Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SiMI (91 )27022- FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91 >27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Vaxtalækkun ? Seðlabankinn hafnar að lækka vextina með „hand- afli“. Aðilar vinnumarkaðarins vilja, að það verði gert sem liður í kjarasamningum. Samkvæmt lögum um Seðlabankann er bankanum heimilt að takmarka útlánsvexti bankastofnana, svo að raunvextir, vextir umfram verðbólgustig, verði „hófleg- ir“ og ekki hærri en þeir eru að jafnaði 1 helztu við- skiptalöndum okkar. í nýframkominni skýrslu leggst Seðlabankinn gegn slíkum aðgerðum nú. Bankinn seg- ir, að algengir vextir hér séu nú að sönnu talsvert hærri en gerist og gengur í stórum löndum en þeir séu álíka og raunvextir á Norðurlöndum og í smærri Evrópulönd- um yfirleitt. Atvinnulíf þessara landa og stærð fyrir- tækja séu nær því að vera sambærileg við það, sem gerist hér á landi, heldur en ef tekið sé mið af hagkerf- um stórþjóðanna. Því verði ekki séð, að samanburður- inn við þau gefi tilefni til aðgerða. Jafnframt telur Seðla- bankinn mjög óæskilegt að reyna nú að keyra vextina hér á landi niður með valdboði að ofan. Vextir hafa verið háir hér á landi að undanförnu, einkum vegna þensluáhrifa hallarekstrar ríkissjóðs og óhemju fjárstreymis til íbúðalána og yfirleitt þess, hversu ríkisgeirinn sprengir upp eftirspurn eftir lánsfé á markaðnum. Afleiðingarnar hafa verið vaxandi við- skiptahalh við útlönd og hækkun raunvaxta á lánsfjár- markaðnum. Seðlabankinn hefur vafalaust lög að mæla, þegar hann segir, að enginn vafi sé á því, að tilraunir til þess af hálfu Seðlabankans að þrýsta niður vöxtum við slík- ar aðstæður, yrðu til þess eins að auka útstreymi pen- inga og magna þannig viðskiptahallann og jafnvægis- leysi í þjóðarbúskapnum, sem fljótlega leiddi til gengis- fellingar. Raunvaxtalækkun er því aðeins líkleg eða fram- kvæmanleg hér á landi á næstunni, að verulega verði dregið úr eftirspurn hins opinbera eftir lánsfé. Á fundi aðila vinnumarkaðarins með viðskiptabönk- unum síðasthðinn þriðjudag höfnuðu bankamir að lækka nafnvexti niður í 11 prósent. Krafa aðila vinnu- markaðarins um slíka vaxtalækkun var að vísu bama- lega fram sett. Ekki yrði unnt að lækka vaxti þannig með einu pennastriki. Vextir fara nú lækkandi í kjölfar Htillar verðbólgu. Boðað er, að vextir muni halda áfram að lækka á næstunni. Seðlabankinn leggur áherzlu á, að traust á verðlagi og gengi þurfi að eflast í kjölfar kjarasamninga. Þá megi búast við því, að til komi lækk- un bæði nafnvaxta og raunvaxta. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði í DV í fyrradag, að í þessu sambandi væri nauðsynlegt að skera niður hjá ríkinu og minnka þannig lánsfjárþörf ríkis- sjóðs. Það mundi stuðla að vaxtalækkun. Þetta er það, sem aðilar vinnumarkaðarins verða að knýja á um, ein- mitt nú þegar „bandormur“ ríkisstjómarinnar er á döf- inni. Fjármálaráðherra sagði í DV-viðtalinu, að það stæði ekki á ríkisstjórninni að taka undir kröfur og standa með aðilum vinnumarkaðarins við að skapa þau skilyrði, sem þarf til lækkunar raunvaxta. Á slíkt reyn- ir nú. Unnt er að sjá til þess, að vextir fari lækkandi, launþegum og fyrirtækjunum til hagsbóta. Haukur Helgason Bush fómar mannien stefnu vantar George Bush Bandaríkjaforseti er í vanda staddur. Hvert málið af öðru hefur snúist í höndum hans, honum til álitshnekkis í pólitísku skæklatogi við meirihluta demó- krata á þingi. Eftir því sem líður á vetur hefur traust Bandaríkja- manna á að hagkerfið sé líklegt til að rífa sig í bráð upp úr lægð und- anfarinna missera rénað. Að sama skapi þverr álit á forsetanum og fylgi við hann í skoðanakönnun- um. Loks er ljóst orðið að hríð verð- ur gerð að Bush frá hægri í flokki hans, Repúblikanaflokknum, í prófkjörum á útmánuðum til und- irbúnings útnefningu til forseta- framboðs fyrir næsta kjörtímabil. . Fangaráð Bush var að losa sig við þann mann sem næstur hefur gengið honum að völdum á inn- lendum vettvangi frá upphafi for- setaferilsins, John Sununu, starfs- mannastjóra í Hvíta húsinu. Hann var orðinn samnefnari alls þess sem stjórn Bush á málefnum Bandaríkjanna er fundið til foráttu. Sununu hefur leitast við að safna valdataumum svo sem verða má í sínar eigin hendur. í því efni hefur hann þjösnast á ráðherrum, þing- leiðtogum repúblikana og sam- starfsmönnum við forsetaembætt- ið. Sömuleiðis hefur hann tak- markað aðgang annarra að forset- anum eftir fongum, til að geta sjálf- ur átt lokaorðið í hvers kyns ráð- gjöf. Við bætist að Sununu reyndist hafa látið greiða af opinberu fé reikninga fyrir ferðir sem hann fór \t raun og veru í einkaerindum í þeim herflugvélum sem forseta- embættinu standa til ráðstöfunar. Þegar fyrir þetta var tekið bætti hann gráu ofan á svart með því að láta embættisbíl, búinn fullkomnu fjarskiptakerfi, fara með sig á frí- merkjauppboð í New York. Örlög Sununu voru ráðin þegar hann tók að munnhöggvast við fréttamenn í Washington og sakaði einn þeirra um lygar í miðjum hópi starfssystkina í garðinum viö Hvíta húsið. Ástæðan var að upp hafði komið að Sununu hafði á síðustu stundu fengið forseta til aö bæta inn í ræðu tveim setningum sem hleyptu af stað verðhruni í kaup- höllinni í Wall Street. Lagði Sun- unu þarna Bush þau orð í munn að setja bæri hámark á vanskila- vexti af greiöslukortaskuldum. Vakti uppástungan strax áhyggjur af að slíkt myndi enn veikja stöðu valts bandarísks bankakerfis. Bush hlaut svo sinn hlut af skell- inum en mátti síst við slíku eftir að hafa klúðrað málamiðlun viö þingið um nýja lagasetningu til að fylgja eftir jöfnum borgararétti á vinnumarkaði. Miða nýju lögin að því að bæta stöðu svertingja og kvenna. Eftir langa deilu meiri- hluta demókrata við forsetann tóku flokksbræður hans á þingi af skarið og komu á málamiðlun. Bush þóttist fagna henni en um leið og hann undirritaði nýju lögin dreifði lögmaður forsetaembættis- ins úrskurði sem þýddi að ákvæði þeirra væru aö engu hafandi í ríkis- kerfinu. Við þetta varð uppnám, einkum meðal frjálslyndra repú- blikana á þingi og mannréttinda- samtaka. Loks féll Bush á eigin bragði þeg- ar hann rétt fyrir þinghlé manaði demókratameirihlutann að láta koma til afgreiðslu frumvarp nokk- urra repúblikana í Fulltrúadeild um lækkun skatta af fjármagns- tekjum og fleiri ráðstafanir líklegar til að bæta hag tekjuhærri Banda- ríkjamanna. Fjármálaráðgjafar forsetans höfðu varað við slíku og nú fengu demókratar tilefni til að Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson gera þinghléið ótiltekið, svo þing getur komið saman hvenær.sem vera skal til að viðra þeirra sjón- armið fyrir alþjóð. Áhrifin af öllu þessu eru nú kom- in í ljós í skoðanakönnunum. Könnun New York Times og CBS leiðir í ljós að þeim sem taka já- kvæða afstöðu til starfa og stefnu forsetans hefur fækkaö um 16 hundraöshluta frá því í október. En þegar spurt var einvörðungu um frammistöðu Bush við yfir- stjórn efnahagsmála kom í ljós að 65 af hundraði tóku neikvæða af- stöðu en aðeins 27 jákvæða. Hjá NYT/CBS sögðu 74 af hundraði efnahagsmáhn í slæmu horfi. Slíkt eru uggvænleg tíðindi fyrir Bush því undanfarið hefur það dregið frambjóðendur repúblikana einna drýgst til sigurs í forseta- kosningum að meirihluti kjósenda treystir þeim betur en demókrötum til aö efla hagsæld í landinu. Komnir eru fram á sjónarsvið tveir hægrisinnaöir repúbhkanar sem gera sig líklega til að etja kappi við Bush í prófkjörunum sem hefj- ast á útmánuðum. David Duke varð alræmdur þegar hann þótti um tíma sigurstranglegur í fylkis- sijóraembætti Louisiana þrátt fyrir fortíð í rööum nýnasista og Ku Klux Klan, samtökum kynþáttak- úgara. Hann hefur þegar gefið kost á sér. Patrick Buchanan er af allt öðru sauðahúsi, írskættaður dálkahöf- undur, og telur sig hugmyndafræð- ing gamla, einangrunarsinnaða íhaldsins. Hann leggur meginá- herslu á að snúa eftic fongum baki við umheiminum, einkum með því að taka upp vemdar- og haftastefnu í utanríkisverslun. Buchanan ætl- ar að láta uppi áform sín 10. des- ember. Fyrsta prófkjörið fer fram í New Hampshire og þar leiddi þáverandi fyllusstjóri, John Sununu, George Bush til sigurs í síðustu lotu. Tregöa forsetans til að losa sig við starfsmannastjóra, sem bersýni- lega var orðinn póhtískur dragbít- ur í landsmálum, stafar af því að hann vhdi gjarnan eiga hann að í New Hampshire á ný. Fylkið er fámennt, repúbhkanar þar íhaldssamir og mjög undir áhrifum svæsnasta og ósvífnasta afturhaldsblaös á austurströnd- inni, Manchester New Leader. Róg- ur þar um konu Edmunds Muskie varð th að koma út tárunum á frambjóðanda frammi fyrir frétta- mannahópi í kafaldskófl á götu í Manchester, svo sem frægt er orðið í stjómmálasögu Bandaríkjanna. Með Union Leader að baki gæti Buchanan að kunnugra dómi sigr- að Bush í New Hampshire þegar þar að kemur. Það er þó ekki meginmáhð heldur hvort George Bush tekst að koma sér upp trúverðugri stefnu i innan- landsmálum, einkum efnahags- málum, áður en th sjálfra kosning- anna kemur í nóvember á næsta ári. Að dómi Davids S. Broder, dálkahöfundar Washington Post, kom hann til valda haldinn þeim misskilningi að Reagans-árin hefðu sett þjóðmálin í skorður sem ekki þyrfti að hrófla veralega við. Nú er komið eftirminnhega á daginn að svo er ekki. Einkaeyösla og her- væðingareyðsla fyrir erlent lánsfé annars vegar og vanræksla al- mannaþarfa hins vegar hafa sett Bandaríkin í khpu sem ekki verður komist úr nema með víðtækri opin- berri stefnumótun sem einatt getur komiö iha við rótgróna sérhags- muni. Engin merki sjást um aö Bush geri sér þetta enn ljóst. Magnús Torfi Ólafsson George Bush Bandaríkjaforseti (t.v.) og John Sununu snúa aftur á þriðju- dag til Washington ur ferðalagi til Flórída og Mississippi. Á því ferða- lagi lagði Sununu fram lausnarbeiðni úr stöðu starfsmannastjóra i Hvita húsinu. Simamynd Reuter
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.