Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR^. DESEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON • Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RViK, SlMI (91 )27022-FAX: Auglýsingar: (91 >626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SÍMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ein þjóð í einu landi Ýmis merki eru þess, að tilfinningaleysi sé að vaxa í þjóðfélaginu. Aukin markaðshyggja er vandmeðfarin og leiðir oft til þess, að hinir sterku missa sjónar á meðbræðrum sínum, sem minna mega sín. Þannig fetum við sömu slóð og vestrænar þjóðir á síðustu árum. íslendingar hafa lengi staðið milli skandinavískrar áherzlu á jöfnuð og réttlæti og bandarískrar áherzlu á frelsi og frumkvæði. Við höfum reynt að ná hinu bezta úr þessum pólum vestrænnar hugsunar og vera í senn bæði einstaklingshyggjufólk og félagshyggjufólk. Mál hafa þróazt á þann veg í nývestrænum löndum, svo sem í Austur-Evrópu, að bandaríska fyrirmyndin er öflugri en hin skandinaviska. Þar telur fólk, að frelsi, markaður og einstakhngsframtak muni skjótar leiða sig í átt til draumsins um velsældaþjóðfélag Vesturlanda. í gamalvestrænum ríkjum sjáum við líka, að alls stað- ar er verið að reyna að hamla gegn útþenslu ríkisbákns- ins og jafnvel að skera það niður. Þessi viðleitni er áber- andi í öllu litrófinu frá Bandaríkjunum til Skandinavíu. Við erum að reyna þetta líka, með takmörkuðum ár- angri. Sumir efast um ágæti frjálshyggju og markaðshyggju. Miklu fleiri eru þeir, sem telja þessa strauma henta vel í atvinnu- og efnahagslífi, en hinir, sem telja þá líka kjöma í félags- og menntunarlífi. Menn ná frekar sátt um fijálshyggju og markaðshyggju á fyrra sviðinu. Þannig hefur þróunin orðið í flestum vestrænum löndum, en ekki hér á landi. Einkenni íslenzkrar frjáls- hyggju og markaðshyggju hefur í reynd verið sú, að hún hefur fremur beinzt að síðara sviðinu en hinu fyrra. Ágætt dæmi um það em aðgerðir ríkisstjómarinnar. Sjúklingar eru látnir greiða meira fyrir lyf sín og reynt að auka verðskyn þeirra. Kjör barnafólks eru skert með því að draga úr barnabótum. Reynt er að koma upp skólagjöldum, einkum í framhaldsskólum og Háskólanum. Reynt er að skerða lánakjör námsmanna. Þótt hér á landi séu nánast engir námsstyrkir í stíl við það, sem er í mörgum vestrænum löndum, heldur bara námslán, em margir, sem sjá eftir peningum í þau. Námsmenn njóta lítilla vinsælda, raunar enn minni en sjúklingar. Hvorir tveggja eru taldir ómagar. Á sama tíma er engin bilun í verndarstefnu atvinnu- vega. Landbúnaðurinn er algerlega stikkfrí gagnvart markaðshyggju og öflugar tilraunir em gerðar til að draga úr markaðsbúskap í sjávarútvegi. Velferðarstefna atvinnulífsins er rekin af fullum þunga og kostnaði. Eðlilegra væri, að byijað væri í atvinnu- og efnahags- málum fremur en félags- og menntamálum, þegar reynt er að draga úr velferðarstefnu og efla markaðsbúskap í staðinn. Það væri meira í stíl við hugmyndafræðilega meginstrauma fijálshyggjunnar á Vesturlöndum. Við höfum gengið of langt í velferð á mörgum svið- um. En því lengra sem við göngum leiðina í átt til þeirr- ar stefnu, að sérhver skuli vera sinnar gæfu smiður, er nauðsynlegt að vara sig á nýjum hættum og nýjum vandamálum, sem leysa velferðarvandamáhn af hólmi. Við verðum að fara varlega í að víkka gjána milli ríkra og snauðra. Við verðum að fara varlega í að rækta arfgenga forréttindahópa. Við megum ekki skipta þjóð- inni í tvennt, með vel stæðum meirihluta, sem lítur niður á illa stæðan minnihluta eða gleymir honum. Við höfum næg verkefni á sviði framtaksstefnu, markaðsbúskapar og fijálshyggju, þótt við fóllum ekki frá þeirri reglu, að hér skuh vera ein þjóð í landi. Jónas Kristjánsson Samveldi í stad sambandsríkis 1 dag stendur til aö forustumenn ellefu fyrrum Sovétlýðvelda komi saman í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, til að undirrita sáttmála um stofnun Samveldis sjálfstæðra evró-asískra ríkja. í því tólfta, Ge- orgíu, stendur, þegar þetta er ritað, bardagi um þinghúsið með stór- skotaliði og eldflaugavörpum. Samveldið er í rauninni útgáfa Borís Jelsín Rússlandsforseta á fyrirætlun Míkhaíls Gorbatsjov Sovétforseta um nýtt Samþand fullvalda ríkja. Munurinn er fyrst og fremst sá að í Samveldinu er ekki gert ráð fyrir neinu formlegu miðsljórnarvaldi né sameiginleg- um stjómskipunarreglum. Þessi munur skýrir hvers vegna Jeltsín gekk betur en Gorbatsjov að ná fulltrúum lýðveldanna sam- an. í Samveldinu hafa þeir óbundn- ar hendur um stjómskipan og stjómarhætti hver í sínu lýðveldi en hefðu orðið að lúta ákveðnum sameiginlegum reglum í Samband- inu hjá Gorbatsjov. Nú er eftir að sjá hvort þessi lausu tengsl blessast eða hvort þróunin verður víðar svipuð og í Georgíu, þar sem friði er slitið milli einráðs forseta og andstæðinga hans. Verði sjálfstæðisyfirlýsingar lýð- veldanna að veruleika er ekki nóg með að sjö áratuga gömui Sovétríki hafi verið lögð niður, heldur er aldagamalt Rússaveldi einnig úr sögunni. En eftir stendur þó Rúss- landsforseti með yfirstjóm kjarna- vopnaherafla sem dreifður er um fjögur lýðveldi og yfimmsjón með sameigjnlegum gjaldmiðli. Hér get- ur orðið gmnnt niöur á ágreinings- efni. Það sem verið hefur að gerast í Sovétlýðveldunum fyrrverandi frá valdaráninu misheppnaða í ágúst er að gamlir refir úr vaidakerfi kommúnistaflokksins hafa keppst við að bregða fyrir sig feldi þjóðern- isstefnu til að varðveita eigin að- stöðu í samfélaginu. Þannig er var- ið Leoníd Kravtsjúk í Ukraínu, Stanislav Shuskevitsj í Hvíta-Rúss- landi og forsetum Mið-Asíulýðveld- anna með tölu nema helst í Kírgízíu. Flokkurinn og sameignin á auð- hndum og framleiðslutækjum er úr sögunni, einkavæðing og mark- aðsbúskapur fram undan. Þessir menn og valdakerfíð að baki þeim ætla aö leitast við að tryggja sér við ný skilyrði einkaeignarrétt, eft- ir því sem framast er kostur, á þeim verðmætum sem sömu aðilar hafa hingað til ráðskast með í nafni flokksins, með þeim árangri sem við blasir. Verður þvi að draga í efa að þetta séu réttu mennirnir til að leiða í ljós kosti markaðsvæðingar. Ferill Gamsakhurdia Georgíufor- seta sýnir hvað getur gerst í tóma- rúminu eftir upplausn sovétkerfis- ins. Sjálfur var hann andófsmaður og sat í fangelsi fyrir þá sök, en hefur á.skömmum valdaferli fang- elsað andstæðinga unnvörpum, heft tjáningarfrelsi, herjað á þjóð- ernisminnihluta Abkhasa og Os- seta og berst nú blóðugri baráttu um völdin við fyrri samherja. Draumur Gorbatsjovs um sam- ræmdar breytingar á stjórnarhátt- um og hagkerfi á grundvelh al- mennrar lagasetningar er úr sög- unni. Óhætt er að taka undir dóm Alexandrs Jakovlev, eins nánasta samstarfsmanns forsetans fyrrver- andi, um að hann hafi fyrst og fremst flaskað á því að reyna að bæta það sem var óbætanlegt, valdakerfi kommúnistaflokksins. Engu að síður er það fyrst og fremst verk Gorbatsjovs að opnast hafa nýir möguleikar og ný viðhorf skapast í Rússaveldi. Og á við- kvæmasta skeiði breytinganna, þegar flokkskerfiö var enn í stakk búið th að steypa honum og hverfa Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson aftur til fyrri stjómarhátta, var það Gorbatsjov hlíf að hann kom fram sem flokksmaður með endurbóta- boðskap. Ferh hans lauk í raun og veru eftir valdaránstilraunina þegar hann lét í fyrstu sem ekkert hefði breyst í grundvallaratriöum, nú þyrfti fyrst og fremst að taka til hendi innan flokksins. Álappaleg valdaránsthraunin hafði fyrst og fremst sýnt að flokkskerfið var hol skurn, innihaldslaus með öllu. Jeltsín, flokksleiðtoginn afsetti, sem lærði að höfða beint til fjöld- ans, er tekinn við forustuhlutverk- inu. Um margt svipar honum um vinnubrögð til fyrirrennara síns, gefur út tilskipanir án þess að hirða mjög um lagagrundvöll og hefur um sig hirð náinna fylgismanna. Kveður svo rammt að því að Alex- ander Rútskoj, varaforseti hans, kvartar yfir að komast ekki að Rússlandsforseta með sín ráð og bendingar. Á fundum landvarnaráðherra lýðveldanna í Samveldinu nýja eru þegar komin upp ágreiningsefni, ekki síst um hvern þátt Jeltsín hyggst hafa á yfirstjórn sinni á kjamavopnaheraflanum. Einnig er deilt um yfíÉóð yfir flotadeildun- um á Svartahafi og Kaspíahafi, sem mismunandi lýðveldi liggja að. Sameiginleg yfirherstjórn krefst samræmingar utanríkisstefnu lýð- veldanna og verður þess ekki vart að því viðfangsefni hafi verið gaumur gefinn. Bæði íran og Tyrk- land eru tekin að sehast til áhrifa í Mið-Asíulýðveldunum og virðist þar Tyrkjum verða betur ágengt, því íranska klerkaveldið hefur lítið aödráttarafl. Mestu skiptir í svipinn hvort Samveldið getur orðið samstiga í efnahagsmálum. Ferhlinn th skárri hags frá ríkjandi skorti og öngþveiti veltur öðru fremur á því að samslungið hagkerfi lýð- velda Samveldisins verði gert virkt á nýjum grunni frjáls markaðs- kerfis. Umskiptunum í skipan efnahags- mála, sem Borís Jeltsín hefur boð- að í Rússlandi, hefur verið frestað fram í miðjan næsta mánuð. Nú hefur forsætisráðherra Úkrainu kvartað yfir að Rússlandsstjóm hafi alltof lítið samráð haft við önnur lýðveldi um stefnuna í efna- hagsmálum og geti það leitt til ófarnaðar. Eins og komið hefur á daginn, veltur á mestu hversu þessi tvö fjölmennustu og öflugustu lýðveldi Sovétríkjanna fyrrverandi koma sér saman. Eftir að Jeltsín og Kravtsjúk urðu sammála um stofn- un Samveldisins varð myndun þess óstöðvandi. Ekki fer milli mála að fyrirmynd Samveldisins er Evr- ópubandalagið. Framtíð beggja veltur nú á því hver tengsl takast með þeim og hversu skjótt. Hingað th hafa fjórir fimmtu hlutar fjárhagsaðstoðar og fjárfestingar utan frá í löndum Áustur-Evrópu og Samveldisins nýja komið frá EB. Þar vita menn á hverju ríður að stuðla að því að upplausn Sovétríkjanna gerist sem átakaminnst. Mikhaíl Gorbatsjov skálar I sitrónuvodka á fréttamannafundi daginn eft- ir að hann sagði af sér forsetaembætti. Hann kvaðst ekki hafa i hyggju að gerast leiðtogi stjórnarandstöðu við Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.