Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 34
42 MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991. «0^*0 V,uto Kr. 4.590,- KRINGLAN 8-12 • SÍMI: 686062 JL FÓSTSENDUM SAMDÆGURS EURO SKO Treystirðuannarri íilmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum? OFUR-HLJÓÐMAGNARI Tækið kemur aö notum hvar sem er: I skóla, í bíói, í leikhúsi, á ráóstefnum. Við að hlusta á: útvarp, sjónvarp, án þess aö hækka upp úr . öllu valdi. ROKRAS HF. Bíldshöfða 18 - S. 91-671020 Menning Kristin Þorkelsdóttir og Hörður Daníelsson með almanakið á milli sín. Á borðinu má sjá filmurnar sem Hörður notar við myndatökurnar. DV-mynd GVA Myndirnar eru af- rakstur ferðalaga um náttúru íslands - segja Kristín Þorkelsdóttir og Hörður Daníelsson, höfundar almanaksins Af ljósakri Nú streyma almanök fyrir áriö 1992 víða að, stór og ‘smá og má segja að samkeppnin um vegg- plássið í fyrirtækjum og á einka- heimilum sé mikil enda fjöldi al- manaka gefinn út. Eitt fallegasta almanakið hefur titihnn Af ljósakri og er þar vísað í að myndirnar eru af íslensku ljósi í íslenskri náttúru. Kemur almanakið nú út í þriðja sinn. Það er AUK hf., Auglýsingastofa Kristínar, sem gefur út þetta vand- aða almanak sem vakið hefur at- hygh víða. Myndirnar eru teknar af Herði Danielssyni, en Kristín Þorkelsdóttir hefur yfirumsjón með útUtshönnun þess. Myndirnar eru aUar af íslenskri náttúru og er afrakstur sumarferða hjónanna Harðar og Kristínar, hann með myndavélina, hún meö pappír og pensla. í dagataUnu í ár eru myndir frá Reykjanesi, Snæfellsnesi, FeUs- strönd, Holtavörðuheiði, Ströndum og Hrútafirði. Textinn á almanak- inu er á fjórum tungumálum, ís- lensku, ensku, þýsku og frönsku. TU að fá nánari úthstun á þessu athygUsverða almanaki var spjall- að við Hörð og Kristínu: Nánast óskornar myndir - Hvað kom til aö þið fóruð að gefa út almanak? „Við höfum verið með almanaks- dellu nokkuð lengi,“ segir Kristín. „Við byrjuðum að hanna dagatöl í kringum 1970, gáfum út sumar- dagatal sem byijaði á sumardaginn fyrsta og endaði síðasta vetrardag. En nú er það í þriðja skiptið sem við gefum út almanak í núverandi formi, með myndum eftir Hörð. Myndimar koma til vegna þess að við erum óskaplega hrifin af ís- lenskri náttúru. Um leið erum við að búa til grip sem er ein heUd, hvar sem þú horfir á hann. Þetta er ekki bara mynd og dagatal og skraut heldur erum við með grip sem er hugsaður frá upphafi tU enda.“ - Myndirnar á almanakinu eru sérstakar að því leytinu til að þær eru ekki innan hefðbundins ramma heldur eru þær aUar á breiddina. Hörður var spurður hvort hann þyrfti að skera mikiö af hæðinni á myndunum „Þetta eru nánast óskornar myndir. Ég er með sérstaka myndavél og Unsu sem gefur þetta form og víst er að margir verða hissa þegar ég segi þeim að mynd- imar séu teknar eins og þær birt- ast.“ - Það er sérkennUeg og falleg áferð á prentuninni? - „Það er rétt,“ segir Kristín. „Þetta er nýjung hér á landi. Oddi prentar dagatahð. Við leituðum til þeirra hvernig þeir gætu bætt inn í til að auka gæðin. Þeir í Odda höfðu haft spurnir af nýrri aðferð hjá bandrískum viðskiptavini og höfðu beöið spenntir með að prófa aðferðina og almanakið okkar gaf þeim tækifærið. í prentun þessari er farið að eins og um sé að ræða prentun í sex Utum. Fyrst em myndimar prentaðar í hefðbundn- um fjórUt og síðan lakkaðar tvisv- ar. Dökku fletimir em mattlakkað- ir en þeir ljósu glanslakkaðir og það er net í báðum lakkflötunum og áferðin lýsir sér meðal annars í því að þegar horft er á myndimar frá ákveðnu sjónarhomi verða þær eins og í þrívídd. Þessi aðferð er sérlega heppUeg á dagatah þar sem dagatal er yfirleitt látið hanga upp á vegg og oftast er gengið framhjá þvi. Það var lögð mikU vinna í prentunina á almanakinu og emm við mjög ánægð með árangurinn. Myndimar virka nánast eins og ljósmyndir en ekki eins og prent- myndir.“ Texti á fjórum tungumálum - Hvernig veljið þið myndir á al- manakið? „Þetta er aðaUega uppskera síð- astUðins sumars," segir Hörður. „Við ferðumst rnikið um landið og úr þessum ferðalögum verða myndirnar tU. Um leið og reynt er aö velja bestu myndirnar er jafn- framt hugað að heUdinni." - Þið erað ekki með árstíðimar í huga þegar valdar eru myndir við hvern mánuð fyrir sig. „AUs ekki, nema að reynt er að hafa bjartar myndir við skamm- degismánuði." segir Hörður. „Okk- ur finnst ekkert nauðsynlegt að horfa á veturinn upp á vegg heldur setjum upp andstæður." „Nú er almanakið á fjórum tungumálum, fer það víða? „Almanakið er tíl sölu í bóka- verslunum. Við verðum vör við að fólk sendir þetta út til kunningja og ættingja, og svo em það einnig fyrirtæki sem senda viðskiptavin- um erlendis almanakið. Við höfum haft fregnir af því að dagatalið hefur komist upp á veggi hjá æðstu mönnum stórfyrirtækja úti í heimi og þykir okkur það gott, þar sem vitað er að ótrúlegur fjöldi dagatala er gerður og sendur í aUar áttir, þá er það spumingin hvert þeirra vinnur og kemst upp á vegg. Við vUjum trúa þvi að sú mikla vinna og alúð sem lögð er í hönnun almanaksins okkar skili sér á þann hátt að það sé hengt upp á vegg,“ segir Kristín að lokum. -HK l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.