Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1991, Blaðsíða 24
.32.
FI,MMTODAffgft:5. DEjSEMBEfi 1991/
Menning
Óraunveruleikablær
í fallegum boðskap
Sögusvið bókarinnar Dýrið gengur laust er lítið sjávar-
þorp úti á landsbyggðinni og næsta umhverfi þess.
Sagan segir frá unglingsstráknum Gústa, vinum
hans og hópi kvikmyndatökufólks sem kemur í þorpiö
til að gera kvikmynd byggða á gamalli þjóðsögu.
Það verður þó ýmislegt til að tefja töku myndarinn-
, ar. Forsmekkinn af því er að finna í spádómi nornar-
innar Línu sem segir að myndatakan muni ganga á
afturfótunum enda verður það raunin.
Álfar taka til sinna ráða og tefja verkið með ýmsu
móti.
Ástin er ekki langt undan því sagan er öðrum þræði
ástarsaga paranna Gústa og Rósar, Grjóna og Þuru,
og Höllu og Braga.
Sagan hefur yfir sér óraunveruleikablæ sem kemur
glöggt fram í upphafi sögunnar þegar áhrifum af komu
kvikmyndagerðarfólksins á þorpsbúa er lýst: (bls. 25)
Fáir þorpsbúar fóru að sofa þetta kvöld og allir voru
í viðbragðsstöðu. Og loks rann stundin upp; gamall
og skræpóttur rútubíll skrölti eftir veginum inn í þorp-
ið. Fólkið raðaði sér upp meðfram veginum og æpti
af fögnuði...
Leikararnir voru skoðaöir í krók og kring og auðséð
var að þeir voru orðnir þreyttir á því að þvælast í
rútu. Einn var frægastur og svo var þarna annar sem
var rosalega vinsæll í auglýsingum og...
Ekki er hér látið staðar numið við að lýsa viðbrögð-
um þorpsbúa því þess er jafnframt getið að fólk úr
nærhggjandi byggðarlögum hafi komið og tjaldað i
nágrenni þorpsins til að fylgjast með fólkinu að sunn-
an.
Ef verið væri að lýsa lendingu mannaðrar eldflaugar
sem hefði farið til Mars væri lýsingin ef til vill trúverö-
ug en þetta er of langt gengið, allt of langt.
Eins og áður sagði er sögusviðið ótiltekið sjávarþorp
án þess að því sé á nokkrum stað lýst svo nokkru
nemi. Ekki er heldur veriö að fjalla um kjör þess fólks
sem byggir þorpið.
Fjölskylda Gústa er burðarás sögunnar. Þau búa
rétt fyrir utan þorpið. Höfundi tekst að draga upp
þokkalega heiidarmynd af þessu fólki. Fjölskyldufaðir-
inn er veiðimaður sem lifir af landsins gögnum og
gæðum og ræktar auk þess hunda og hesta. Þau eru
fremur illa sett efnalega en sú eina sem fettir fingur út
f félagslega stöðu fjölskyldunnar er móðirin sem gerir
kröfur um að húsinu sé haldið sómasamlega við og
hún fái eitthvað af heimilistækjum til að létta sér störf-
in. (bls. 15)
Hann er svo sem nógu bjartur og fagur til að veröa
kvikmyndastjarna hann faðir þinn, það vantar ekki,
glæsimenni, það er hann, en hann mætti hugsa svolít-
ið betur um fjölskyldu sína. Ónýt þvottavél, ónýtt þak
Hrafnhildur Valgarðsdóttir.
Bókmenntir
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
á húsinu sem gerir náttúrlega ekkert til því húsið er
allt ónýtt hvort sem er.
Elsti bróðirinn Bragi er hálfgerður utangarðsmaður
innan fjölskyldunnar þar sem hann hefur önnur
áhugamál en systkini hans og foreldrar og tekst höf-
undi á stundum vel upp í persónulýsingum hans.
Persónur sögunnar eru hins vegar flestar því marki
brenndar að vera einslitar og grunnar. Ein sú eftir-
minnilegasta er Lína lausa, spákonan, sem áður var
minnst á. Gömul einstæðingskona sem sér fleira en
flestir aðrir. Það hefði verið auðvelt að gera persónu
hennar mun betur úr garði til dæmis með því að leyfa
lesndanum að kynnast henni ögn nánar og félagslegum
aðstæðum hennar. Það er hins vegar ekki gert og sú
gamla deyr í sögulok. Þorpsbúar sakna hennar ekki
en skammast sín í aðra röndina fyrir að hafa ekki
verið henni betri.
Ríki maðurinn í þorpinu er vondur kall sem hugsar
um það eitt að græða meiri peninga. Hann er svona
vegna þess aö þegar hann var bam átti hann í erfiðleik-
um með að læra að lesa og honum var strítt á því.
Dóttir hans Halla verður svo slæm manneskja af því
að hún er dekurrófa sem hefur fengið allt upp í hend-
urnar.
Grjóni er viðkvæmur en góður drengur sem þarf aö
þola ágengni hinnar ástjúku eggjandi Þuru.
Rós er sömuleiðis góð stelpa sem kennir sjálfri sér
um dauða yngri'systur sinnar. Hún hefur átt í erfiðri
baráttu við að sætta sig við atburðinn en er sem óðast
að jafna sig eftir að Gijóni og móðir hans tóku hana
upp á sína arma.
Gústi er sömuieiðis ósköp indæll drengur sem verð-
ur ástfanginn upp fyrir haus af Rós sem raunar heitir
Lilja í raunveruleikanum. Hann glímir viö ráögáturn-
ar sem koma upp við töku myndarinnar og dularfullan
dauöa hunda fööur síns. Honum tekst að leysa málin
og allt fellur í ljúfa löð.
Það virkar dálitið annkannalega eftir allt fjaðrafokið
sem verður við komu kvimyndatökufólksins til þorps-
ins að allt skuli falla í ljúfa löð þegar þaö er farið. Það
hefur ekkert breyst. (bls. 78)
Hann hafði útlitið og hæfileikana til aö verða stjarna
en hjarta hans sló með náttúrunni, líf hans gæti aldr-
ei fengið fullnægju í neinu öðru en veiðimannslífinu.
Gústa létti. Þannig hafði það verið þar til í sumar en
nú yrðu allt aftur eins og það átti aö vera. Þau yrðu
áfram blönk, en pabbi hans færi á veiöar og kæmi
heim þreyttur og stoltur yfir fengnum. Fjölslyldan
myndi aftur fara að tala um hunda og hesta, verð á
refaskinni og ástand hreindýrastofnsins í staðinn fyrir
kvikmyndir, filmur og tökur.
Boðskapur bókarinnar er fallegur. Fólk á að lifa í
sátt og samlyndi við náttúruna og að ástin spillir engu
eins og endurspeglast í orðum Gijóna við þau Rós og
Gústa:(122)
„Haldið bara áfram að vera góö hvort við annað.
Heimurinn verður ekki verri fyrir það.“
Fallegur boðskapur er hins vegar ekki nóg til að bók
verði góð.
Dýrið gengur laust:
Hrafnhildur Valgarðsdóttir
Æskan 1991
Rusladraslið sent út í buskann
Snæland er fegursti staður á jarðríki. Hvergi var
himinninn jafnblár né snjórinn jafn skjannahvítur.
Þannig hafði það alltaf verið, alveg frá upphafi tímans,
segir í byijun sögimnar um Georg í mannheimupi-
Það var líf og fjör á þessari paradis á jörðu þangað
til rusl og úrgangur fór að berast frá mannheimum.
Dýrin flúðu öll nema litla hugrakka mörgæsin Gegorg
sem elskaði friðsælu víkina sína öllu öðru meira. Hann
stritar við að hreinsa upp drashð en það ber lítinn
árangur, steininn svo tekur úr þegar ruslarakettan
kemur fljúgandi af himnum ofan og lendir á húsinu
hans. En mörgæsin bugast ekki. Hún leggur af stað
til Fögruborgar sem eins og nafnið bendir til var eitt
sinn hrein og fögur en er nú sokkinn í ruslapytt. Hann
nær tali af borgarstjóranum og ráðgjafa hans en þeir
sparka honum beinustu leið í dýragaröinn.
Dýrin taka til sinna ráð. Þau ákveða að fara í verk-
fall til að láta mennina sjá að sér. Verkfalliö endar svo
með stríði sem dýrin vinna og ná samningum við
mennina. (bls. 30)
Mennimir eiga strax að hreinsa upp allt rusladrasl
á jörðinni. í framtíðinni eiga þeir að endurvinna það
og búa til úr því nýtilega hluti. Það sem ekki er endur-
unnið á að geyma þar sem það veldur engum skaða
né óþægindum.
Þetta er boöskapur bókarinnar í hnotskurn og allir
hjálpast að við að hreinsa til og gróðursetja blóm og tré.
Georg í mannheimum er teiknimyndasaga ætluð
yngri bömum. Texti bókarinnar er einfaldur en skýr.
Bókmenntir
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
Á köflum er hann launfyndinn og skemmtilegur.
Myndimar styöja vel við textann. Þær em htríkar og
svipbrigði dýranna em oft á tíðum kostuleg, þær bæta
því ýmsu viö sem ekki kemur fram í textanum.
Georg í mannheimum er skemmtileg bók sem ætti
að vera vel til þess fallin að vekja unga lesendur til
umhugsunar um gildi þess að halda jörðinni hreinni.
Það er því sem best hægt að mæla með bókinni.
Georg I mannheimum
Jón Marinósson, Jón Ármann Steinsson
Mál og menning, Reykjavik 1991
Mengun í mörgum stórborgum er mjög mikil. Mynd þessi er frá Sao
Paulo I Brasiliu en þar er loftmengun óhugnanleg. Þykkur mökkur reyk-
mettaörar þoku getur legiö yfir borginni dögum saman og valdið heilsu-
tjóni.
Að bjarga jörðinni
Umhverfismál hafa verið mikið í brennideph um allan heim á síöustu
árum. Menn óttast að þeir hafi með ógætilegri umgengni um náttúru-
auðævi heimsins stofnað tilveru sinni á jörðinni í hættu. Og mörg teikn
eru á lofti um aö svo sé og því vilja menn spyma við fótum. Og hvað er
til ráða? Er sá skaði sem er skeður kannski óbætanlegur?
Víst er að ýmislegt af því sem
orðiðhefurfyrirskaðaínáttúrunni tj ,•
er erfitt að bæta. Ósonlagið hefur 1JOJ^3m0nntlX
verið ofarlega á baugi, ofveiði á ----------------------
ýmsum fisktegundum hefur haft Siqurdur HelqaSOn
slæmar afleiðingar og þannig hafa ___________.__________
afdrifarík áhrif á aíkomu margra þjóða það Ættum viö íslendingar að
skilja.
Iðunn hefur gefið út bókina Bjargið jörðinni. Skráður höfundur hennar
er Jonathon Porrit, mikill áhugamaður um umhverfismál. Bókin er hins
vegar samsett úr greinum eftir mjög marga, bæði sérfræðinga og áhuga-
menn á sviði líflræði og um umhverfisverndar. Formáli bókarinnar er
eftir Karl Bretaprins, en inngang skrifar Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands. Þar fjallar hún um sinnuleysi mannanna gagnvart jörðinni og
þá staðreynd að löngum hafa trúarbrögð heimsins gert ráð fyrir eins
konar guðlegri ímynd jarðarinnar. Hins vegar hafi mönnunum á einni
öld tekist að valda svo miklum skaða á jörðinni, að í raun sé hann óbæt-
anlegur.
Ákall til mannkyns
Segja má að þessi bók sé eins konar ákall til mannkyns um að það leggi
sitt af mörkum til að bjarga jörðinni og þeim auðævum sem hún býr
yfir. Mikilvægt sé að menn lifi í sátt við jörðina og náttúruauðævin og
nýti hana af skynsemi.
Auk aðalhöfundar skrifar á annan tug sálfræðinga kafla um einstök
svið og auk þess skrifa fjölmargir heimsþekktir einstaklingar stutt ávörp.
Má þar nefna stjórnmálamenn, vísindamenn, fiölmiðlamenn og lista-
menn. Til að nefna einhver nöfn má minnast á Paul McCartney, Peter
Ustinov, Gro Harlem Brundtland og marga fleiri. Þarna er í einni bók
gefin nokkuð ljós mynd af ástandi lífheimsins og sums staðar er hún
máluð nokkuð sterkum litum enda nauðsynlegt til að vekja athygli á
þróun mála.
Það vekur athygh íslendings að sjá stutta grein um samtök Grænfrið-
unga, Greenpeace þar sem þau eru lofuð í hástert. Einhvem veginn hef •
ég á tilfinningunni að ekki séu allir landar mínur á sama máli og kannski
er óhætt að fullyrða að þau hafi farið fullgeyst í baráttu sinni. Hugsjóna-
menn þurfa nefnilega að fara að öllu með gát og enda þótt virðing fyrir
náttúrunni og dýrum sé góðra gjalda verð má það ekki bitna á lífshagmun-
um þjóða, eins og raunin var með herferð gegn veiðimennsku þjóðar-
brota á norðurslóð. Fyrir þær var afsökunarbeiöni eftir að búið var að
setja allt þeirra efnahagskerfi á annan endann heldur lítils virði.
Bent er á lausnir
Mannkyninu hafa verið færð mikil völd. Það er skylda þess að fara vel
með þau og gæta þess aö jörðinni sé ekki eytt. Staðreyndin er nefnilega
sú að þetta er sú eina sem við eigum og að hún er óbætanleg. Hún er í
raun sú auðlegð sem skapar okkur skilyrði til lífs, bæði í efnahagslegu
ot lífíræðilegu tilliti. Eitt af því sem er sérstaklega ánægjulegt varðandi
þessa bók er að ekki er eingöngu lýst slæmu ástandi heldur er eirinig bent
á lausnir á vandamálum. Þannig er mengum af völdum bifreiöa stórt
vandamál víða í stórborgum erlendis og er því vel lýst en einnig er getið
um bestu leiðina tft úrbóta í þeim efnum en hún er að efla og bæta þjón-
ustu almenningsfarartækja. Með því má án efa draga úr umferð einka-
bíla og þar með mengun. En einkabíllinn er kominn til aö vera og því
þurfa menn að átta sig á hvernig annars vegar er hægt að draga úr
umferð og hins vegar hvernig hægt er að draga úr skaða af völdum bíla.
Þar kemur til mengunarvarnabúnaður í bóla og notkun blýlauss bensíns.
Bjargið jörðinni er áhugaverð bók. Hún þjónar án efa vel þeim tilgangi
að vekja fólk til umhugsunar. Það þarf áreiöanlega að íhuga vel það sem
þar er sagt en ekki líta á það sem einn stóran sannleika.
Þýöingu bókarinnar önnuðust Ásthildur Kjartansdóttir og Óskar Ingi-
marsson. Hún er vel unnin. Myndir undirstrika texta bókarinnar og vel
valdar. Prentun og allur frágangur gerir bókina í senn fallega og eigu-
lega. Og td að misbjóða ekki náttúrunni var reynt að nýta efni sem valda
litlum eða engum skaöa við vinnslu hennar.
Porrit, Jonathon: Bjargiö jörðinni.
Reykjavik, Iðunn, 1991.