Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Side 29
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. 29 Merming Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson Omar Ragnarsson. Bernskuminningar úr sveit og Holtum. í þessari bók, sem hann kallar Heit- irðu Ómar?, velur höfundur þann kost að skrifa algert barnamál fram- an af bókinni. Réttritunin er eðlileg en málfarið er barnamál. Þetta breyt- ist örlítið eftir sem hann eldist í bók- inni. Það má deila um þessa aðferð Ómars en hann hefur þó fullt vald á þessu. Maður tekur nefnilega eftir því hægt og hægt að málfarið breyt- ist en ekki allt í einu. Það er vandi að fara þessa leið og gera það vel. Mér þykir sem Ómari hafi tekist þetta vel. Ég neita aftur á móti að trúa því að Ómar muni eftir sér jafnungum og hann lætur í veðri vaka í bók- inni. Að hann muni allt það frá því hann var lítill angi jafnvel og hann segir. Ég held að fólk rugli oft saman hvað það man og hvað það hefur heyrt um sig af vörum foreldra, frá því að það var smábarn. Þess vegna þykja mér frásagnir Ómars frá fyrstu 3 til 4 árum hans ósannfærandi. Þegar hann svo eldist segir hann frá þessum venjulegu prakkarastrik- um sem allir litlir strákar upplifa og smáóhöppum sem allir verða fyrir. Þá er sagt frá öfum og ömmum, ein- staka skrítnum eða skemmtilegum mönnum, upphafi skólagöngu og dvöl í sveitinni. Margir strákar dvöldu í sveit á sumrin á þeim árum sem Ómar var að alast upp. í raun bætir Ómar engu við það sem nær allir fimmtugir karlmenn á íslandi geta sagt frá æskuárum sínum. Aftur á móti segir hann frá því hvemig bíladella og jafnvel flugdella hefur heltekið hann ungan. En eins og allir vita er Ómar í dag með bestu Ðug- mönnum og einn besti ökumaður þessa lands. Ómar Ragnarsson segir afskaplega skemmtilega frá í töluöu máli. Hann segir líka vel frá í rituðu máh. Þess vegna held ég að hann hefði átt að velja þá leið aö setja æskuminningar sínar upp í sögustíl í stað minninga- stíls. Hendrik Ottosson útvarpsmað- ur geröi það fyrir fjörutíu árum eða svo, í bókunum Gvendur Jóns og Gvendur Jóns og ég. Enda þótt Ómar geti ef til viil ekki gert jafnvel og Hendrik, þá er ég á því að hann geti farið þá leið gert það vel. Bókin hefði orðið skemmtilegri fyrir bragðið. Hitt er svo annað mál að Ómar Ragnarsson er einhver þekktasti núlifandi maður þessa lands. Þeir eru því eflaust margir sem hafa Ví st heitir hann Ómar Æth menn að gefa ævisögu sína út á bók er vanaleg stefnt að því að sagan rúmist í einu eða ef th vih tveimur bindum. Það fer dáhtið eftir því hve merkilegt lífshlaup manna hefur verið, hve miklu þeir hafa að segja frá. Þó eru þeir til sem láta sér ekki duga minna en ein sex th átta bindi til að segja ævisögu sína og ná jafnvel ekki að ljúka henni. Þannig var Guðmundur Hagalín rithöfund- ' ur ekki nema 18 ára þegar sjötta bindi ævisögu hans lauk. Ég er á því að Ómar Ragnarsson, fréttamaður og skemmtikraftur með meiru, æth að feta sömu slóð, Hann hefur nú, maður á miðjum aldri, sent frá sér fyrsta bindi ævisögu sinnar og er ekki nema 11 ára þegar maður lokar bókinni. Alhr hljóta að vera sammála um að þeim mun eldri sem Ómar verður hafi hann frá meiru að segja. Þess vegna gætu bindin verið orðin sjö þegar hann er tvítugur, ef hann heldur áfram að rita ævisögu sína. áhuga á að lesa frásögn hans af æskuárunum og ég held að enginn verði svikinn af þeim lestri ef menn eru ekki að vonast eftir miklu bók- menntaverki. Heitirðu Ómar? Ómar Ragnarsson Fróði 1991 Ihr mwitst tuita ð» títt' frarie*<t ril> iu dte Httritl. S k w k ÚTGÁFUDAGUR 5.12. '91. 'k'k'k'k'k'k'k'k DESEMBERTILBOD ÞAR SEM NYJU MYNDIRNAR FAST MYNDIR =399 kr w tí? rtr w w Yír w Yír w rtr w w w w w w w w myndbondoieigur ÁLFABAKKA14 (MJÓDD) SKIPHOLT 9 BORGARKRINGLUNNI REYKJAVÍKURVEGI64 Haln.lj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.