Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR'7:DESEMBER1991.'
Bridge
Guömundur Páll og Þorlákur eru hér að spila hinn mikilvæga undanúrslitaleik við Svía á heimsmeistaramótinu
í Yokohama. DV-mynd ísak Sigurðsson
Kauphallarmót BSÍ:
Guðmundur og
Þorlákur sigruðu
Eins og kunnugt er af fréttum
sigraði eitt af heimsmeistarapör-
unum, Guðmundur Páll Arnarson
og Þorlákur Jónsson, í Kauphallar-
móti Bridgesambands íslands sem
haldið var á Hótel Loftleiðum um
sl. helgi. Var það mál manna að þar
hefði verið haldið eitt sterkasta
bridgemót frá upphafi.
Helgi Jóhannsson, forseti Bridge-
sambandsins, gat þess einnig í setn-
ingarræðu sinni að það hefði
reynst tiltölulega auðvelt að þessu
sinni að fá heimsmeistarana í
bridge til þess að spila á mótinu.
Mun þetta því hafa verið fyrsta
bridgemót á Islandi þar sem núver-
andi heimsmeistarar hafa verið
þátttakendur.
En víkjum aðeins að framkvæmd
og gangi mótsins. Spilaður var tví-
menningur með sveitakeppnisút-
reikningi, þar sem árangur á öllum
borðum var tekinn með. Þessi
reikningsaðferð gerir það að verk-
um að margir impar geta skipt um
eigendur í hverri umferð, enda var
algengt að pör fengju tvö til þrjú
hundruð impa í umferð. Eitt par
náði að næla sér í tæp níu hundruð
stig í einni umferð, sem hæglega
hefði getað nægt í fyrsta sætið.
Parið var hins vegar einhver
hundruð stig í mínus fyrir umferð-
ina og því dugði þessi rosaskor
ekki til verðlauna sem þó voru veitt
fyrir átta efstu sætin.
Guðmundur Páll og Þorlákur
fóru rólega af stað og voru í næst-
neðsta sæti eftir fyrstu umferð
mótsins. Síðan klifruðu þeir hægt
og rólega upp töfluna og enduðu
að lokum með 900 impa í plús.
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Undirritaður fylgdist með þeim síð-
ustu 20 spihn og réð þar mestu um
að þar fór eitt af heimsmeistarapör-
unum en einnig var ég hluthafi í
því fyrirtæki sem parið myndaði.
Væri óskandi að fleiri íslensk fyrir-
tæki borguðu jafngóðan arð og þeir
félagar greiddu.
Guðmundur Páll og Þorlákur
spiluðu eins og heimsmeistarar
þessi síðustu spil og tóku aðeins
rangar ákvarðanir í tveimur. Og
þegar vel er spilað þá er heppnin
oft ekki langt undan, enda tapaðist
aðeins á öðru spilinu.
En skoðum eitt spil frá mótinu.
V/Allir
* K92
¥ D1073
* KG1095
* 7
♦ D8654
¥ G94
♦ ÁD6
+ K8
* ÁG7
¥ Á62
* 2
+ DG10652
Með Þorlák og Guðmund í n-s og
Eirík Hjaltason og Hrannar Erhngs-
son í a-v þá gengu sagnir á þessa leið:
Vestur NorðurAustur Suður
1 spaði pass 1 grand* pass
2tíglar** pass 2spaðar 31auf
pass pass pass
* IU3
¥ K85
♦ 8J43
-1. Án,
Vestur sphaði út spaöa, sem voru
fyrstu góðu fréttirnar fyrir Guð-
mund Pál. Spihð virðist samt ihvið-
ráðanlegt, því erfitt virðist að sleppa
við að gefa þrjá slagi á tromp, einn
á tígul og einn á hjarta. En horfum
á heimsmeistarann vinna úr spilinu!
Lítið úr bhndum, tían frá austri og
gosinn. Tígultvistur, ás og meiri
spaði. Drepið á kóng í blindum, tígul-
kóng spUaö og SPAÐAÁS látinn að
heiman. Þá var tíguU trompaður og
laufdrottningu spUaö. Vestur drap á
kónginn og spilaði spaða sem Guð-
mundur trompaði.
Nú spUaði Guðmundur trompgosa
og austur var kirfilega endaspUaður:
♦ -
¥ D1073
♦ G10
+ -
♦ Skiptir
¥ ekld
♦ máh
+
♦ -
¥ K8
♦ 8
+ Á94
♦ -
¥ Á62
♦ -
.+ G106
Hann getur gefið gosann, en þá er
honum spUað inn á hjartakóng og
fær aðeins tvo slagi, eða hann getur
drepið, en fær samt aðeins tvo slagi.
Unnið spU og margir impar, því spU-
ið tapaðist á flestum borðum.
Stefán Guðjohnsen
31
FYLLIN G AREFNI
Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi.
Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast
vel* * Ennfremur höfum við fyririiggjandi
sand og möl af ýmsum grófleika.
m&émmwm mw*
Sævarhöfða 13 - sími 681833
- 10% afsláttur af gjafavöru og leikföngum.
- Allt konfekt á sérstöku jólatilboði.
- Opið alla daga frá 10-10.
- Rennið í Rangá.
VIÐ HJÁLPUM -
HJÁLPAÐU OKKUR!
Munið heimsendan gírnseðil.
HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR