Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Page 2
2 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. Fréttir Utanríkisráðherra vegna álitsgerðar Evrópudómstólsins um ónýta EES-samninga: Útfarartilkynning um EES er ótímabær - óvíst um endurupptöku EES-samninganna - breyting Romarsáttmála ólíkleg „Utfarartilkynning um EES vegna álitsgerðar Evrópudómstólsins er ótímabær. Gagnvart okkur er málið í biðstöðu þar til framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins hefur gert hreint fyrir sínum dyrum. Evrópu- bandalagið hefur enn einn ganginn ekki getað staðið við samninga sem þeir gera við aðra aðila. Þetta er í annað sinn sem það hendir þá í þessu samningsferli og því er þetta þeirra vandamál, vandamál sem fram- kvæmdastjóm EB og ráðherraráðið verða að leysa,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra þegar hann kom út af fjögurra klukkustunda löngum fundi ríkis- stjómarinnar í gærkvöld. Á fundinum gerði Jón grein fyrir álitsgerð Evrópudómstólsins í þá vem að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði, EES, samrýmdist ekki Rómarsáttmálanum, stjómar- skrá Evrópubandalagsins, EB - hann væri ónýtur. Framkvæmdstjómin hafði þá ekki afhent EFTA-ríkjunum niðurstöður dómstólsins með form- legum hætti. Komst framkvæmda- stjórnin ekki að niðurstöðu á skyndi- fundi sínum um málið í gær. Jón Baldvin sagðist hafa fengið greinar- gerð dómstólsins eftir óopinbemm leiðum. „Dómstóllinn telur að það réttar- kerfí, sem fyrirhugað er að koma á fót í EES-samningnum, sé ósamrým- aniegt Rómarsáttmálanum. Megin- niðurstaöan er að EES-samningur- inn brjóti í bága viö 164. grein sátt- málans sem felur það í sér að EES- dómstóllinn, sameiginlegur dómstóll EB og EFTA, muni ekki verða bund- inn af úrskurðum EB-dómstólsins. EES-samningurinn hafi þannig áhrif á túlkun reglna um frjáls viðskipti innan EB í framtíðinni og því sé þetta réttarkerfi EES ekki í samræmi við 164. grein. Evrópudómstóllinn kemst að þeirri niðurstööu að þar sem ekki er um að ræöa framsal á dómsvaldi EFTA-ríkja sé brotið í bága við sjálf- stæði EB-dómstólsins. Þetta er út af fyrir sig ágæt umsögn um samnings- árangur EFTA og í vissum skilningi svar frá æðsta dómstól EB gagnvart þeim áróðri af hálfu andstæðinga samningsins, hér og í öðrum EFTA- löndum, um að hann fæli í sér fram- sal slíks dómsvalds. Það gerði hann sem sé ekki.“ Jón Baldvin sagði að þrjú EB-ríki, þar á meðal Bretland, nýttu sér rétt sinn til að skila skriflegri greinar- gerð um málið. Beri þessu þjóðum í engu saman. Þannig telji Bretar að EES-samningurinn brjóti ekki í bága við 164. grein Rómarsáttmálans, hún geti þess vegna staðist. Viðbrögð EB „Viðbrögð framkvæmdastjórnar EB geta verið að fullnægja niðurstöð- um dómstólsins með því að breyta 164. grein Róamrsáttmálans. Flestir meta líkumar á því þó litlar. Þó er þess að geta að EB er hvort eð er aö breyta ýmsum ákvæðum Rómarsátt- málans í framhaldi af Maastricht- fundinum um pólitíska bandalagið og myntbandalagið. í öðru lagi getur EB einfaldlega orðið að fara þess á leit við EFTA-rikin að taka upp þann kafla samningsins sem flallar um dómstólinn og eftirlitskerfið." - Fæli endurupptaka EES-samn- inganna ekki í sér eftirgjöf af hálfu EFTA-ríkjanna? „Það er ekki ljóst. Það er túlkunar- atriði hverju þurfi að breyta til að dómstóllinn telji samninginn sam- rýmast Rómarsáttmálanum. Mestu skiptir að EFTA-ríkin eigi ekki aö hafa neinn áhrifa- eða íhlutunarrétt á ákvörðunarferla EB, í ráðherraráði eða í dómstólnum." í Noregi hefur flokkur í oddaað- stöðu í Stórþinginu, Kristehgt Folke- parti, lagst gegn því að samningurinn verði tekinn upp á nýju. Jón segir svigrúm Norðmanna þar með lítið. „Ef Norðmenn heltust úr lestinni í EES-samningum er jafnvægi hans raskað. Fómarkostnaður samnings- ins, sérstaklega á sjávarútvegssvið- inu kom einkum og sér í lagi í hlut þeirra. Svisslendingar gætu einnig átt í sérstökum erfiðleikum vegna þessa. Það er því ekki einfalt mál að EFTA-ríkin taki upp samninginn að beiöni EB.“ - Verðum við ekki strax að und- irbúa tvíhliða viðræður við EB? „Nei, það er alveg út í hött á þessu stigi málsins. Þó er ljóst, og hefur alla tíð verði ljóst, að hefðum við ekki náð EES-samningnum hefðum við orðið að leita eftir tvíhliða við- ræðum. Það verðum við að íhuga ef fyrir liggur að EES-samningarnir séu úr sögunni." - Mátti ekki búast við þessari nið- urstöðu Evrópudómstólsins? „Það segir enginn fyrir um niður- stöður dómstóls. Það er bara mat á líkum. Við gerðum okkur grein fyrir að þetta gat farið á hvom veginn sem var enda sjáum við að sum aðildar- ríkin eru alls ekki sammála dómstól- unum.“ - Verður EES að vemleika? „Nú er tímaþátturinn í óvissu. Þær dagsetningar sem menn höfðu sett sér til áritunar og staðfestinar samn- ingsins, í febrúar, munu frestast. Hve lengiveitenginn.“ -hlh Það var mikiö um að vera i miöborginni um helgina. Meðal þess sem börnum var boðið upp á var að ferðast um miðbæinn í gamalii hestakerru sem þessi vinalegi klár dró um göturnar. Fyrir framan Stjórnarráðið kom Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri út á götu og gaf hestinum smábrauðbita sem var vel þeginn. DV-mynd BG Steingrímur Hermannsson: Kallar á undirbúning fyrir tvíhliða viðræður „Ég trúi að menn taki upp samn- ingana um Evrópska efnahagssvæð- ið aftur. Hins vegar er miklum erfið- leikum háð að taka upp svona samn- ing og ég hef ekki mikla trú á að það takist. Þegar eitt atriði er tekið upp koma önnur í kjölfarið. Þessi álits- gerð Evrópudómstólsins hlýtur að kalla á að við búum okkur undir tví- hliöa samninga þar sem við náum fram eins mikilli tollalækkun og frekast er unnt. Sú staða hlýtur að koma upp fyrr eða síðar," sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, en hann á sæti í utanríkismálanefd Alþingis. „Ég og aðrir höfum gert athuga- semd viö að Evrópudómstóllinn er ójafnt skipaður, 3 frá EFTA og 5 frá Evrópubandalaginu, sem er alls kostar óeðlilegt. Verði samningurinn tekinn upp aftur hlýtur jöfn skipun þessa dómstóls aö verða á samninga- borðinu. Síðan er spuming hvemig EB mundi velja sína menn. Dómarar úr dómstóli EB geta ekki verið í þess- um dómstóli líka og bundið sig þann- ig. Þegar maöur hugsar til baka er það í raun ótrúlegt aö lögfróðustu menh' skuli háfa látið sér detta þetta í hug.“ - Er Evrópudómstóllinn aö sýna sitt rétta andlit með þessari áhts- gerð? „Áhersla Evrópudómstólsins á Rómarsáttmálann, stjórnarskrá EB, sem eigi að vera ofar öðm, hlýtur að vekja spurningar eins og: Hvað um stjórnarskrá okkar? Sú skoðun sem fram hefur komið hjá utanríkisráð- herra, að EES-samningamir gangi á engan máta gegn stjómarskrá okkar, hlýtur að vera einhveijum vafa und- irorpin eftir þetta." -hlh Eyjolfur Konráð Jónsson: Hafði rétt fyrir mér „Það er ekki okkar vegna sem þetta kemur upp á heldur em þetta inn- byrðis átök hjá þeim sjálfum. Það em gífurleg valdaátök innan bandalags- ins þar sem .framkvæmdastjórnin, Evrópuráðið og dómstólhnn kljást. Annars er aht í deiglunni ennþá varðandi EES. Ég hef sagt í hálft ár að enginn samningur af neinu tagi hggi fyrir og að við getum ekki sett okkar stafi á eitt né neitt. Ég stend við þau orð ennþá og það hefur sann- ast að ég hafði rétt fyrir mér,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaöur utanríkismálanefndar Alþingis, í samtali við DV. Nefndin hóf fund klukkan 10 í morgun þar sem áhts- gerð Evrópudómstólsins og staðan varðandi Évrópska efnahagssvæðið var á dagskrá. „Þó aö Evrópska efnahagssvæðið detti upp fyrir held ég að við getum náð. hagstæðum samningum í tví- hhöa samningaviðræðum við EB.“ -hlh Hjörleifur Guttormsson: Þurfti enginn að vera „Ég gat ekki séð annað en niður- staða Evrópudómstólsins yrði á þennan veg eins og allt er í pottinn búið. Þaö er spuming hvort samn- ingamenn hafi ekki verið leiddir skipulega í gildm. Það getur verið að menn hafi tekið talsmenn fram- kvæmdastjórnar EB trúanlega þegar þeir sögðu að ef EES-samningamir rækjust á Rómarsamninginn mundu þeir breyta honum. Það er hrein tál- beita að setja það fram. Samninga- menn EB hJjóta að hafa vitað það. Ef menn þekkja Evrópudómstólinn, þær reglur sem hann vinnur eftir og þá dóma sem hann hefur kveðið upp á skyldum sviöum gat enginn orðið undrandi á niðurstöðunni að EES stæöist ekki gagnvart Rómarsáttmá- lanum,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son, þingmaður Alþýðubandalagsins og fuhtrúi í utanríkismálanefnd, við DV. Hjörleifur skrifaði kjallaragrein í DV 5. desember síðasthðinn undir fyrirsögninni Hvað veröur um EES? Þar kemur fram að framkvæmda- sflóm EB hafi skrifað Evrópudóm- stólnum 13. ágúst í sumar og beðið um áht hans á réttarlegri stöðu EES- samningsins. „Nú er ljóst að athuga- semdir EB-dómstólsins gætu orðið það alvarlegar að þær koUvörpúðu þessu hugverki og hefla yrði samn- ingaviðræður á ný.“ Síðar segir að með myndun EES-dómstólsins telji Evrópudómstólhnn að vegið sé að samræmdum réttargrundvehi EB og óhæði EB-dómaranna, sem þá yrði ætlað að þjóna tveimur herrum. Þá segir að EB-dómstólhnn hafi varpað þeirri spurningu th framkvæmda- stjómar EB „hvort rétt sé að nota samning af hálfu EB við þriðja aðila, í þessu thviki EFTA-ríkin, til að hrófla við grundvelh bandalagsins og dómskerfi þess“. Hjörleifur sagðist ekki sjá að EFTA-ríkin, sérstaklega Noregur Sviss og ísland, gætu tekiö upp samn- inga á ný á þeim forsendum sem nú blöstu við. Hin EFTA-ríkin gætu ekki verið mjög áhyggjufuh þar sem þau hefðu ákveðið umsókn um aðhd að EB. „Ég gæti trúað að umræður um að breyta EES-samningnum að því er snertir inmi markað og „frelsin flög- ur“ yfir í tvíhliða samning færu í 8an§’ tímabundið fyrir þá sem eru á leiðinm mn í bandalagið. Breytingar á Rómarsáttmálanum kaUa á langt °g þungt ferh sem tæki vart enda fyrr en á árinu 1993 svo þær koma ekki th greina." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.