Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Page 26
KiÚV'-í^í'
CTlr
34 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991.
Helgarpopp_____________________________________pv
U2 aldrei betri
- Achtung Baby sýnir bestu rokksveit veraldar að verki
Bono, söngvari hljómsveitarinnar.
Þaö blandast fáum hugur um að
U2 er sú rokksveit sem mestrar
lýðhylli hefur notið sl. áratug eða
svo. Fjórmenningarnir frá Dublin
voru krýndir konungar rokksins
eftir útkomu plötunnar The Joshua
Tree árið 1987 og þá þymikórónu
hefur hljómsveitin borið með
sæmd síðan. Þrátt fyrir hrakspár
og efasemdir um að U2 gæti staðist
þær væntingar sem til krúnunnar
eru gerðar hefur hljómsveitin
styrkst eftir því sem árin hafa hðið.
Hljómsveitin á það sammerkt með
Bítlunum að hafa beint tónhst sinni
inn á ókannaðar og tormeltar slóð-
ir eftir því sem vegur hennar hefur
vaxið og fyrir það nýtur hún virð-
ingar rokkáhugamanna. Nýjasta
afurð U2, Achtung Baby, sýnir
hljómsveitina í nýjum dansi. Hún
stígur fastar á fjöl.
Þeir sem hafa fylgst með hljóm-
sveitinni frá upphafi fuhyrða með
réttu að hún hafi ekki sent frá sér
betri smíð. Poppsíða dagsins er
helguð U2 en um þessar mundir
eru hðin 12 ár frá því hljómsveitin
sendi fyrstu afurðina frá sér á
plasti.
Hæfileikakeppnin
stökkpallur
Sögu U2 má rekja aftur til ársins
1976 en þá kviknaði hugmynd hjá
íjórum skólabræðrum úr Mount
Temple skólanum að sniðugt væri
að tjasla saman hljómsveit. Sá galli
var þó á gjöf Njarðar að enginn
fjórmenninganna kunni á hljóð-
færi. Shkir smámunir voru þó ekki
steinn í götu hugmyndarinnar og
urðu félagarnir sér úti um grunn-
hljóðfærin, trommur, bassa og gít-
ar. Piltarnir voru Paul Hewson,
kallaður Bono Vox (þýðir mikil
rödd á latínu), vandræðagemsinn
Adam Clayton, námshesturinn
Dave Evans, sem síðar fékk viður-
nefnið The Edge vegna sérstæðs
gítarleiks, og hinn hlédrægi Larry
Muhen sem var plantað bak við
strekktar húðir.
Á þremur árum tókst hljómsveit-
inni að ná þokkalegum tökum á
hljóðfærunum og árið 1979 var svo
komið að þeir vildu reyna fyrir sér
á opinberum vettvangi. Þegar Gu-
innes-bjórfyrirtækið auglýsti hæfi-
leikakeppni sáu piltamir sæng sína
uppreidda og skráðu sig tii þátt-
töku. Þegar hér var komið stundaði
hljómsveitin hljóðfæraslátt á öld-
urhúsum í Dubhn, þó að allir væru
þeir undir lögaldri. Þeir ætluðu
ekki að kemba hærumar á pöbbun-
um og því sáu þeir í hæfileika-
keppninni ákveðinn möguleika á
þvi að komast frá þeim og spila á
„æðri stöðum". Til að gera langa
sögu stutta þá bám þeir sigur úr
býtum í keppninni. Sigurlaunin
vom fimm þúsund írsk pund sem
ætluð voru til hljóðfærakaupa og
reynslusamningur við írlandsdeild
CBS hljómplötufyrirtækisins. í
nóvember kom þriggja laga plata
með Out of Control sem aðahag út
á írlandi og í kjölfarið fylgdi smá-
skífa með laginu Another Day.
Báðar gengu þessar útgáfur vel og
lögin uröu vinsæl á írlandi. í des-
ember 1979 fór U2 í tónleikaferð til
London sem kom piltunum kirfi-
lega niður á jörðina. Aðsókn var
vægast sagt dræm og á eina tón-
leikana mættu níu áheyrendur.
Útgáfurisarnir í Englandi höfðu þó
vaknað til vitundar um að eitthvað
óvenjulegt væri á seyði í Dubhn í
kjölfar vinsælda laganna. Risamir
bitust um bráðina í nokkrar vikur
og í apríl árið 1980 undirritaði
hljómsveitin samning við Island
Records.
Fjölbreytt yrkisefni
Fyrsta verk U2 á hinu nýja merki
kom út aðeins mánuði eftir undir-
ritun samningsins og var þar á ferð
eitt elsta lag hljómsveitarinnar sem
samið var árið 1978 og hét þá Shver
Lining en var nú útgefið sem 11
O’Clock Tick Tock.
í október kom fyrsta breiðskífa
U2 á markað og kailaðist hún Boy.
Þar var á ferð sterk rokkskífa þar
sem byrjendakraftur og ferskleiki
voru aðalsmerkið. Textarnir voru
á vitrænum nótum og hljóðfæra-
leikur grófur án þess að vera
ruddafenginn. Breskir gagnrýn-
endur bám lof á gripinn og var
hann á hstum margra yfir bestu
plötur ársins.
í október árið 1981 var önnur
breiðskífa U2 útgefin og bar hún
nafn útgáfumánaðarins. Trúarlegt
yfirbragð plötunnar var áberandi,
enda hljómsveitarmeðhmir, utan
Adam Clayton, aldir upp í ströng-
um kaþólskum sið. Á plötunni var
guðsorði hampað en pijálsemi
kirkjunnar hörmuð og skrípaleik-
urinn sem viðgengst innan veggja
hennar. Lög plötunnar, sem skír-
skotuðu hvaö sterkast í trúna, voru
Gloria, Rejoice og Tomorrow en
það síðastnefnda samdi Bono um
dauða móður sinnar.
Frá trúarjátningum á October lá
leiðin til óeirðaplötunnar War en
hún kom út í febrúar árið 1983.
Eins og titih plötunnar ber með sér
var efnistakan ófriður í ýmsum
myndum, aht frá uppgjöri elskenda
til átaka trúarhópa, þjóðarbrota og
þjóða. Platan var sú hehsteyptasta
sem U2 hafði sent frá sér, rokkið
var úr jötnageiranum þar sem tek-
ið var í trega á stöku stað. Upptöku-
maðurinn Steve Lihywhite lagði
sig fram um að halda yfirbragði
plötunnar hráu og hann átti ekki
htinn heiður af meistaraverkum
eins og Two Hearts beat as one,
Sunday Bloody Sunday og New
Years Day. Nokkrum dögum eftir
útkomu War hófst í Edinborg átta
mánaða hljómleikaferð U2 um
Vesturlönd, Japan og Ástralíu. í
þeirri ferð var tónleikaplatan Und-
er a Blood Red Sky hljóðrituð en
hún er viðurkennd sem einhver
almagnaðasta hljómleikaskífa
ahra tíma. Samnefndu myndbandi
Umsjón:
Snorri Már Skúlason
var hkt og plötunni tekið með kost-
um og kypjum og var í mörg ár í
hópi best seldu tónhstarmynd-
banda á Bretlandseyjum.
Bonoí
messuklæðum
Eftir kærkomið frí frá tónhstinni
sneri hljómsveitin aftur í miðalda
kastala fyrir utan Dubhn þar sem
upptökur á næstu plötu fóru fram
(Slane-kastalinn komst í heims-
pressuna í lok nóvember sl. er
hann varð eldi að bráð). Nýr upp-
tökustjóri var í för með hljómsveit-
inni, íjöhistamaðurinn Brian Eno,
sem hafði m.a. getið sér gott orð
með Roxy Music, David Bowie og
Talking Heads. Platan kom á mark-
að í október og fékk betri viðtökur
en nokkur af fyrri verkum hljóm-
sveitarinnar. The Unforgettable
Fire var ólík fyrri plötum að mörgu
leyti. Hún skar sig úr hinu hefð-
bundna poppi þar sem allt er khppt
og skorið. Hið mikla rokk-tempó,
sem hafði einkennt hljómsveitina,
var dempað, tónhstin var rólegri
og þyngri, jafnvel sveipuð dulúð.
Sterk undiralda hreif menn inn á
annað vitundarstig þar sem Bono
messaði sem hinn mikh meistari.
Lög í léttari kantinum var þó að
finna á plötunni og eitt þeirra,
Pride (in the name of love), fór á
toppa vinsældahsta. í hljómleika-
ferð, sem fylgdi í kjölfar plötunnar,
var boðskapur U2 svo magnaður
að hann kom fram á jarðskjálfta-
mælum, eins og frægt varð.
Árið 1985 stofnaði U2 eigið hljóm-
plötufyrirtæki, Mother Records,
þar sem efnilegum nýliðum var
gefinn kostur á útgáfu einnar smá-
skífu til að komast í sviðsljósið.
Þetta gerði hljómsveitin, minnug
þess tíma er hún var sjálf að stíga
sín fyrstu skref. Hefur fjöldi hljóm-
sveita notið góðs af þessu framtaki
U2.
The Joshua Tree var heiti sjöttu
plötu U2 sem var gefin út í mars-
mánuði 1987 en þá voru hðin rúm
tvö ár frá útkomu The Unfor-
gettable Fire. Væntingar voru því
miklar og stóð platan fyllilega und-
ir þeim. Gagnrýnendur lofuðu skíf-
una og almenningur flykktist í
hljómplötuverslanir th að verða
sér úti um gripinn. Eins og búist
var við fór platan beint á toppinn
í Englandi en hitt vakti meiri at-
hygh að U2 sló nú loks aimennhega
í gegn í Bandaríkjunum. Lagið, sem
braut ísinn, var With or Without
You, fyrsta topplag U2 í Bandaríkj-
unum, en það fjallar um það of-
beldi sem fylgir því að elska. Um
lagið og vinsældir þess sagði Bono:
„Við vhjum gjaman koma lögum
okkar á vinsældahstana en það
verður að gerast samkvæmt okkar
skhmálum. Það er spennandi verk-
efni að kohvarpa stefnu vinsælda-
útvarpsins því flest lög, sem þar
em leikin, em okkur htt að skapi.
Þetta er hálfgerð lyftutónhst, eitt-
hvað th að hafa í bakgrunni. Við
vhjum stöðva þessa lyftu. Lögin
okkar eiga að höfða th hinna vinn-
andi stétta en jafnframt þeirra sem
grúska í tónhst og hafa hana að
ástríðu. Góður smehur á að koma
róti á ímyndunarafl fólks og það
held ég að With or Without You
geri.“
The Joshua Tree var af aht öðr-
um toga en The Unforgettable Fire
en engu að síður ákveðin fuhkomn-
un þeirrar stefnu sem hófst á þeirri
plötu. Lag eins og A Sort of
Homecoming hafði þróast út í In
Gods Country og Bad út í Where
the Streets Have no Name.
Rattle and Hum var heiti tón-
leikaplötu og bíómyndar sem sýndi
hljómsveitina U2 við leik og störf
og kom út haustið 1988. Þar var að
finna ýmsa eldri gullmola í nýjum
búningum auk þess sem nýjar perl-
ur voru þræddar upp á festina.
Plata ársins 1991
Achtung Baby er áttunda plata
U2 og hefur hennar verið beðið með
mikihi óþreyju. Þegar hulu var
svipt af verkinu í nóvember sl. önd-
uðu margir aðdáenda sveitarinnar
léttar. Þeir sem hugðust rakka plöt-
una niður (það er siður popppress-
unnar ytra að skíta út flest það sem
stórstjörnur senda frá sér) létu sig
hverfa án þess að mikið bæri á með
skottið milli lappanna.
Það hefði nefnhega verið hægðar-
leikur fyrir U2 að setja saman gríp-
andi rokkplötu og raka þannig
saman hundruðum milljóna króna
í eigin vasa. Það voru margir
hræddir við að sú yrði raunin en
góðu heilli tók hljómsveitin gagn-
stæðan pól í hæðina. Achtung Baby
er líklega tormeltasta plata U2 til
þessa og á henni eru gerðar ýmsar
djarfar thraunir sem gleðja hlust-
andann þegar fram í sækir. Það er
þykk skelin á Actung Baby en þeg-
ar maður kemst inn fyrir hefur
maður eignast traustan vin.
Achtung Baby var hljóðrituð í
Hansa-hljóðverinu í Berlín og í
Dublin og tók vinnslan u.þ.b. eitt
ár. Seiðkarlarnir Daniei Lanois og
Brian Eno útsettu plötuna og skila
þeir frábæru verki. Tónhstin er
full af óvæntum uppákomum, þétt
og vanabindandi.
Textasmíðin er í rökréttu fram-
haldi af því sem var að gerast á The
Joshua Tree. Ekki er lengur stung-
ið á þjóðfélagslegum kýlum heldur
takmarkar Bono sig við sálartetur
mannsins. Platan opinberar skýrar
en fyrri verk U2 þá áherslu sem
lögð er á hið andlega í textum U2
og hvernig þeir stinga í stúf við
hefðbundna rokktexta er byggjast
upp á karlmennskuímynd og ung-
æðislegri umfjöhun um ástina.
Textar Bono sýna þroskaðri um-
fjöllun um tilfinningahfið þar sem
farið er út fyrir klisjukenndar lýs-
ingar á skyndikynnum unghnga.
Textarnir gefa tónhstinni aukna
vídd, kannski meiri vídd en á nokk-
urri plötu U2.
Að ætla að taka einhver einstök
lög út er óðs manns æði þegar önn-
ur eins skífa á í hlut og Achtung
Baby. Þó er vert að nefna sérstak-
lega lögin One, Unth the End of the
World, So Cruel og Mysterious
Ways.
Meðhmir U2 hafa neitað öllum
viðtölum eftir að platan kom út,
segja að í tónhstinni sé að finna
svör viö öllum spurningunum.
Undantekningin, sem sannar regl-
una, er stutt spjall sem Bono átti
viö stjórnanda útvarpsþáttar á ír-
landi fyrir mánuði. Þar sagði Bono
aö hann væri eiginlega hissa á því
hversu vel platan hljómaði í hans
eyrum eftir að hafa unnið að henni
meira og minna síðasthðið ár.
Hann sagði ennfremur að Larry
Mullen og Adam Clayton hefðu
unnið sigur á þessari plötu.
„Grunnamir í lögunum eru á
stundum göldrum líkastir, ég hef
sjaldan heyrt jafnþéttan ryþma á
nokkurri plötu.“ Bono sagði að af-
staða hljómsveitarinnar th tón-
leikahalds hefði breyst. Héðan í frá
æth hljómsveitin að ganga út frá
eigin forsendum. U2 mun ekki
halda tónleika nema þegar hljóm-
sveitina langar th og þar sem hana
langar th að spila. Skylduræknin
réð ekki lengur ferðinni.
Þess má að lokum geta að fyrir-
huguð hljómleikaferð U2 hefst í
Bandaríkjunum í mars og næsta
sumar verður hljómsveitin í Evr-
ópu.