Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGÚR' 7. D’ESEMBER 1991:
Myndbönd
Frosin sál
MISTER FROST
Útgefandi: Bíóhöllin.
Leikstjóri: Philip Setbon.
Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Alan Bates
og Kathy Baker.
Frönsk/bresk, 1990 - sýningartimi 92
min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Jeff Goldblum leikur Mister
Frost sem er fjöldamorðingi sem
enginn botnar í. Þegar hann er
handtekinn af Detweiler lögreglu-
manni viðurkennir hann allt sam-
an en talar svo ekki meira næstu
tvö árin eða þar til hann er sendur
á geðsjúkrahús og hittir Söru sem
er læknir. Detweiler, sem er farinn
að halda að Frost sé sá í neðra sjálf-
ur, er hættur í lögreglunni og fylg-
ir Frost eftir í von um einhverjar
ábendingar um hver hann sé.
Mister Frost er nokkuð mögnuð
kvikmynd sem heldur manni
spenntum allt til loka en þetta er
kvikmynd sem erfitt er að finna
góðan endi á og er ég hræddur um
að einhverjum finnist nokkrum
spurningum ósvarað í lokin. Jeff
Goldblum passar vel í hlutverk
Frosts, er ógnvekjandi en um leið
heimsmaður.
Tryllt ást
ZANDALEE
Útgefandi: Bióhöllin.
Leikstjóri: Sam Pillsbury.
Aðalhlutverk: Nicholas Cage, Judge
Relnhold og Erika Anderson.
Bandarísk, 1990 - sýningartimi 100 min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Það hafa verið gerðar nokkrar
myndir sem hafa átt aö taka 9 'A
Weeks fram í erótík og verið aug-
lýstar sem slíkar en sú formúla sem
notuð er á kvikmyndir sem þessar
er greinilega varasöm því flestar
hafa gert meira en að mistakast.
Þær hafa horfið jafnfljótt af sjónar-
sviðinu og þær komu fram og er
Zandalee eitt dæmið.
Með hina ágætu leikara, Nicholas
Cage og Judge Reinhold, ásamt
hinni íturvöxnu Eriku Anderson
hefði átt að vera hægt að skapa
rafmagnað andrúmsloft en svo er
ekki og það þótt myndin gerist í
þeirri heitu borg, New Orleans.
Zandalee er ekki góð kvikmynd.
Kliskjukennd ástaratriði eru á
færibandi og þótt Erika Anderson
reyni sitt besta til að opinbera
helstu hæfileika sína þá er persón-
an, sem hún leikur, ekki mjög
spennandi. Þeir félagar, Cage og
Reinhold, eru heldur ekki góðir
þrátt fyrir að nokkuð hafi verið
lagt í persónusköpun þeirra.
Hamingiuleit í stórborg
L.A. STORY
Útgefandi: Skifan
Leikstjóri: Mick Jackson.
Aðalhlutverk: Steve Martin, Victoria
Tennant, Richard E. Grant og Marilu
Henner.
Bandarísk, 1990-sýningartími 97 mín.
Leyfö öllum aldurshópum.
L.A. Story er skemmtlegur óður
Steve Martin til heimaborgar sinn-
ar, Los Angeles. Martin skrifar
handritið að myndinni og leikur
aðalhlutverkið og hann á örugglega
einhvem þátt í leikstjórn myndar-
innar þótt Mick Jackson sé skráður
leikstjóri.
Eins og búast mátti við af Martin
gerir hann stólpagrín að borgarbú-
um, sérstaklega þotuhðinu. Sjálfur
leikur hann sjónvarpsveðurfræð-
inginn Harris K. Telemacker sem
segist vera mjög óhamingjusamur
maður en tekur ekki eftir því vegna
þess hve gaman er að lifa. Tónninn
er gefinn í byrjunaratriðinu þar
sem Telemacker, útaugaður af
stressi, leggur af stað í vinnuna og
brýtur nánast allar umferðarregl-
ur.
Handrit Martins er uppfullt af
fyndnum setningum og mörg atrið-
in em kostuleg. Má þar nefna tvö
veitingahúsaatriði þar sem óspart
er gert grín að heilsufæði nútímans
og þeirri yfirborðsmennsku sem
því fylgir og þótt Martin fari út og
suður með persónur sínar er
myndin merkilega heilsteypt þegar
upp er staðið.
Eins og áður segir telur Tele-
macker sig vera orðinn leiðan á líf-
inu. Tvennt verður til þess að hann
breytir um skoðun. Fyrst hittir
hann enska blaðakonu sem hann
verður ástfanginn af en telur sig
eiga enga möguleika til að kynnast
henni nánar. Á sama tíma verður
á vegi hans ljósaskilti sem byrjar
að senda honum boð um hvað hann
eigi að gera.
Stevé Martin hefur sinn sérstaka
leikstíl og hér er hann hvorki betri
né verri en í öðmm myndum sín-
um. Þrátt fyrir allan hamaganginn
og grófyrðin sýnir hann aldrei gróf-
an leik. Nokkrir þekktir íbúar Los
S T E V E M A R T I N
Smwthinji f unm Uap|H'u'»tg in l..i
\jr
Thé fnaiesf ni<m in (lie
% cniziesl lilj in fhi*
CAacx.CC- ivdHÍI.
&
Steve Martin á hjólaskautum á myndlistarsýningu.
Angeles koma fyrir í smáhlutverk- Rick Moranis sem á góðan sprett í
um. Má þar nefna Chevy Chase og hlutverki líkgrafara. -HK
DV-myndbandalistinn
1 (4) Problem Child
2 (1) Dansar við úlfa
3 (2) Christmas Vacation
4 (3) Kindergarten Cop
5(6)
6
Fiight of the Black Angel
Boyfriend from Hell
Problem Chiid skýst upp í fyrsta sætíð þessa vikuna. Annars eru
litlar breytingar. Þrjá nýjar myndir koma inn á listann og er Flight
of the Black Anget ein þeirra. Aðalhiutverkið i þeirri mynd leikur
Peter Strauss sem sést hér á myndlnni.
7(-)
8(8)
9(7)
10(5) Highlander II
11 (-) Zandalee
12 (12) Desperate Hours
13 (-) Pretty Woman
14 (13) Dream Machine
15(9) King of New York
Hættuleg metnaðargimi
TRUE COLORS
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Herbert Ross.
Aóalhlutverk: John Cusack, James
Spader og Imogen Stubbs.
Bandarisk, 1991 -sýningartimi 106 mín.
Bönnuö börnum innan 12 ára.
True Colors fjallar um tvo vini
sem hittast í lagaskóla. Annar
þeirra, Tim, er kominn af milh-
stéttaríjölskyldu og hefur farið í
gegnum lífið án þess að hafa nokkr-
ar áhyggjur. Hann á sér kærustu
sem er dóttir öldungardeildarþing-
manns og lífið virðist blasa við
honum.
Peter er af allt öðru sauöahúsi.
Hann er uppalinn í fátækrahverfi
en passar aö láta engan vita af því.
Hann er ákveðinn í að ná langt og
er sama þótt hann troði á öðrum
til að ná marki sínu.
Peter og Tim verða vinir þrátt
fyrir að þeir séu ólíkir og Tim
meira að segja fyrirgefur vini sín-
| fíf ©
TRUE COLORvS
um það þegar hann stelur frá hon-
um kærustunni. Metnaðargirni
Peters er samt svo mikil að hann
einangrast fljótt og þegar glæpa-
kóngar setja sig í samband við
hann verka loforð þeirra eins og
þegar olíu er hellt á eld og hann
færist allur í aukana.
Tim kemst að því að Peter hefur
logið að honum. Það varð til þess
að að hann var settur í launalaust
frí hjá saksóknaranum sem hann
vann hjá. Þá er honum loks nóg
boðið og snýr bakinu við Peter, án
þess þó að láta hann vita, og hefur
herferð sem þjónar þeim eina til-
gangi að grafa undan fyrrverandi
vini sínum.
True Colors býður upp á margs
konar dramatísk atriði og er í heild
ágæt skemmtun en ádeilukjaminn
ristir aldrei djúpt. Persónumar em
frekar yfirborðskenndar og ekki
mjög trúverðugar. John Cusack og
James Spader eiga góöa spretti en
hafa áður leikið betur. Leikstjór-
inn, Herbert Ross, hefur gert
nokkrar ágætar kvikmyndir, aðal-
lega gamanmyndir, og hefði sterk-
ari leikstjóri sjálfsagt getað gert sér
meirimatúrefninu. -HK
!4
—
RlCHARDCERi! JUUABOBERB
Öskubuska
PRETTY WOMAN
Útgefandi: Biómyndir.
Leikstjóri: Garry Marshall.
Aóalhlutverk: Richard Gere og Julia
Roberts.
Bandarisk, 1989-sýningartími 115 mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
Pretty Woman kemur nokkuð
seint á markaðinn hér á landi.
Myndin er búin að vera á mynd-
bandaleigum um nokkurt skeið
textalaus en hér er hún komin með
íslenskum texta, sjálfsagt mörgum
til mikillar ánægju.
Pretty Woman er einhver alvin-
sælasta kvikmynd seinni ára og
sýnir, svo ekki verður um villst,
að gömlu formúlurnar fyrir
skemmtilegri sögu duga þegar vel
er haldið á spöðunum.
Sögusviðið er Los Angeles en sag-
an gæti gerst hvar sem er og hve-
nær sem er. Julia Roberts, sem fer
á kostum, leikur hér hálfólánsama
gleðikonu sem kemst í kynni við
ríkan piparsvein sem leigir hana
sem lagskonu í nokknm tíma. Eins
og gengur og gerist verða þau ást-
fangin þótt þau vilji ekki viður-
kenna það í fyrstu...
Pretty Woman er lítið annað en
góð afþreying, í raun gerast þær
ekki betri. Hún skilur lítið eftir og
þegar horft er á hana í annað sinn
verður söguþráðurinn enn þynnri.
En því verður ekki neitað að mynd-
in er sérlega vel gerð. -HK