Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Síða 39
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 47 Ljúffengir ára- mótaábætisréttir Eftir ljúífengan kvöldverð á gaml- ársdag er gott að fá sér frísklegan eftirrétt. Hér koma nokkrir eftir- réttir sem passa hvort sem er á eft- ir svínakjöti, fuglakjöti eða öðrum tegundum. Svo er bara að velja það sem ykkur líst best á. Moldvarpan Þetta er góður gamaldags eftir- réttur. Undir girnilegum frómasn- um fela moldvörpurnar sig. (Fyrir 6 manns) 25 mjúkar steinlausar sveskjur 25 möndlur Vanillufrómas 1 egg 3 msk. sykur 1 msk. vanillusykur 3 matarbmsblöð 1 'A dl rjómi Punt 2 dl ijómi 'Á msk. sykur rifið suðusúkkulaði Skræbð möndlurnar og setjið eina í hveija sveskju. Leggið síðan sveskjurnar í haug á þann disk sem rétturinn verður borinn fram á. Setjið matarlímið í kalt vatn smá- stund. Stífþeytið egg og sykur. Hell- ið vatninu af matarlíminu og bræð- ið það. Stífþeytið 1 'A dl af ijómi. Hrærið matarlímið saman við eggjahræruna og síðan ijómanum þar saman við þegar hún er byijuð að stífna. Helbð frómasnum yfir sveskj- umar og látið stífna. Stífþeytið ijóma með sykri til skreytinga ofan á frómasinn. Að síðustu er suðu- súkkulaðibitum stungið í til skreytingar. Hnetufrómas Góður en kannski þungur eftir- réttur sem passar best eftir léttan mat. (Fyrir 6 manns) 100 g hasselhnetukjarnar 6 dl mjólk 50 g sykur 3 eggjarauður 5 matariímsblöð 3 dl ijómi 1 msk. vanillusykur Punt Rjómi og ristaðar hnetur Setjið hnetukjamana á rist í ofn- inum og hreinsið þá og myljið og blandið þeim saman viö mjólkina og sykurinn í potti. Bætið síðan eggjarauðunum saman við og þeyt- Moldvarpa. ið. Látið blönduna þykkna og hrær- ið stöðugt í á meðan. Takið blönd- una af hitanum og bætið matarlím- inu saman við sem áður hafði legið í köldu vatnsbaði. Hrærið þar til blandan er farin að kólna. Þeytið ijóma með vanillusykri og blandið saman við hnetublönduna. Hellið frómasnum í eftirréttarskálar og látið stífna í ísskáp. Puntið með ijóma og ristuðum hnetum. Ávaxtasalatmeð banönum og avokado Áramótaís. Ávaxtasalat er mjög vinsæll ábætisréttir. Þetta hér, með banön- um og avokado, þykir mjög spenn- andi og gott. (Fyrir 4 manneskjur) 2 þroskaðir avokado 2 harðir bananar safi úr einni sítrónu sykur eftir smekk Skræbö banana og avokado og skerið í passlega stófa bita. Pressið sítrónuna og hræriö safanum sam- an við sykurinn. Helbð yfir ávext- ina og hrærið. Smakkið á og bætið sykri í ef með þarf. Eitthvað gott úr kökuboxunum hentar vel með. Perur í karamellusósu Nýstárlegur réttur sem saman- stendur af ávexti, karamebu og möndlum. (Fyrir 4.) 4 stórar, góðar perur sykurlögur, blandaður með sítr- ónusafa Karamellusósa 1 dl ijómi 1 dl sykur 1 /i msk. sýróp Puntið með möndluílögum. Skræbð fjórar fínar og stórar per- ur. Skiljið stilkinn eftir en skrapið hann. Sjóðir perumar, þannig að þær verði mjúkar, í sykurvatni. Látið renna af þeim og kæbð. Setjið eina peru í hverja ábætisskál. í sósuna er blandað saman 1 dl rjóma og sykri og sýrópi og þaö hitað upp. Bætið ijómi í eftir þörf- um þannig að sósan verði létt og fabeg. Kæbö hana niður áður en henni er hebt yfir perumar. Síðan em möndluflögurnar settar yfir. Ef þú vilt hafa sósuna bragðmeiri og dekkri má setja eitt suðusúkkul- aðistykki út í hana rétt áður en hún er tílbúin. Sítrónusorbett í Frakklandi er gjarnan boðið upp á sorbett á mibi rétta, t.d ef fjög- urra rétta veisla er í gangi. Tbgang- urinn er að kæla magann svo hann þob meiri mat. Þessi réttur gæti verið fínn sem sbkur milhréttur. Vi 1 vatn ca 200 g púðursykur saft úr fjórum sítrónum 2 eggahvítur Hitið upp sykurlög með sykri og vatni. Bætið sítrónusafa út í. Setjið blönduna í skál og í frysti. Látið hana hálffijósa. Stifþeytið eggja- hvíturnar og hrærið saman við frystu blönduna. Þeytið í vél og stin'gið í frysti aftur. Þeytið einu sinni í viðbót áður en blandan frýs alveg. Blandið í ábætisglös og bjóð- iö jólasmákökur með. Áramótaís Þegar við búum tb áramótaís höfum við hann svolítið öðmvísi og spennandi. Jólasmákökur og súkkulaðikattatungur geta t.d. gert mjög mikið. (Fyrir 6 manns) 2 hálfs lítra pakkar af vanibuís 2 dl rjómi VA dl skrældar möndlur 1% dl hakkað suðusúkkulaöi 1 /i dl hakkaðar rúsínur Hakkið rúsínurnar og súkkulaðið og myljið möndlurnar. Stífþeytið ijómann. Takið fram einn pakka af ís, skerið hann niður. Hrærið hann síðan jafnt og bætið möndl- um, súkkulaði og rúsínum út í. Hrærið jafnt og þétt. Bætiö síðan hinum íspakkanum í smátt og smátt en skerið hann fyrst í sneið- ar. Setjið loks ísinn í fabegt form sem þobr aö fara í kalt vatn þegar ísinn er tekinn úr forminu. Setjið ísinn í frysti og frystið í minnst tólf tíma. Auðvitað getur hann ver- ið lengur í frystinum ef á að laga hann með góðum fyrirvara. Takið hann síöan út um hálfri klukku- stundu áöur en hann er borinn á borð. Búið gjarnan tb frönsku kattatungurnar með en uppskriftin fylgir hér á eftir. Franskar kattatungur ca 50 stykki 100 g smjör 1 dl sykur 125 g hveiti 2 tsk. vanblusykur 3 eggjahvítur 6 msk. ijómi Hrærið smjörið, sykurinn og van- ibusykurinn þannig að það verði hvítt og létt. Setjið út í óþeyttar eggjahvíturnar, eina í einu, og hrærið vel á mbb. Þó deigið sýnist skrítið þarf engar áhyggjur að hafa. Blandið loks hveitinu í og að síð- ustu ijómanum. Setjið deigið í ijómasprautu og sprautið fabegar lengjur, ábka sverar og blýant, á bökunarplötu. Hafið plötuna vel smurða og gott bb á mibi kakanna. Bakast við 275 gráða hita þar tb þær verða fabega gulbrúnar. Losið síðan með þunnum beittum hnífi þegar þær fara að kólna. Kökurnar verður að geyma í boxi með góðu og þéttu loki. Þessar kökur eru sagðarmjöggóðar. -ELA mviíiu, 68 55 22 ALLAN RINGINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.