Það er hveijum manni hoht að
gera grín að sjálfum sér við og við
- og kannski er það íslensku þjóð-
inni ekki síður hoht að sjá sig stöku
sinnum í spéspegli.
Haraldur Ólafsson
„Smáþjóð, sem vill „komast á kortið“,
verður að gera upp við sig á hvaða
kort hún vlLL komast vegna þess að
mismunandi hópar skoða mismunandi
kort.“