Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
3
i>v Fréttir
Ríkissjóður:
Löng lán upp
á 966 mil|jónir
afskrífuð
Ríkissjóður mun tapa kröfum að
upphæð 1.099 milljónir króna, að áliti
Ríkisendurskoðunar. Þar af eru 966
milljónir í beinar afskriftir. Er um
að ræða svonefnd „löng lán“ sem rík-
ið hefur lánað ýmsum fyrirtækjum.
Allmörg þeirra hafa verið lýst gjald-
þrota.
Þær kröfur, sem ríkissjóði er ráð-
lagt að afskrifa, eru 98,2 milljónir hjá
Arnarflugi hf., 185 milljónir hjá Ála-
fossi hf. og Hildu hf., 84,6 milljónir
hjá Sigló hf., 240,5 milljónir hjá Sjó-
efnavinnslunni hf., 169,1 milljón hjá
Þormóði ramma hf., 34,7 milljónir
hjá íslenska gagnagrunninum hf., 22
milljónir hjá Stálvík hf., 15,2 milljón-
ir hjá Trésmiðjunni Víði hf., 13,1
milljón hjá Haga hf., 14,4 milljónir
hjá Garðskaga hf., 12,7 milljónir hjá
Samkomuhúsi Vestmannaeyja hf.,
11,1 múljón hjá Verslun Sigurðar
Pálmasonar hf., 10,5 milljónir hjá
Húseiningum hf., 10,2 milljónir hjá
Ásgeiri hf., 4,7 milljónir hjá Þór hf.
og Rörverki hf., 1,9 milljónir hjá Póls-
tækni sf., 2,7 milljónir hjá Bhkk-
smiðjunni Vogi hf., 2 milljónir hjá
Tækjabúðinni hf., 2,9 milljónir hjá
Jóni Eðvaldssyni hf., 2,5 milljónir hjá
Nesco hf., 1,8 milljónir hjá Ræktun-
arsambandi Austurlands, 4,9 millj-
ónir hjá Sláturhúsinu Vík hf., 6,1
milljón hjá Veitingamanninum hf., 4
milljónir hjá Bifreiðaverkstæðinu
Vísi hf., 4 milljónir hjá Bhkkveri hf.,
3,3 mihjónir hjá Húsvískum matvæl-
um hf. og 3,3 mihjónir hjá Skemmti-
garðinum sf.
Að auki leggur Ríkisendurskoðun
th að 123 mihjónir beri að færa á af-
skriftarreikning þar sem verulegar
líkur séu á að sú upphæð tapist á
næstu árum. Er um að ræða áætlaða
afskriftvegnal4aðila. -JSS
Veiðimálastofnun:
6,2 milljónir í refa-
og minkadráp
Það vekur athygh að á fjáraukalög-
um þessa árs eru 6,2 mihjónir króna
veittar th Veiðimálastofnunar sem
er mun meira en hún hefur áður
fengið.
Jón Kristjánsson alþingismaður,
sem á sæti í fjárlaganefnd Alþingis,
sagði að hér væri um að ræða skulda-
hala vegna eyðingar refa og minka.
Sveitarfélögin leggja út fé fyrir þess-
ari eyðingu en senda svo reikningana
eftir á th Veiðimálastofnunar.
„Það var ákvörðun nefndar í
stjómarhðinu að gera þessa reikn-
inga upp vegna þess að á fjárlögum
næsta árs stendur th að skera niður
fé th eyðingar refa og minka í land-
inu,“ sagði Jón Kristjánsson. -S.dór
Ellert áritar í
Borgarkringlunni
EUert Schram mun árita bók sína,
Eins og fólk er flest, í Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar í Borgar-
kringlunni á sunnudaginn kl. 14-16.
Efni bókarinar er pistlar og smásög-
ur svipaðs efnis og Ellert hefur skrif-
að í helgarblað DV undanfarin ár.
-HK
n ULTRA
\Æ&\ GLOSS
bs Þú finnur
ULTB4 GLOSS muninn þegar
, saltið og tjaran
BII&I 1 verða öðrum
bom | vandamál.
1 Taekniupplýsingar:
(91) 814788
ESSO stöðvarnar
Olíufélagið hf.