Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. 47 Sigurlagið eins konar ástarj átning - Los Angeles bíður Önnu Mjallar, sigurvegara í Landslagskeppninni „Maöur þarf líklega að vera alveg snarruglaður til að leggja músík fyr- ir sig,“ segir sigurvegarinn í Lands- lagskepFninni, Anna Mjöll Ólafsdótt- ir. Flestir eru sammála um að hún hafi ekki bara mikinn áhuga heldur einnig mikla hæfileika og nýlega stóðst hún inntökupróf í tónlistar- skóla í Los Angeles. „Mig langar til að læra tónsmíðar og þá kannski helst kvikmyndatón- list. Fyrsta árið í skólanum fer mað- ur í svokallað MIDI nám sem er mjög stíft. Þar er manni kennt að nota tölvu til að búa til tónlist og að spila á hljómborð. Að loknu fyrsta árinu fer maður síðan í sérnám," útskýrir Anna Mjöll. Inntökuprófiö í tónlistarskólann var tuttugu og fimm blaðsíðna hæfn- ispróf, sem hún fékk sent heim, og voru margar spurninganna tengdar tónfræði. „Ég hefði auðvitaö getað fengið einhvem til að taka prófið fyr- ir mig. En ég ákvað að taka það sjálf og sjá hver útkoman yrði. Það hefði líka strax komið mér í koll úti og orðið dýrt spaug ef einhver hefði tek- ið prófið fyrir mig og síðan kæmi í ljós að ég væri bara enn einn útlend- ingurinn sem vissi ekkert í sinn haus. Skólagjöldin eru mjög há og það hefði ekki verið gaman að þurfa að hætta fljótlega." Verðlaunin fyrir sigurinn í Lands- laginu, tvö hundruð þúsund krónur, sem Anna Mjöll ætlar að nota til að greiða skólagjöld tónlistarskólans, segir hún hafa komið sér vel þó þau séu bara dropi í hafið, eins og hún orðar það. Boðið að syngja með frægri hljómsveit Anna Mjöll verður hins vegar ekki í vandræðum með húsaskjól þvi það er búið að bjóða henni húsnæði á fimm stöðum í Los Angeles. Þar er hún nú reyndar næstum eins og heima hjá sér því hún hefur oft kom- ið þangað með foreldmm sínum, Ól- afi Gauki og Svanhildi Jakobsdóttur, bæði meðan Ólafur var þar viö tón- listarnám og svo í sumarleyfum. Anna Mjöll hefur eignast marga vini í Los Angeles, þar á meðal meðlimi í hljómsveitinni Toto sem buðu henni að syngja með sér síðastliðið sumar í vinsælum og fjölsóttum klúbb. „Veran stökk á mig" „Þaö var nú fyrir algjöra tilviljun sem ég kynntist söngvara hljóm- sveitarinnar, Jean-Michel Byron. í íbúðablokkinni þar sem við leigöum í fríinu okkar síðastliðið sumar er tómstundasalur þar sem meðal ann- Jean-Michel Byron, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Toto, og Anna Mjöll. Jean-Michel hefur nú boðið henni söngkonustarf í nýrri hljómsveit sem hann er að mynda. Anna Mjöll er hér að syngja verð- launalag sitt. DV-mynd GVA ars er hægt að spila billjard. Á leið minni inn í salinn fyrsta kvöldið okkar sá ég móta fyrir ein- hverri veru í glugganum sem hafði stungiö höfðinu á milli rimlaglugga- tjaldanna þar og starði á mig. Síðan er ég gekk inn í salinn kom þessi vera stökkvandi í bókstaflegri merk- ingu á móti mér. Þar sem veran var eins og versti villimaður í útliti, stór, dökk með svart sítt, krullað hár út í allar áttir og vantaði bara hring í nefið vissi ég ekki alveg hvort ég átti að vera kyrr eða hlaupa burtu. En ég fékk nú ekki mikinn umhugsun- arfrest því hann spurði mig strax hvort ég vildi ekki spila einn leik við sig sem ég og gerði. Við fórum að spjalla saman og hann spurði mig meðal annars hvað ég fengist við heima á íslandi og sjálf- ur sagðist hann vera sá sem gelti í hundaauglýsingunum. Öllum við- stöddum, sem höfðu fylgst gaum- gæfilega með billjardleiknum okkar og pössuðu alltaf að hlæja á „rétt- um“ stöðum þegar Jean-Michel lét eitthvað út úr sér, þótti þetta alveg rosalega fyndið og hlógu enn meir en áður.“ Stakk miða inn á söngvarann „Jean-Michel bauð mér svo á bar og við fengum óvenju skjóta og góða þjónustu. Það komu margar stelpur að tala við hann og ein stakk miða inn á hann. Ég spurði hvað stæöi á miöanum og hann sagði mér glott- andi að hún hefði verið að gefa hon- um símanúmerið sitt. Hann útskýrði fyrir mér að hann væri í hljómsveit- inni Toto og ég ímyndaöi mér að hann væri tambúrínumaðurinn því ég þekkti ekkert til hljómsveitarinn- ar. En hann reyndist svo vera söngv- ari hennar." Önnu Mjöll var boðið á æfingu með hljómsveitinni og hún spurð hvort hún vildi syngja næstu helgi. Hún afþakkaði boðið því hún var einmitt þá helgi aö fara til San Francisco með foreldrum sínum. Viðstaddir ráku upp stór augu þegar slíkt boð var afþakkað en boðið var enn í gildi næstu helgi. Og þar með var Anna Mjöll farin að syngja með frægri hljómsveit í Los Ángeles. Söngvarinn, Jean-Michel, sem er meira fyrir fönk en millipopp eins og Toto spilar, er hins vegar að mynda nýja hljómsveit og nýlega bauð hann Önnir Mjöll að koma og verða fóst söngkona þeirrar hljóm- sveitar. „Það er allt öðruvísi að syngja svona að gamni í sumarleyfi heldur en að hafa þetta að atvinnu. Ég var ekki tilbúin að hella mér út í þetta af fullri alvöru," segir hún og Anna Mjöll Ólafsdóttir, sem er 21 árs gömul, þorði ekki að tjá ungum pilti ást sína nema í tónum. Það gerði hún svo glæsilega að lag hennar sigraði í sönglagakeppninni Landslagið. DV-mynd Hanna bætir við að það geti vel verið að hún prófi það með skólanum á næsta ári. Ástarjátning Þegar Anna Mjöll kom til Los Angeles síðastliðið sumar var hún með lagið, sem síðar varð sigurlagið í Landslagskeppninni, í farteskinu. „Ég söng það inn á kassettu kvöldið áður en við fórum. Það var eins kon- ar ástarjátning sem ég varð að koma frá mér en þorði ekki að gera á ann- an hátt.“ Aðspurð hvort viðkomandi hafi nú gert sér grein fyrir við hvern er átt svarar hún með glettnisglampa í augunum að það geri hann senni- lega aldrei. „Hann tekur aldrei eftir mér. Þetta þýðir ekkert fyrir mig.“ Aðspurð hvort einhverjir aðrir hafi ekki hringt til að kanna hvort þeir séu sá sem átt er við segir hún svo ekki vera. Fékk aðstoð þekkts upptöku- manns Anna Mjöll þoröi aftur á móti að hafa samband við upptökumann í Los Angeles. „Ég fékk Andy Cahan mér til aðstoðar við að gera sýnis- hom af laginu en hann hefur meðal annars unnið með Frank Zappa, Alice Cooper og Jimi Hendrix. Ég hafði séð skrifað vel um Andy í tón- listarblaði og hringdi í hann. Við er- um nú orðnir góðir vinir." Hún seg- ist einnig hafa eignast vináttu kattar- ins hans, Brians, sem fékk að vera með í stúdíóinu og tók undir á sinn hátt. Upphaflega ætlaði Anna Mjöll að senda lagið sitt í keppni í Bandaríkj- unum sem tímaritið Billboard Magazine stendur fyrir árlega. Það varð þó ekkert úr því að hún sendi inn ástarjátninguna og ákvað hún að koma henni heldur á framfæri hér heima. Samdi lag sex ára Fyrsta lagið sitt samdi hún þegar hún var aðeins sex ára. „Ég var þá í Fossvogsskóla og okkur var sagt að semja lag fyrir næsta tíma. Eg fann eitthvert kver heima og ég samdi lag við eitt kvæðanna. Það var náttúrlega ekkert til að tala um en ég gerði eins og kennarinn hafði sagt. Ég hélt að allir hinir hefðu líka sam- ið lög en ég var eini nemandinn sem hafði gert það sem sett var fyrir. Svo voru allir hinir látnir syngja lagið mitt þeim til mikillar hrellingar." Vildi vera aðalmanneskjan Þó Anna hafi ekki alltaf verið að semja síðan hefur hún alltaf sungið mikið. „Á tímabili söng ég í kór. En mér fannst leiðinlegt að vera bara alltaf ein af hópnum. Ég vildi vera aðalmanneskjan." Anna segir það náttúrlega hafa haft áhrif að hún til- heyrir tónlistarfjölskyldu. „Það hef- ur aldrei þótt neitt merkilegt í minni fiölskyldu að gera eitthvað sem teng- ist þessu. Það er bara litið á stúdió- vinnu til dæmis, sem er draumur margra, sem eðlilegan hlut. Það er kannski vegna þess að ég var hálf- partinn alin upp í snúruflækjum hljóðfæra sem það hefur gengið áfallalaust hjá mér. Fyrstu árin mín var ég oft á Hótel Borg. Foreldrar mínir voru með fastan samning þar og ég man eftir mér úti í sal með lita- bókina mína.“ Troðið í gítarskóla Það lá í hlutarins eðli að dóttir tón- listarfólks yrði látin læra á hljóð- færi. „Það átti að troða mér í gítar- skólann hans pabba en ég gafst fljótt upp,“ segir hún hlæjandi. Hún kveðst hafa lært svolítið á píanó og tæp tvö ár á selló. „En ég hafði alltaf svo mikið að gera, mér fannst ég ekkert mega vera að þessu." Margar tilraunir Anna Mjöll segist vera búin að hringsnúast mikið í leit sinni að framtíðarstarfi. í fyrra var hún í frönskunámi í Sorbonne í París. Núna er hún í sálarfræði í Háskóla íslands. „Þetta er bara ein tilraunin af mörgum. Ég innritaði mig fyrst í viðskiptafræði, breytti yfir í lögfræði og svo í sálarfræði. Hún er mjög skemmtileg og tengist fiarskalega mörgu." Námið í kvikmyndatónlist verður samt sennilega ofan á því Anna Mjöll er fastákveðin í að fara til Los Angeles í Bandarikjunum næsta vet- ur. Hún segjst ekki taka sönginn mjög alvarlega þó það allra skemmti- legasta sem hún geri sé að koma fram og syngja. Útilokaði sigur Það geislaði líka af henni á Hótel íslandi um síöastliðna helgi þegar hún flutti lagið sitt, „Ég aldrei þorði“. En hún bjóst ekki við sigri. „Eftir að ég var búin að fá verðlaunin fyrir bestu útsetninguna með pabba og Joni Kjell var ég alsæl og hélt upp í salinn þar sem við vorum geymd. Ég kom mér bara vel fyrir og ég var ekki einu sinni stressuð þegar úrslit- in voru tilkynnt því ég var svo viss um að það yrði ekki mitt lag. Ég var búin að útiloka það.“ Lagið segir hún upphaflega átt aö vera kántrílag en það hafi verið poppað til í stúdíói hér heima eftir að hún ákvað að senda það í Lands- lagskeppnina. Aðspurð hvort ekki eigi að vera hægt að hafa lifandi tónlistarflutning i svona keppni svarar Anna Mjöll játandi. „Það er ekki sanngjarnt að aUt skuli vera „mímað". Við getum tekið sem dæmi tvær söngkonur með sitt hvort lagið. Önnur hefur þurft þrjár klukkustundir til að syngja inn en hin þrjátíu klukkustundir. Þessar söngkonur eru svo bornar saman. En sjálf er ég auðvitað mjög ánægð núna,“ segir Anna Mjöll sem þegar er búin að syngja hugmyndir aö fleiri lögum inn á kassettu.' -IBS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.