Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
63
Lydia Heston:
Berst við krabbamein
Lydía, eiginkona hins þekkta
leikara, Charlton Heston, berst
nú hetjulega við krabbamein
sem kom upp í öðru brjósti
hennar fyrr á árinu.
En eftir aö hún hafði gengist
undir skurðaðgerö til þess að
láta fjarlægja brjóstið sögðust
læknamir næstum vissir um
að þeim heföi tekist að komast
fyrir meinið.
Hún þurfti því ekki að fara í
geislameðferð en er í þess stað
stöðugt undir eftirliti lækna.
Charlton, sem er 68 ára, brast
í grát er hann frétti af krabba-
meini Lydiu, sem er 67 ára, og
sat á rúmstokknum hjá henni
allan þann tíma sem hún var á
sjúkrahúsinu.
Þau giftust árið 1944 en þá var
hún þegar orðin þekktur ljós-
myndari. Hún er nú komin Charlton og Lydia á leið heim af sjúkrahúsinu eftir að annað brjóst hennar hafði
heim og er á batavegi. _ verið fjarlægt.
Fjölmiðlar
• r
••
Þegar ég leit yfir dagskrá Sjón
varpsins í gærdag varð ég töluvert
undrandi Þar voru margir prýðileg-
ir dagskrárliðir, svo sem Das Boot,
Ævisaga Helenar Keller og Lifsbar-
átta dýranna. Hvaö kom til? En þeg-
ar neöar dró á dagskránni minnkaði
undrun min. f ljós kom hefðbundin
og ieiðinleg kvöiddagskrá sem ég
nennti engan veginn að eyða tíma
mínum í. Ég tók því þá ákvörðun
að hlusta á útvarpið og renndi yfir
útvarpsdagskrána og viti menn, á
rás 1 voru þrir dagskrárliðir sem
vöktu áhuga minn. Sem fyrr stóð
rás l upp úr hvað gæði varðar.
Fyrst hlustaði ég á þátt Viðars
Eggertssonar, Brot úr lífi og starfi
Önnu Borg leikkonu. Að visu var
þetta endurtekinn þáttur en ég hafði
ekki heyrt hann svo að ánægja mín
var óskert. Viðar Eggertsson er að
mínum dómi besti útvarpsmaður
sem viö eigum í dag. Rödd hans
hefur einhvem dularfullan sjarma
sem heldur athygli manns vakandi.
Og þaö virðist eiginlega sama um
hvað Viðar er að fjalla, alltaf dregur
seiðandi rödd hans mín eyru að út-
varpinu.
Næst á dagskránni var Á fjölun-
um, sem er þáttur með leikhústónl-
ist, og hann var hreint ágætur,
svonamilliliða.
Þá kom r úsínan í sunnudags-
pylsuendanum, Frjálsar hendur IU-
uga Jökulssonar. Sá þáttur er á dag-
skrá á hverju sunnudagskvöldi og
ef ég missi af einum slíkum má eig-
inlega segja að vikan á eftir sé ónýt.
niugj er í gæðaflokki með Viðari,
flokki 1. Þótt rödd hans sé mjög ólík
rödd Viðars þá hefur Illugi sams
konar tök á hlustum og eyrum, Við-
fangsefni Illuga eru misjöfn frá
sunnudegi til sunnudags, oftast
nær, og það er hreint með ólíkind-
um hvaö honum tekst að grafa upp
tilaðsegjafrá.
Eg átti Ijúft kvöld með útvarpinu
ígær.
Nanna Sigurdórsdóttir
NÚ HEFUR PRAKKARINN EIGNAST NÝJAN VIN
LAUnARAS
Hann er slæmur
Þessi stelpa er
alger dúkka
- Chucky -
en hún er verri
Þessir krakkar
koma ólgu í
blóðið
- Dracula -
Krakkarnir stela
senunni
- Bonny og Clyde -
BINGO!
Hefst kl. 19.30 í kvöld
Aðalvinninqur að verðmæti
__________100 bús. kr.________
Heiidarverðmæti vinninqa um
300 bús. kr.
TEMPLARAHÖLLIN
Eín'ktgötu 5 — S. 200)0
Sviðsljós
Ánægö með myndina
Leik- og söngkonan Barbra
Streisand er sögð vera alveg yfir
sig ánægð meö nýjustu mynd sina
The Prince of Tides.
Svo ánægö að hún iét jafnvel
grafa upphafsstafina, P.O.T., á
nisti sem hún ber ævinlega um
hálsinn. Ekki nóg með það, staf-
imir voru grafnir í 14 karata gull
og skreyttir með demöntum að
an2dvirði tæplega 9 milljóna fs-
ienskra króna!
[ Igl* í
FM19TFMÍ12
AÐALSTÖÐIN
AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 62 15 20
MÁNUDAGUR 16.12.91
Kl. 12 HÁDEGISÚTVARP. .
Umsjón Þuríðurog Hrafnhildur.
Kl. 14 SVÆÐISÚTVARP
frá Kópavogi.
Kl. 17 ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ
með Ómari Vaidimars-
syni.
Kl. 21Á VÆNGJUM SÖNGSINS
Umsjón Óperusmiðjan.
Kl. 22 BLÁR MÁNUDAGUR
Umsjón Pétur Tyrfings-
son.
- í FYRRAMÁLIÐ -
Kl. 7 ÚTVARP REYKJAVÍK
með Vilhjálmi Þ. Vil-
hjáimssyni.
Aðalstöðin þín
R0DD F0LKSINS GEGN SIBYLJU
Óflugur mótor með
dæmalausa endingu.
NILFISK
STERKA RYKSUGAN
lOlítra poki og
fróbær ryksíun.
Afbragðs fylgihlutir.
NILFISK er vönduð og tæknilegn
ósvikin - gerð til að endost.
VERÐ AÐEINS fró kr. 19.420 (stgr).
jFOnix
Veður
i dag lítur út fyrir suöaustan- og síöar sunnan- eða
suðvestanátt með 3-7 stiga hita á landinu. Viða verð-
i ur hvasst með rigningu eða skúrum, þó léttir til norð-
austanlands siðdegis. Seint í dag lygnir nokkuð en
í kvöld verður aftur komið suðaustanhvassviðri með
rigningu suðvestanlands.
Akureyri skýjað -1
Egilsstaðir rigning 6
Keflavikurflugvöllur súld 6
Kirkjubæjarklaustur rigning 5
Raufarhöfn alskýjað 3
Reykjavik rign/súld 6
Vestmannaeyjar rign/súld 6
Bergen léttskýjað 0
Helsinki skýjað -1
Kaupmannahöfn þokumóða 3
Osló hálfskýjað -3
Stokkhólmur léttskýjað -2
Þórshöfn alskýjaö 7
Amsterdam þokumóða -1
Barcelona þokumóða 17
Berlín skýjað -2
Feneyjar þokumóða -3
Frankfurt þokumóða -7
Glasgow mistur 5
Hamborg skýjað -3
London rigning 7
LosAngeles skýjað 17
Lúxemborg frostrign. -2
Madrid alskýjað 7
Malaga alskýjað 10
Mallorca súld 10
New York skýjað 2
Nuuk rigning 10
Orlando heiðskirt 11
Paris skýjað 4
Róm þokumóða -1
Valencia rigning 12
Vin þokumóða -5
Winnipeg snjókoma -13
Gengið
Gengisskráning nr. 240. -16. des. 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 57.230 57,390 58,410
Pund 104,173 104,464 103,310
Kan. dollar 50,120 50,261 51,406
Dönsk kr. 9,3140 9,3401 9,3136
Norsk kr. 9,2069 9,2326 9.1941
Sænsk kr. 9,9271 9,9549 9,8832
Fi. mark 13,4044 13,4419 13,3677
Fra. franki 10,6001 10,6297 10,6959
Belg. franki 1,7679 1,7629 1,7572
Sviss. franki 41,0192 41,1339 41,0096
Holl.gyllini 32,1201 32,2099 32,1156.
Þýskt mark 36,1872 36,2883 36,1952
it. líra 0,04800 0,04814 0,04796
Aust. sch. 5,1431 5,1575 5,1424
Port. escudo 0,4068 0,4079 0,4062
Spá. peseti 0,6677 0,5693 0,5676
Jap. yen 0,44563 0,44688 0,44919
Irskt pund 96,516 96,785 96,523
SDR 80,2387 80,4631 80,9563
ECU 73,8839 74,0905 73,7163
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
MARGFELDl 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900