Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 24
 ► 24 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. Menning Ijóð handa ósýni- legu fólki Birgir Svan Símonarson. Þetta er tíunda ljóðabók Birgis á hálfum öðrum ára- tug. Ljóðin eru tæplega fimmtíu og ná allt frá íjórum línum upp í tvær bls. Titillinn er útskýrður aftan á kápu; skáldið þekkir ekki nema lítinn hluta af lesend- um sínum. En ég held að hann hljóti að þekkja hugar- heim hinna að verulegu leyti, hann má lesa úr bókum hans sjáifs. Birgir hefur allt frá fyrstu tíð verið mikið með ádeilu- ljóð og mörg vel heppnuð. Hér er eitt dæmi sem er í knöppu máli: Fórn sólin með köldu hafið lagst í kör jörðin með alnæmi blótsteinamir þyrstir í nótt færum við guUkátfinum nýja fóm Byggingin er einfold, í fyrsta erindi segir frá sjúk- dómi. Fomt úrræði við því var að blíðka guöina með fómum, sú þörf er sett fram í miðliðnum: „blótstein- amir þyrstir". Og svo kemur þetta fræga líkneski sem allir þekkja úr Gamla testamentinu, að gyðingar fóm Bókmeimtir Örn Ólafsson að blóta gullkálf í stað Jehóva. En þar með færist þetta til nútímans því þetta orðalag er haft um dýrkun auðs. Og er ekki vandséð að það sé einmitt orsök sjúkdó- manna sem nefndir voru í upphafi, þannig lokast víta- hringurinn. Það er smellið að nota oröalagið „að leggj- ast í kör“ um eiturmengað, ofveitt úthafið, og nafnið á mest ógnvekjandi farsótt nútímans, alnæmi, á auk þess vel við margþætta rányrkju og mengun jarðar. Það væri kannski smámunasemi að fara að grafast fyrir um „köldu“ sólar. Varla getur þetta vísað til ann- ars en eyðingar ósonlagsins, sem leiðir þó ekki til kulda heldur til þess að of mikil sólarorka kemst til jarðar. En það skiptir kannski ekki mestu máh að þessi táknsaga stenst ekki í smáatriðum, meira er um hitt vert að hún er sláandi hnitmiðuð. Áhrifaríkt er líka hve knöpp hún er, fyrst upptalning þriggja hlið- stæðra atriða, síðan eitt eða örfá orð í hverri línu, en það kallar á hægan lestur sem hæfir tilbeiðslunni í lokin, einni setningu skipt í fiórar línur. Birgir nær oft skörpum dráttum í stuttu máli, t.d. í eftirfarandi hjónabandsmynd, þar sem karlmanninum finnst hann vera meðhöndlaður eins og húsmunir. Það sýnir í senn hversu steingert tilfinningalífiö er, og svo er hver þessara muna vel vahnn til að sýna sambúð- ina. Við bilaðan símsvara verður að staglast, ef ekki öskra; fólk talar við stofublóm til að örva vöxt þeirra, en annar verður tónninn ef talað er við það sem er ■dautt, loks er sameiginlegt sorpílát samkundu sem jafnan er orðuð við kjaftasögur, þar verður drepið í glóðinni. Grimmd þú talar við mig eins og bilaðan símsvara dautt stofublóm brátt verð ég öskubakki í saumaklúbbnum í bókinni eru víða fléttaðar saman andstæður í knöppu máh, og ekki ahtaf auðskihð. En mér finnst hún gefa því meir við endurlestra. Hér skal að lokum tekið enn eitt dæmi, nánast af handahófi. Titilhnn er tvíræður, því hann vísar bæði til fomra bókmennta um baráttu upp á líf og dauða, og til sagna af nútímaís- lendingum, sem birtast í ljóðinu. En þær blandast al- þekktum spennusögum af baráttu hvítra landnema við indíána í Ameríku. Húsbyggjandi á íslandi er þá ámóta öryggislaus og þessir landnemar. Fjandmenn hans eru reiðubúnir að brenna ofan af honum húsið, en beita til þess pennum, og eru spariklæddir, því þeir vinna hjá bönkum, verðbréfamörkuðum og fógeta. Eftir þetta fyrsta erindi sjáum við bráðnauðsynlegan farskjótann hverfa flóðlýstan, væntanlega á nauðung- aruppboði. Þriðja erindið sýnir öryggisleysi hinna sof- andi, aftur í formi indíánasagna; saklausustu hljóð ummyndast í hljóðmerkjasendingar trumbu í skógin- um, hversdagslegustu fyrirbæri minna á afskorin höf- uðleður. Gegn þessari ógn standa goðin í eldhúsinu, tákn hreinlætis. Það er von að konan sofi laust og andht hennar sýni hvorki eitt né neitt. En mér finnst þetta síðasta erindi ekki segja mikið, og því ekki rísa undir þeirri stígandi sem beinist að því með hinum fyrri. íslendingasögur landneminn sefur með bláu heftibyssuna innan seilingar hefur á sér andvara spariklæddu villimennimir bíða færis með logandi örvar blikandi penna í blindandi flóðljósi hverfur þarfasti þjónninn ábúðarfulhr ajaxbrúsar Búddalíkneski í eldhúsinu á baðinu hangir moppa til þerris blæðandi höfuðleður þungir dropar á sturtubotn skógartrumba kona landnemans sefur eins og fugl andlitið óraveg frá þvi að vera gamalt án þess að vera ungt Birglr Svan Símonarson: Ljóð handa ósýnllegu fólki. Eigin útgáfa 1991, 57 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.