Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 30
38 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. m Eftir H. C. Andersen Teikning eftir Thormod Kidde Farþeg- amir tólf Þaö marraði í snjónum. Stóri . póstvagninnvaraðkomaogíhon- um voru tólf manns. Fleiri komust ekki í hann þvi setið var í hverju sæti. Það var hörkufrost, stjömubjart ogblæjalogn. „Búms!“ Keilu var slegið á hurð. „Pjaff!“ Þarna voru þeir að skjóta inn nýja árið. Það var gamlárskvöld og nú sló klukk- antólf. „Trateratra!" Það heyrðist marr í snjónum. Stóri póstvagninn stað- næmdistfyrir framan borgarhlið- ið. Með honum vora tólf manns en fleiri komust ekki í hann því setið x varíhveijusæti. „Húrra! Húrra!“ var hrópað inni í húsunum þar sem fólk hélt upp á •gamlárskvöld. Það var einmitt ný- búið að rísa á fætur með fyllt glös og drakk skál nýja ársins. „Heilbrigði á nýja árinu," sagði það. „Eiginkonu! Nægilegt fé! Og enda á öll vandræði!" Já, þessa óskaði fólk sér og staup- um var khngt - og póstvagninn stóð fyrir framan borgarhliðið með gestina ókunnu, ferðamennina tólf. Hvaða fólk var þetta? Það var með vegabréf og farangur og gjafir til þín og mín og reyndar alfra í borginni. Hverjir voru þeir ókunnu? Hvað vildu þeir og hvað var það sem þeir höfðu meðferðis? „Góðan daginn!" sögðu þeir við varðmanninn við hhðið. „Góðan daginn!" sagði hann því klukkan var búin að slá tólf. „Hvað heitir þú? Hver er þín stétt?" spurði varðmaðurinn þegar sá fyrsti steig út úr vagninum. „Líttu í vegabréfið!" sagði maður- inn. „Þetta er ég!“ Þetta var hka mektarmaður, klæddur bjarnar- skinnspels og í ekilsstígvélum. „Ég er sá sem svo margir setja vonir sínar á. Koniirðu á morgun skaltu fá nýtt ár! Ég kasta skildingum og dölum til fólks, heiðra það og færi því dansleiki, já, reyndar þrjátíu og einn, því fieiri nætur get ég ekki gefið. Skip mín hggja föst í ís í höfn en þaö er hlýtt á skrifstofunni minni. Ég er heildsah og heiti Jan- úar. Það eina sem ég hef með mér erureikningar." Svo kom sá næsti. Hann skemmti fólki því hann stjórnaði gaman- leikjunum, grímudansleikjunum Jólasaga nr. 5 og öllum öðrum skemmtunum sem hægt var að hugsa sér. Farangur hans var stór timna. „Á fóstuinnganginum sláum við annað og meira úr henni en kött,“ sagði hann. „Ég ætla að láta Andre og mér nægja stystu ævina í ahri fjölskyldunni. Ég verð bara tuttugu og átta! Jú, hugsanlega bætist einn dagur við, en það skiptir ekki miklu. Húrra!“ „Þú mátt ekki hrópa svona hátt,“ sagði varðmaðurinn. „ Jú, víst má ég það,“ sagði maö- urinn. „Ég er prins kjötkveðjuhá- tíðarinnar og heiti Febrúaríus." Nú kom sá þriðji. Hann leit út eins og hann heföi fastað en var mikill á lofti því hann var í ætt við „fjörutíu riddara" og veðurspá- maður. En það var ekki feitt emb- ætti. Þess vegna lofaði hann fost- una. Skraut hans var fjólur í hnappagatinu en þær voru afar litl- ar. „Mars, komdu þér af stað!“ hróp- aði sá fjórði og ýtti við þeim þriðja. „Mars, komdu þér af stað. Hér er púns að fá! Ég finn það á lykt- inni. En það var ekki satt. Hann vildi láta hann hlaupa apríl. Þannig byriaði sá fjórði. Hann leit út fyrir að vera sprækur. Hann gerði ekki mikið en hélt marga daga hátíð- lega. „Það gengur upp og niður með skapið!" sagði hann. „Regn og sól- skin skiptast á! Ég er líka flutninga- stjóri og boðunarmaður. Ég get bæði hlegið og grátið. Ég er með sumarfót í ferðatöskunni en það væri rangt að fara í þau. Hérna er ég! Daglega geng ég í silkisokkum og er með handskjól." Nú steig kona út úr vagninum. „Ungfrú Maí!“ sagði hún. Hún var í sumarfótum, blaðgrænu- grænum silkikjól, með skógarsól- eyjar í hárinu. Og hún hmaði af skógarmerkjum svo að varðniað- urinn hnerraði. „Guð velsigni þig!“ sagði hún. Það var kveðja hennar. Hún var indæl! Og söngkona var hún. Hún söng ekki í tjöldunum, nei heldur í fagurgrænum skógin- um þar sem hún gekk um sér th ánægju. Hún hafði í saumapokan- um sínum „Tréskurðarmyndir" Christian Winters sem eru eins og beykiskógurinn sjálfur og „Smá- ljóð eftir Richard" sem eru eins og skógarmerkin. „Nú kemur frúin, unga frúin!" hrópuðu þau sem sátu inni í vagn- inum og svo kom frúin, ung og fal- leg, hreykin og indæl. Hún var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.