Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991.
Myndbönd
Bræður á ferð
COUPE DE VILLE
Útgefandi: Kvikmynd.
Leikstjóri: Joe Roth.
Aðalhlutverk: Patrick Dempsey, Arye
Gross, Daniel Stern og Alan Arkln.
Bandarisk, 1990-sýningartimi 99mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
Coupe de Ville fjallar um þijá
bræöur sem hafa ekki haft sam-
band hvor við annan í nokkur ár.
Faðir þeirra stefnir þeim saman í
Detroit án þess að þeir viti hvor af
öðrum og eiga þeir að feija fyrir
gamla manninn bíl niður til Miami
á Flórída.
Bræðrunum hefur ávallt komið
illa saman og er þetta tilraun fóður
þeirra til að ná upp samheldni inn-
an fjölskyldunnar. Samband
bræðranna er stirt í byijun en
ýmsar endurminningar og atvik
sem gerast á leiðinni verða til að
treysta bönd þeirra.
Coupe De Ville er látin gerast
1963 og er tilheyrandi tónhst frá
þeim tíma í hávegum höíð. Þessi
tónlist gerir það að verkum að
myndin rennur saman við margar
aðrar og þótt einstaka atriði séu
nokkuð skondin þá er heildin lang-
dregin enda htið að gerast.
í laganna nafhi
LAW & ORDER - THE TORRENTS OF
GREED
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leiksljóri: E.W. Swackhamer.
Aðalhlutverk: George Dzundza, Michael
Moriarty og Steven Hill.
Bandarísk, 1991 -sýningartimi: 96 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Law & Order er sjónvarpsmynda-
flokkur sem segir frá störfum
tveggja hópa sem rembast við að
koma glæpamönnum undir lás og
slá í New York þar sem eitt morð
á dag þykir ekki mikið. Hóparnir
eru deild innan lögreglunnar og
saksóknarinn og hð hans. Myndin,
sem hér um ræðir, heitir The Torr-
ents of Greed og í henni gefst lag-
anna vörðum einstakt tækifæri að
handtaka grimman glæpaforingja
en mörg ljón eru í veginum, enda
um sérlega slægan glæpamann að
ræða sem kemur ekki nærri neinu
voðaverki sjálfur heldur hefur tug
manna til aö sjá um slíka hluti.
Ekki bætir úr að oft ríkir mikil tor-
tryggni mihi þessara tveggja hópa
og veldur það stundum miklum
mistökum.
Sjónvarpmynd þessi er nokkuð
yfir meðallag miðað við slíkar
myndir. Handritið er ágætlega
skrifað, er raunsætt en kryddað
smádramtík til að lyfta myndinni
upp. Leikur er ahur til fyrirmynd-
ar.
Al Pacino leikur Michael Corleone
í þriðja og síðasta skiptið.
Yerðugur lokakafli
THE GODFATHER III
Útgefandl: ClC-myndbönd.
Lelkstjóri: Francis Ford Coppola.
Aðalhlutverk: Al Pacino, Diane Keaton,
Talia Shire og Andy Garcia.
Bandarísk, 1990 - sýningartími 171 min.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Meö Guðfóðumum III lauk eftir-
minnilegum kafla í kvikmyndasög-
unni, sögu Corleone-fjölskyldunn-
ar sem Mario Puzo skapaði fyrst í
skáldsögu sinni en Coppola hefur
gert ódauðlega í þremur kvik-
myndum sem eru allar mikh stór-
virki.
The Godfather III byijar tuttugu
árum á eftir þeim atburðum sem
enduðu annan hlutann. Árið er
1979 og sem fyrr er aðalpersónan
Michael Corleone sem nú er á sjö-
tugsaldri. Hann er ókrýndur kon-
ungur Mafiunnar en eyðir samt
miklum tíma í að reyna að koma
ættarauðnum fyrir í lögmætum
fyrirtækjum, öðrum Mafíuforingj-
um th mikillar gremju. Þessar f]ár-
festingar verða th þess að leiða enn
á ný dramatíska atburði yfir fjöl-
skylduna.
Sá Michael Corleone sem við
fáum að sjá nú er ekki sá sami og
við skhdum við. Þar var hann ný-
tekinn við völdum og treysti eng-
um. Nú hefur hann mhdast og þótt
enginn efist um visku hans er viss
kraftur farinn úr honum. Þegar
Michael sér að ekki er annað fært
en að gera út um hlutina að göml-
um Mafíusiðum fær hann völdin í
hendur frænda sínum, Vincent
Mancini.
í hehd er Godfather III sterk
kvikmynd sem snertir mann og er
verðugur lokakafli þessarar miklu
kvikmyndaseríu. Hún er samt ekki
gallalaus en snhld Coppola kemur
samt fram og hvergi eins vel og í
mögnuðu lokaatriði sem gerist
undir sýningu á óperunni Caval-
leria Rusticana og má segja að það
atriði bæti upp þau mistök sem
finna má í þessu stórvirki. Mistök
sem kannski koma skýrast fram í
máttlausum leik dóttur Coppola,
Sophiu Coppola, sem veldur alls
ekki erfiðu hlutverki dóttur Micha-
els. A1 Pacino, Diane Keaton og
Taha Shire, sem hafa verið í öhum
myndunum, eru öll frábær og það
má einnig segja um Andy Garcia
og Eh Wallac, en það gustar af hon-
um í hlutverki slægs Mafíufor-
ingja.
Guðfaðirinn III er mikh kvik-
mynd, stórmynd í þess orðs bestu
merkingu. Hnökrar sem finna má
skemma ekki hehdaráhrifin. Er
ekki laust við að maður finni til
saknaðar þegar Corleone fjölskyld-
an er kvödd fvrir fullt og allt.
-HK
Þjóðsagan lifir enn
HRÓI HÖTTUR - PRINS ÞJÓFANNA
Útgefandi: Skifan.
Leikstjóri: Kevin Reynolds.
Aóalhlutvertk: Kevin Costner, Morgan
Freeman, Christian Slater. Alan Rick-
man og Mary Elizabeth Mastrantonio.
Bandarísk, 1991 -sýningartími 144 min.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Allir kannast við ævintýra- og
þjóðsagnapersónuna Hróa hött og
útlaga hans í Skírisskógi og hafa
nokkrar kvikmyndir verið gerðar
eftir ævintýrum hans og sjórp/arps-
myndaflokkur um hann gekk í
langan tíma en hver var Hrói og
hvaðan kom hann. í raun hafa því
ekki verið gerð nein skil fyrr en í
Hrói höttur - prins þjófanna og
þótt fyrsti hlutinn sé í raun viðbót
við ævintýrið og nokkrar aukaper-
sónur látnar koma til verður Hrói
höttur í meðförum Kevins Costners
mun meiri manneskja og um leið
jarðbundnari.
í byrjum myndarinnar erum við
stödd í fangelsi hjá Márum. Einn
fanganna er aðalsmaðurinn Robin.
Honum tekst að sleppa og frelsar í
leiðinri Mára sem einnig var í
fangelsi. Sá telur skyldu sína að
koma Robin til síns heimalands og
vernda hann að launum fyrir að
bjarga lífi sínu.
Þegar heim er komið er hinn ill-
ræmdi fógeti í Nottingham búinn
að sölsa undir sig ættarsetur Rob-
ins og hefur tekið föður hans af lífi.
Robin sver þess eið aö hefna föður
síns og leggur í fyrstu einn út í þá
svaðilför en áður hittir hann æsku-
unnustu sína, Marion.
Robin er síðan á leið í gegnum
Skírisskóg þegar hópur útlaga
neyðir hann til að beijast við
fremsta stríðsmann þeirra, John,
sem síðar verður Litli-Jón. Eftir aö
Robin hefur sigrað er hann tekinn
í hópinn og Hrói höttur verður til.
Eftir þetta fer myndin að taka á sig
kunnuglegan söguþráð þar sem
hinir kátu útlagar takast á við hinn
illræmda fógeta.
Það er mikið lagt í að gera Hróa
hött sem best úr garði og hefur tek-
ist vel að halda þeirri rómantísku
hetjudýrkun við lýði. Viðbætur við
þjóðsöguna heppnast vel og
skemma alls ekki ímyndina. Leik-
hópurinn er upp til hópa góður en
senuþjófurinn er Alan Rickman í
hlutverki fógetans. Hér er fógetinn
í raun og veru miklu meira en ill-
menni. Hann er maður sem á við
ýmis geðræn vandamál aö stríða
og er Rickman ógnvekjandi í túlk-
un sinni.
í heild er Hrói höttur góð
skemmtun en ekki mjög sterk kvik-
mynd. Þegar sýningu lýkur er búið
að afgreiða málið og persónurnar
sitja ekki lengi eftir í huga manns.
-HK
★★V2
Pappírshjónaband
GREEN CARD
Útgefandi: Bíómyndir.
Leikstjóri: Peter Weir.
Aóalhlutvérk: Gerard Depardieu, Andie
MacDowell og Robert Prosky.
Bandarisk, 1991 -sýningartími 103 mín.
Leyfó öllum aldurshópum.
Hinn þekkti ástralski leikstjóri Pet-
er Weir er þekktur fyrir allt annað
en gamansamar kvikmyndir. Hann
á að baki margar úrvalsmyndir þar
seni gamanið er víðs fjarri. í bestu
kvikmyndum sínum eins og Picnic
at Hanging Rock, Gallipoli, The
Year of Living Dangerously, Wit-
ness og Dead Poets Society fæst
hann við dramatískan söguþráð
sem oft hefur einhveija dulúð sem
áhorfandinn skynjar vel.
í Green Card kemur Weir aðdá-
endum sínum verulega á óvart með
lipru og gamansömu handriti sem
Gerard Depardieu og Andie MacDowall setja upp bros fyrir myndatoku
sem á að sannfæra aöra um að þau lifi saman.
hann hefur sjálfur skrifað. Og eins
og búast mátti við af jafnfærum
kvikmyndagerðarmanni tekst hon-
um aö skapa skemmtilega stemn-
ingu þar sem kvikmyndavélin leik-
ur stórt hlutverk.
Aðalhlutverkið leikur franski
leikarinn Gerard Depardieu og er
þetta fyrsta kvikmyndin með
ensku tali sem hann leikur í, leikur
hann franskan innflytjanda í New
York, George Faure, sem ekki hef-
ur atvinnuleyfi. Til að hann fái slíkt
leyfi verður hann að gifta sig. Það
verður Bronte Parish einnig að
gera, en ekki vegna þess að hana
vanti atvinnuleyfi heldur vegna
þess að hún fær ekki að leigja íbúð
sem hún hefur hug á nema hún sé
í hjónabandi.
Faure og Parish gifta sig og halda
svo sitt í hvora áttina, en babb kem-
ur í bátinn þegar innflytjendaeftir-
litið fær grun um að ekki sé allt
með felldu og setur þeim stóhnn
fyrir dyrnar nema þau geti sann-
fært eftirlitið um að þau búi sam-
an. í fyrstu er þetta þeim hin mesta
raun enda um óhkar persónur að
ræða.
Green Card verður aldrei sett viö
hlið bestu mynda Peter Weir, til
þess skortir dýpt í söguna og
kannski einna helst það handbragð
meistarans sem sjá má í öðrum
myndum hans. Á móti kemur að
Green Card er reglulega skemmti-
leg kvikmynd og í heild yfir meðal-
lagi. Minni kvikmyndagerðarmenn
hefðu sjálfsagt klúðrað þvi hárfína
sambandi sem myndast milh aðal-
persónanna en Weir forðast allar
hætturafmikluöryggi. -HK