Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 23 Kvikmyndir Á valdi eiturlyfj a Leikstjórinn Lili Fini Zanuck ásamt manni sínum, Richard, og Warren Beatty við óskarsverðlaunaafhendinguna fyrir Driving Miss Daisy. Prófraun Lili Fini Zanuck sem leikstjóra er myndin Rush. Hún fjallar um lögregluþjóna sem verða eiturlyfjum að bráð í starfi sínu. Það virðist vera staðreynd að all- ir þeir sem koma nálægt kvik- myndagerð gangi með það í magan- um að verða einn góðan veðurdag leikstjóri. Það hvílir ákveðinn ljómi yfir því að sjá nafn leikstjór- ans birtast á hvíta tjaldinu. Leik- stjórar hafa líka náð að festa sig vel í sessi í henni Hollywood enda er ekki óalgengt að í upphafi mynd- ar birtist titillinn „mynd eftir“ þennan og þennan leikstjóra í stað þess að segja einfaldlega í lok myndarinnar „leikstýrð af ‘ og svo nafn viðkomandi leikstjóra. En það hafa ekki alhr þá eigin- leika eða réttara sagt hæfileika sem þarf til að vera góður leikstjóri. Það eru því margir kahaðir en fáir út- valdir. Það eru sérstaklega leikarar sem eru áhugasamir að fá að spreyta sig í hlutverki leikstjórans. Þeir þekktari geta í krafti frægðar- innar fengið þetta í gegn meðan hinir verða bara að bíða og vona. Gott dæmi um þetta er Arnold Schwarzenegger, sem nýlega tók að sér að leikstýra kvikmynd. Þessi dýrasti leikari heims tók ekki nema brot af því sem hann er vanur að fá sem leikari í laun til að fá að leikstýra myndinni. Framleiðand- inn var hins vegar himinlifandi því það eitt að nafn Schwarzeneggers hirtist á hvíta tjaldinu tryggir góða aðsókn. Margir góðir En hvemig sem Schwarzenegger gengur með þessa mynd sína, þá hafa margir leikarar komið reglu- lega á óvart sem leikstjórar. Þar má nefna Robert Redford sem er meira eða minna hættur að leika í kvikmyndnum eftir að hann leik- stýrði hinni margrómuðu mynd Ordinary People árið 1980. Eins má nefna Ronny Howard sem á sjö- unda áratugnum var ein vinsæl- asta bamastjama Bandaríkjanna og lék í myndum eins og The Wild Country (1971), American Graffiti (1973) svo og Grand Theft Auto (1977). Hann hefur leikstýrt hverri stórmyndinni á fætur annarri eftir aö hann sló í gegn með Splash (1984). Af öðmm myndum hans má nefna Cocoon (1985), Backdraft (1990), sem fjallaði um líf og störf slökkvihðsmanna, svo og ævin- týramyndina Wihow (1988). En hvaö með framleiðenduma? Langar þá ekki einnig að verða leikstjórar? Auðvitað og nýlega var fmmsýnd myndin Rush sem er leikstýrð af Lih Fini Zanuck. Lih er þriðja eiginkona hins þekkta kvikmyndaframleiðanda, Richard Zanuck, og þar með tengdadóttir hins þekkta Darryl F. Zanuck, sem stofnaöi á sínum tíma kvikmynda- veriö 20th Century Fox og veitti því forstöðu um árabh. Litríkur ferill Richard Zanuck á Utríkan feril að baki sem kvikmyndaframleið- andi. Hann sló í gegn með myndun- um The Sting (1973) og Jaws (1975) sem hann framleiddi með sam- starfsmanni sínum, David Brown. Þeir félagar framleiddu síðan fjöld- ann ahan af stórmyndum á þeim 17 árum sem þeir störfuðu saman. En eftir að Richard giftist Lih Fini lauk þessu langa samstarfi og tók eiginkona við hlutverki David Brown og saman framleiddu þau myndir eins og Cocoon (sem leikar- inn Ron Howard leikstýrði) svo og óskarsverðlaunamyndina Driving Miss Daisy. En í stað þess að fram- leiða Cocoon III eða sjónvarps- þáttaröð byggða á Driving Miss Daisy ákvað Lih Fini að gerast leik- stjóri. Fyrir þremur árum höfðu hjóna- kornin keypt kvikmyndahandrit eftir Kim Wozencraft, leynhög- reglukonu frá Texas, sem hafði skrifað metsölubók byggða að hluta á hennar eigin reynslu, þar sem hún varð ástfangin af sam- starfsmanni sínum, ánetjaðist eit- urlyfjum, sem endaði með því að hún var dregin fyrir dómstóla og sett i fangelsi. Þekktur handritahöfundur Þau hjónin réðu th sín handrita- höfundinn Robert Towne th að endurskrifa handritið sem nú bar nafnð Rush. Fljótlega eftir að hann hóf störf kom beiðni frá Tom Cru- ise hvort hann gæti fengið Towne lánaðan th að finpússa handritið að myndinni Days of Thunder. Towne fékk leyfið en eftir að það dróst að hann kæmi aftur th starfa brast þau hjónin þohnmæðina og fengu Pete Dexter th að ljúka verk- inu en hann hafði meðal annars skrifað handritið að Paris Trout. Þegar komið var að því að velja leikstjóra stakk Lih Fini einfald- lega upp á sjálfri sér. Rush var fnunsýnd í byijun des- ember. Myndin hlaut góða dóma þótt gagnrýnendur teldu boðskap myndarinnar einum of háleitan og háfleygan th að ná til fjöldans. Það er hins vegar almenningur sem hefur síðasta orðið svo það verður Umsjón Baldur Hjaltason gaman að sjá hvemig Rush reiðir af í jólamyndaflóðinu. Efnisþráður Myndin fjallar um Jim, starfs- mann fíkniefnadeildar lögreglunn- ar í Texas. Jim er leikinn af Jason Patric. Hann kynnist nýjum starfs- manni að nafni Kristen (Jennifer Jason Leigh), sem virðist taka starfið alvarlega, og fer fram á að hún verði samstarfsmaður hans. Jim leiðir Kristen inn í undirheima eiturlyfjanna, spennuna og hætt- una sem fylgir starfi þeirra. Þetta gengur aht vel í fyrstu en fljótlega fer Kristen að hafa áhyggjur af því hve Jim tekur vinnuna alvarlega og virðist ekki ahtaf gera greinar- mun á vinnunni og einkalífinu. í starfinu eru Jim og Kristen daglega í návígi við eiturlyf og verða stund- um að neyta þeirra th að sannfæra seljenduma um hohustu sína. Jim virðist hins vegar stunda sömu iðju utan vinnutíma. Kristen reynir að halda aftur af Jim en það reynist erfitt, ekki síst vegna þess að hún er orðin ástfangin af honum. Hún missir því einnig tökin á raunvem- leikanum og ánetjast smátt og smátt eiturlyfjunum. Viðkvæmt málefni Eiturlyf em mjög viðkvæmt efni í kvikmyndum. Það hefur lengi veriö yfirlýst stefna Bandaríkja- stjómar að reyna að gera sem minnst úr eiturlyfjum og eitur- lyfjaneyslu í öhu afþreyingar- og skemmtiefni. Zanuck lýsir hins vegar nokkuð nákvæmlega þessum þáttum í Rush og dregur upp sterka mynd af því hvemig þau Jim og Kristen sogast hægt og rólega inn í heim eiturlyfjanna, ófær um að veita sér björg. Að lokum eiga þau enga að nema sjálfa sig þar sem þau hafa einangrast frá öllum, m.a. th að fela vandamál sitt. Þetta er því mynd með sterkan boðskap sem líklega höfðar ekki til ahra. Myndin er látin gerast upp úr 1970 þegar bandaríska þjóðin var að byrja aö átta sig á hvaða þjóðfé- lagsatburðir höfðu gerst upp úr 1968. í myndinni sjást einnig nokkrir sem voru upp á sitt besta á þessum tíma, eins og Gregg Ah- man sem leikur eiganda nætur- klúbbs. Tónhstin, sem notuð er í myndinni, er einnig í sama sth en th verksins var fenginn enginn annar en Eric Clapton. Góðurleikur En það er ekki síst stórkostlega góður leikur þeirra Jason Patric og Jennfier Jason Leigh sem gerir Rush að eins góðri mynd og raun ber vitni. Patric er afskaplega sannfærandi í hlutverki hins ein- ræna lögreglumanns sem virðist svo sterkur á yfirborðinu en reyn- ist svo veikgeðja þegar vandamálin koma upp. Þegar Zanuck bauð Patric aðalhlutverkið hikaði hann lengi vegna þess að þetta var fyrsta mynd Lih Fini sem leikstjóra. Þau Zanuck hjónin buðu síðan fleirum þetta hlutverk en létu Patric einnig vita að hann gæti gengið í hlutverk- ið þar th búið væri að ráða annan. Sem betur fer ákvað hann að taka hlutverkið áður en th þess kom. Max Perlich sýnir einnig góðan leik sem eiturlyfjasah en hann lék ekki ósvipað hlutverk í hinni róm- uðu en jafnframt sorglegu mynd, Drugstore Cowboy. Lih Fini Zanuck er bjartsýn á að myndinni verði tekið vel af áhorf- endum. Hún gerir sér grein fyrir því að erfitt verður að auglýsa mynd um svona viðkvæmt efni án þess að hafa þekkta leikara í aðal- hlutverkum, eins og t.d. Tom Cru- ise eða Judy Foster. Það er spum- ing hvort áhorfendur vhji forvitn- ast um þá tíma þegar lög eins og „Cocaine" og „One Took over the Line“ voru vinsæl og ekki var litið eins alvarlega á eiturlyfjaneyslu meðal unghnga og nú th dags. Lih Fini hefur meira að segja verið hkt við Oliver Stone sjöunda áratugar- ins, þar sem vitnað er í mynd Oh- vers um hljómsveitina The Doors. En hvað er fram undan? Lih Fini Zanuck er þessa dagana að vinna að næstu mynd þeirra hjóna sem ber nafnið Rich in Love. Hún hefur einnig velt því fyrir sér hvort hún eigi ekki einnig að leikstýra mynd- um þar sem þau koma ekki við sögu við framleiðsluna en enn er ekkert ákveðið. Helstu heimildir: Movieline, Variety.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.