Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 22
22 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. Sérstæð sakamál Þau voru þijú í fjölskyldmmi... Nágrannarnir töldu þau vera hamingjusöm. Þaö voru þýsku hjónin Vera og Walter Griiter líka þá. Mætti eitthvað að þeim finna var það helst aö þau áttu of fáar frístundir og nánast engin áhuga- mál utan litla drengsins, Michaels, sem þau áttu. En dag einn var hann ekki lengur hjá þeim og þá breytt- ist hjónabandið og varð óþekkjan- legt frá þvi sem verið hafði. Slysið - Vöruflutningar voru það sem Giinter lagði fyrir sig af miklu kappi eftir að hann gekk í hjóna- bandið. Hann stofnaði fyrirtæki, keypti flutningabíla og vann myrkranna á milli og stundum lengur til að afla því viöskiptavina og tekna. Og honum miðaði vel. Ætlunin var að koma upp fyrirtæki sem fjölskyldan gæti treyst á síðar meir og gengi loks til sonarins Mic- haels. Það má því teljast kaldhæðni ör- laganna að það skyldi einmitt verða einn af hans eigin flutningabílum sem tók frá honum það sem honum var kærast, Michael. Á hverjum morgni fór Vera Griiter með son sinn á dagheimili áður en hún fór í vinnuna. Árið 1984 var hann fjögurra ára. í ágúst- mánuði það ár fór hún morgun einn með hann að vanda og leiddi hann eins og hún var alltaf vön að gera. Þegar þau voru næstum alveg komin að dagheimihnu og áttu að- eins nokkra metra ófarna að hhð- inu kom Michael skyndilega auga á vin sinn sem var hinum megin við götuna. Hann reif sig lausan frá móður sinni og hljóp í átt th vinar- ins. Hún hrópaði aðvörunarorð til hans en allt kom fyrir ekki. Hann komst aldrei nema út yfir miðja götuna því hann lenti fyrir einum vörubíla foður hans sem bar þar að rétt í þessu þótt ökumaðurinn gerði allt sem í hans valdi stóð th aö hemla í tæka tíð. Vera hlóp til sonarins eftir slysið en um leið og hún leit í augu hans sá hún að hann var látinn. Lifandi dauði Nokkru áður en slysið varð hafði Vera haft orð á því við mann sinn að hann yrði að eignast áhugamál. Lífið væri of thbreytingarhtið fyrir hann. Hann samsinnti því þótt hann, sem fyrr, hefði orð á því að svo mikið væri aö gera í fyrirtæk- inu að hann hefði vart nokkum tíma aflögu. Hann sagði þó að sér htist vel á að reyna fyrir sér á skot- veiöum og því keypti hann sér veiðibyssu. Þaö fór lúns vegar svo að hann fór aldrei á veiðar og stóð byssan í skáp á heimilinu og safn- aði ryki. Eftir slysið drógu Walter og Vera sig í hié og heimsóttu sjaldan nokkra. Og þegar þau gerðu þaö fóm þau sitt í hvoru lagi og stóðu aldrei lengi við. Áður fyrr höfðu þau verið óaðskiljanleg en nú sáust þau aldrei saman. Ætti einhver af- mæh í ættinni eða gifti sig, þannig að þeim bæri nánast skylda th að sýna sig höfðu þau sama hátt á og í öðmm thvikum. Fór aðeins annað þeirra og stóð stutt við. Þeir sem best þekktu th þeirra sögðu að þau hefðu aldrei sést saman utan heim- Michael litli með frænda sínum sumarleyfi. Walter Griiter. Vera Griiter. Endalokin. ihsins eftir þann örlagaríka dag áriö 1984 er sonur þeirra dó. „Tíminn læknar öll sár" Þetta var spakmæh sem ættingj- ar þeirra tóku sér í munn en eftir því sem frá leið var sem þeim yrði ljóst að spekin ætti ekki við um þau hjón, Walter og Vem. Ekki varð þaö til að auka líkumar á aö þau fyndu hamingjuna á ný er í ljós kom að Vera gat ekki eignast fleiri böm. Árin tóku nú að hða en Walter og Vera sátu ætíð ein heima og létu nær hvergi sjá sig utan vinnutíma. Eldri bróðir Walters, Wolfgang, fór nú að hafa miklar áhyggjur og taldi að í algert óefni stefndi því Walter var farinn að vanrækja fyrirtækið. Og þegar bróðir hans spurði hann að því hvers vegna hann gerði það svaraði hann því th að það skipti engu. Michael væri dáinn og eng- inn th að taka við því síðar meir. Þegar Walter kom heim frá vinnu fór hann ahtaf eins að. Hann kveikti á sjónvarpinu, settist fyrir framan það og sat svo og horfði á það tómlegum augum uns honum fannst tími kominn th að fara aö hátta. Vera horfði hka á sjónvarp en fór yfirleitt að hátta á undan manni sínum. Loks kom þar að Wolfgang bað bróður sinn að leita th sálfræðings eða geðlæknis því ástand hans væri ekki eðlhegt. Walter svaraði því einu th aö slíkt væri með öllu óþarft því ekkert væri að. Meira sjónvarps- gláp-ogþögn Þannig gekk lífið hjá Griiters- hjónunum allt fram á árið 1990. Þá vom þau fyrir löngu hætt að ræð- ast við, jafnvel yfir matnum. Þau horfðu sem fyrr á sjónvarp fram eftir kvöldinu en Vem fannst þaö orðið æ erfiðara að eyða þannig kvöldunum. Á þeim árum sem hðin vora frá slysinu höfðu ahir. vinir þeirra hjóna hætt að hafa samband viö þau nema einn. Það var gamah æskuvinur Walters, Manfred Hunecke. Hann var fráskhinn og átti eitt bam er hér var komið sögu. Vera ræddi við hann þegar hann kom í heimsókn og þar kom að hún varð ástfangin af honum og hann af henni. Kvöld eitt, þegar Walter sat þög- uh í stól sínum fyrir framan sjón- varpið að vanda, gekk Vera fram fyrir hann og tók sér stöðu milh hans og tækisins. „Nú fer ég mína leið,“ sagði hún. „Ég ætla að byija nýtt líf með Manfred." Skyndhega var sem Walter tæki eftir konu sinni og um stund varð hann líkur sér eins og hann hafði verið sex árum áður. Hann starði á konu sína en áður en hann gat sagt nokkuö bætti hún við: „Það er aht búið milli okkar. Ég get ekki grafið mig í sorg lengur." Hún var afar óstyrk en reyndi að láta þaö ekki koma fram í rödd sinni. „Það sem gerðist var sorglegt," sagði hún. „En við höfum brugðist við á þann hátt að það hefur aðeins gert allt enn verra og hjónaband okkar er nú orðið hreinn sorgar- leikur." Skilnaður ákveðinn Um hríð ræddu þau hjón hvernig þau skyldu leysa þann vanda sem steðjaði aö þeim. Veru var mikið í mun að komast frá manni sínum og vhdi því ekki gera skhnaðinn erfiðari eða hóknari en vera þyrfti. Hún bauð Walter því húsið. Hann gæti haldið því og húsgögnunum og jafnframt lýsti hún yfir því að hún færi ekki fram á að hann greiddi henni neinn framfærslu- eyri eftir skhnaðinn. Það sem hún bað um var að hún fengi um 25.000 mörk, eða jafnghdi um einnar milljónar króna, svo hún gæti greitt lausaskuldir sínar og fariö að búa með Manfred. „Ég hef enga peninga hér heima,“ sagði Walter þá, tómlegri röddu. Augnaráð hans var aftur orðið daufgert en hann hugsaði þó ákaft. „Farðu þá í bankann á morgun," sagi Vera. Síðan hljóp hún hratt upp stigann upp á efri hæðina, tók nokkra kjóla og annan fatnað úr skáp, þeim sama sem rykfallna veiðibyssan stóð í, en síðan hljóp hún niður í anddyrið, reif upp úti- hurðina og hvarf út í kvöldmyrkr- ið. Walter sat þá enn í stólnum fyr- ir framan sjónvarpið. Leikslok Daginn eftir hringdi Walter til Veru í vinnuna og sagði að hann ætlaði að gera það sem hún bæði um. Hann skyldi fá henni umbeðna peningaupphæð og myndi koma með féð. Hann vhdi hins vegar að hún hitti hann á gangstéttinni fyrir framan fyrirtækið sem hún vann í. Hann yrði með peningana á sér. Starfsfélagar Vem höfðu lengi sýnt forvitni um hagi þeirra hjóna. Þeim var ljóst, er hér var komið, að eitthvað óvenjulegt var á seyði og þegar Vera fór af skrifstofunni fylgdist einhver með henni út um glugga og sá að hún tók sér stöðu á gangstéttinni fyrir framan húsið. Nokkm síðar kom Walter þar að í bíl sínum og steig út. Söfnuðust þá fleiri starfsfélagar Veru að glugganum og fylgdust með þeim. Skyndilega reiddist Vera og tók að baða út höndunum. Vegfarendur litu undarlega á þau og tóku sveig fram hjá þeim því hegðunin var óvenjuleg. Aht í einu gekk Walter að bílnum, opnaði hann og rétti höndina inn eftir einhverju. Augnabhki síöar hélt hann á veiðibyssunni gömlu. Starfsfélagar Veru segja að þetta hafi gerst svo snöggt að þeir hafi vart getað áttað sig á því sem var að gerast. Og augnabliki síðar kváðu við tveir skothvehir. Vera féh andvana á gangstéttina. Þá beindi Walter byssunni að sér og skaut þriöja skotinu. Féll hann svo við hhð konu sinnar og var allur. Mhli þeirra lá byssan sem Vera hafði forðum hvatt mann sinn til að kaupa svo hann gæti eignast áhugamál. Nú hafði hún bundiö enda á sorgarleikinn sem fylgdi í kjölfar þess að Michael hth dó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.