Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 33 Spað í spil alþjóðamála með komandi ári: Gunnar Eyþórsson - „Bush geröi þau mistök aö gera Jónas Kristjánsson - „Nú er sú staða komin upp að Persaflóatriðið að persónulegri krossferð á hendur Bandaríkin styðja kommúnista gegn lýðræðissinnum." Saddam Hussein.“ DV-myndir GVA Á liðnu ári hefur heimurinn breyst meira en hann gerði árum saman. Heilt heimsveldi er í rústum og and- stæður sem áður skiptum mönnum í tvo hópa eru ekki lengur til. Heiftar- legt stríö var háð gegn harðstjóra sem þó situr sem fastast. Þar fer erki- iOmennið Saddam Hussein. Og barist er í Júgóslavíu í einu grimmilegasta borgarastriði sem sögur fara af. Þeir Gunnar Eyþórsson fréttamað- ur og Jónas Kristjánsson ritstjóri voru fengnir til að spá í stöðuna og hugsanlega þróun á næstu árum. Saddam Hussein var fyrstur á dag- skrá. Hvað bíður hans á næstu árum? Jónas: „Ég hef ekkert séð sem bendir til þess að Saddam Hussein tapi völdum. Það er ekki auövelt að sjá fyrir sér að það geti myndast andstaða gegn honum sem dugi til þess að steypa honum af stóli. Það vantar neistann til að ýta Saddam út.“ Gunnar: „Ég býst satt að segja við því að staða Saddams styrkist frekar en hitt því að viðskiptabannið sem er núna á írak getur ekki haldið áfram endalaust. Það er þegar farið að hafa svo vond áhrif innanlands að það jaðrar við hungursneyð eða hallæri. Það kemur að því að önnur arabaríki og ríki þriðja heimsins styðja ekki lengur viðskiptabannið. Viðskiptabann er það eina sem held- ur Saddam Hussein niðri.“ Jónas: „Það sem gæti kannski truflað þetta eru þarfir Bandaríkja- forseta fyrir næstu kosningar. Þó að innanlandsmálin þar séu stórt atriði í kosningunum er afar óþægilegt fyr- ir Bush að fara í kosningar með Saddam Hussein við völd. Ég held að það kynni kannski að leiða til ein- hverra freistinga fyrir hann, án þess að ég geri mér grein fyrir því hversu alvarlegar þær verða. Hugsanlega að framleitt verði vandamál sem hægt verði að fara í stríð út á. Velgengni Bush í utanríkismálum byggist m.a. á því að hafa unnið stríð sem hann vann alls ekki.“ Gunnar: „Einmitt. Hann vann alls ekki stríðið. Bush gerði þau mistök að gera Persaflóatríðið aö persónu- legri krossferð á hendur Saddam Hussein. Málin sjálf voru látin liggja í láginni. Allt snerist um að koma höggi á Saddam Hussein persónulega. Hann gerði Saddam að svo miklum óvætt, að svo mikilli grýlu að það eitt að Saddam skuli enn vera í embætti gerir að.engu sigurinn í stríðinu. Stríðið snerist um að kollvarpa Sadd- am Hussein framar öllu öðru. Bandaríkjamenn vildu hins vegar aldrei að írak liðaðist í sundur því írak er nokkurs konar mótvægi á móti íran. írak er ómissandi fyrir allt valdajafnvægið á þessum slóð- um. Það lá að baki þvi að þeir gengu ekki lengra í stríöinu en þeir gerðu. “ Bandaríkjamenn vilja óbreytt ástnand Jónas: „Þeir töldu að sig geta haft írak heilt áfram en skipt um yfir- vald. Þeir hafa svipaða stefnu á mörgum öörum sviðum. Ríkjandi ástand, hvert sem það er, hefur ró- andi áhrif á Bandaríkjastjóm. Þetta er það sama og kemur fram gagnvart Sovétríkjunum og Júgó- slavíu. Þeir eru dauðhræddir við all- ar breytingar og að þeir ráði ekki við þá framtíð sem er óviss. Þeir lenda í því að sagan gerist samt, þrátt fyrir andstöðu þeirra. Þeir enda alltaf á þvi að tapa hverju málinu á fætur öðru. Þeir töpuðu Gorbatsjovmálinum, þeir voru síð- astir að viðurkenna Eystrasaltsríkin og þeir era enn að tönnlast á Júgó- slavíu. Ef maður lítur á þessa hugmynda- fræðilegu baráttu sem áður var, kalda stríðið, og kommúnismann sem grýlu, þá er svo skemmtilegt hvað það er raunverulega skamm- vinn staða. Hin raunverulega heims- veldisstaða er allt önnur. Nú er svo komið að Bandaríkin styöja komm- únista gegn lýðræðissinnum í Sovét- ríkjunum og Júgóslavíu. Sagan held- ur áfram burtséð frá tímabundnum hugmyndafræðilegum atburðum." Bush gæti þurft á stríði að halda - Hver er staða Bush fyrir forseta- kosningarnar á næsta ári? Á fram- bjóöandi demókrata möguleika gegn forsetanum? Gunnar: „Það er ótrúlegt. Sitjandi forseti hefur geysilega sterka stöðu. Hvar sem forsetinn fer eru sjón- varpsmenn, hann er alltaf í sviðsljós- inu. Það eitt gefur honum mikið for- skot. Og þó að Bush hafi ekki staðið sig vel í innanlandsmálum, hefur hann ekki gert nein hrópleg mistök heldur. Jónas: „Mér finnst líklegt að þeir menn sem stjómi kosningabaráttu hans verði meö svipað hugarfar og þeir sem gerðu það síðast - nánast alveg samviskulausir. Ef á þarf að halda verður farið í stríð við Saddam Hussein til að vinna kosningamar. Ef illa árar hjá honum gerir hann það eða þeir láta hann gera það.“ Gunnar: „Það er mikið mál að fara í strið en það er ekki ýkja mikið mál að gera loftárásir eins t.d. Reagan gerði á Líbýu á sínum tíma. Það er alls ekki óhugsandi." Jónas: „Ég hef trú á því að þeir menn sem eru í kringum Bush ætli sér ekki að tapa. Ef þeir lenda í vand- ræðum með skoðanakannanir leysa þeir máhð með óvæntum hætti. Bandarískir kjósendur eru ekki mjög gjarnir á sjá í gegnum svoleiðis." Gunnar: „Demókratar hafa engan frambjóðanda sem er verðugur and- stæðingur Bush. Þaö er eins og eng- inn vilji leggja nafn sitt við fyrirsjá- anlegan ósigur." Kjamavopn í hendur hryðjuverkamanna - Eigum við að snúa okkur að Sovét- ríkjunum og Gorbatsjov? Jónas: „Ég hef nú tilhneigingu til að vera bjartsýnn á þessi lýðveldi sem hafa komið upp, sérstaklega slavnesku lýðveldin þijú. En ég geri mér ekki grein fyrir því hvort nútím- inn verður ofan á eða trúarbrögðin í íslamslýðveldunum fimm. Mér líst nokkuð vel á það að þessi lýðveldi fari í vestræna átt. Það má ekki gleyma því að vestur- veldin hafa töluverða gulrót í þessu spili því þaðan eiga að koma pening- amir sem eiga að hjálpa þessum ríkj- um að komast inn í himnaríki mark- aðskerfisins. Sú aðstoð verður ekki látin í té nema þessi ríki tryggi kjarn- orkuvopnin og hagi sér almennt eins og til siðs er á Vesturlöndum. Hitt er svo annað að það getur ver- ið ákveðin hætta á því að einstakling- ar, t.d. vísindamenn eða herforingj- ar, komist í þá aðstöðu að selja annaö hvort vopn eða þekkingu til þriðja heimsins. Þessi ríki sem slík eru umheiminum ekki sérstaklega hættuleg, fyrir utan kannski stað- bundin vandamál í Kákasusfjöllum." Óveruleg hætta á átökum milli lýðveldanna Gunnar: „Það er einmitt Kákasus sem er mesta hættusvæðið. Það hef- ur aldrei verið hætta á því að slav- nesku ríkin fari í hár saman. Þau eru svo skyld innbyrðis og það eru raun- verulega ekki deilur á milli þeirra. En það er ekki víst að ólgan í austr- inu brjótist út í innbyrðis stríöi milh þessara fimmtán ríkja sem voru Sov- étríkin áður. Það verður miklu meiri hætta á þjóðfélagsólgu innan frá og ég býst við að hún verði mikil hér og hvar á næstunni. Það er alltaf talað um að það séu bara fjögur lýðveldi í Sovétríkjunum sem hafi kjarnorkuvopn. En þar er átt við langdrægu kjarnorkuvopnin. Vígvaharvopnin eru í niu lýðveldum í viðbót. Það eru einmitt þau sem hætta er á að gætu komist í óæskileg- ar hendur. Þetta eru gereyðingar- vopn þó að þau séu kölluö lítil. Það eru til sprengjur sem hægt er að skjóta með fallbyssu og eru álíka öflugar og sprengjan sem var varpað á Hiroshima. Þessi vopn skipta þús- undum." Jónas: „Mest hættan yrði ef þessi vopn lentu í höndum íslamskra ríkja eða íslamskra hópa. Staðreyndin er að eftir hrun Sovétríkjanna hefur íslam tekið við sem óvinur Vestur- landa númer eitt. Þar geta verið hópar eða ríkis- stjómir sem hafa áhuga á að beita kjarnorkuvopnum sem ógnarafh, ekki th að fara í stríð, heldur til að kvelja Vesturlönd með einhverjum hætti, sprengja eina og eina borg og kúga. Ég geri ráð fyrir því að varnir Vesturlanda yfirleitt hljóti að beinast miklu meira að terrorisma heldur en einhverjum skipulögðum aðgerð- um.“ Nægur matur ef hann kemst á markað - Skiptir ekki höfuðmáh að landbún- aðurinn hrynji ekki? Gunnar: „Það er ekki landbúnað- urinn, heldur fyrst og fremst dreifi- kerfið og sölukerfið sem er algjörlega í rúst.“ Jónas: „Ef þeir geta komið á dreifi- kerfi í Rússlandi verður allt í einu matur til. Hann hættir að eyðileggj- ast og hann kemst til skila vegna þess að gróðafíkn manna sér um það. Þangað til þaö gerist verða Vestur- lönd að sjá til þess aö halda uppi Berlínarloftbrú t^l að tryggja að þetta fari ekki í óefni. En við eigum nú eftir að sjá hvort það svelti fleiri Rússar en Banda- ríkjamenn í vetur.“ Siðferðisstyrkur Borís Jeltsín - Á Borís Jeltsín eftir að faha í áhti á næstu árum? Gunnar: „Hann hefur verið byggð- ur svo mikið upp að hann getur ekki annað en falhö.“ Jónas: „Hann hefur nú samt reynst ansi seigur. Hann var sagður fyhi- bytta og lýðskrumari og ódýr per- sóna að mestu leyti en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt. Hann hef- ur gefið út yfirlýsingar um að virða landamæri Úkraínu. Hann hefur gef- ið mjög stjórnviskulegar yfirlýsingar í sambandi við kjamorkumál og hann hefur hlaðið í kringum sig ráðgjöfum, bæði í efnahagsmálum og öðrum málum, sem taldir eru færastir í því sem áður hét Sovétrík- in. En þetta getur bilað á morgun. Ég geri mér grein fyrir þeim röksemd- um sem segja að hann sé ekki nógu sterk persóna siðferðilega til að standa undir þessu gífurlega hlut- verki sem hann hefur á herðum sér. Enn sem komið er bendir ekkert til annars en að hann þiggi mjög góð ráð.“ Gunnar: „Ég er ekki eins bjart- sýnn. Ég er ansi smeykur um að það verði geysileg þjóðfélagsleg ógla, gerjun og uppþot með tilheyrandi upplausn. Innviðimir eru svo fúnir og rotnir eftir alla óstjórnina." Snarbrjálaðir menn í Serbíu - Evrópubandalagið ætlar aö viður- kenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu þann 15. janúar, að uppfyhtum ákveðnum skilyrðum. Hvað sjáið þið fyrir ykkur í Júgóslavíu á næsta ári eða næstu misserum? Gunnar: „Þeir heíðu betur gert það fyrr. Ef þeir hefðu viðurkennt Króa- tíu og Slóveníu strax getur vel verið að þetta stríð hefði ekki brotist út eða ekki orðið svona ihvígt. Nú er það Bosnía-Hersegovína sem er stóra spumingin því að það er svo sundur- leit hjörð sem býr þar.“ Jónas: „Ég held að þetta sé alveg rétt og vek athygh á því að ég held að aðstæður séu þveröfugar við það sem forstjóri Sameinuðu þjóðanna segir. Tregðan á viðurkenningu ríkj- anna hefur stuðlað að blóðbaði. Það er sami misskilningur og var gagnvart Saddam Hussein á sínum tíma. Menn ímynda sér að það sé hægt með einhveiju samkomulagi að ná þessum mönnum niður á jörð- ina. Það er ekki tilfelUð. Ef maðurinn hinum megin við borðið sýnir samn- ingahpurð telur þessi týpa af mönn- um það vera merki um veikleika. Við slíka menn er aldrei hægt að semja. Það er ekki hægt að semja við Saddam Hussein og það er ekki hægt að semja við Slobodan Milosevic. Ef viðurkenning nær fram að ganga lendir Serbía í töluverðri kreppu með sín mál. Þetta er riki sem er í rúst efnahagslega og er með út- belgdan her á sínum snærum sem er til einskis nýtur nema til þess að drepa fólk. Þetta eru snarbrjálaðir menn sem ráða þarna ríkjum, bæði í Belgrad og í hernum. Þeir verða aðeins kúgaðir th hlýðni." Kommúnistar ráða enn Serbíu Gunnar: „Mig langar til að benda á í þessu sambandi að kerfið í Serbíu er ennþá kommúniskt þó að það heiti eitthvað annað. Milosevic komst upp í gegnum kommúnistaflokkinn og allt hans vald og stjórn byggist á valdakerfi kommúnismans." Jónas: „Það er þetta sem Sovétrík- in hafa losnað við. Það er búið að ýta Gorbatsjov út. Þótt Jeltsín og svipað- ir menn séu ræktaðir upp í komm- únistaflokknum hafa orðið viss sht á mihi sem ekki hafa orðið í löndunum sunnar í Evrópu." Gunnar: „Það hefur orðiö sú grundvallarbreyting að kommún- istaflokkurinn var gerður útlægur því allt valdakerfið í Sovétríkjunum byggðist á flokknum. Eftir bylting- una í ágúst var flokkurinn bannaður og þar með varð algjör kerfisbreyting í Sovétríkjunum. Það er þessi kerfis- breyting sem núna lamar raunveru- lega allt þjóðfélagið." - Eru einhverjar vonir til þess að Serbar og Króatar geti lifaö hlið við hlið eftir þessi átök? Gunnar: „Það er mjög ótrúlegt." Jónas: „Það verður náttúrlega að framleiða handa þeim landamæri og eðhlegast að það séu þau landamæri sem voru þarna áður.“ Gunnar: „Það er búið að breyta landamærum Júgóslavíu og sú breyting gengur áreiöanlega ekki aft- ur til baka.“ Jónas: „Hún verður látin ganga th baka ef þeir vhja það ekki.“ Gunnar: „Serbarnir vhja það ekki. Þeir era búnir að innlima þessar byggðir og þeir sleppa þeim ekki.“ Herlið ekki senttil Króatíu - Eraeinhveijarhkuráaðþeirverði þvingaðir með hervaldi th að sleppa þeim af hendi? Gunnar: „Það fer engin önnur þjóð að útheha blóði fyrir Króata." Jónas: „Nei, það verður ekki.“ Gunnar: „Hugmyndin hjá Evrópu- bandalaginu var sú að þau svæði í Króatíu sem Serbar byggja yrðu und- ir yfirumsjón Sameinuðu þjóðanna í tíu ár og svo fengju þau að kjósa um hvort þau vhdu thheyra Serbíu eða Króatíu. Það virðist vera eini mögu- leikinn ef Serbía á ekki að komast upp með að innhma þau.“ Jónas: „Gegn þessu verður haldið fram að það sé orðið meira eða minna hemaðarlegt mál hverjir búi hvar. Það hefur takmarkað gildi að láta einhveija sem eftir lifa á einhveiju svæði ákveða hvorum megin landa- mæranna þeir skuli vera.“ - En er Serbum stætt á að halda eft- ir þessum landsvæðum? . Jónas: „Ég held að Evrópubanda- laginu sé ekki stætt á því.“ Gunnar: „Nei, þeir verða að gera eitthvað til að reyna að halda andht- SOVÉTRÍKIN Hættan er að einstaklingar, t.d. vísindamenn eða herfor- ingjar, komist í þá aðstöðu ■ að selja annaðhvort kjarn- orkuvopn eða þekkingu til að smíða þau til þriðja heimsins. ISLAND Það verður okkur til mikillar velsældar að láta kúga okkur til að flytja inn landbúnaðar- vörur. BANDARIKIN Bandaríkjamenn vildu hins vegar aldrei að írak liðaðist í sundur því að írak er nokkurs konar mótvægi við íran. Ef á þarf að halda verður far- ið í stríð við Saddam Hussein til að vinna kosningarnar. Þetta er ríki sem er í rúst efnahagslega og er með útbelgdan her á sínum snærum sem ertil einskis nýtur nema til þess að drepa fólk. Veröld sem var — veröld sem Borís Jeltsin Rússlandsforseti. Hann ruddist fram á svið í alþjóðamála á árinu og verður væntanlega áberandi á komandi ári. Hér er hann að fagna sigri með Moskvubúum yfir valdaránsmönnunum i ágúst i sumar. Símamynd Reuter inu. En þegar hernaðarleg landa- mæri hafa eitt sinn verið dregin, er ekki svo auðvelt að breyta þeim, samanber Kýpur 1974 þegar Tyrkir tóku helminginn af eyjunni. Þar er ennþá óbreytt ástand." Jónas: „Tyrkir hafa aldrei verið frystir úti vegna þessa. Þeir hafa aht- af verið þátttakendur í NATO og svæðisbundnu samstarfi. Máhð hef- ur alltaf verið umdeilt en því er ekki til að dreifa í Júgóslavíu." Gunnar: „Það verður líka að hafa það í huga að öh landamæri í Evrópu era dregin eftir stríð." Serbar í vonlausri stöðu Jónas: „Ég held að það skipti miklu að Þjóðveijar standa mjög grimmt með Króötum. Vatíkanið, sem er nú kannski ekki minna afl í heiminum en Þýskaland, stendur einnig með Króötum. Allir nágrannar Júgóslav- íu eru á móti Serbum af hagsmunaá- stæðum. Úr þessu verður bandalag sem verður Serbum mjög erfitt." Gunnar: „Ég er sammála því. Serb- ar standa iha að öllu leyti." Jónas: „Þeir era verr settir en írak- ar að því leyti að írakar hafa ohu. Serbía hefur ekkert nema her sem var rekinn á kostnað Króata og Slóv- ena. Það vinnur enginn maður í Serbíu. Þeir eru bara í hemum og að stjórna Júgóslavíu sem er látin." - Kemst friður á fljótlega upp úr við- urkenningu á lýðveldunum? Gunnar: „Að nafninu til.“ Jónas: „Það verður náttúrlega ein- hvers konar þrátefli eins og þegar er orðið." Gunnar: „Já, það er komið í þá stöðu að Serbar era búnir að ná meirihlutanum af því sem þeir ætl- uðu sér að ná.“ Jónas: „Mér finnst trúlegt að það verði minna blóðbað og að þetta fahi í einhvern „status quo“. Það verður hin pólitíska barátta innan Evrópu- bandalagsins sem ræður hversu hart eigi að ganga að Serbum og hvort eigi að sætta sig við einhverja land- vinninga." Gunnar: „Þá gengurðu út frá því að skynsemin ráði en þetta eru þjóð- emismál og óskapleg tilfinningamál. Það er svo erfitt að eiga við þau vegna þess að menn taka ekki sönsum." - Er hætta á norður-írsku ástandi í Júgóslavíu, kannski áratugum sam- an? Gunnar: „Það hefur verið í raun og vera þó að það hafi ekki verið í frétt- um. Það hafa alltaf veriö terroristar í Króatíu. Það er ahs ekkert ótrúlegt að eitthvað slíkt haldi áfram.“ Innilokunarstefna Jónasar frá Hriflu - Hvað um stöðu íslands á alþjóöa- vettvangi. Byggjum við einangraðan útkjálka í framtíðinni? Gunnar: „Nei. Ég held að við séum sú þjóð sem hefur allra síst efni á því að vera einangruð. Við eigum allt undir því að vera í sem nánustu sam- starfi við aðra. Ég efast um að það sé th á hnettinum þjóð sem á meira undir því að vera nátengd öðrum þjóðum en einmitt við. Þess vegna er ég dálítið hissa á þeirri þjóðrembu sem kemur- fram í viðbrögðum manna viö þessum EES-samningi sem mér finnst alveg sjálfsagður fyrir ísland og mjög góð- ur áfangi. En ég á nú von á að það fari allt inn á rétta braut.“ - Þú nefnir sterkt samband við önn- ur ríki en erum við ekki hrædd við aht sem útlent er? Jónas: „Jú. Það er vandamál sem nafni minn frá Hriflu framleiddi per- sónulega fyrir ahmörgum áratugum og hefur haldið íslendingum í hel- greipum síðan. Framfarastefnan, sem var hér á fyrsta áratugi aldar- innar, koðnaði görsamlega niöur fyr- ir birtunni af Jónasi frá Hriflu. En það er ekkert í samskiptum okkar við útlönd sem bendir th þess að við lendum í neinum sérstökum hremmingum. Við erum í fríverslun- araðstöðu gagnvart heilmörgum ríkjum og höfum góðan samning við Evrópubandalagið, hvernig sem svo fer með efnahagssvæðið. Það eina sem getur valdið okkur vandræðum út á við er að það verði einhver almenn verndarstefna mihi þessara stóru aðha. Ég held ekki að einangrunarstefna íslendinga sé það rík að menn sjái ekki að það verði aö hafa gott veður í öörum löndum, viðskiptalega." Von um blessunarlega kúgun - En er það ekki of ríkt í fari íslend- inga að þeir vilja njóta góðs af sem flestu hjá öðrum en leyfa um leið sem fæstum að njóta góðs af því sem þeir hafa upp á að bjóða? Gunnar: „Ég held að það sé ekkert sérstakt fyrir íslendinga." Jónas: „Þetta er alþjóðlegt vanda- mál. Menn hafa einhverja innan- landshagsmuni sem þeir eru að veija. Við höfum ekki lent í þessu ennþá. Við höfum ekki enn verið al- varlega beðnir um að opna landið fyrir landbúnaðarvörum. Þegar sú krafa kemur af alvöru verður það til að bjarga okkur. Ég held að íslendingar verði ein- hvern tíma blessunarlega kúgaðir til hlýðni og að það verði okkur til mik- hlar velsældar að láta kúga okkur th að flytja in landbúnaðarvörar. En það gerist ekki á ahra næstu árum.“ -gb/-gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.