Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991,
15
Svartidauði og rjúpur
Nú strýkur maður kviðinn sæll
og glaður. Rjúpumar smökkuðust
vel á aðfangadag og ekki sveik
hangiketið á jóladag. Með hafa fylgt
sætindi, kaffi og koníakstár. Allt
er þetta gott og blessað og betra að
safna fitulagi til þess að mæta þeim
mögru dögum sem Davíð hefur
boðað. Og enn er bara hálfleikur.
Við eigum eftir að raða í okkur nú
um helgrna og ekki síður um ára-
mótin. Ég sé fyrir mér kalkúninn
sem bíður þess eins að verða étinn
upp til agna. Tröllhænsn þetta fær
væntanlega viðeigandi meðferð
þegar gamla árið verður kvatt og
því nýja fagnað.
Að höggva af hausa
En það er ekki nóg að borða öll
þessi ósköp. Þessar herlegu veislur
kosta sinn undirbúning. Allt lendir
það meira og minna á mínum betri
helmingi fyrir utan eitt. Það er að
reyta rjúpumar. Raunar get ég
ekki montað mig af því að reyta
ijúpurnar. Ég er aðeins aðstoðar-
maður eða lærisveinn hjá tengda-
föður mínum. Hann reytir eða
hamflettir öllu heldur. Ég hegg
hins vegar hausinn af hveijum
fugli og sömu meðferð fá lappirnar.
Þá hefur mér lærst með þrautseigju
að fara innan í fughnn og tæta úr
honum fóhomið. Það er víst ómiss-
andi í sósuna.
Flaska af
svartadauða
Framan af sá tengdapabbi einn
um að reyta rjúpumar. Við nutum
góðs af og fengum þær tilbúnar.
Fyrir nokkram áram sá ég að við
svo búið mátti ekki standa. Ég varð
að sýna lit og hjálpa til. Ég boðaði
því komu mína þegar ég vissi að
átti að reyta. Til þess að mæta ekki
tómhentur til þessa verknaðar
hafði ég með mér nokkuð marga
bjóra og eina flösku af .svarta-
dauða. Bjórinn var danskur Elep-
hant og þvi fílsterkur. Þetta þótti
mér öryggisatriði. Fyrirfram vissi
ég ekki hvernig mér gengi við þessa
krafningu, enda óvanur. Mér var
það líka minnisstætt að einn skóla-
félagi minn í menntaskóla féll í
öngvit þegar fugl var krufmn í líf-
fræðitíma.
Hrollurinn tekinn úr
Eftir að ég birtist með bijóstbirt-
una þótti tengdamúttu vissara að
koma okkur tengdafeðgum fyrir á
Öruggu svæði í sólstofu hússins.
Við sóttum hnífa og klippur og
fleiri sjúkrááhöld. Tengdapabbi
kenndi mér að hálshöggva og tók
við að hamfletta. Þetta voru all-
margir fuglar, enda fyrir fleiri fjöl-
skyldur en okkar. Ég náði því fljótt
góðri æfingu. Hausar þutu af og
engin fyrirstaða var í löppunum.
Fiðrið þyrlaðist um allt og blóðið
lak. Aðkoman var ófögur.
Til þess að fyrirbyggja allan flök-
urleika opnaði ég tvær bjórflöskur.
Við supum stóra sopa eins og menn
gera þegar þeir eru í ham. Við
kipptum okkur ekki upp við spíra-
bragðið sem alltaf fmnst af elefant-
inum. Til enn frekara öryggis stakk
ég upp á því að við tækjum úr okk-
ur hrollinn með sitt hvoru staup-
inu af svartadauða. Það tók vel í.
Sungið yfir
fjallarjúpunni
Upp frá þessu skiptist nokkuð á
ijúpa, bjór og snafs. Nokkuð gekk
á svartadauðann og þegar frá leið
fannst okkur elefantinn eins og
hvert annað lindarvatn. Við nánast
létum tunguna lafa ofan í bjórinn
til slökunar og undirbúnings fyrir
enn meiri svartadauða. Nokkur
hávaði varð í okkur félögunum um
leið og hver fugl fékk heldur lengri
meðferð. Tengdapabbi er góður
söngmaður og tók nú að syngja
yfir fjallaijúpunni. Ég stend hon-
um nokkuð að baki i söngmennt-
inni en vera kann að ég hafí látið
nokkrar melódíur fjúka, kominn í
þetta fína jólastuð. Tengdamamma
lét aftur millihurðina.
Einkennilegt kann það að virðast
að vilja ekki njóta söngsins, eins
innilega og hann var þó sunginn.
Ég ber þó sennilega ábyrgð á þess-
ari meðferð hurðarinnar frekar en
tengdapabbi. Hann hefur sungið í
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
kór og er vanur. Ég hef hins vegar
aðra sögu að segja. Eitt sinn var
mér til dæmis boðið í samkvæmi
heima hjá vinnufélaga mínum og
hans ágætu konu. Þar hittumst við
starfsystkinin og komumst innan
tíðar í hið besta form. Þá hófum
við tveir félagarnir söng og töldum
það hæfa tilefni dagsins. Um leið
og það gerðist stóð heimilistíkin
upp og gekk út. Tíkin haföi annars
legið dottandi á stofugólfinu. Við
söngmennirnir urðum fyrir
nokkru aðkasti vegna þessarar
undarlegu hegðunar tíkurinnar.
Við lögðum því af sönginn. Tíkin
kom samstundis aftur inn í stofuna
og lagðist makindalega niður. Okk-
ur þótti þetta hart og fannst tó-
neyra skepnunnar lítt þróað. Við
vildum ekki sitja undir þessu og
upphófum því söng á ný. Það þarf
ekki að orðlengja það. Tíkin strans-
aði á dyr á ný. Við reyndum ekki
frekar.
Tekinn
undir arminn
En við tengdafeðgar létum það
ekki á okkur fá þótt aðrir heimilis-
menn lokuðu okkur af. Við kláruð-
um að hamfletta ijúpumar, höggva
af hausana og lappimar. Við klár-
uðum líka elefantinn og það sem
meira var. Við kláruðum svarta-
dauðann. Undir það síðasta sá ég
að kona mín var mætt á vettvang.
Ekki veit ég hvort móðir hennar
hefur hringt þegar hún sá meðferö-
ina á jólamatnum. Svo mikið er
víst að dóttirin tók sinn mann und-
ir arminn og fór með hann heim. Á
heimleiðinni lét hann vel af dags-
verkinu. Konan tók hæfilegt mark
á því. Ástandið versnaði hins vegar
þegar ijúpnalærlingurinn lagði
höfuð á kodda. Þá hringsnerist
rúmið og herbergið allt. Svarti-
dauðinn stóð undir nafni.
Náfölur í skötu
Ekki var ástandið betra morgun-
inn eftir. Þorláksmessa var runnin
upp og jólin í seilingarfjarlægð.
Lærhngurinn mátti sig hvergi
hræra. Ógleðin, sem hann óttaðist
deginum fyrr, lét aldrei á sér kræla
en nú kom hún með margföldum
þunga. Timburmennska var ógur-
leg. Konan gaf lærlingnum frest til
hádegis. Þá skyldi hann í búðir á
síðasta degi fyrir jól. Til minna
varð ekki ætlast. Fyrst ætlaði hún
hins vegar með mig til systur sinn-
ar, Þorláksmessuskatan beið i pott-
inum. Ég gat ekki einu sinni hugs-
að um skötu, hvað þá borðað hana.
Ég lét mig þó hafa það og fór fram
úr og út. Skreiddist farþegamegin
inn í bílinn, batt mig niður og dró
lappirnar upp undir höku. Konan
ók af stað og við fórum í árlega
skötuveislu fjölskyldunnar, Eg
mætti tengdapabba náfölum á
ganginum. Svartidauðinn hafði
líka leikið hann grátt. Við borðuð-
um sitt hvora kartöfluna til mála-
mynda. Nú sungum viö ekki neitt.
Eftir matinn gerði konan tilraun
til þess að fara með mann sinn i
búðir. Hún gafst upp, skilaði hon-
um og fór ein. Það var skynsamleg
ákvörðun. Heilsan leyföi ekki rétt-
stöðu, hvað þá göngu.
Fiðringur á ný
Þessum hörmungum dagsins eft-
ir vorum við tengdafeðgar þó löngu
búnir að gleyma þegar hallaði að
næstu jólum. Við hlökkuðum því
mikið tíl, handlékum ijúpurnar og
undirbjuggum aðgerðir. Tengda-
mamma var þó minnugri. Hún
flutti okkur út í bílskúr. Þar var
meiri friður fyrir okkur og minna
gerði til þótt fiðrið fyki um allt og
blóðið læki. Fréttir höföu þó borist
af því hversu skemmtilegt það get-
ur verið að undirbúa jólamatinn.
Fleiri vildu því vera með. Við höfö-
um líka lært svolítið af reynslunni.
Ölið var því heldur mildara í þaö
skiptið. Talsvert gekk þó á hjá okk-
ur í bílskúmum. Það leiddi til þess
að þegar enn leið að jólum, ári síð-
ar, og rjúpnafiðringur fór að gera
vart við sig, þá vorum við fluttir í
enn annan bílskúr. Það eru tak-
mörk fyrir því hvað eitt heimili
getur þolað.
Aukinn áhugi
Nú í seinni tíð hefur áhugi á þess-
ari jólaathöfn aukist mjög. Það á
þó eingöngu við um karlpeninginn.
Konur krossa sig og fara annað og
vona það eitt að jólamaturinn kom-
ist heill frá þessari hildi.
Jólahátíðin stendur nú sem hæst.
Við erum að jafna okkur eftir
ijúpnahátíð þessa árs. Og ef satt
skaí segja erum við þegar famir
að hlakka til þeirrar næstu. Þetta
eru nú ekki nema 52 vikur.