Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. Spumingin Spilar þú regluiega í happdrætti? Ludwig Siemsen póstafgrm.: Nei, ég spUa voöalega lítið. Sveinbjörn Svavarsson póstafgrm.: Einstaka sinnum í Getraununum eða Lottói. Einar Matthíasson öryrki: Já, í Happdrætti Háskólans og Happó. Inga Rósa Loftsdóttir myndlistarm.: Nei, ekki reglulega. Magnús Jónsson ellilifeyrisþ.: Já, í þeim öUum og fæ aldrei grænan eyri. é Guðrún Magnúsdóttir, vinnur hjá öldruðum: Nei, ég er ekki svo vitlaus. Lesendur Frelsisþrá í hnotskurn Kristín Sigurðardóttir skrifar: Ég hef verið að fara á milli verslana tíl að bera saman verð og kanna ann- an kostnað sem af því hlýst að nota loftnetsdiska til aö ná erlendum sjón- varpsstöövum. Fyrr eða síðar verður niðurstaðan vart önnur en að kaupa svona disk, þótt ekki sé nema tU að koma til móts við krakkana sem út- Usta hve þetta sé orðið nauðsynlegt á heimUum. Ég get nú ekki að því gert að ég er farin að samsinna þessu þegar maður sér það úrval af stöðv- um og dagskrám sem næst með því að hafa svona loftnet. Sumar dag- skrárnar eru hreint afbragð, að ekki sé talað um fréttir og tengda þætti og fræðslu og skemmtun ýmiss kon- ar. Dagskrárefni íslensku stöðvanna er vægast sagt afar óspennandi og því hvetur það mann til að fjárfesta í því sem hlýtur að verða framtíðin, hvort er er. Áhugi fólks, sem maður sér í verslununum sem selja þessi loftnet og er að velta fyrir sér kaup- um á diskum, sýnir mér bara eitt. Þrá landsmenna eftir frelsi til að geta notið þess sem aðrar þjóðir hafa. Satt að segja erum við enn mjög ein- angruð og þessi frelsisþrá okkar er ekki bara fólgin í því að vUja horfa á erlendar sjónvarpsstöðvar. Hún birtist líka 1 tíðum ferðalögum til útlanda og dvöl þar í lengri eða skemmri tíma. Allt er þetta eins kon- ar frelsisþrá í hnotskurn. ir meðal annars i bréfinu. En svo að ég víki nú aftur að þess- um diskum, sem fá má í nokkrum stærðum, þá er verðið mjög mismun- andi, líka milli verslana. Og það er ekki nóg að fá verð á diskunum eða loftnetunum. Þeim fylgir líka annar húnaður, móttakari, skynjcui og svo festingar sem eru seldar sér og það er ekki uppgefið í auglýstu verði. Einnig er uppsetningin (oftast ekkert á vegum viðkomandi verslana) seld sér sem er stór galli. Hún tekur um 5-6 klst. og kostar 20,25 til 30 þúsund krónur! Mest af efninu er maður'” búinn að greiða áður, svo sem allar aðalfestingamar. Ég er sannfærð um að ef verð á þessum loftnetum væri skaplegra, að ekki sé minnst á alla fylgihlutina og uppsetninguna, og allt auglýst ná- kvæmar, t.d. hvað allur pakkinn kostar, þá væru svona loftnet orðin mun algengari. Hér væri þá líka skemmtilegra að búa, við færðumst nær öðram þjóðum og þyrftum minna þangað að sækja. - Og að lok- um. Ég gleymdi að geta gjalds sem greiða þarf til samgönguráðuneytis, kr. 5 þúsund - fyrir ekki neitt! Berbrjósta á búllum - upphaf vændis K.S. skrifar: Ég hef verið mikið erlendis og þar sem ég þekki til og bjórbúllur eru með brjóstgóðar stúlkur við af- greiðslu er oftast boðið upp á aðra þjónustu, nefnilega vændi. Ég bara spyr, og beini því til viðkomandi yfir- valda hér í borg, hvort útlendingur sá er hér hefur frumkvæði hafi feng- ið veitingaleyfi til slíkrar starfsemi. - Eða kynni að vera að hann sé einn þeirra útlendinga sem hefur at- vinnuleyfi vegna íslenskrar konu eða sambýliskonu? Varla hefur lögreglu- stjóri skrifað upp á leyfi sem segir að berbijósta stúlkur megi stunda „ýmis störf'. Annars er það furðulegt hve marg- ir erlendir menn hasla sér völl hér hjá okkur íslendingum í alls konar viðskiptum. Ég hef fyrir satt að margir þeirra séu með rekstrarleyfi út á íslenskar konur! Er ekki einhver brotalöm í kerfinu þegar hvaða mað- ur sem er getur notað konu sér til framdráttar í atvinnurekstri? Von- andi kannar lögreglustjóraembættið feril þessa fólks sem hér fær dvalar- leyfi. Nýjasta dæmið á hinum yfirfulla og vafasama markaði massaafþrey- ingar eru þessir klám-strumpar. Þar á erlendur maður hlut að máh ef mér er rétt tjáð. Líklega hefur gleymst að þurrka út klámið á spólunni áður en strumparnir fóru inn á hana. Skyldi viðkomandi aðili vera með allt á hreinu frá sínu heimalandi? Stundar hann ef til vill starfsemi sína á nafni konu? Vafalaust blómstrar allt hjá svona aðilum. En nauðsynlegt er að lög- regla og útlendingaeftirlit séu vel á verði því að vissulega eigum við að geta treyst báðum þessum embætt- um fullkomnlega. Sannarlega eigum við ávallt von á mörgu góðu fólki erlendis frá en á hinn bóginn einnig mjög óæskilegu sem oft og tíðum er á flótta vegna svika og pretta frá heimalandi sínu. Þetta eru engin gamanmál og því síður mál sem á að láta undir höfuð leggjast að fylgj- ast vel með og taka á hvenær sem þurfa þykir. Fasteignagjöld í Reykjavík Fram kemur í bréfinu að Kópavogsbúinn þarf að greiða kr. 28.089 hærri gjöld en Reykvíkingurinn. (DV stöplarit, byggt á tölum, sem teknar eru úr bréfi upplýsingafulltrúa, Ó.J.) Ólafur Jónsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu borgarstjóra, skrifar: í lesendadálki DV þ. 21. janúar sl. er bréf frá Sigurjóni Jónssyni þar sem hann telur að nú halh heldur betur á Reykvíkinga gagnvart ná- grönnum okkar, Kópavogsbúum. Þeir hafi „slegið okkur við með greiðslu fasteignagjalda" sem þeir geti greitt með raðgreiðslum. Þetta sé Kópavogsbæ til sóma og hjálpi fólki sem eigi í erfiðleikum með greiðslu gjaldanna. Og Siguijón birt- ir fasteignagjaldaseðil frá Kópavogs- kaupstað máh sínu til stuðnings. Fasteignin í Kópavogi, sem dæmið er tekið af, er íbúðarhús að fasteigna- mati kr. 8.013 þus., lóðarmat er kr. 731 þús. Meðfylgjandi tafla sýnir gjöld þessarar eignar ef hún væri í Reykjavík og til samanburðar eru Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið ATH.: Nafn og simanr. verður að fylgja bréfum gjöldin í Kópavogi. Reykvíkingurinn þarf aö greiða sín gjöld með 3 gjalddögum á 4 mánuðum en gjöld Kópavogsbúans dreifast á 10 gjalddaga á jafnmörgum mánuö- um. - Ólíklegt er að margir vildu skipta á þessum greiöslukjörum og greiða 56% hærri gjöld. Rökin fyrir dreifðri greiðslubyrði eru auðvitað augljós fyrir gjaldend- ur. En fjölgun gjalddaga, útsending 10 gíróseðla í staö þriggja eða samn- ingur við kortafyrirtæki um rað- greiðslur leiðir hins vegar til aukins innheimtukostnaðar, auk annarra vandkvæða sem ekki verða rakin hér. - Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa vahð þann kost að halda gjöid- um lágum, a.m.k. í samanhuvði við það dæmi sem vaUð var. ófær síðan í nóvember sl., aðal- lega vegna tveggja snjóhafta sem á henni eru. Annars vegar er það efst á heiðinni og hins vegar í íalsverðum hliðai-halla. Leiðin tU Akureyrar styttist um 140 km um þessa heiði í stað Öxnadalsheiðar og tU Ólafsfjarö- ar um 370 km fram og tíl baka. í dag, 24. jan., hefur Vegagerðin ekki mætt ítrekuðum óskum um lagfæringu, raunar hefur þeim verið beínUnis synjað. Góðverkstæðis* Smári Siguijónsson skrifar: Ég þurfti að fara með bU minn á bílaverkstæði Jötuns sl. fóstu- dagsmorgun. Þegar þangað kom var bíUinn strax settur inn og hann yfirfarinn án tafar og mér boðið að biða meðan athugun færi fram (það er óvanalegt á verkstæðum). í ljós kom að það voru aðeins kertin sem ekki voru heU. Eftir rúma hálfa klst. var mér afhentur bílUnn á ný. Þetta er meiri og betri þjónusta en ég á að venjast á biíi'eiðaverskstæð- um hér. Sambandiðsækir fastífé Magnús Pétursson skrifar: í umræðunni um skattíijálsar greiðslur til hluthafa sinna flnnst mér litlu skipta hvemig Samein- aðir verktakar hækka eða lækka hlutafé sitt eða hinar skattfrjálsu greiðslur til hluthafa sinna. AUt er þetta löglegt, og þá líka sið- legt. - Eða hvemig getur löglegt verið siðlaust? Annar er miklu athygliverðara, það að Samband íslenskra sam- vinnufélaga skuli alltaf vera ná- lægt þar sem deilt er út fjármun- um, núna hjá Sameinuðum verk- tökum, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra þeirra. - Næst veröur það kannski ríkið sjálft sem á í hlut með húsakaup- um á Kirkjusandi? - Hér má þvi segja eins og karlinn: Ef það er ekki þetta þá er það bara hitt og efþað er ekki hitt, þá baraþetta. Hvaðhefðigetað gerstmeð Heklu? Einar Helgason hringdi: Það eru óhugnanlegar frétth' að mikU tæring sé í botni strand- ferðaskipsins Heklu, ekki nema rúmur millimetri, þar sem hann er þynnstur. Ef ekki heföi átt að selja skipið og þess krafist að gagnger könnun færi fram á skip- inu er eins víst að ekkert hefði vitnast um þetta. En hvað heföi getað gerst með Hekluna ef hún heföi haldið áfram siglingum eins og annars stóð tU? Hver heföi verið ábyrgur fyrir skyndUegum leka sem heföi leitt tíl skipstapa og jafnvel mannsláta? - Rannsókn útilokuð og tryggingar einfaldlega borgað, jafnvel nýtt skip ef ekkettheföi komist upp! Hækkunþunga- skatfs Jón Tr. Halldórsson hringdi: Hækkun þungaskatts á bifreið- um er nú orðin það miMl aö ekki borgar sig lengur að vera að veíja á milU dísUbUa og bensínbUa. Nú er mál að lækka kUóagjald og þungaskatt, svo og slysatrygg- ingu ökumanns, en þetta síðast- talda gjald er mjög óskýrt í hug- um bifreiðaeigenda. Mér finnst að þessi gjöld ætti einfaldlega að innifela í oUu- og bensínverði. Þaö er eins gott að greiða þetta þannig, í stað þess aö borga þetta í stórum slumpum sem kemur sér afskaplega Ula og það á árstíma sem flest önnur gjöld hlaðast upp hjá fólki, rétt eftir áramótin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.