Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. 19 Fréttir Raðhúsabyggð á gamla Víkingsvellinum: Mótmælt með undirskriftum - íbúamir vilja svæðið sem útivistar- og leiksvæði „Okkur finnst þetta svæöi ekki vera tii skiptanna. Við viljum nýta þaö sem útivistar- og leiksvæði," sagði Júlíus Guðmundsson sem býr við Hæðargarð. Deilur eru komnar upp vegna fyrirhugaðrar byggingar á gamla Víkingsvellinum. Tillaga borgar- skipulags er að þar verði reist rað- hús í tvöfaldri röð. Því hafa íbúar í hverfinu mótmælt. Um 1200 undirskriftir voru af- hentar Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra 27. september síðastl- iðinn í mótmælaskyni við fyrirhug- aðar byggingar. Var jafnframt ósk- að eftir því að íbúamir fengju að fylgjast með gangi mála. Tillaga borgarskipulags um nýtingu svæð- isins var nokkru síðar send til íbúa viö Hæðargarð, Steinagerði og Háagerði en þær götur eru við þetta svæði. Óskað var eftir athugasemd- um fyrir 4. desember. Enn fóru íbúarnir af stað með undirskriftarsöfnun til þess að mótmæla byggð á svæðinu. Var vísað til bréfs sem sent hafði verið borgarstjóra og borgarfulltrúum öllum. í því hafði verið farið fram á aö umrætt svæði yrði skipulagt sem útivistar- og leiksvæði. Loks fóru tveir íbúanna á fund með Vilhjálmi Vilhjálmssyni borg- arfulltrúa. Honum var afhent bréf frá Foreldrafélagi og skólastjóra Breiðagerðisskóla þar sem mót- mælt var skerðingu á útivistar- svæðinu. Mótmæh frá Foreldrafé- lagi og skólastjóra Réttarholtsskóla hafa einnig verið afhent borgaryf- irvöldum. Júlíus sagði að íbúarnir biðu nú eftir frekari framvindu mála. Þeir hefðu raunar átt von á að heyra eitthvaö frá borgaryfirvöldum. Það hefði hins vegar ekki gerst enn. Undirskriftarlistanir virtust því hafa lítið að segja. -JSS Starfsmönn- um sagt uppá Skagaströnd Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkrókú Starfsmönnum Hólanessútibúsins á Skagaströnd, fimm að tölu, var sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Guðsteinn Einarsson framkvæmda- stjóri Kaupfélags Húnvetninga, segir ástæður uppsagnanna endurskipu- lagningu á rekstrinum. Reikna megi með talsverðum breytingum á versl- uninni í febrúar næstkomandi. „Eigum viö ekki að segja að þetta hafi slampast í kringum núlhð í Hólanesi fyrir fjármagnsliði en verið nokkuð langt í gróðann. Við höfum hug á að bæta þjónustuna þama til muna og ná fram þeirri hagræðingu sem skilar hagnaði til þess aðila sem hefur reksturinn meö höndum. Við höfum ákveðnar hugmyndir um að gera Hólanesútibúið að sjálfstæðu fyrirtæki sem þó yrði í tengslum við kaupfélagið," sagði Guðsteinn. Leikfélag Blönduóss: Fyrsta barna- leikritið um langt árabil til sýningar Þórhallur Asmundsson, DV, NorðurLvestra; Æfingar e'ru hafnar hjá Leikfélagi Blönduóss á barnaleikritinu Gosa. Leikgerðin er eftir Brynju Bene- diktsdóttur sem leikstýrir. Ráögert er að frumsýna seint í janúar. Þetta er í fyrsta skiþti í mörg ár sem Blönduósingar taka barnaleikrit til sýningar. Um 30 manns vinna að uppfærslu Gosa. Helstu hlutverkin eru í höndum níu leikara. Gert verð- ur hlé á æfingum um miðjan desemb- er fram yfir hátíðir. Kaupfélag Skagflröinga: Stefnir í góða útkomu þetta árið Þórhallur Asrrumdsson, DV, Sauðárkróki; Þrátt fyrir að fjármagnsgjöld hafi meira en tvöfaldast milli ára varð hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga 20 millj. kr. fyrstu átta mánuði þessa árs. Er það allmiklu minni rekstrar- afgangur en eftir sömu mánuði í fyrra. Hins vegar hefur fjármuna- myndum í rekstri aukist nokkuö. Miðað við þær fregnir sem borist hafa af rekstri sambærilegra fyrir- tækja annars staðar á landinu mega Skagfirðingar vel við afkomu sinna fyrirtækja una en afgangurinn hjá Fiskiðjunni/Skagfirðingi fyrstu átta mánuðina var rúmar 40 milljónir. Frönsk og þýsk gœöa heimilistœki á góöu veröi tefai Kaffivél 8942 12 bolla, 1300 w dropa stoppari. kr. 3.590 tefal Brauðrist 8771 fyrir 3 sneiðar • ristar e hitar e ristar og hitar. kr. 3.725 ismet Vöfflujárn 682 G með hitastilli. kr. 4.590 Samlokugrill 3970 fyrir tvær samlokur. ismet Eggjasuðutæki EK 6l4 fyrir 7 egg. kr. 3.794 kr. 3.993 kr. 1.774 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND BRÆDURNIR fGflOKMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.