Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. Fréttir Erlent símaþjónustufyrirtæki í samkeppni viö Póst og síma: Ætlar að bjóða símtöl til Bandaríkjanna á hálfvirði - hlaut að koma að þessu, segir yfirverkffæðingur Pósts og sima „Viö höfum heyrt af þessari þjón- ustu en áttum ekki von á að þaö væri byrjað aö bjóða hana á íslandi. Auðvitað hlaut þó að koma að því. Viö erum klárir á því að þaö er erf- itt fyrir okkur að keppa við þessi stóru erlendu símafyrirtæki og áhyggjuefni fyrir okkur hvemig við gerum það í framtíðinni þegar þetta veröur meira og minna gefið frjálst. Að svo stöddu höfum við ekki tekiö neina ákvörðun um viðbrögð við þessari samkeppni,“ segir Gústaf Amar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma. Bandarískt símaþjónustufyrir- tæki, Intemational Discount Telecommunication (IDT), hefur ákveðið að bjóða íslenskum símnot- endum aðgang að bandaríska síma- kerfinu og þeirri gjaldskrá sem þar gildir. Með því að hringja í sérstakt númer ytra og leggja síðan á biöur viðkomandi símnotandi um að hringt verði í sig og hann tengdur línu í stafræna kerfinu í Bandaríkj- unum. Þau símtöl sem á eftir fylgja reiknast samkvæmt þeirri gjaldskrá sem þar gildir. í bréfi sem Howard Jonas, stjórnar- formaður og stofnandi IDT, hefur ritað DV, segir að með þessari þjón- ustu sé fyrirtæki hans að rjúfa skarð í áratugalanga einokun Pósts og síma. Fyrir vikið muni íslenskum símnotendum bjóðast yfir 50 prósent verðlækkun á símtölum til Banda- ríkjanna. Samkvæmt upplýsingum Pósts og síma kostar mínútan til Bandaríkj- anna 114 krónur milli klukka 8 og 23 alla daga. Yfir nóttina kostar mín- útan 79.50. í Bandaríkjunum kostar 5 mínútna samtal hins vegar tæplega 84 krónur mínútan sé hringt milli Guðjón Friðriksson og Guðbergur Bergsson fengu Hin islensku bókmenntaverðlaun í ár. DV-mynd BG Svanurinn og Saga Reykjavíkur hlutu bókmenntaverðlaunin Guðbergur Bergsson og Guðjón Friðriksson fengu Hin íslensku bók- menntaverðlaun. Hlaut Guðbergur verðlaunin fyrir skáldsögu sína Svanurinn og Guðjón fyrir Sögu Reykjavíkur. Þetta var í þriðja sinn sem verð- laun þessi, sem veitt eru af bókaút- gefendum, eru afhent. Fór athöfnin fram með hefðbundnum hætti í Listasafni íslands. Hamrahlíðarkór- inn söng íslensk lög undir stóm Þor- gerðar Ingólfsdóttur í byijun athafn- arinnar, inni á milli atriða og í lokin. Það var síðan forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, sem afhenti rit- höfundunum verðlaunin. Áður hafi Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, farið með hugvekju sem áhorfendur lýstu vel- þóknun sinni á með miklu lófataki. Guðjón og Gubergur þökkuðu fyrir sig og kvað Guðjón það heiöur fyrir sig að standa hér við hhð Guðbergs sem hann hefði alltaf virt frá því hann kynntist verkum hans. í líflegri og skemmtilegri ræðu kom Guðberg- ur meðal annars með marþætta lýs- ingu á svönum og var ræðu hans vel fagnað. -HK Innbrotsþjófar í Ólafsvík sögðust hafa verið svangir: Stálu pottum og pönnum Lögreglan í Ólafsvík hefur upplýst aUsérstakt innbrot sem framið var á veitingahúsinu Sjólyst aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglumenn komu að innbrots- stað um klukkan fimm um nóttina. Sátu þá tveir innbrotsþjófar í róleg- heitum innandyra - annar á þrítugs- aldri en hinn mun yngri. Mennimir voru búnir að taka ýmislegt til í tvo poka og körfú, svo sem potta og pönnur, hljómplötur, eldhúsáhöld, matarskálar af ýmsum stærðum, rækjupoka og um eitt kíló af fiski. Tvímenningamir gáfu þá skýringu að þeir hefðu veriö svangir - hins vegar var ljóst aö þeir vom greini- lega ekki aÚsgáðir. Þjófamir vora hinir rólegustu og fóra með lögreglumönnum að bíl þeirra. En þegar búið var setja þá inn í bíl stökk annar þeirra út og hljóp sem fætur toguðu. Lögreglan náði honum og setti í handjám. En þá hljóp hinn í burtu - sá yngri. Fór hann svo hratt yfir að lögregl- an missti sjónar af honum út í myrkriö. Ekki hafðist uppi á flótta- manninum fyrr en á Patreksfiröi. Lögreglan þar náði honum og aöstoð- aði Ólafsvíkurlögregluna við að upp- lýsa hans þátt í málinu. Innbrots- og flóttamálið er nú talið fullupplýst, að sögn lögreglunnar í Ólafsvík. -ÓTT klukkan 7 og 13 að staðartíma, tæp- lega 63 krónur milli klukkan 13 og 17 og rúmlega 50 krónur sé hringt frá klukkan 17 til 7 að morgni. í tilboði IDT er íslenskum símnot- endum einnig boðið að nýta sér bandaríska símakerfið til fjarskipta út um afian heim á ódýrara verði en Póstur og sími býður. Á undanfórn- um áram hefur fyrirtækið boðið sím- notendum annars staðar í Evrópu sams konar þjónustu. Að sögn Gústafs munu allir not- endur stafræna kerfisins hjá Pósti og síma geta notfært sér þetta tilboö bandaríska fyrirtækisins. Alls era skráðir símnotendur á íslandi um 100 þúsund, þar af era ríflega 40 prósent tengdir stafræna kerfinu. Á næstu fimm árum stendur til að tengja alla símnotendur stafræna kerfinu. Andri Ámason, lögmaður Pósts og síma, sagðist í fljótu bragði ekki sjá neitt ólöglegt við þessa nýju sam- keppni þegar DV skýrði honum frá bréfi IDT. -kaa Ræða flutt á Gatt-fundi í Miðgarði: „Sullaveikibandorms- sjúki hrægammur" Jón Baldvin Hannibalsson utan- hann fór að troða sér fram hefur ríkisráöherra heldur því fram að í hann með öllum ráðum reynt að gangi sé ófrægingarherferð gegn murka lifið úr okkur bændum, en sér meðal bænda vegna GATT- skríður svo um og þykist vera vin- samninganna. í því sambandi hef- ur og frelsari. Þvílíkur andskotans ur hann bent á ræður sumra Júdas. Eins og allir vita er búið að bænda á þeim kynningarfundum halda hér á þessum staö fund til sem hann hefur haldið með þeim kynningar á þessum GATT-samn- um GATT-samningana. Hér fer á ingum og það er alveg nóg kynn- eftirræöaeinsfundarmannaíMið- ing. Við þurfum ekki að meðtaka garði í Skagafirði 23. janúar síðastl- lygaþvæluna og blekkingamar hjá iðinn.Nafniræðumannsersleppt. þessum fugli þama. Stundunt „... Ég skal, ég ætla að byija á heyrum við að-þetta og hitt sé þjóð- aö segja ykkur það að ég verð ekki hagslega óhagkvæmt og þjóðhags- með neitt tæpitungumjálm en ég lega hagkvæmt. Ég er ansi hrædd skal vera stuttorð og sannorð, Þvi- um að Jón Baldvin Hannibalsson likurviðbjóðurerþaðsemnúhefur sé þjóðhagslega óhagkvæmur. Og hellt sér hér yfir okkur. Hvaö er þess vegna sé þjóðhagslega hag- þessi sull veikibandormssjúki hræ- kvæmt aö þurrka hann út af landa- gammur að slefast hér noröur í kortinu. Hvað haldiö þið aö þetta land til að Ijúga og smjaöra? Það endalausa þvæl hans út um allan er Hklega ekki nóg að þetta kvik- heim, þar sem hann er að skipta indi sé alltaf argandi og gargandi í sér af hlutum sem honum koma tíma og ótíma í fjölraíðlum. Ein- ekkert við, kosti? Svo er hann að hver besta frétt sem komiö hefur í rausa um að bændasamtökin séu útvarpinu var lesin í fréttatíma á með hóp manna sem vinni bara miðnætti aöfaranótt gamlársdags. einhvem óþarfa á launum hjá rík- Það var búiö að hóta þessum hræ- inu. Ætli það sé ekki best fyrir gammi lífláti. Loksins kom að því. hann að líta sér nær. Hann ætti Viö skulum alveg átta okkur á því a.m.k. alveg að spara þjóðarbúinu að þessi Jón Baldvin er ekkert þaö að vera að skríða hér út um nema útsendari djöfulsins sem ætl- land og spúa eiturgufum yfir vinn- ar sér að drepa okkur íslendinga andi fólk. Takk fyrir." og draga til helvítis. Alla tið siðan Starfsfólk á veitingahúsmn: Útlendingar fá atvinnu- leyfi þótt 39 manns sé á atvinnuleysisskrá Óánægja ríkir meðal félagsmanna í Félagi starfsfólks í veitingahúsum yfir því að átta Pólverjum skuli hafa verið veitt atvinnuleyfi vegna starfa á Hótel Sögu samtímis því sem þijá- tíu og níu manns séu á atvinnuleysis- skrá hjá félaginu. „Starfsmannasfjórinn á Hótel Sögu var búinn að reyna fyrir sér bæði hjá okkur og á ráðningarskrifstof- unni en án árangurs,“ segir Hjördís Baldursdóttir, formaður félagsins. „Það fékkst enginn í störf herbergis- þema sem vora laus. Þess vegna gáf- um við þessum átta pólsku stúlkum atvinnuleyfi." Aö sögn HJördísar var leyfið veitt í desember og era pólsku stúlkumar þegar komnar til landsins. Yfirleitt er atvinnuleyfi ekki veitt til lengri tíma en hálfs árs í senn en í þessu tilfelh var það veitt til októberloka. Hjördís telur óánægjuna einnig stafa af því að nú er verið að ségja upp fólki á Hótel Sögu. „Þetta kemur náttúrlega svohtið í bakið á okkur af því að uppsagnimar hófust nú eftir áramót. Eg held nú að þetta rekist samt ekki á því að það er verið að segja upp fólki sem hefur veriö í ræstingum." Kristín Pálsdóttir, starfsmanna- stjóri á Hótel Sögu, segir að tveimur stúlkum, sem unnið hafa að ræsting- um í ráðstefnusölum, hafi verið sagt upp í janúar vegna breytinga. Þeim hafi ekki verið boðið herbergis- þernustarf. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.