Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Page 20
20
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
Fást fyrir 6-12-24 eða 32 volta straum.
Sendum í póstkröfu
LJÓS & ORKA
Skeifunni 19
Sími 91-814488
Fréttir
Eldeyjar-Boði GK 24 í Grindavíkurhöfn eftir miklar endurbætur sem nýtt skip.
DV-myndir Ægir Már
Eldeyjar-Boði sem
nýr eftir klössun
ATHU6ID, AUKATÓNLEIKAR
18. desember kl. 19
VEKJUM REYKJAVIK
Tónleikar í Laugardalshöll
17.desember1991
Keflavík: K-Sport.
Einnfg er hægt að panta mi ða í síma 91 -677750.
* RHD0Q0
Skrifstofa Borgarfoss hf., Geröubergi 1. sími 677750.
II m
i 3
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
Á dögunum kom glæsiskipiö Eld-
eyjar-Boði til Grindavíkur eftir aö
h£da verið sex mánuði í Noregi þar
sem gagngerðar endurbætm- fóru
fram á skipinu og er það nú nánast
sem nýtt.
„Heildarkostnaður vegna breyting-
anna er um 70 milljónir króna. Þetta
eru miklar endurbætur á skipinu og
við erum mjög ánægðir meö hvemig
til tókst. Rekstrarkostnaöurinn verð-
ur allt annar og þær áætlanir sem
Uggja fyrir lofa mjög góðu og ætti
svona skip að vera með um 170 milij-
ónir í aflaverðmæti á ári,“ sögðu þeir
félagamir Jón Norðfjörð og Óm
Traustason í samtab viö DV eftir
heimkomuna í Grindavíkurhöfn.
Breytingamar á skipinu em mikl-
ar m.a. er ný yfirbygging og ný brú,
veltikantar og tvær nýjar frysthestar
og plötufrystar meö 10 tonna aflagetu
á sólarhring. Skipiö er útbúið til heU-
frystingar á afla um borð. Þá er einn-
ig ný Unubeitningavél í skipinu, aðal-
véUn var endurbyggð, ný stýrivél,
aUt rafmagn er nýtt og einnig hafa
Jón Norðfjörð, stjórnarformaöur
Eldeyjar, og öm Traustason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
vistarvemr verið teknar í gegn svo
eitthvað sé nefnt.
Skipið er 303 tonn að stærð og er
smíðað árið 1967 í Austur-Þýska-
landi. Skipsljóri Boða er Haraldur
Einarsson og yfirvélstjóri Sævar
Gunnlaugsson, 15 manna áhöfn
verður á skipinu.
Útgerðarfélagið Eldey, sem gerir
út bátinn, er einnig með á sínum
snæmm Eldeyjar-Hjalta og togarann
Eldeyjar-Súluna og starfa um 65
manns hjá fyrirtækinu.
Ný kirkja vígð á Stöðvarf irði
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúösfiröi:
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, vígði nýja kirkju á Stöðv-
arfirði 8. des. sl. Framkvæmdir við
byggingima hófust 18. júní 1989. Þá
var fyrsta skóflustimgan tekin og
kirkjan var fokheld um miðjan des-
ember sama ár.
16. júní í sumar var messað í
kirkjubyggingunni. Bygging hennar
hefiú- tekiö ótrúlega stuttan tíma, en
iðnaðarmenn vom að störfum þar til
nokkrum klukkustundum fyrir
vígsluna.
Sóknarpresturinn, séra Gunnlaug-
ur Stefánsson í Heydölum, og pró-
fastur, séra Þorleifiir Kristmunds-
son, fluttu bæn. Samkór Heydala og
Stöðvarsókna sungu.
Bjöm Hafþór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri SSA, rakti bygginga-
sögu kirkjunnar og sagði áætlaöan
kostnað við bygginguna 31 miUj. kr.
fullfrágengna. Efdr er m.a. að smíða
tum kirkjunnar.
Arkitekt hússins er Bjöm Krist-
leifsson Eghsstöðum en yfirsmiður
Ævar Ármannsson. Stólar og borð í
kirkjuna era keypt frá Bíró Steinari.
Altari, prédikunarstóU, kross og
hurðir em frá Birkitré á Eghsstöðum
en aðrar innréttingar frá Miðási h/f
á EgUsstöðum. Skímarfontur er
unninn af Kolbrúnu Björgólfsdóttur.
Að lokinni vígslu var kirkjugestum
boðið í kaffiveitingar.
Frá kirkjuvígslunni. Ólafur Skúlason biskup í ræöustóli. Sóknarpresturinn,
Gunnlaugur Stefánsson, lengst til hægri og prófasturinn, Þorleifur Krist-
mundsson, viö hlið hans. DV-mynd Ægir