Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR'7. DESEMBER 1991 49 Þaö tók Tómas Jónsson, hinn 17 ára kylfing úr Golfklúbbnum Kib í Mosfellsbæ, aðeins þijú sumur að ná þeim áfanga að verða íslands- meistari í golfi. Ljóst er því að hér er óvenjumikið efni á ferðinni. Þeg- ar áhuginn kviknaði átti hann heima í Reykjavík og til marks um einbeitinguna má nefna að eftir skólatíma labbaði hann daglega út á Miklubraut og fór á puttanum upp í Mosfellsbæ til að æfa. Slíkur var áhuginn. Árangurinn lét held- ur ekki á sér standa því að drengur- inn var einnig valinn í unglinga- landsliðið fyrir Norðurlandamótið á Akureyri síðastliðið sumar. Spilaði í sveitinni „Ég fór fyrst í golf með vini mín- um, Arnari Sigurbjömssyni, 1988. Hann tók mig með sér út á golfvöli- inn í Mosfellsbæ og við spiluðum saman í nokkur skipti og fannst þetta mjög skemmtilegt. Svo fór ég í sveit og hafði allan varann á. Ég tók kylfurnar með mér og spilaði golf úti á túni hvenær sem færi gafst. Ég var ekki alveg sáttur við þess- ar aðstæður í sveitinni og eftir tveggja vikna dvöl dreif ég mig heim og hélt beinustu leið út á golf- völlinn í Mosfellsbæ, skráði mig í klúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ og þar hef ég síðan átt mjög skemmtilegar og lærdómsríkar stundir með mín- um félögum. Stutta spilið lélegt Ég æfði í sumar 2-3 tíma á dag og að auki styrkingaræfingar. Mín- ar sterkustu hhðar eru upphafs- höggin og innáhöggin. Stutta spilið og púttið er lélegt og er meiningin að reyna að bæta úr því á næst- unni. Úlfar Jónsson er fyrirmynd mín í sambandi við hugsunarhátt og Sigurjón Arnarsson hefur bestu Islandsmeistarinn Tómas Jónsson hefur unnið til margra veglegra verðlauna í golfinu. Hannes Þorsteins- son, umsjónarmaður unglingamála GSÍ, hefur þetta m.a. að segja um Tómas: „Ég tel Tómas í hópi okkar efnilegustu kylfinga og ef hann stundar golfið eins samviskusamlega og hingað til mun hann ná langt.“ DV-myndir Hson sjálfur - og þá eftir hans ráðlegg- ingum. Langbesta leiðin til þess að laga sitt golf er að fá teknar vídeómynd- ir af sveiflunni og reyna síðan að bæta stílinn. Garner kemur einnig mjög mikið inn á sálfræðina sem er mjög mikilvægt að mínu mati. , Það er gífurleg samkeppni um að komast í unglingalandsliðið og er bara af hinu góða. Ekki er ljóst hvernig liðið verður skipað á næsta ári. Ef einhveijir nýir skara fram úr þá koma þeir að sjálfsögðu til greina í hðið. NickFaldofrábær Af erlendum golfleikurum er Englendingurinn Nick Faldo í mestu uppáhaldi hjá mér. Sveiflan hjá honum er alveg frábær, breyt- ist aldrei, er alltaf eins. Hann er eins og vél - mjög jafn spilari og púttin mjög góð. Það er alveg ótrúlegt hvað maður kynnist mörgum krökkum í gegn- um golfið. Maður þekkir svo til alla strákana i klúbbunurm Ég er búinn að keppa mikið og maður kynnist þessum strákum mjög fljótt. Það tekur svona um 18 holur að eignast góðan vin í golfinu. Það bregst aldrei. Púttin slæm í íslandsmótinu Ég var ekki sáttur við púttin hjá mér á íslandsmótinu í sumar, þar af leiðandi hefði skorið getað orðið betra en ég er mjög ánægður með heildarútkomuna. Hvaleyrarholts- völlurinn var í mjög góðu ástandi. Ég var óvanur svona góðum flötum og það sló mig svolítið út af laginu. Ég átti, þrátt fyrir allt, nokkuð gott skor þessa fjóra hringi, 68-70-75-71 en par vallarins er 68. Það bjuggust ekki margir við því að ég yrði Islandsmeistari þar sem Tómas Jónsson, íslandsmeistari í golfi, 15-18 ára: Stefnan tekin á atvinnumennsku - það tekur aðeins 18 holur að eignast góðan vin, segir Tómas Sandgryfjur hafa aldrei verið nein hindrun fyrir Tómas, eins og sjá má. sveifluna, að mínu mati. Þessir tveir golfleikarar eru samt mjög miklar andstæður. Mér finnst Úlfar hugsa mjög rökrétt og hann pæhr rosalega í þessu en Siguijón er meira eins og vél - hann slær bara en höggin eru óneitanlega frá- bær. Úlfar hefur reyndar mjög góða sveiflu. Langar til Ameríku Það sem er framundan hjá mér er að klára menntaskólann sem ahra fyrst, drífa námið af og kom- ast síðan út til Bandaríkjanna, það er engin spurning - út að spila og æfa og reyna að ná einhverjum verulegum árangri. Það er ekki hægt að vera golfari á íslandi. Það er ekki möguleiki. Maður nær aldr- ei neinum árangri með því að æfa aðeins fjóra mánuði á sumri. Ég var búinn að æfa mjög vel fyrir Norðurlandamótið á Akur- eyri síðasthðið sumar því meining- in var að reyna að standa mig vel - til dæmis hljóp ég mikið. Við átt- um að fara norður á þriðjudegi en á sunnudagsmorgni fékk ég heift- arlegt botnlangakast og var drifinn strax upp á spítala og var kominn á skurðarborðið á hádegi. Á mánudeginum jafnaði ég mig og fór svona að hugleiða hvort ég ætti ekki bara að drífa mig til Akur- eyrar. Það væri ómögulegt að hggja svona - og það varð úr að á þriðju- dagsmorgni tók ég fyrsta flug norð- ur. Þegar þangað kom fór ég beint út á golfvöll að spila og reyna að styrkja mig. Meiningin var aö reyna aö vera með, þó það væri náttúrlega lítill sem enginn mögu- leiki. Það kom líka á daginn en ég var þó í hópnum og labbaði með strákunum og reyndi að styðja við bakið á þeim eftir megni. Stefni í atvinnumennsku Ég hef tekið stefnuna á atvinnu- mennsku, þaö er engin spuming. Þó líkurnar séu kannski ekki mikl- ar verður maður að setja markið hátt til að ná einhverjum árangri. Það þarf mikla þolinmæði th að ná árangri í golfi og rosalega mikla æfingu - þetta er alveg ótrúlegt. Ef maður missir til dæmis viku úr þá er maður í mjög slæmum mál- um. Sjálfsaginn þarf hka að vera í lagi, að hafa góðan hemh á skapinu og hugsa rétt. Ef maður er skap- vondur er aht glatað. Ég hef verið blessunarlega laus viö það í sumar. Hið sama er ekki hægt að segja um tvö árin á undan. Enda ber árang- urinn hjá mér í sumar þess glöggt vitni. Það getur oft verið mjög erf- itt að halda stihingu sinni í golfi og maður er í sífelldri baráttu við sjálfan sig. Það eru mjög margir efnilegir unghngar að koma upp núna - og þá einna helst í yngstu flokkunum, 14 ára og þaðan af yngri. Til marks um það get ég nefnt mörg dæmi um 12 ára stráka sem eru með 10-11 í forgjöf - sem er alveg ótrúlegt. Talandi um framfarir held ég að unghngalandshð á næsta ári verði það sterkasta frá upphafi. Það hð fær að öllum líkindum að spreyta sig á Evrópumótinu og Norður- landamótinu. Ég er þó ekki alveg klár á því. Svo eru náttúrlega hin heíðbundnu mót hér heima mjög skemmtileg. John Garner þjálfar okkur í vetur Unglingalandshðið mun æfa í vetur, að öllum líkindum undir stjórn John Gamers. í vor mun hann svo hætta með okkur að mestu leyti. Ég er mjög sáttur við þetta fyrirkomulag því að mér finnst alveg nóg að vera í kennslu yfir veturinn - en ekki vera að drattast með kennara yfir allt sum- arið. Frekar aö stúdera þetta bara aðeins þrjár vikur voru frá því ég var skorinn upp. En það tókst og ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með tithinn og reyndar keppnisár- ið. Ég lækkaði til að mynda í for- gjöf úr 6,1 í 3,5 og það er mjög við- unandi þegar hafður er í huga sá tími sem ég var frá æfingum og keppni. Boltinn heillar mest „Ég hef alltaf hehlast af bolta- íþróttum og stundað fótbolta, körfubolta, handbolta, borðtennis, billard, bowling - og að sjálfsögðu golfið sem er auðvitað boltaíþrótt. Golfið er mest spennandi og mest vegna þess aö það er endalaust hægt að bæta sig, tölulega og alla vega - maður er í stöðugri keppni við sjálfan sig og aðra - og gefur það íþróttinni mjög mikið ghdi.“ „Við krakkarnir sem erum í golf- inu skemmtum okkur rosalega mikið. Viö höldum vel hópinn og forum mikið út saman. Skemmt- anagleðin má þó ekki koma niður á íþróttinni - þá er aht unnið fyrir gýg,“ sagði Tómas Jónsson að lok- um. Unghngasíðan þakkar hinum unga golfsnihingi kærlega fyrir spjahið og óskar honum velfarnað- ar á golfvellinum í framtíðinni. Foreldrar Tómasar eru þau Gunn- iha Skaftason og Jón Jónasson. -Hson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.