Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
Fréttir
Efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar:
Barnabætur skert-
ar en barnabóta-
auki hækkaður
Ein þeirra efnahagsráðstafana sem
ríkisstjórnin stefnir að við gerð íjár-
laga er 10 prósent lækkun á heildar-
greiðslum úr ríkissjóði vegna bama-
bóta. Á næsta ári lækka því heildar-
greiðslur vegna barnabóta og bama-
bótaauka úr 5 milljöröum í 4,5 mill-
jarða. Að mati starfsmanna íjár-
málaráðuneytisins jafngildir þessi
lækkun 0,25 prósent lækkun á ráð-
stöfunartekjum heimilanna.
Breytingin á barnabótagreiðslun-
um er tvíþætt. Annars vegar er
barnabótaaukinn sem fylgir tekjum
sem lækkar úr 68.680 krónum í 20.604
krónur. Hins vegar lækka almennar
bamabætur, sem em óháðar tekjum,
um 19.570 krónur með fyrsta bami
og 15.435 krónur með öðmm bömum.
Þessar breytingar hafa í för með sér
að bamabætur fólks með tekjur und-
ir meðallagi hækka lítillega en
bamabætur til fólks með hærri tekj-
ur lækka.
Samkvæmt útreikningum fjár-
málaráðuneytisins kemur skerðing
bamabóta nær eingöngu við hjón en
flestir einstæðir foreldrar fá hærri
bætur. Einungis 10 prósent þeirra,
eða þeir sem hafa tekjur yfir 150
þúsund krónur á mánuði, þurfi að
þola skerðingu.
Hvað varðar hjón þurfa þau ekki
að þola skerðingu, samkvæmt út-
reikningum fjármálaráðuneytisins,
séu samanlagðar árstekjur þeirra
minni en 2,1 milljón, eða sem sam-
svarar 175 þúsund krónur í mánað-
arlaun. Hjón með hærri tekjur þurfi
hins vegar að meðaltali að þola um
2000 króna skerðingu á mánuði.
-kaa
Beðið um ríkisstyrk í
tilboðinu í Ríkisskip
FuUtrúar undirbúningsnefndar,
sem vinnur að stofnun hlutafélags til
kaupa á Skipaútgerð ríkisins, Ríkis-
skipum, hafa gert skriflegt tilboð í
skipafélagið. Það vekur athygli að í
tilboðinu er óskaö eftir ríkisstyrk til
handa hinu nýja félagi.
Hjörtur Emtisson, aðstoðarfor-
sfjóri Ríkisskipa, sem er varaformað-
ur undirbúningsnefndarinnar, segir
um ríkisstyrkinn að um sé að ræða
sérstakan þjónustusamning sem
boðið er upp á í tilboðinu þannig að
hið nýja félag bjóði upp á sömu þjón-
ustu og Ríkisskip hafa gert gegn
ákveðinni greiðslu.
„Við gerum ráð fyrir því að ríkið
greiði okkur ákveðinn kostnaö sem
hlýst af því að halda uppi þjónustu
við ákveðna staði.“
- Gerið þið ráð fyrir aö fá sömu
greiðslur og Ríkisskip hafa fengið?
„Ég get ekki farið nákvæmlega út
í samninginn en við erum að ræða
um lægri tölur."
Rikisskip hefur fengið gífurlegar
upphæðir úr vasa skattborgara á
undanfómum árum. Ríkisstyrkur-
inn, uppreiknaður til verðlags í dag,
nemur tæpum 3,2 mitijörðum króna
síðasttiðin tíu ár eða rúmum 800 þús-
und krónum á dag. Það samsvarar
tveimur til þremur ráðherrabílum á
viku.
-JGH
Þóranni breytt nyrðra í Slippstöðinni á Akureyri
Gytfi KristjáiLsaon, DV, Akureyri;
Ákveðið hefur verið að breyta tog-
skipinu Þórunni Sveinsdóttur frá
Vestmannaeyjum í frystiskip og hef-
ur útgerðin samið við Slippstöðina á
Akureyri um aö breytingamar á
skipinu verði unnar þar.
Skipiö var byggt hjá Slippstöðinni
á Akureyri og afhent á þessu ári.
Keyptur verður frystibúnaður í skip-
ið erlendis en Slippstöðin kemur
þeim búnaði fyrir, smíðar fisk-
vinnslubúnað, breytir rafkerfi og þá
verður einnig unnið við breytingar á
vistarverum skipveija. Áformað er
að hefja vinnu við þessar breytingar
á skipinu í febrúar.
Breyting barnabóta
Kr. — miðað við laun í þúsundum króna —
1000-
0
-1000-
-2000-
I -3000-
-4000-
-5000-
2000'
150.000
~20o:ooo~
50.000 80.000 zr m
100.000 1
i
□ 1 barn 1
□ 2 börn
■ 3 börn ö
180.000
wnsxæorr
foreldrar
T5Ö7Ö00
Breyting bamabóta á mánuði miðað við tekjur einstæðra foreldra og hjóna.
Miðað er við a) eitt bam undir 7 ára aldri, b) tvö böm, annað undir 7 ára
aldri og c) þrjú börn, þar af tvö undir 7 ára aldri.
Meitillinnhf.
Bíða eftir breytingum á
reglum um tapf rádrátt
„Við erum að bíða eftir væntan-
legu lagafrumvarpi sem á að breyta
miklu um yfirfærslu á skattalegum
frádrætti," sagði Marteinn Friðriks-
son, stjómarformaður Meitilsins hf.
í Þorlákshöfn.
Að undanförnu hefur verið leitað
ýmissa leiða til að koma fiárhag fyr-
irtækisins á traustari grundvöll. Sala
á tapfrádrætti til Samheija hf. á Ak-
ureyri var fyrirhuguð
„Það var tatin of mikil áhætta að
halda þeirri stefnu sem við höfðum
sett okkur. Mér skilst að þaö verði
aðeins síðustu fimm árin sem gildi
varðandi tapfrádráttinn. Hitt fatii
niöur. Salan til Samheija myndi
rýma verulega með þessu móti. En
það er ekki búið að aflýsa henni.“
Marteinn sagði enn fremur að sú
hugmynd að hluthafar keyptu hlut
fyrirtækisins af Hlutafiársjóði væri
einnig í biðstöðu. „En komi ekkert
út úr þessum skattaréttindum er
engin ástæða til að henda álíka hárri
upphæð inn í ríkisstofhun," sagði
hann.
-JSS
Sjómannslíf
- - • --------— - - —"—
Sjómönnum er heitt í hamsi. Þeir
hóta því að sigla í land. Þeir telja
hausana á alþingismönnum eftir
því hveijir em með og hveijir era
á móti og þeir alþingismenn sem
ætla að greiða atkvæði á móti sjó-
mönnum eiga ekki sjö dagana sæla.
Þeir munu ekki kemba hærumar
í þingsölum. Það eitt er víst.
Atiur þessi hiti í sjómönnum staf-
ar af því tilræði sem ríkisstjómin
og meirihlutinn á Alþingi hyggst
nú gera gagnvart sjómannastétt-
inni varðandi skattana. Sjómenn
hafa notið sérstaks frádráttar, svo-
kallaðs sjómannaafsláttar, frá
tekjuskatti umfram aðra þegna
þessa lands. Þessi frádráttur var á
sínum tíma settur í lög þegar sjó-
menn höfðu bág kjör og fáir feng-
ust á sjó. Það var verið aö umbuna
sjómönnum fyrir að dvelja lang-
dvölum heiman frá sér úti á rúmsjó
og þótti sanngjöm og réttlát aðferð
til þeirrar stéttar sem dregur björg
í bú.
Samtals munu afslættir frá tekju-
skatti nema einum og hálfum milij-
arði króna á hveiju ári enda hefur
löggjöfin orðað þetta svo að þeir
sem era skráðir með laun hjá út-
gerð njóti frádráttarins. Þetta hefur
leitt tti þess að beitningarmenn í
landi, sem era skráðir í áhöfn,
stúikumar sem afgreiða í matsaln-
um á Akraborginni og margir fleiri,
sem eiga um sárt að binda vegna
sjómennsku og þurfa að sinna sín-
um störfum til að skipin geti siglt,
hafa fengið sjómannaafslátt af
sktijanlegum ástæðum. Án beitu
veiðir enginn fisk og án matar ferð-
ast enginn með Akraborginni.
Ríkisstjómin ætlar að taka
skattaafsláttinn af þessu fólki. Rík-
isstjómin segir: þeir einir fá afslátt
sem era á sjó og þá aðeins að þeir
séu á sjó. Sem þýðir að í hvert
skipti sem sjómaður fer í land,
hvort heldur í veikindafrí eða or-
lof, nýtur ekki lengur frádráttar-
ins. Það sama gtidir um beitningar-
menn, sem sjaldnast koma á sjó.
Þeir missa afsláttinn, af því að þeir
era svo óheppnir að vinna í landi,
en ekki út á sjó. Sjómannaafsláttur-
inn á sem sagt aðeins að gilda um
tekjur sem menn vinna sér inn við
það að vera út á sjó.
Sjómannastéttin vill ekki una
þessu. Hún vtil fá sinn afslátt, hvort
heldur hún er í landi eða úti á sjó.
Hún vill að hver sá sem þiggur laun
hjá útgerðinni borgi minni skatt en
aðrir í landinu, vegna þess að þeir
eigi það sktiið að greiða minna í
ríkissjóð af því að þeir afli meiri
tekna en aðrir í ríkissjóð.
Þetta er afar lógiskt hjá sjómönn-
um og þótt þeir þurfi að taka sér
frí og fari ekki alltaf á sjó era þeir
útvaldir og sérmunstraöir í þjóðfé-
laginu og eiga að halda þeim for-
réttindum sínum. Nú er það að vísu
þannig að ríkisstjómin gerir ekki
ráð fyrir að ná út úr þessari skerð-
ingu nema um tvö hundruð millj-
ónum króna, en það er tvö hundrað
milljónum of mikið, enda hefur af-
slátturinn upp á einn og hálfan
milljarð hvergi dugað sjómönnum
aö fleyta fram lífinu og þeir eiga
mjög bágt að þurfa að vera fjarri
heimilum sínum og fjölskyldum og
það ætti eiginlega aö borga þeim
meira fyrir aö vera heima nokkr-
um sinnum á ári.
Þaö er álag út af fyrir sig að þurfa
að vera heima í orlofi eða taka sér
frí annan hvem túr og þaö er álag
á eiginkonumar að þurfa að hafa
sjómanninn heima við og menn
eiga ekki að missa tekjuafslátt út á
þær fómir. Það er líka fóm fyrir
beitningarmennina og aðra þá sem
þurfa að vera í landi og sjá um
netin og beituna að geta ekki verið
úti á sjó og þeir þurfa sinn afslátt
fyrir að komast ekki á sjóinn. Þess-
ir menn eiga voða, voða bágt og
þetta er sultarlíf og svo ætlar ríkis-
stjómin að fara að hegna mönnum
fyrir aö eiga bágt og taka af þeim
afsláttinn!
Ef ríkisstjórnin kemst upp með
þessar ofsóknir á hendur sjómönn-
um sem era í landi, ætla sjómenn
sem ekki era í landi aö sigla í land
og fara í verkfall. Þeir sætta sig
ekki við að vera út á sjó og fá af-
slátt, meðan þeir sem ekki era út
á sjó, komast ekki á sjó til að fá
afslátt. Þeir sætta sig ekki við að
vera á sjó tti að fá afsláttinn ef þeir
þurfa að vera á sjónum til að fá
afsláttinn. Þetta verður ríkisstjóm-
in að sktija sem aldrei hefur pissað
í saltan sjó og veit ekki hvað það
er að vera ekki á sjó án þess aö fá
ekki afsláttinn.
Dagfari