Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Side 46
58
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
Ömólfur Ámason á slóð kolkrabbans í nýrri bók:
Hertoginn af Ægissíðu
sér um háaðalinn
^ - útdráttur úr bókinni þar fjallað er er um íslenskan aðal og flugbjörgunarsveitina
í bókinni segir að enginn velkist í vafa um að Halldór H. Jónsson sé „grand old man“ í Eimskipafélagi íslands
og þeim fyrirtækjum sem Eimskip ræður fyrir að miklu eða öllu leyti. „Stjórnarformaður íslands" sé þó farinn
að minnka við sig stjórnarstörfin, rifa seglin, enda verði hann áttræður á næsta ári. DV-mynd Brynjar Gauti
I bókinni, Á slóð kolkrabbans, leitast
Ömólfur Ámason við að svara þeirri
spumingu hvort nokkrar fjölskyldur
ráði háskalega miklu á íslandi í
krafti gífurlegra eigna og sam-
tengdra hagsmuna. Órnólfur spyr
hvort títtnefndur kolkrabbi sé í raun
til eða hvort hann sé hugarburður.
Samstarfsmaður Örnólfs er Nóri og
hann heldur því fram að valdataum-
ar í stærstu fyrirtækjum lands-
manna, jafnvel heilar atvinnugrein-
ar, séu í höndum örfárra einstakl-
inga sem fæstir hafa heyrt getið. Við
grípum niður í bók Ömólfs þar sem
hann fjallar um íslenskan aðai og svo
í kaflann Flugbjörgunarsveitin þar
> sem Arnarflug kemur við sögu.
„Stjórnarformaður íslands" Hall-
dór H. Jónsson, er talsvert farinn að
minnka við sig stjórnarstörfin enda
verður hann áttræður árið 1992. Til
dæmis hefur hann látið af stjórnar-
formennsku í íslenska álfélaginu en
því embætti gegndi hann frá stofnun
félagsins. Hann heldur þó áfram í
stjómartaumana á Sameinuöum
verktökum sem ráða yfir svimandi
fjármagni og hafa fjárfest víða á und-
anfomum ámm. Halldór H. situr líka
__^enn í stjórn Skeljungs og margra
annarra fyrirtækja en það má hafa
til marks um að hann er farinn að
rifa seglin, að hann virðist ekki hafa
kært sig um að setjast í stjórnir eign-
arhaldsfélaga einkabankanna eða ís-
landsbanka enda þótt Eimskip og
Sameinaðir verktakar séu meðal
stærstu eigertda.
Yfirmenn með
lotningarsvip
Það þarf þó enginn að velkjast í
vafa um það hver sé leiðtoginn og
ygrand old man“ í Eimskipafélagi
fslands og þeim fyrirtækjum sem
Eimskip ræður fyrir aö miklu eða
öllu leyti. Halldór nýtur hyldjúprar
virðingar og yflrmenn Eimskipafé-
lagsins fá sérstakan lotningarsvip á
andlitið ef þeir taka sér nafn hans í
munn. Og svo mikið er víst að í þess-
um fyrirtækjum taka menn engar
ákvarðanir af mikilvægara tagi, svo
sem um meiri háttar fjárfestingar,
val æðstu stjómenda eða tilnefningu
nýrra manna í stjóm, nema Halldór
H. hafi um þær fjahað.
Stjóm Eimskips
Halldór H. Jónsson (f. 3.10. 1912)
hefur setið í stjóm Eimskipafélagsins
síðan árið 1965 og tók við for-
mennsku árið 1974 af Einari Baldvin
■ Guðmundssyni hrl. sem gegnt hafði
því starfi um tuttugu ára skeið.
Thor Ó. Thors er fæddur 31. mars
1922, sonur Ólafs Thors, hins glæsi-
lega leiðtoga Sjálfstæðisflokksins,
síðar forsætisráðherra. Thor Ó. er
framkvæmdastjóri og meðstjórnandi
undir formennsku Halldórs H. í Sam-
einuðum verktökum en Halldór H.
er meðstjórnandi undir formennsku
Thors Ó. í íslenskum aðalverktök-
um. Þá er Thor Ó. stærri hluthafi en
Indriði Pálsson í Skeljungi þar sem
Indriði er formaður, Thor 0. vara-
Jormaður og Halldór H. meðstjóm-
andí. Thor Ó. heitir í höfuðið á afa
sínum, Thor Jensen, sem var for-
maður undirbúningsnefndar að
stofnun Eimskips. Thor Jensen var
hins vegar látinn gjalda dansks upp-
runa síns og náði ekki kjöri í fyrstu
sfjóm félagsins. Sámaði Thor að
vonum þetta grunnhyggna ofstæki,
því auðvitað var hann íslenskari en
flestir Islendingar. Thor mislíkaði
svo alvarlega að hann kom aldrei
nálægt Eimskipafélaginu upp frá
því. Hins vegar var Richard, sonur
Thors Jensen, í stjóm Eimskips frá
1930-1962 og tengdasonur hans, Guð-
mundur Vilhjálmsson, var forstjóri
félagsins lengur en nokkur annar
maður, eða 1930-1962. Sonur Ric-
hards, Thor R. Thors, tók við ritara-
embætti af foður sínum 1962 og sat í
stjórn Eimskips til dauðadags árið
1986. Þá kom Thor Ó. í hans stað.
Jón Ingvarsson er stjórnarformað-
ur Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna sem er næststærsta fyrirtæki
landsins og velti 17,5 milljörðum árið
1990. Hann er sonur Ingvars Vil-
hjálmssonar útgerðarmanns, sem
var einn af stærstu hluthöfum Eim-
skips og sat í sfjórn þess til 1984, er
hann sagði af sér fyrir aldurs sakir,
og var þá Jón tilnefndur í hans stað.
Það mun hafa verið Ingvar sem
studdi góðvin sinn Halldór H. til
stjórnarsetu árið 1964. Eftir að Hall-
dór H. var orðinn formaður 1974
gegndi Ingvar varaformennsku um
árabil. Jón Ingvarsson er stjómar-
maður í stærsta fyrirtækinu í ís-
lenskum sjávarútvegi, Granda, sem
upphaflega varð til við sameiningu
föðurarfs Jóns, ísbjarnarins, sem þá
var um það bil að fara á hausinn, og
Bæjarútgerðar Reykjavíkur fyrir at-
beina Davíðs Oddssonar. Jón er víða
annars staðar í sfjóm, svo sem í
Tryggingamiðstöðinni og í fjárfestin-
arfyrirtækinu Frumkvæði ásamt Ól-
afi Ó. Johnson, Benedikt Sveinssyni
og Ingimundi Sigfússyni. Þá situr
Jón í stjóm Fiskveiðasjóðs sem t.d.
er stærsti hluthaíi íslandsbanka.
Engeyjarættin
Benedikt Sveinsson er elsti sonur
Sveins Benediktssonar og núverandi
„oddviti" Engeyjarættarinnar í við-
skiptalífinu en vegur þeirrar ættar
fer enn vaxandi á hinum ýmsu svið-
um þjóðlífsins, í stjómmálum, at-
vinnulífi og dómskerfi.
Halldór Kr. Þorsteinsson í Háteigi,
eiginmaður Ragnhildar móðursystur
Sveins, sem var nokkurs konar guð-
faðir hans á vettvangi atvinnulífsins,
sat í stjórn Eimskips allar götur frá
1916 til 1953 og var ein helsta driffjöð-
ur félagsins. Þá var Bjami Bene-
diktsson, fóðurbróðir Benedikts,
varaformaður stjórnarinnar frá 1954
og til ársins 1964 er hann sagði af sér
vegna þess að hann hafði verið skip-
aður forsætisráðherra.
Afi Benedikts og alnafni, Benedikt
Sveinsson, alþingismaður og þing-
forseti, var ekki stór hluthafi í Eim-
skipafélaginu en hann hlýtur að hafa
látið sér annt um félagið og notið þar
trausts og virðingar því að hann var
til dæmis fundarstjóri á aöafundum
þess árin 1943 og 1944.
Benedikt Sveinsson er stjórnar-
formaður Sjóvár-Almennra, lang-
stærsta hluthafa Eimskips, en Einar
bróðir hans er forstjóri tryggingafé-
lagsins. Sjóvá keypti, eins og fyrr
segir, hlutabréf ríkisins í skipafélag-
inu af Albert Guðmundssyni á sínum
tíma og kom Benedikt inn í stjómina
á næsta aðalfundi á eftir, árið 1986,
í stað Halldórs E. Sigurðssonar sem
verið hafði fulltrúi ríkisins.
Bergs og Ragnars
Jón H. Bergs (f, 14.10.1927) er lög-
fræðingur að mennt, fyrrverandi for-
stjóri Sláturfélags Suðurlands og að-
alræðismaður Kanada á íslandi síð-
an 1975. Hann er sonur Helga Bergs,
forstjóra Sláturfélags Suðurlands og
konu hans Elínar Jónsdóttur Thorst-
ensen. Bróðir Jóns H. var Helgi H.
Bergs, framámaður í Framsóknar-
flokknum, bankastjóri Landsbank-
ans. Jón H. Bergs var um langt ára-
bil í forystusveit Vinnuveitendasam-
bands íslands og um skeið formaður
framkvæmdastjómar þess. Hann
hefur setiö í stjóm Eimskips frá 1981.
Gunnar Ragnars er forstjóri næst-
stærsta útgeröarfyrirtækis á íslandi,
Útgerðarfélags Akureyringa, fyrr-
verandi forstjóri SUppstöðvarinnar á
Akureyri og forseti bæjarstjómar
Akureyrar. Gunnar er stjómarmað-
ur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
og stjómarformaður Umbúðamið-
stöðvarinnar sem aðildarfyrirtæki
SH eru skylduð til að kaupa allar
öskjur af. Gunnar var kjörinn í stjóm
Eimskips á aðalfundinum 1987 ásamt
Thor Ó. Thors en árið 1986 höfðu
tveir stjómarmenn látist, Thor R.
Thors og Axel Einarsson hri., sonur
Einars B. Guðmundssonar fyrrum
stjómarformanns Eimskips, og mág-
ur Ólafs B. Thors, forstjóra Sjóvár-
Almennra.
Hjalti Geir Kristjánsson er sonur
Kristjáns Siggeirssonar sem auk
umfangsmikillar húsgagnafram-
leiðslu og verslunarrekstrar fjárfesti
dijúgt í hlutafélögum, einkum og sér
í lagi Almennum tryggingum. Hjalti
Geir tók við stjórn fyrirtækja fóður
síns og var um skeið formaöur Versl-
unarráðs íslands. Hjalti Geir var
kominn inn í stjóm Eimskips áður
en Almennar tryggingar sameinuð-
ust Sjóvá. Hann var formaður Al-
mennra og gegnir nú eftir samein-
inguna embætti varaformanns í
stjóm Sjávár-Almennra. Hjalti Geir
er ræðismaður Sviss á íslandi. Þvi
embætti gegndi Halldór H. Jónsson
frá 1964 til 1967 er álverksmiðjan tók
til starfa.
Eimreiðarhópurinn
Baldur Guðlaugsson hæstaréttar-
lögmaður tilheyrir svonefndum Eim-
reiðarhópi en nær alhr úr þeirri
vösku sveit hafa komist til fiár,
frama eða frægðar undanfarin ár.
Hann rekur málflutningsskrifstofu
ásamt Jóni Steinari Gunnlaugssyni
sem einnig telst til Eimreiðarhóps-
ins. Baldur sat um hríð í stjórn
Granda fyrir ísbjöminn, fyrirtæki
Jóns Ingvarssonar áður en eignar-
hlutur þess minnkaði að hlutfalh.
Hann kom inn í stjórn Eimskips á
aðalfundinum 1991 og tók við af Pétri
Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra
Landhelgisgæslunnar, sem oröinn
var áttræður og hafði setið óshtið í
38 ár.
Baldur er stjórnarformaður Hluta-
bréfasjóðsins hf. sem var 1991 orðinn
8. stærsti hluthafi Eimskips og hafði
keypt u.þ.b. 1% af hlutafé félagsins
milli ára. Baldur er einnig stjómar-
formaður Hlutabréfamarkaöarins
hf. Með Baldri í stjóm þessara félaga
em m.a. Ami Vilhjálmsson prófess-
or, Ragnar S. Hahdórsson í ÍSAL,
Ami Ámason í BYKÓ, Bragi Hann-
esson, forstjóri Iðnlánasjóðs og
stjórnarformaður Hampiðjunnar,
Jón Halldórsson, sonur stjómar-
fornianns Eimskips, Sigurður B.
Stefánsson, framkvæmdastjóri Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka og Pét-
ur Blöndal.
Hlutabréfasjóðurinn var árið 1991
skyndilega orðinn 9. stærsti hluthafi
í Skeljungi svo að ef til vill er þess
skammt að bíða að Baldur setjist þar
í stjórn. Þá yrði hann fjórði maður-
inn til að eiga sæti í stjómum beggja
þessara félaga. Hinir eru Halldór H.
Jónsson, Indriði Pálsson og Thor Ó.
Thors.
Hörður Sigurgestsson hefur verið
forstjóri Eimskips síðan árið 1979.
Skammtar
mönnum aðalstign
í Bretlandi eru aðalstitlar enn þann
dag í dag notadijúgir í viðskiptalíf-
inu, segir Nóri: Þaö þykir helvíti gott
að hafa lávarðanöfn á bréfhausum
fyrirtækja. Aðalsmenn eru brúkaðir
í stjórn og hsti yfir stjórnarmenn
prýðir bréfsefnið. Að komast í stjórn
Eimskipafélags íslands er líkast
þeirri-sæmd aö vera dubbaður til
jarls eða vísigreifa. í Bretlandi er svo
líka lágaðall. Riddaralið. Karlamir
fá „Sir“ fyrir framan nafnið sitt og
kerhngarnar „Lady“. Elísabet
drottning hefur það djobb að útdeila
öllum þessum ijómakökum, bæði
þeim stóru og smáu. En Vigdís Finn-
bogadóttir annast bara lægri sæmd-
argráðumar hér. Krossfiskana. Á
íslandi er það Halldór H. Jónsson,
hertogi af Ægissíðu, sem skammtar
mönnum aðalstign. Hann sér um
háaðahnn.
Flugbjörgunarsveitin
Ljóst er aö lokaþáttur Arnarflugs,
bæði tildrög hans og ef til vih hka
margt í atburðarásinni, hlýtur að
skrifast að einhveiju leyti á kostnað
stjórnvalda. Framsóknarmenn, sem
höföu forsæti í ríkisstjóm, þegar sá
þáttur hófst, vora auðvitað nyög
áhugasamir að bjarga hagsmunum
sinna manna, sem höföu lagt mikið
undir í Amarflugi og allt komið í
strand. Að sögn viðmælenda okkar
Nóra, lofaði Steingrímur Hermanns-
son forvígismönnum „björgunar-
sveitarinnar", nýju hluthöfunum,
sem komu inn í Arnarflug 1986, gulh
og grænum skógum.
Þetta voru aðallega sjálfstæðis-
menn. En þeir segja að það hafi orð-
ið minna um efndir, „eilífur undan-
sláttur og tafir á afgreiðslu". Ekki
vegna þess að Steingrímur hafi ekki
vhjað hjálpa þeim. Enda vita ahir að
Steingrímur er drengur góöur. Held-
ur segja þeir að ahs konar aðhar,
bæði stjómmálamenn, embættis-
menn, bankamenn og menn úr
einkageiranum hafi eilíft náð að
setja fótinn fyrir aha þá aðstoð
sem nægt heföi til að halda Amar-
flugi á floti og skapa heilbrigða sam-
keppni á sviði farþegaflugs íslend-
inga.
Aðurnefnd björgunarsveit var
skipuð níu kaupsýslumönnum. Þeir
vom:
Hörður Einarsson, Fijálsri Fjölmiðl-
un, DV, Sveinn R. Eyjólfsson, Fijálsri
Fjölmiðlun, DV, Helgi Jóhannsson,
Samvinnuferðum, Guðlaugur Berg-
mann, Karnabæ, Magnús Gunnars-
son, fyrrverandi forstjóri Amar-
flugs, Skúh Þorvaldsson, Hótel Holti,
Böðvar Valgeirsson, Atlantik, Kon-