Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. 9 Saddambannar fjárausturtil magadansmeyja Saddam Hussein íraksforseti hefur bannað rausnarlegt þjórfé til magadansmeyja eftir að fréttir birtust um að einn hugfanginn aðdáandi og milljónamæringur hefði kastað milljón dínara ávís- un fyrir fætur dansmeyjar nokk- urrar að lokinni sýuingu. Saddam sektaði manninn um rúmlega átján mibjónir króna og á að dreifa þeim peningum meðal fátlæklinga. Bagdadbúar hafa ekki talað mn annað undanfarna tvo mánuði og var Saddam svo hneykslaður á framferði mannsins að hann var- aði þjóðina við því í sjónvarpsá- varpi að sýna svona léttúð. Samkvæmt opinberu gengi eru milljón dínarar jafnvirði um 180 milljóna króna. Ekki reyndist þó allt gull sem glóir í máli þessu sem líkt hefur verið við sögur úr 1001 nótt. Sér- stök nefnd rannsakaði það um helgina og í ljós kom að ávísunin var óútfyllt Finnarsegja brjóstabari vera ósiðlega Lögreglan í Finnlandi er nú aö rannsaka nýja „topplausa" bari til að ganga úr skugga um hvort þeir brjóti í bága við velsæmislög landsins. íbúar i bænum Mikkeli i suður- hluta Finnlands kröfðust þess að til skarar yrði látið skriða gegn börum þessum og beitt yrði lög- um sem kveða á um sex mánaða fangelsi íyrir ósiðlegt kynferðis- legt athæfi. Verkalýðsfélag starfsmanna veitinga- og gistihúsa sagði í siö- ustu viku að barir þessir væru „óheilbrigð og ónauðsynleg aug- lýsingabrella" og bað stjórnvöld um að banna þá með vísan til jafnréttisreglugerða. Tveirlétustí hótelhruniá Spáni Tveir menn létu lífið þegar hót- el í feröamannabænum Santand- er á norðurströnd Spánar hrundi að hluta í gær þegar verið var endurbyggja það. Björgunarsveitir fundu fyrra likið með aðstoð sporhunda sjö klukkustundum eftir að hótelið hrundi. Þriggja manna var enn saknað síödegis í gær og var þeirra leitað. Sjö menn komust lífs af úr óhappinu og voru þeir færðir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra. Einn var meðvit- undarlaus og tveir aðrir voru al- varlega slasaðir. Ekki er vitað með vissu hversu margir voru aö vinna við hótelið og því ber fréttum um fjölda týndra ekki saman. Hótelið hafði verið lokað i tvo mánuði vegna viðgerða. Sprengja gerð óvirkviðskóla Sprengjusérfræðingar breska hersins á Norður-írlandi gerðu 400 kílógramma sprengju sem fannst nærri barnaskóla óvirka í gær. Sprengjan fannst úti á götu í bænum Strambane sem er nærri landamærunum að irska lýðveldinu. „Hún var aðeins 500 metra frá skólanum í Strambane,“ sagði talsmaður Iögreglunnar. Bærinn var girtur af í átta klukkustundir á meðan sprengj- an var gerð bvirk. Ekki var greint frá því hver hefði fundiö sprengj- una né hver kom henni fyrir. Reuter Þjóðvegahóran Aileen Woumos fundin sek um morð: Ég myrti bara drullusokkana - hrópaði hun að kviðdómenduin þegar þeir lásu niðurstöðu sína „Ég myrti bara drullusokkana. Ég vona að ykkur verði öllum nauðgað eins og mér var nauðgað,“ hrópaði Aileen Woumos að kviðdómendum í Deland í Flórída þegar lesinn var upp úrskuður þeirra um að Aileen væri sek um morð. Aileen hefur játað að hafa orðið sjö mönnum að bana á árunum 1989 til 1990. í bandarískum fjölmiðlum er hún jafnan kölluð þjóðvegahóran því að hún hafði atvinnu af vændi á þj óð- vegrnn Flórída. Hún segist hafa drep- ið mennina í sjálfsvöm því þeir hafi ýmist nauðgað sér eða reynt það. Enn er ekki búið að skera úr um hvort Aileen verður dæmd til dauöa eða í lífstíðarfangelsi. Saksóknari sagði að hún hefði drepið mennina með skipulegum hætti til að hefna sín á karlmönnum. Aileen hefur við- urkennt að hún sé lesbía og saksókn- ari lagði mikið upp úr því að hún bæri í brjósti hatur til allra karl- manna. Að þessu sinni var aðeins réttað vegna morðs á einum manni en búist er við að mál verði einnig höfðað gegn henni vegna morðanna á hinum mönnunum sex. í Bandaríkjunum hafa kvennahreyfmgar tekið málstað Aileen og segja að hún sé fórnarlamb grimmilegra Scimfélagshátta. í réttarsalnum í gær var meðal áhorfenda Arlene Pralle, kona sem sýnt hefur máli Aileen mikinn áhuga. Hún er sannkristin og í síð- asta mánuði ættleiddi hún Aileen til að sýna samúð sína með henni. Reuter EES: Aileen Wournos segist hafa myrt sjö karlmenn i sjálfsvörn vegna þess að þeir nauðguðu henni. Hún var engu að siður fundin sek. Simamynd Reuter Ekki mikil bjartsýni á lausn Samningamenn EFTA lögðu fram tillögur til lausnar á dómstólamálinu í sambandi við samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði, EES, á fundi með Evrópubandalaginu í Brussel í gær. Dómstóll EB komst að þeirri niðurstöðu í desember að samkomu- lagið, sem þá lá fyrir um EES, sam- rýmdist ekki Rómarsáttmálanum, stofnskrá EB. Samningamenn EB voru ekki tilbúnir tU að gefa ákveðið svar við tillögum EFTA og menn voru ekki mjög bjartsýnir á að lausn fyndist í þessari viku. Tillögur EFTA-landanna ganga út á það að þau fái sína eigin dómstóla sem um margt verði svipaðs eðlis og dómstóll EB. Þá á EFTA að fá eigin eftirlitsnefnd sem á vissum sviðum verður til mótvægis við fram- kvæmdastjórn EB. Ef framkvæmda- stjórnin verður ósammála EFTA- nefndinni um túlkun á þeim hlutum EES-samningsins sem eru samhljóða reglugerðum EB verður reynt að leysa málið með viðræðum. Þá geta EFTA-löndin einnig lagt málið fyrir dómstól sinn. Framkvæmdastjórn EB kynnir til- lögur EFTA fyrir aðildarlöndunum á miðvikudag og á fimmtudag og fostu- dag setjast samnninganefndirnar aft- ur niður til að fá botn í málið. Á mánudag hittast síðan utanríkisráð- herrar EB í Brussel og geta þeir þá tekið afstöðu til þess sem samið hefur verið um. FNB og NTB Útlönd Viljaeyðnipróf fyrirbörná barnaheimilum Bæjarstjórnin i Follo á Norður- Ítalíu hefur samþykkt að taka upp eyönipróf fyrir börn sem vistuð eru á barnaheimilum bæj- arins. Heiibrigðisráðherra lands- ins neitar þó að samþykkja hug- myndina og segir að ólöglegt sé að skylda mtgbörn í eyðnípróf. Ætlunin er aö byrja að eyöni- prófa börnin næsta haust. Bæjar- stjórinn segir að ekki sé ætlunin að mismuna þeim börnum sem reynast smituð þótt gott sé fyrir fóstrurnar að vita af sjúkum bömum. Dóttir Peters Falkviliaðhann borgi skóiavist Catherine, dóttir leikarans Pet- ers Falk, ber sig illa vegna þess að faðir hennar er hættur að greiða skólagjöldin við háskól- ann í New York þar sem hún stundar nám. Falk varð heims- kunnur hér á árunum þegar hann lék Colombo rannsóknar- lögreglumann í ótal sjónvarps- þáttum. Falk er skilinn viö móður Cat- herine en í skilnaðarsamningn- um varð það að samkomulagi að hann greiddi námskostnað fyrir dóttur sina. Nú er hins vegar svo ástatt fyrir Falk að hann hefur ekki e&íi á að standa við samn- inginn. Tveirdrepnirvið aðsmyglatei Landamæraverðir í Tyrklandi skutu tvo menn til bana þegar þeir reyndu að smygla tei inn í landið frá SýrlandL Smyglararn- ir ætluðu að bera töluvert af tei yfir landamærin þegar til þeirra sást og skotbardagí hófst. Verslunarkeðjan Macysí greiðslustöðvun Bandaríska verslunarkeðjan Macys hefur fengið greiðslu- stöðvun meðan verið er aö reyna að bjarga fjárhag fyrirtækisins. Macys er talin stærsta verslunar- keðja í heiminum og er með 251 útibú i Bandaríkjunum. Vitað hefur veriö um erfiðleika fyrirtækisins um nokkum tíma en nú var svo komið að heildsalar neituðu að selja þvi vaming. Ekki verður þó verslunum Macys lok- að fyrst um sinn eða þar til i ljós kemur hvort gjaldþrot er óum- flýjanlegt. Reuter Fimm menn létulífiðilest- arslysi I Róm Tvær farþegalestir, þéttsetnar fólki á leið heim úr vinnu, rákust saman í einu af úthverfum Rómar í gær- kvöld. Fimm menn létu lífið í slysinu og lögreglan segir að á annað hundr- að hafi slasast. Slökkviliösmenn unnu að björgun- arstörfum fram á nótt því illa gekk aö komast að hinnum slösuðu vegna þess hve illa lestimar fóru við árekst- urinn. Skera varð vagnana í sundur til að ná fólkinu út. Talið er að slysið hafi orðið vegna þess að lestimar voru fyrir mistök settar á sama spor. í fyrstu var talið að um sprengjutilræði væri að ræða en það er nú talið útilokað. Yfirvöld hafa ekki viljað gefa út opinbera yfir- lýsingu um orsökina en sjónarvottar era ekki í vafa um hvað gerðist í þessu hörmulega slysi. „ LJOSVAKINN HVER VILL EKKI PASSA SITT? Sumarhúsaeigendur, bændur, fyrirtækjaeigendur og aðrir sem þurfa að upplýsa sín mál, geta notað Ljósvakann og tækni hans til þess. Ljósvakinn er hannaður til að kveikja Ijós eða gangsetja viðvör- unarmerki í og við hús, t.d. þegar óboðnir gestir eru i nánd. Einnig getur Ljósvakinn kveikt Ijós þegar þú nálgast hann, t.d. kveikt útiljós á húsinu hjá þér þegar þú kemur heim í myrkri. Hann get- ur fylgst með umferð á baklóðum og i húsasund- um og látið þig vita. Oti- eða inniljós með 500W halogen peru og áföst- um Ljósvaka sem skynjar hreyfingu í 0-15 metra fjarlægð kr. 7.500,- með VSK. Stakur Ljósvaki sem hægt er að tengja við t.d. Ijós, flautur og ýmis viðvörunarkerfi. Skynjar hreyfingu allt að 10 metra, getur f lutt allt að 2000W orku. Stakur Ljósvaki kr. 5.500,- m/VSK. DREIFING A & B SIMI 91-52834

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.