Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Síða 41
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991,
53
Líf og ástir
þriggja kynslóða
- nýr sjónvarpsmyndaflokkur byggður á sögu Judith Krantz
■
Myndaflokkurinn Endur-
fundir, sem Sjónvarpið hef-
ur sýningar á í næstu viku,
er byggður á seinustu met-
sölubók lithöfundarins
Judith Krantz. Sögusviðið
er meðal annars París,
Hollywood íjórða áratugar-
ins, og héraðið Champagne
í Frakklandi.
Endurfundir er saga um
líf og ástir þriggja kynslóða
á de Lancel ættarsetrinu í
Frakklandi frá árinu 1913
fram á sjötta áratuginn.
Paul de Lancel er franskur
liðsforingi sem hefur að
engu fordóma fjölskyldu
sinnar og vina og kvænist
stúlkunni sem hann elskar,
Eve, ungri og fagurri söng-
leikjahúsastjömu.
í upphafi myndaflokksins,
sem er í þremur þáttum,
neitar Eve, sem er læknis-
dóttir, að giftast manninum
sem foreldrar hennar hafa
valið handa henni. Hún verður ástfangin af ungum söngvara og flýr með
honum til Parísar. Leiðir þeirra skilja þó. Þegar leiðir Eve og Paul liggja
saman í fyrri heimsstyrjöldinni er Paul kvæntur og á nýfæddan son,
Bruno.
í lok styrjaldarinnar verða endurfundir þeirra Eve og Pauls. Þau gahga
í hjónaband og eignast tvær dætur, Delphine og Freddy. Dæturnar líkj-
ast foreldrunum að því leyti að þær fara ekki heföbundnar leiðir í lífinu.
Freddy verður áhættuflugmaður en Delphine verður fræg kvikmyndaleik-
kona.
í seinni heimsstyrjöldinni gengur Paul í herinn og berst fyrir Frakkland
en sonur hans Bmno af fyrra hjónabandi, sem fæddist í heimsstyrjöld-
inni fyrri, tekur upp samvinnu við nasista. Þegar upp kemst um ráða-
bmgg Bmnos grípur hann hefndarþorsti. Hann hefur aldrei sætt sig við
Eve og lítur nánast á hana sem gleðikonu.
Michael York, sem leikur Paul, þykir einn besti leikari Bretlands. Fer-
ill hans hófst 1964 og hefur hann leikið í leikhúsum, kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum víða um heim.
Eve er leikin af Lucy Gutteridge sem einnig er þekkt fyrir leik sinn í
leikhúsum, kvikmyndum og sjónvarpi.
Metsöluhöfundurinn Judith Krantz vann á tímariti þegar hún tók sér
frí frá störfum 1976 til þess að reyna að skrifa fyrstu skáldsögu sína.
Bókin varð metsölubók og það uröu einnig bækumar sem fylgdu í kjölfar-
ið.
Það er eiginmaður Judith, Steve Krantz, sem framleitt hefur stutta
myndaflokka eftir öllum bókum hennar nema einni.
eru cfregn'n 4\ 4 ^er/'um 469''
Jólacfagaia\ BV'Sjunnar ev sWmmf//egur \e'W sem g\®s''e9,r Wnnm9al