Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
Sérstæö sakamál
Dauðinní
eyðimörkinni
Þrjú ungmenni frá litla bænum
Cucamonga í Bandaríkjunum
gerðu afdrifarík mistök þegar þau
struku að heiman. Þau komust
ekki á áfangastað og þaö var reynd-
ar nánast fyrir tilviljun aö uppvíst
varð um örlög þeirra.
Strangt uppeldi
Georgia Kingsley, sem var sautj-
án ára, var talin með laglegustu
stúlkum í bænum Cucamonga í
Kalifomíu. En foreldrar hennar
voru strangtrúaðir og-leyfðu henni
fæst af því sem öðrum unglingum
leyfðist. Hún var því vinafá, fékk
aldrei að fara á dansleiki og ekki
var einu sinni sjónvarpstæki á
heimilinu.
Loks fékk Georgia nóg af ástand-
inu. Hún skrifaði fóðurömmu sinni
í San Bernardino og lýsti vanda
sínum. Gamla konan skrifaði til
baka og sagði meðal annars: „Þú
ert orðin sautján ára og getur gert
það sem þú vilt. Komdu fil mín,
vina. Ég skal hýsa þig.“
Júníkvöld eitt árið 1979 klifraði
Georgia út um gluggann á herbergi
sínu og hafði með sér ferðatösku
sem í voru nokkrir persónulegir
munir og tuttugu dali. Þegar hún
kom á umferðarmiðstöðina kom í
ljós að síðasti langferðabíll til San
Bernardino var farinn. Hún þorði
ekki að taka þá áhættu sem fólst í
því að bíða á stöðinni alla nóttina
af því að hún óttaðist að foreldrar
hennar fæm að leita hennar svo
hún lagði af stað fótgangandi í von
um að einhver gæfi henni far. En
það voru fáir bílar á ferð á þessum
tíma kvölds.
Georgia hafði hins vegar aðeins
gengið tvo til þrjá kílómetra þegar
henni tókst að stöðva bíl. Ökumað-
urinn brosti til hennar og bauö
henni að setjast inn. Hann sagðist
vera að fara í sömu átt og hún.
Hurfu sporlaust
Næsta morgun varð ljóst að Ge-
orgia var horfin að heiman. For-
eldrar hennar hringdu til lögregl-
unnar. Eftirgrennslan leiddi í ljós
aö til hennar hafði sést á umferð-
armiðstöðinni og síöar náðist til
fólks sem hafði séð hana á ferð fót-
gangandi. Með foreldrunum vakn-
aði þá grunur um að hún ætlaði til
ömmu sinnar og var haft samband
viö hana. Staðfesti hún að Georgiu
væri von. En hún kom aldrei fram.
Var mikil leit gerð en án árangurs.
í Cucamonga bjuggu tvö önnur
ungmenni, Johns Bells, átján ára,
og Kathleen Herron, sautján ára.
Þau höfðu þekkst frá því í æsku en
er hér var komið voru þau orðin
ástfangin. Foreldrar þeirra höfðu
ekkert á móti samhandi þeirra en
fannst að þau væru of ung til aö
gifta sig fyrr en Kathleen væri orð-
in árinu eldri.
En unga fólkið gat ekki beðiö. Það
reyndi að fá leyfi foreldranna en
það tókst ekki. Og dag einn ákváðu
þau að stijúka að heiman. Ágúst-
kvöld, um tveimur mánuðum eftir
að Georgia Kingsley hvarf, tóku
þau á laun saman fóggur sínar og
fóru frá Cucamonga. Þau ætluðu
sér til Oklahoma en þar leyfa lög
að þeir gangi í hjónaband sem náð
hafa sautján ára aldri.
Um eyðimörk
Kathleen og John ákváðu að fara
yfir Nevada því þau þóttust viss
um að foreldrar þeirra myndu láta
sér til hugar koma hvert þau væru
að fara og vildu því ekki fara þá
leið sem flestir kysu að fara til
Oklahoma. Þetta hafði aftur í for
með sér langa ferð en alls yrðu þau
að leggja að baki um fimm hundruð
kílómetra. Og hluti leiðarinnar lá
um Mojave-eyðimörkina. Þar eö
þau áttu aðeins fimmtíu dali kom-
ust þau ekki lengra en að útjaðri
eyöimerkurinnar meö langferða-
bílnum sem þau tóku sér far með.
Á leiðarenda ætluðu þau síðan að
reyna að komast með því að fá far
með akandi ferðalöngum.
Þau höfðu ekki fariö langt út á
eyðimörkina þegar bíll staðnæmd-
ist hjá þeim. Brosleitur maöur sat
undir stýri og bauö hann þeim að
setjast inn.
Næsta morgun kom í ljós að unga
fólkið hafði strokið aö heiman og
ekki leiö á löngu þar til feðurnir,
James Bell og Harold Herron, gátu
komist að þvi hjá nokkrum vinum
bama sinna að þau hefðu ætlað að
strjúka að heiman til að láta gefa
sig saman í Oklahoma. Óku feðum-
ir nú af stað og spurðust fyrir um
þau John og Kathleen í hverju ein-
asta veitingahúsi við veginn sem
þeir töldu líklegast að þau hefðu
farið. Jafnframt var leitaö til lög-
reglunnar.
Bíllinn í eyöi-
merkursandinum
Lögreglunni fannst strax margt
líkt með hvarfi þeirra Johns Bell
og Kathleen Herron og Georgiu
Kingsley. Og þar eð vegurinn um
Mojave-eyðimörkina liggur
skammt frá Victorville-herflug-
stöðinni var ákveöið aö yfirheyra
menn þar ef vera skyldi að þeir
hefðu oröið einhvers vísari. En
fyrstu tvo dagana kom ekkert fram
sem bent gat til hvað orðið hafði
um þau John og Kathleen.
Einn liðþjálfanna í flugstöðinni,
Albert Caughlan, tuttugu og fimm
ára, fékk á þriðja degi heimsókn
vinar síns og starfsfélaga, Thomas
Van Norman, en hann var tuttugu
og níu ára. Bað Thomas Albert að
hjálpa sér því bíll hans sæti fastur
1 eyðimerkursandinum við veginn.
Saman óku þeir þangað sem bíllinn
átti að vera en þá kom í ljós að
hann var ekki við vegarbrúnina
heldur um fimmtíu metra utan veg-
ar.
Albert hristi höfuðið þegar hann
sá bílinn og spurði: „Hvernig í
ósköpunum gastu farið svona
heimskulega að ráði þínu? Varstu
drukkinn í gærkvöldi?"
Játningin
„Það eru nokkrir dagar síðan það
geröist," svaraði Thomas þá. Um
stund stóð hann svo þögull en fór
síðan að gráta. „Albert," sagði
hann. „Ég hef myrt þrjár mann-
eskjur. Þú verður að hjálpa mér.
Ég get ekki snúið mér til neins
annars."
„Bíddu nú við, Thomas,“ svaraði
Albert þá. „Ef það er rétt sem þú
segir verðurðu að fara til lögregl-
unnar. Ég læt ekki flækja mig í
morðmál.“
„Ég geröi það,“ sagði Thomas þá,
ennþá grátandi. „Ég tók tvær ung-
ar manneskjur upp í bílinn og gat
ekki hætt að horfa á stúlkuna. Ég
varð að komast yfir hana. Það var
ekki ætlun mín að drepa þau en
þau gátu borið vitni um það sem
ég gerði svo ég neyddist til þess.
Og það er ekki langt síðan að ég
geröi það sama við unga stúlku sem
var ein á ferð. Þau eru öll grafin í
eyðimörkinni."
„Nú kemur þú með mér á lög-
reglustöðina," sagði Albert, „og þar
segirðu frá því sem gerðist svo að
það fáist botn í þetta mál.“
Þessi orð urðu til þess að Thomas
hætti að gráta og varð bálreiöur.
„Þú ferð ekki neitt með mig,“ sagði
hann. „Frekar drep ég þig líka. Þú
ert vinur minn. Þú verður að hjálpa
mér.“
Þegar Albert æflaði að taka í
handlegg vinar síns og fá hann með
sér inn í bíl sinn sló Thomas hann
af miklu afli og hófust nú slagsmál
upp á líf og dauða. Báðir voru
mennirnir áhugahnefaleikarar og
í keppnisliði herstöðvarinnar. Þá
höföu báðir oröið meistarar, hvor
í sinum þyngdarflokki. Thomas var
þyngri en Albert var leiknari og
því leið ekki á löngu þar til hann
hafði rotað vin sinn.
í böndum
Albert gekk nú að bíl sínum, tók
úr honum reipið sem hann hafði
tekið meö til að geta dregið bíl
Thomas og batt hann tryggilega.
Síðan kom hann honum í bfiinn og
ók honum á lögreglustöðina í Cuca-
monga.
Þegar Thomas Van Norman
rankaði við sér neitaði hann því
að hafa myrt unglingana þijá. Hélt
hann því fram að hann heföi aldrei
myrt nokkum mann. Engu að síð-
ur var hann handtekinn og fór síð-
an lið lögreglumanna út í eyði-
mörkina og sótti bílinn sem þar sat
fastur. Voru tæknimenn látnir
grandskoða hann og leita fingra-
fara í honum. Jafnframt hófst áköf
leit aö gröfum í eyðimerkursandin-
um. Eftir tíu daga leit fundust loks
líkin af John og Kathleen. Tók ekki
langan tíma að staðfesta að það
voru fingrafór þeirra sem fundist
höfðu á víð og dreif um bíl Thomas.
Þegar niðurstaða rannsóknar
tæknimannanna var lögð fyrir
hinn handtekna tók hann þá
ákvörðun að játa á sig morðin. Síð-
an fór hann með lögreglunni út í
eyðimörkina og benti á staðinn þar
sem hann þafði grafið Georgiu
Kingsley. Jafnframt lýsti hann yfir
því aö hann hefði verið óábyrgur
gerða sinna á þeim stundum þegar
hann framdi ódæðin.
Dauðadómurinn
Sálfræðingar fengu Thomas til
rannsóknar en niðurstaða þeirra
varð sú að hann hefði ekki þjáðst
af stundarbijálæði tvívegis og ekki
gæti hann heldur talist andlega
truflaður. Var hann talinn sakhæf-
ur og því ákærður.
Málið þótti skelfilegt og vakti
mikla athygli á sínum tíma og ekki
urðu málalok til þess að draga úr
athygli manna á því. Þann 28. maí
1980 gekk dómur í málinu. Skyldi
ákærði gjalda fyrir ódæðin með lífí
sínu og var Thomas Van Norman
síðan fluttur til San Quentin-fang-
elsisins og leiddur inn á dauðadeild
þess.
Næstu mánuði ríkti nokkur
óvissa um hver yrðu örlög hans en
loks var tilkynnt aö dóminum yrði
ekki breytt.
Thomas Van Norman lét lífið í
gasklefanum.