Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 6
Úflönd Það þykir ganga kraftaverki næst að allir 129 um borð í SAS-þotu á leið til Kaupmannahafnar og Varsjár skyldu sleppa lifandi þegar vélin brotlenti nokkrum mínútum eftir flugtak frá Arlandaflugvelli í Stokkhólmi. Vélarbúkurinn brotnaði í þrennt við lendinguna og gátu flestir farþegarnir gengið óstuddir út. Símamynd Reuter Allir sluppu lifandi er SAS-þota brotlenti: Hén ég hefði IM- að mín siðustu jél - sagði flugstjórinn eftir kraftaverkalendingu „Víst var ég hræddur. Ég hélt satt að segja að ég hefði lifað mín síðustu jól. En þetta fór betur en á horfðist. Ég sá akur fyrir framan mig og ein- beitti mér að þvi að láta trén taka mesta hraðann af vélinni. Um leið varð ég að gæta að tveimur húsum í nágrenninu," sagði Stafan Ras- mussen, danskur flugstjóri SAS- vélarinnar, sem hrapaði vélarvana til jarðar um 20 kílómetra norður af Arlandaflugvelli í Stokkhólmi snemma í gærmorgun. 129 manns voru um borð í vélinni og sluppu allir lifandi. Átta voru fluttir á sjúkrahús en aðeins einn farþegi slasaðist illa. Um 100 farþegar fóru sjálfir út úr vélinni og komust fljótt í skjól en vélin brotnaði í þrennt viö lendinguna. Vængirnir, fullir af eldsneyti, brotnuðu af er vélin rakst á trjátoppana og við þaö minnkaði stórlega hættan á að eldur kæmi upp í flakinu. Flugstjórinn sagði að möguleikinn á að flugstjórar lentu í aðstæðum sem þessum væri einn á móti millj- ón. Hann hrósaði áhöfn sinni og far- þegum sem höguðu sér mjög skyn- samlega og þakkaöi góðri þjálfun hvernig fór. Véhn var endurbætt útgáfa af DC-9 vél. Ekkert var gefið upp um mögu- legar orsakir vélarbilunarinnar á blaðamannafundi átta tímum eftir brotlendinguna. Leiða menn getum að því að þunn íshúð hafl brotnað af skrokki vélarinnar og lent í hreyfl- unum. Ritzau Bandaríkin opna sendiráð í fyrrum Sovétlýðveldum Bandaríkjamenn hafa, ákveðið að opna hið fyrsta sendiráð í fimm fyrr- um Sovétlýðveldum auk Rússlands. Þessi lýöveldi eru Úkraína, Armenía, Kazakhstan, Hvíta-Rússland og Kyrgyrstan. Haft var eftir Bush Bandaríkjaforseta að Bandaríkin mundu opna sendiráð í fleiri lývðeld- um þegar þau kæmu upp ábyrgri öryggisstjóm og lýðræðislegum stjórnarháttum. Bandaríkin senda sendinefndir til lýðveldanna í janúar til að finna hentugt húsnæði fyrir sendiráðin. Þá vantar íjármagn til að koma þeim upp og þjálfað starfsfólk til að vinna í þeim. Reuter Dietrich níræð Marlene Dletrich varð níræð í gær. Leik- og söngkonan Marlene Diet- rich varð niræð í gær, fóstudag. Marlene er löngu heimsfræg fyrir hása rödd sína og seiðmagnaðan söng í kvikmyndum og tónleikahöll- um víða um heim. Marlene Dietrich varð snögglega heimsfræg er hún lék kabarettsöng- konuna Lolu-Lolu í myndinni Bláa enghnum frá 1930. Hún varð sérlega fræg fyrir lögin Falhng in Love again og Lily Marlene. Marlene Dietrich lifir mjög lokuðu lífi í íbúð sinni í miðborg Parísar og ekki er vitað hvort hún hefur haldið upp á daginn. Reyndar hefur hún alla tíð haldið því fram að hún væri þremur ámm yngri en fæðingarvott- orðið segir til um. Marlene Dietrich var mjög á móti nasistum fyrir og í seinni heimsstyrj- öldinni. Hún skemmti hermönnum bandamanna í styrjöldinni og söng einnig fyrir þýska stríðsfanga. Reuter r(;(.( - n it. c«Ttn/ no a r a i LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. Áhlaup uppreisnarmanna í Tiblisi: Frelsuðu leiðtoga sinn úr f angavist - Gamsakhurdia neitar enn aö gefast upp Uppreisnarmenn í Tiblisi, höfuð- borg lýðveldisins Georgíu, frelsuðu átta uppreisnarmenn úr fangavist eftir mikla skothríð á þinghúsið og aðalstöðvar öryggislögreglunnar, KGB, í morgun. Meðal þeirra sem voru frelsaðir var Georgy Chantur- ia, leiðtogi uppreisnarmanna og aðalandstæðingur Gamsakhurdia forseta. Uppreisnarmenn réðust á aðal- stöðvar KGB þar sem áttmenning- arnir höfðu verið í haldi frá því í október. KGB-menn gáfust strax upp og engan sakaði í skothriðinni. Chanturia sagði að oft hefði kviknað í byggingunni þar sem þeir voru í haldi og að líf þeirra hefði oft verið í hættu. Chanturia sagðist hafa farið sex sinnum í hungurverkfall meðan á fangavist- inni stóð. Uppreisnarmenn hafa setið um þinghúsið síðan á sunnudag en Gamsakhurdia heldur þar til ásamt stuðningsmönnum sínum. Upp- reisnarmenn krefjast þess að for- setinn fari frá völdum en hann neitar að gefast upp. Uppreisnar- menn saka hann um að standa í vegi fyrir lýðræðisumbótum í lýð-' veldinu en forsetinn neitar slíkum ásökunum. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN óverðtryqgð Sparisjóðsbækur óbundnar 2,5-3 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 2,25-5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 3,25-6 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 2,5-3 Landsbanki VlSITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3 Allir 1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb., Búnaðarb. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb. Óverðtryggð kjör, hreyfðir 3,25-3,5 Búnb.,Landsb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tfmabils) Vísitöluby ndnir reikningar 2,5-6 Búnaðarbanki Gengisbundir reikningar 2,5-6 Búnaðarbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggö kjör 7-8,25 Sparisjóðir INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,25-3,75 Islandsbanki Sterlingspund 8,5-9 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,25-7,8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst utlAn óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 1 5-1 5,5 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 15,75-16,5 Búnaðarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 17,75-18,75 islandsbanki ÚTLÁN verðtryggð Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn Islenskar krónur 15,25-16,5 Allir nema Lb SDR 8,5-9,25 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,75-7,5 Landsbanki Sterlingspund 1 2,4-1 2,75 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11-11,5 Búnaðarbanki Húsnæölslán 4,9 Lifeyrissióöslén 5-9 Dráttarvextir 25.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf desember 17,9 Verðtryggð lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala janúar 31 96 stig Lánskjaravísitala desember 31 98 stig Byggingavísitala desember 599 stig Byggingavísitala desember 1 87,4 stig Framfærsluvísitala desember 1 59,8 stig Húsaleiguvfsitala 1,1% lækkun 1. janúar V6ROBRÉFASJÖÐIR HLUTABRÉF Gengi bréfa veröbréfasjóða Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,037 Sjóvá-Almennar hf. 5,05 5,15 Einingabréf 2 3,209 Armannsfell hf. 2,15 2,40 Einingabréf 3 3,968 Eimskip 5,53 5,95 Skammtímabréf 2,012 Flugleiðir 2,03 2,20 Kjarabréf 5,672 Hampiðjan 1,72 1,90 Markbréf 3,047 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,149 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,10 Skyndibréf 1,762 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1,73 Sjóðsbréf 1 2,895 Islandsbanki hf. 1,61 1,74 Sjóðsbréf 2 1,931 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1,71 Sjóðsbréf 3 2,002 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29 Sjóösbréf 4 1,748 * Eignfél. Verslb. 1,41 1,53 Sjóðsbréf 5 1,200 Grandi hf. 2,60 2,80 Vaxtarbréf 2,0400 Olíufélagið hf. 4,50 5,05 Valbréf 1,9120 Olís 2,10 2,28 Islandsbréf 1,264 Skeljungur hf. 4,87 5,45 Fjóröungsbréf 1,147 Skagstrendingur hf. 4,65 5,05 Þingbréf 1,260 Sæplast 7,28 7,60 öndvegisbréf 1,244 Tollvörugeymslan hf. 1,07 1,12 Sýslubréf 1,284 Útgerðarfélag Ak. 4,50 4,85 Reiðubréf 1,227 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Launabréf 1,014 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Heimsbréf 1,073 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,30 3,50 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.