Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Síða 37
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 45 Fréttir Starfsmenn sovéska sendiráðsins í óvissu: Mig grunar að sendiráðið starf i nú fyrir Rússland „Mig grunar að sendiráðið starfi nú fyrir Rússland en við höfum ekki fengið nein fyrirmæli þar að lútandi. Það eru 99 prósent líkur á að þetta verði sendiráö Rússlands í framtíð- inni þar sem fyrrum utanríkisráðu- neyti Sovétríkjanna heyrir nú undir Rússland. Þetta hefur því í raun ver- ið ákveðið þannig að það er einungis formsatriði að tilkynnna okkur þetta. Við eigum von á opinberri til- kynningu þess efnis á næstunni," segir Leoníd Vakhtim, 2. sendiráðs- ritari í fyrrum sendiráði Sovétríkj- - segir Leoníd Vakhtim, 2. sendiráðsritari anna á Islandi. Leoníd segir óvissuna um framtíð sendiráðsins snúast um að hversu miklu leyti það muni þjóna hags- munum annarra samveldisríkja en Rússlands. Hann segir að fulltrúar ríkjanna muni hittast á fundi þann 30. desember þar sem ákvörðun um samstarf á sviði utanríkismála verði á dagskrá. Þá sé formlegrar ákvörð- unar um þetta samstarf að vænta. Alls dvelja um 60 manns hér á landi í tengslum við fyrrum sendiráð Sov- étríkjanna, þar af 13 diplómatar. All- flest er þetta fólk Rússar, þar á með- al Leoníd sem segist vera Rússi í húð og hár. Sendiherrann, Igor N. Krasa- vin, mun hins vegar vera að hálfu Rússi og að hálfu Úkraínumaður. Að sögn Leoníds voru engin jól haldin hjá starfsmönnum sendiráðs- ins nú í desember né fjölskyldum þeirra. Flest tilheyri þetta fólk rétt- trúnaðarkirkjunni sem haldi upp á jólin 7. janúar. Hann segir hátíðar- höldin hér á landi hins vegar ekki hafá farið fram hjá sínu fólki og í til- efni þess hafi menn gert sér daga- mun. Hann segir efnahagsþrenging- arnar heima fyrir ekki hafa bitnað á starfsfólki sendiráðsins fram til þessa. Laun og önnur aðfong hafl borist með eðlilegum hætti. Því væsi ekki um neinn í sendiráðinu. í íslenska utanríkisráðuneytinu ríkir ekki vafi á að sendiráð Sovét- ríkjanna sé nú í þjónustu Rússlands enda telur það sig hafa fengið stað- festingu á því. Formlega hefur ísland hins vegar ekki viðurkennt Rúss- land. í ráðuneytinu er hins vegar lit- ið svo á að viðskiptasamningur ís- lands og Rússlands, sem undirritað- ur var 5. desember síðasthðinn, sé ígildi slíkrar viðurkenningar. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneyt- inu, er það skoðun ráöuneytisins að Igor N. Krasavin, fyrrum sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, og starfs- menn sendiráðsins starfi nú sem full- trúar Rússlands hér á landi. Að- spurður segist hann búast við að sendiráðið þjóni til að byrja með öðr- um þeim ríkjum sem áður mynduðu Sovétríkin. -kaa Sameining 1 Eyjum um áramótin: EHt fjögurra stærstu sjávarút- vegsfyrirtækja - veiðiheimildir jafngilda 12.500 þorskígildistonnum Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum: Samningar hafa tekist um að sam- eina ísfélag Vestmannaeyja hf. - Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. og Berg-Huginn hf. Félögin sameinast frá 1. janúar 1992 undir nafni ísfélags Vesmannaeyja hf. sem er elsta starf- andi hlutafélag á íslandi. Firma- merki hins sameinaða félags verða Skeifumar sem nú eru merki Hrað- frystistöðvarinnar. Félagið verður þriðja til fjórða stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins. Hið sameinaða félag hefur yfir að ráða tveimur frystihúsum auk ann- arra fasteigna, fiskimjöls- og loðnu- verksmiðju, netagerð, frystitogara, þremur ísfisktogurum, sex togskip- um auk þriggja loðnuskipa. Saman- lagðar fiskiveiðiheimildir þessara skipa á yfirstandandi fiskveiöiári eru 7.510 þorskígildi eða um 9.000 tonn af bolfiski. Félagið hefur auk þess tæplega 500 tonna rækjukvóta, íjóra síldarkvóta, fjóra loðnukvóta 'og humarkvóta. Samanlagt má meta þessar veiðiheimildir sem 12.500 þorskígildistonn. Samanlagðar skuldir félaganna eru um tveir milljarðar að frádregnum veltufjármunum. Stefnt verður að lækkun skulda með sölu eigna sem ekki munu nýtast hinu sameinaða félagi. í samkomulagi um samein- ingu félaganna er ákveðið að auka hlutafé sem selt verður á almennum HREINSIÐ UÚSKERIN REGLULEGA. DRÚGUM ÚR HRADA! IUMFERÐAR RÁÐ markaði og verður félagið gert að almenxúngshlutafélagi. í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir aö markmið sameiningarinnar sé aukin hagkvæmni í veiðum og vinnslu. Færri skip verði gerð út og því verði einhveijum eldri skipa fé- lagsins lagt eða þau seld án veiði- heimilda. Allrar hagræðingar verði leitað í vinnslu aflans. Öllu fastráðnu starfsfólki ööru en verkafólki og undirmönnum á fiski- skipum verður sagt upp störfum við sameiningu félaganna. Leitast verð- ur við að finna sem flestum störf við hæfi hjá hinu sameinaða fyrirtæki. Ljóst er þó að einhver fækkun á starfsmönnum verður eftir samein- inguna. Forstjóri verður Sigurður Einarsson og aðstoðarforstjóri Magnús Kristinsson. Jólin eru hátíð Ijóss og friðar og þessar ungu hnátur biðu í eftirvæntingu eftir Ijósi á kyndilinn sinn fyrir friðar- göngu sem þær tóku þátt í um hátíðarnar. DV-mynd S BRUÐAR • •• /•• gjofin 3 MANAÐA OKEYPIS ASKRIFT TIL ALLRA BRÚÐHJÓNA SEM GANGA í ÞAÐ HEILAGA Allt sem þú þarft að gera er að senda þennan seðil til: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt ,,Brúðargjöfin“. Sími 91-2 70 22. Fax 91-2 70 79. Sjá næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.