Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. Hvað borðar þú á aðfangadagskvöld? Birna Imsland nemi: Líklega ham- borgarhrygg, það er vaninn. Jón Brynjólfsson ellilífeyrisþ.: AUtaf svínahrygg. Þórdís Ólafsdóttir starfsst.: Ætli það verði ekki hamborgarhryggur. Guðmundur Pálsson ellilífeyrisþ.: Mér er boðið í mat svo ég veit það ekki ennþá. Jóhanna Sigþórsdóttir húsm.: Það er nú venjulega sitt á hvað. Ég reikna með að hafa reyktar svínakótelettur í ár. Geir Ingimarsson flugvirki: Ég stefni á ijúpu. Við höfum haft hana undan- farin ár. Lesendur Slysavamir á sjó: Þjóðin þarfnast ekki sektar Slysavarnir á sjó við ísland hafa gefið góðan árangur. höfum ekki staðið nógu vel við þær Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar: Hvað hefur breyst á síðastliðnum 45 árum? - Veðurfar, sjólag og strendur íslands hafa ekki breyst. - Við höfum fengið stærri skip búin betri siglingatækjum og björgunar- útbúnaði. - Fleiri vita við strendur landsins. - Öruggari veðurstofuþjón- ustu. - Öflugt Slysavarnafélag og til- kynningarskyldu. - Góða Landhelg- isgæslu, þyrlur og fleira, og háþróað- an fjarskiptabúnað. ARan þennan útbúnað og störf má meta í milljörðum króna, sem að visu má dreifa á mörg ár. Énginn efast þó um að þessar íjárfestingar hafa gefið góðan arð. Arðurinn er mörg mannslíf, fiskur úr sjó og vinna í landi - lífsframfærsla þjóðarinnar. Það er því leitun að betri forvöm en góðum björgunarflota og hæfu fólki til þess að vinna verkið. Heil- brigðisyfirvöld hafa trúlega ekki stutt þetta málefni nægilega. Með þessu greinarkomi vil ég ítreka fyrri óskir um að björgunarflotinn verði efldur með kaupum á vel útbúinni og rúmgóðri þyrlu með sjálfvirkum aöflugsbúnaði og neyðarfloti. Þetta er ekki ný tillaga heldur hafa mörg sjómanna- og slysavamasam- tök ítrekað borið fram þessa ósk. Við skulum heldur ekki gleyma því að samkvæmt alþjóðalögum er Islend- ingum úthlutað mjög stóm björgun- arsvæöi á Norður-Atlantshafi, og við skuldbindingar. Ekki skal gert lítið úr starfi banda- rísku björgunarsveitarinnar á Kefla- víkurflugvelli, hún hefur margoft hlaupið í skarðið á örlagatímum. Þá hjálp mætti verðlauna á verðugan hátt - af reisn. Annað mál er að við getum ekki treyst á hjálp Banda- ríkjamanna áð eilífu. Við verðum að standa á eigin fót- um. íslendingar sem hafa undanfarin ár verið með tekjuhæstu þjóðum í heimi, og þurfa ekki að standa skil á útgjöldum til hemaðarmála eiga að ráða við þetta dæmi. - Eyðum ekki tíma í leit að sekt í þessum málum. Þjóðin þarfnast ekki sektar, heldur vel útbúins björgunarflota. Ef ganga á í þjóðabandalag... Einar Erlingsson skrifar: Nú virðist endaspretturinn í aug- sýn á gandreiðinni inn í gin EES. Þá er stutt í EB meltinguna, og enginn veit hvað kemur út úr þeirri með- ferð. Fremsti knapinn, þótt móður væri, gaf sér tíma frá rásbrautinni til þess að rjúfa hringrás Eystrasalts- ríkjanna kringum rússneska bjöm- inn. - Til hvers var nú maðurinn að leggja lóð sitt á vogarskálamar gegn þjóðarsamsteypunni í austri? Telur hann slíkar samsteypur ekki af hinu góða fyrir frelsisunnandi þjóðir, og þá ekki síst smáþjóðir? Telur hann að íslendingar þurfi að fara í endur- hæfingu og tortúr til þess að kunna að meta frelsið? Við íslendingar ættum að gera okk- ur grein fyrir því að við höfum ekki hugmynd um hvers konar bandalag við erum að ganga í, og reyndar ekki heldur hugmyndafræðingarnir. Þetta sköpunarverk á eftir að ganga með marga bamasjúkdóma, sem htlu þjóöimar eiga eftir að þjást af. Þama mun gamla lögmálið sannast enn einu sinni, aö hinn sterki lifir, en til þess að svo megi verða, þá þarf hann aö nærast á seiðunum til þess að komast til þroska. - Spumingin er, hvers konar þroska. Austræns eða vestræns? Við lifum mikla breytingatíma og enginn sér fyrir hver þróunin verð- ur. Ég tel rétt, ef menn em búnir að bíta það í sig að ganga í einhvers konar þjóðabandalag, að rétt sé að ganga í það vestræna. Við höfum reynslu af Bandaríkjamönnum í gegnum tíðina. Þeir em margir ís- lendingamir á þessari skoðun, ein- faldlega vegna þess að fólk óttast alla þá ringulreið, sem á eftir að ganga yfir Evrópu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þessari þjóð hlýtur að vera af- spymuilla stjómað miðað við öll þau auðæfi sem hér þó em, og svo fáa til þess að skipta þeim með sér. -Hvernig væri að leggja gömlu miðstýringuna og forsjána niður og lofa fólki að bjarga sér á eigin ábyrgð, frjálst frá kerfinu? - Stundum kemst maður ekki hjá því að álykta að öll vanda- mál þjóðarinnar séu búin til af lands- feðrunum 63 á Alþingi. Áégaðtrúa könnuninni? Kjötpitsur, síld og annaö innflutt fisk- meti og enginn mótmælir því! Sigurður Jóhannesson skrifar: Samkvæmt skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar, sem flokkast undir þjóðmálakönnun, eru 71% ís- lendinga andvígir innflutningi land- búnaðarvara. Eg er ekki alveg með þetta á hreinu, einmitt vegna þessar- ar tölu sem hér greinir, 71% lands- manna. - Og heldur er ég ekki alveg sáttur við, að þaö skuli vera Mark- aðsnefnd landbúnaðarins sem könn- unin er unnin fyrir. Það gefur mér, og áreiðanlega mörgum öðrum, viss- ar efasemdir um niðurstöðumar - hvaö sem líður áreiöanleika Félags- vísindastofnunar. Og ég vil ekki setja fram neinar fullyrðingar þar að lút- andi, ég hef fullkomnlega treyst stofnuninni hingað til. En þegar talsmenn þessarar svo- kölluðu Markaðsnefndar landbúnað- arins taka svo til að hælast um yfir niöurstöðunnni, þá fer um mig efa- semdarhrollur. - Getur verið að landsmenn almennt séu á móti því að fá hingað til lands betra hráefni, t.d. í kjöti og unnum kjötvörum en hér er á boðstólum? Ég trúi þessu einfaldlega ekki. Við flytjum nú þeg- ar inn ýmislegt sem landbúnaðar- vörum tilheyrir eða hráefni úr þeim, svo sem í pitsur ýmissa tegunda, la- sagna (kjöt í þessu öllu í meira og minna magni) og allt selst þetta hér með ágætum. - Meira að segja niður- soðinn fiskur í miklum mæli (síld og fleira), vörur sem við eigum nóg af hér. En enginn mótmælir því! Þegar innfluttar landbúnaðarvör- ur eru hins vegar til umræðu ætlar allt að ganga af göflunum hjá þeim sem eiga hagsmuna að gæta. - Ég skil ekki svona afstöðu „71% lands- manna“. - Á ég í raun að trúa þess- ari könnun? Þegar ný ríkisstjóm tók við völdum sl. vor bundum \dð mikl- ar vonir viö að hún myndi láta gott af sér leiða. Of stuttur tími er liðinn frá því stjórnin tók við til að hægt sé að fella dóma um hana. - Þaö sem við bíöum eftír aö heyra og teljum mikilvægt fyr- ir láglaunafólk (og stjórnina Sjálfa) er hækkun skattleysis- mai'ka og fjölgun skattþrepa. Einmitt vegna þess að nú blæs á móti um hríð teijum við þetta réttlætismál og treystum við flokksformönnunum, Davíð og Jóni Baldvin, svo og sljómar- þingmönnum ölium til aö beita sér í þessu máli nú' þegar. G.B. skrifar: Eftir síðasta drátt hjá Happ- drætti Háskóla íslands, þar sem þaö sjálft fær stærsta vinninginn, verða margir sem fyUast efa- semdum um að þetta geti gengið lengur óbreytt. Eg fyrir mitt leyti get ekki gert sjálfri mér þaö að kaupa miða þarna lengur eða af öðrum happdrættum sem draga úr öllum miöum. Þau sem draga eingöngu úr seldum miðum verða því aðnjót- andi viðskipta minna og þannig heid ég að margir aðrir hugsi lika. Þaö kemur of oft fyrir að stærsti vínningur og öragglega margir smærri koma á óselda miöa. Einar Árnason skrifar: Nú er að koma í ljós það sem ég hef oft áður haldið fram, að ágreiningurinn á Alþingi um ein- stök mál sé einungis settur á svið fyrir fjölmiölana. Þetta má m.a. sjá af umræðum um einsújka liði fjárlagafrumvarpsins. - Flest ágreiningsmál eru frágengin og samkomulag um hverjir stjórn- arþingmanna skuii kjósa með og hverjir megi kjósa á móti. Dregið verður úr flestum þátt- um fjárlagafrumvarpsins en mál- amiölun í öðram, og því var bog- inn spenntur hátt, að eitthvaö væri upp á að hlaupa til sam- komulags. - Fiölmiölarnir sjá síð- an um dreifingu á ágreiningi þingmanna jafnt yfir þjóðina. Hvarvorusjó- mennimir? Ófeigur hringdi: Mörgum þóttu viðbrögð sjó- manna vera einkennileg þegar auglýstir vora styrktartónleikar á dögunum til kaupa á björgunar- þyrlu. Þarna mættu um 40 mamis. Þaö var nú allur áhuginn. Og þó vora margir sjómenn í landlegu þessa helgi. Hvar voru alhr sjómennirnir? Allir félagar slysavarnasveitanna og starfs- menn Landhelgisgæslunnar? Vora þetta ekki þeirra mál? Hvar vora þingmennirnir sera töluðu svo fjálglega? Ingi Björn var eini þingmaðurimi sem mætti. - Er skýringin ekki barasú að þyrlú- máliö er uppsláttarmál örðháka? Vinnur samt á Stöð2! Nanna hringdi: Ég las grein Ara Trausta Guð- mundssonar í DV. Hann gagn- rýnir ftjálsa flölmiðla harkalega og segir að nær hefði verið að RÚV hefði fengiö aðgang að fleiri rásum á sínum tíma en svonefhd ftjáls útvörp. - Reynsla sl. 5 ára sýndi aö sú tilhögun hefði ekki gefist verr en núverandi „ljós- vakaflölmiðlai-“, - Samt vinnur Ari Trausti á Stöð 2 þar sem efn- isval „ræöst af auraráðum"!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.