Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Page 12
12
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991.
Erlend bóksjá
Friðarverðlauna-
hafinn frá Burma
Eiginmaður og synir Aung San Suu
Kyi frá Burma tóku á móti friðar-
verölaunum Nóbels fyrir hennar
hönd á dögunum. Sjálf var hún í
stofufangelsi á heimili sínu í höfuð-
borg Burma, Rangoon, þar sem her-
foringjastjómin hefur haldið henni í
einangrun frá miðju ári 1989 eða í tvö
og hálft ár.
Þessi bók hefur séð dagsins ljós í
tilefni af veitingu friðarverðlaun-
anna. Hér er að flnna safn ritverka
Suu - en svo er hún kölluð af vinum
sínum og vandamönnum - en einnig
nokkrar greinar eftir aðra þar sem
fjallað er um hlut hennar í barátt-
unni fyrir lýðræði í Burma og gefið
yfirlit um þróun mála þar í landi síð-
ustu árin. Ritstjórn bókarinnar er í
höndum eiginmanns Suu, enska pró-
fessorsins Michaels Aris.
Dóttir þjóðhetju
Það þurfti í sjáifu sér engum að
koma á óvart að Suu yrði kölluð til
forystu í heimalandi sínu. Faðir
hennar, Aung San, er nefninlega ein
helsta þjóðhetja Burmamanna. Hann
stýrði baráttu þjóðar sinnar gegn
bresku nýlenduherrunum á fyrri
hluta aldarinnar.
í heimsstyijöldinni síðari gerði
Aung San bandalag við Japani sem
lofuðu þjóðinni sjálfstæði. Þegar í
ljós kom að ekki stóð til af hálfu Jap-
ana að efna það loforð snerist hann
gegn þeim og barðist með Bretum
gegn japanska hemámsliðinu. Að
stríðinu loknu samdi hann svo við
bresku ríkisstjórnina um sjálfstæði
Burma.
Hann fékk hins vegar ekki að njóta
valdanna í sjálfstæðu ríki því að fá-
einum mánuðum áður en valdaskipt-
in áttu að fara fram var hann myrtur
af pólitískum andstæðingum ásamt
flestum ráðherrum í bráðabirgða-
stjóm landsins. Völdin í landinu
lentu fljótlega í höndum herforingja-
kliku sem enn heldur dauðahaldi um
stjórnartaumana.
Kölluð til forystu
Suu fæddist 19. júní árið 1945 og
man því lítt eftir íoður sínum. Hún
hlaut menntun sína einkum erlendis;
á Indlandi og Englandi, og hún starf-
aði einkum í New York og Buthan.
Árið 1972 giftist hún enskum
menntamanni, Michael Aris, ogeign-
aðist með honum tvö börn. Þau hafa
búið lengst af í Oxford.
Eins og sumar ritgerðir hennar í
þessari bók bera með sér var hugur
Suu þó oft á æskuslóðunum. Hún
kynnti sér sérstaklega feril föður síns
og skrifaði um hann ritgerð sem hér
er birt.
Það má hins vegar segja að tilviljun
hafi ráðið því að hún dróst inn í
stjórnmálaátök í heimalandi sínu.
Móðir hennar veiktist alvarlega árið
1988 og Suu varð að snúa heim til
þess að annast hana. Um sama leyti
voru námsmenn og ýmsir aörir í
Burma loks reiðubúnir til aö láta í
ljósi andúð sína á áratuga einræði
herforingjanna í landinu og hörmu-
legu efnahagsástandi.
Þar sem Suu var komin heim var
eðlilegt að til hennar væri leitað um
þátttöku í andstöðunni. Það sýndi sig
fljótlega að ættarnafnið hafði mikið
aðdráttarafl meðal almennings. Suu
boðaði þar að auki stefnu og vinnu-
brögð sem voru mjög í anda Gandhis
og féllu í góðan jarðveg. Hún fór víða
um landið og aflaði fylgis við kröfuna
um lýðræði og frjálsar kosningar en
lagði jafnframt mikla áherslu á að
knýja yrði fram slíkar breytingar
með friðsömum baráttuaðferðum.
Herforingjastjórnin áttaði sig fljótt
á því að Suu væri þeim hættulegur
andstæðingur og settu hana í stofu-
fangelsi á miðju ári 1989. En það
breytti engu um áhrif hennar á al-
menning. Þegar efnt var til frjálsra
kosninga árið 1990 hlaut lýðræðis-
bandalag hennar yfirgnæfandi fylgi
meðal þjóðarinnar.
Herforingjaklíkan ákvað hins veg-
ar að halda áfram í völdin og láta sem
kosningamar heíðu aldrei farið
fram. Þannig standa mál enn.
Vald hinna
valdalausu
Boðskapur Suu til þjóðarinnar
kemur greinilega fram í þessu riti.
Hér eru birtar ræður, greinar og
viðtöl þar sem hún lýsir stefnu sinni
og baráttu þjóðarinnar fyrir lýðræði
og frelsi. Og hún hefur sýnt í verki
að hún meinar það sem hún segir.
Það var Vaclav Havel, tékkneski
andófsmaðurinn sem nú situr á for-
setastóh, sem tilnefndi Suu til friðar-
verðlauna Nóbels. Hann ritar for-
mála að bókinni þar sem hann fer
lofsamlegum orðum um baráttu
hennar fyrir frelsi og reisn landa
siniia og því hvernig hún hefur fórn-
að eigin frelsi fyrir málstaðinn. „Hún
er glæsilegt dæmi um vald hinna
valdalausu," segir hann og á þá ekki
hvað síst við sigurinn sem hún vann
í kosningunum í fyrra þótt hún væri
sjálf lokuð inni og því án beins sam-
bands við kjósendur.
Lýðræði hefur víða numið land að
undanförnu. En það gerist ekki af
sjálfu sér. Fórnfús barátta Uggur þar
að baki. Og árangurinn er oft óviss.
Aung San Suu Kyi er táknræn fyr-
ir slíka baráttu fyrir frelsi og lýðræði
og þessi bók gefur ágæta mynd af
viðhorfum hennar og baráttuaðferð-
um.
FREEDOM FROM FEAR AND OTHER
WRITINGS.
Höfundur: Aung San Suu Kyi.
Penguin Books, 1991.
Aung San Suu Kyi flytur ræðu á utifundi í Rangoon, höfuðborg Burma.
Myndin var tekin á miðju ári 1989, skömmu áður en Suu var sett i stofufang-
elsi. Simamynd Reuter
Metsölukiljur
Bretland
Skáldságur
1. John le Carré:
THE SECRET PILGRIM.
2. Dick Francis:
LONGSHOT.
3. Tsrry Pratchott:
MOViNQ PICTURES.
4. Caiherine Cookaon;
THE GILLYVORS.
5. Stephen Klng:
FOUR PAST MIDNIGHT.
6. Maeve Blnchy:
CIRCLE OF FRIENDS.
7. Williem Boyd:
BRAZZAVILLE BEACH.
8. Thomaa Harrls:
THE SILENCE OF THE LAMÐS.
9. Wllbtir Smlth:
ELEPHANT SONG.
10. Elteabeth Jane Hotvard:
THE LIGHT YEARS.
Rit almenns eðlis:
1. Gltes:
GILES CARTOONS.
2. Perter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
3. Vlc Reevea & Bob Mortlmer:
VIC REEVES BIG NIGHT IN.
4. R. Lelgh & B. Wood:
THE ESSEX GIRL JOKE BOOK.
5. Mlcheel Pelln:
AROUND THE WORLO IN 80
DAYS.
6. Jeremy Paxman:
FRIENOS IN HIGH PLACES.
7. Gary Larson:
UNNATURAL SELECTIONS.
CARTOONS.
8. Simon Mayo:
SIMON MAYO’S CONFESSIONS.
9. Bitl Wstteraon:
CALVIN & HOBBES' SCIENTIFIC
PROGRESS GOES „BOINK ’
10. Gary Larson:
THE PRE-HISTORY OF THE FAR
SIDE.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Bandaríkin
Skáldaögur:
1. Michaol Criqhton:
JURASSIC PARK.
2. Dean R. Koontz:
COLD FIRE.
3. Jean M. Auel:
THE PLAINS OF PASSAGE.
4. Johanna Lindsey:
PRISONER OF MY DESIRE.
5. Pal Conroy:
THE PRINCE OF TIDES.
6. Marlo Puzo:
THE FOURTH K.
7. Davld Eddlngs:
THE RUBY KNIGHT.
8. Maeve Blnchy:
CIRCLE OF FRIENDS.
10. Forrest Carter:
THE EDUCATION OF LITTLE
TREE.
11. Howard Weinstein:
PERCHANCE TO DREAM.
12. Kurt Vonnegut:
HOCUS POCUS.
13. A.S. Byatt:
POSSESSION.
14. Stephen King:
FOUR PAST MIDNIGHT.
15. Sandra Brown:
22 INDIGO PLACE.
Rit almenns eðlis:
1. Deboroh Tannen:
YOU JUST DONT UNDERSTAND.
2. Pater Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
3. Robert Fulghum:
ALL t REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KtNDERGARTEN.
4. Peler Maas:
IN A CHILD’S NAME.
5. M. Scott Pock:
THE ROAD LESS TRAVELLED.
6. Chartes Kuralt;
A LIFE ON THE ROAD.
7. Kenneth C. Davts:
DON’T KNOW MUCH ABOUT
HISTORY.
8. Ðlane Ackerman:
A NATURAL HISTORY OF THE
SENSES.
10. Hendrick Smith:
THE NEW RUSSIANS.
11. Jill Ker Conway:
THE ROAD FROM COORAIN.
(Byggt á New York Times 8ook Revíew)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Atice Walker:
HANS TREDJE UV.
2. Jan Gulllou:
UEN DEMOKRATISKE TERROR-
IST.
3. Betty Mahmoody:
tKKE UDEN MIN DATTER.
4. Herbjorg Wassmo:
ÐINAS BOG.
5. Stephen King:
ONDSKABENS HOTEL.
6. A. de Salnt Exupery:
DEN LILLE PRINS.
7. Stephen Ktng:
CHRfSTINE.
8. Bjame Reuter:
DRENGENE FRA SKT. PETRI.
9. Jean M. Auel:
HULEÐJORNENS KLAN.
10. Simon Wiesenthal:
RETFÆRDIGHED - IKKE HÆVN.
(Byggt á Politlken Sendog)
9. Sldney Sheldon: 9. Robert Fulghum:
MEMORIES ÖF MIDNI6HT. IT WAS ON FIRE WHEN I LAY
down on rr.
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Brúðkaups-
dagurinn
Sachiko Miura er að gifta sig.
Brúðkaupsveisla hennar stendur
sem hæst á einu dýrasta hótelinu
í Tokyo. Þetta er hamingjuríkasti
dagurinn í lífl þínu, segir faðir
hennar.
En Sachiko finnur ekki til
neinnar hamingju enda er hún
fyrst og fremst að giftast að kröfu
fjölskyldunnar og þá ekki nein-
um draumaprinsi heldur manni
sem faðir hennar hefur valið.
Því, eins og höfundurinn segir á
einum stað, í Japan eru engar
„konur“ - einungis eiginkonur
og dætur.
í brúðkaupi sínu rifjar Sachiko
upp oft sára þroskabraut sína í
foreldrahúsum og utan þeirra.
Hún minnist námsáranna, karl-
mannanna í lífi sínu, gleði og
vonþrigða ástarinnar og storma-
samra viðskipta þeirra feðgin-
anna sem nú hafa endað með því
að hún gengst undir það sem tal-
in er skylda hennar; gerist eigin-
kona.
Höfundur þessarar sögu er
enskur, en hann dvaldi sem
kennari í Japan og þekkir því
sögusviðið bærilega. Þetta er san-
færandi lýsing af örlögum ungrar
stúlku í samfélagi þar sem enn,
er litið á dætur sem verslunar-
vöru í höndum föðurins.
SACHIKO’S WEDDING.
Höfundur: Clive Collins.
Penguin Books, 1991.
KeÚK-KC. Ilr. N.vR.v.:Nx
W
4 K»Vt( (y
A tn Tcií t *
(Ahdfití 5íhya v* ky)
Réttarhöld
Sinjavskís
Árið 1965 efndi sovéska ríkið til
réttarhalda gegn tveimur rithöf-
undum, Andrei Sinjavskí og Júh
Daniel. Glæpur þessara skálda,
sem voru í reynd í útgáfubanni í
heimalandi sínu, var aö hafa
fengið skáldverk sín gefin út á
Vesturlöndum - Sinjavskí undir
dulnefninu Abram Tertz en Dani-
el sem Nikolai Arzhak. Réttar-
höldin vöktu mikla athygh á
Vesturlöndum og ekki síður þeir
höröu dómar sem þeir fengu en
Sinjavskí var sendur til margra
ára vistar í þrælkunarbúðum.
í þessari heimildarskáldsögu
fjallar Sinjavskí ekki aðeins um
þann farsa sem réttarhöldin yfir
honum voru heldur einnig um líf
sitt fyrir og eftir dóminn harða.
Þetta er forvitnileg lesning frá
tímum sem nú tilheyra fortíðinni
því að höfundurinn býr í París
og kennir við Sorbonne en Sovét-
ríkin sjálf eru úr sögunni.
GOODNIGHT!
Höfundur: Abram Tertz (Andrei
Sinjavskí).
Penguin Books, 1991.