Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992, Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Útborgað í pútnahúsi Samkvæmt áratuga gömlu samkomulagi tveggja stærstu stjómmálaflokkanna skal vera hermang í þessu landi. Samkvæmt þessu samkomulagi er þessa dagana verið að dreifa hundruðum milljóna til þeirra, sem fengu hlutabréf í hermanginu eða hafa erft þau. Hluthafar hermangsins njóta þess núna, að stærsti hluthafi þess, Samband íslenzkra samvinnufélaga, er nánast gjaldþrota og þarf á reiðufé að halda. Þess vegna er ríkið að kaupa sig inn í hermangið og moka fé í hlut- hafana, sem fyrir eru. Þetta hefur ruggað bátnum. Ef ríkið hefði ekki þurft að hjálpa Sambandinu, hefði hermangið fengið að dafna áfram hér eftir sem hingað til. Þetta er sérkennilegt hermang, sem fer fram fyrir opnum tjöldum, en ekki undir borðum. Því má segja, að kjósendur hafi sífellt verið að samþykkja það. Árum og áratugum saman hafa kjósendur skellt skoflaeyrum við kvörtunum í íjölmiðlum út af hermang- inu í kringum íslenzka aðalverktaka og Sameinaða verktaka. Engin pólitísk samstaða hefur myndazt um að þurrka þennan hórdómsblett af þjóðinni. Spilflng hermangsins felst fremur í öðru en dreifingu peninga til hluthafa. Rotið andrúmsloft hermangsins hefur spillt þjóðarsálinni. Hermangið hefur stuðlað að því ástandi, að menn hafa einkum þær áhyggjur af spill- ingu, að þeir fái ekki sjálfir aðgang að henni. Stjórnendur hermangsfyrirtækjanna eru inni á gafli í stjórnmálunum. Þeir hafa viðurkennt, að þeir veiti peningum til stjórnmálaflokka. Og þeir bjóða ráðherrum til laxveiði, svo sem frægt er orðið. Ef hægt er að tala um kolkrabba í þjóðfélaginu, þá er það hermangið. Langt er síðan farið var að benda á, að forkastanlegt sé hvers konar hermang og einkum þessi skipan her- mangs á vegum forréttindastéttar. Umræðan kom með nýjum flölmiðlum, sem ekki eru tengdir stjórnmála- flokkum. Tillögur til úrbóta eru margar og misgóðar. Sumir hafa lagt til, að ríkið taki sjálft að sér að reka pútnahús Aðalverktaka og Sameinaðra verktaka, svo að gróðinn fari í sameiginlegan sjóð fremur en í vasa yfirstéttarinnar. Sá gafli er á þessu, að þar með yrði ekki bara yfirstéttin, heldur þjóðin öll að gleðikonu. Ef ríkið færi að reka pútnahúsin, mundi öfundin minnka, en spillingin blómstra áfram. Betra er að hætta hermangi yfirleitt og fara að bjóða verkefni vamarliðs- ins út á opnum og alþjóðlegum verktakamarkaði í sam- ræmi við heilbrigðar siðsemisreglur markaðskerfisins. Ef samkomulag er milli Bandaríkjanna og íslands um, að fyrra ríkið borgi eins konar leigu fyrir aðstöðu sína hér á landi, er heiðarlegra að framkvæma slíkt með hlutdeild í gerð hemaðarlega mikilvægra samgöngu- tækja, svo sem flugvalla, vega og fjarskiptakerfa. Við búum undir spilltri yfirstétt, sem lifir á ríkis- vemdaðri einokun á borð við hermangið eða á ríkis- studdri fáokun á borð við olíufélögin. Eitt merkasta óleysta verkefni kjósenda er að varpa þessari einokun og fáokun af herðum sér og lofta út í þjóðfélaginu. Því miður ér ástæða til að óttast, að reiði margra út af útborgunardegi í pútnahúsum varnarliðsins stafi ekki af því að þeir vilji lofta út, heldur séu þeir að öfund- ast út af því, að Jón erfingi skuli fá skattlausan happ- drættisvinning, sem Jón arflausi fær ekki. Það er kjósenda ákveða að afnema hermang og spill- ingu einokunar og fáokunar í þjóðfélaginu. Það verður ekki gert á grundvelli öfundar, heldur betra hugarfars. Jónas Kristjánsson „öruggari og greiðari samgöngur við nágrannabyggðir hefðu treyst betur byggö og mnannlif í mörgum byggð- arlögum...“ Einkavæöing samgöngumannvirkja: Hugmynd sem verð- skuldar athugun Samgönguráðherra hafnaöi ný- lega hugmyndum um einkafram- tak í samgöngumálum með tvöfold- um Reykjanesbrautar. Nær allir landsmenn fara um Reykjanes- braut þegar farið er til útlanda og nær aUir erlendir ferðamenn sem hingað koma. Reykjanesbraut skapar því bæði fyrstu og síðustu kynni þeirra af landinu og hefur því mjög mikil áhrif á hvernig þeir minnast ferð: arinnar til íslands og hvort þeir hugsa sér að koma hingað aftur. Gífurlega brýnt er að bæta öryggi vegfarenda um Reykjanesbraut og vísa ég á sérkenni umferðar um brautina, það er hve mikiö hún er ekin að nóttu - allan ársins hring. Hefjum einkavæðingu Eitt verkefni einkaaðila í sam- gönguframkvæmdum á íslandi - jarðgangagerð undir Hvalíjörð - er nú í undirbúningi og eftir fregnum að dæma miðar þvi vel. Það er fagn- aðarefni og heíði mátt verða til eft- irbreytni, einnig þeim sem 'um Qalla af opinberra hálfu. Ekki geta stjómmálamenn vænst þess að eiga hugmyndir og þannig fyrsta frumkvæði að því hvaða fram- kvæmdir einkaaðilar í landinu taka að sér á eigin reikning. Hug- myndirnar hljóta að koma frá þeim sem vilja vinna verkið og leggja í það fé í von um verkefni, ágóða og ávöxtun fjármuna. Samgönguráðherra vill víst ekki hlaupa eftir gyliiboðum fyrirtækja úti í bæ sem era að reyna að ná sér í verkefni. Þama kemur einmitt fram sá mannlegi eiginleiki sem er frumkraftur og undirstaða fram- taks einstaklingsins. Þeir sem tala fyrir auknu svigrúmi einkafram- taks og athafnafrelsis einstaklings- ins mega gjama vera reiðubúnir til að meta hina ýmsu kosti þess að verðleikum, ekki síst sjálfsbjargar- viðleitnina sem í þessu máli virðist álitin græðgi. Samgönguráðherra segir sjálfur að ekki hafi legið fyrir ýmsar upp- lýsingar sem hann hefði vilja hafa, t.d. um vilja Suðumesjabúa til að greiða vegtoll eða mat sveitar- stjóma á Suðumesjum á því. Þeirra upplýsinga hefði vel mátt afla áður en hugmyndinni var hafnað. Ráðherrann bendir einnig á aö ekki verði boðlegt að grípa til eöa heimila slíkum framkvæmdaaðila innheimtu vegtolls við Reykjanes- braut þar sem vegfarendur hafi ekki um annan kost að velja, þ.e.a.s. að aka annan lakari veg ef þeir ekki vilja greiða tollinn. Það má einfaldlega gera að skilyrði við KjaUarinn Árni Ragnar Árnason þingmaður fyrir Sjálfstæðis- fiokkinn i Reykjaneskjördæmi ákvörðun um að veita heimild til töku vegtolls. Hugmynd þessara aðila virðist a.m.k. verðskulda athugun, fyrst út frá grundvallarsjónarmiðum, síðan sjónarmiðum stjórnunar, hagstjórnar, hagkvæmni og öðr- um. Viðbrögð ráðherra og skýring- ar sýna mér fram á að við eigum nú þegar að hefja undirbúning að lögum um meðferð slíkra mála. Horfum til framtíðar Viðbrögð ráðherrans bera því miður keim af -....ruglaðu mig ekki með staðreyndum, ég er búinn að taka ákvörðun...“ - sögunni um svar stjómmálamanns við rök- semdafærslu. Ég hef hins vegar þá trú á núverandi samgönguráð- herra að hann vilji vega og meta hvert mál áður en hann tekur af- stöðu. Því tel ég að hann muni síð- ar komast að þeirri niðurstöðu aö einkaframtak í gerð samgöngu- mannvirkja muni horfa til fram- fara. Einmitt í samgöngumálum eigum við að vinna staðfastlega að fram- fomm því að traustar og greiöar samgöngur em ásamt menntun ein mikilvægasta undirstaða nútíma- þjóðfélags sem aðhyllist og væntir verkaskiptingar og hagræöingar í sem flestum greinum opinbers rekstrar sem atvinnulífs. Aðeins bættar samgöngur auð- velda flutninga hráefnis, mannafla, tækjabúnaðar og afurða og skapa þannig færi á að taka þátt í sam- keppni og ná hlutdeild og hag- kvæmni. Ég er sannfærður um að þeir fjármunir sem við nú horf- umst í augu við aö eru glataðir í óarðbærum fjárfestingum undan- farinna ára - „framsóknaráratug- arins“ - hefðu verið betur komnir í samgönguframkvæmdum. Þetta á ekki hvað síst við um þá fjármuni sem var þannig varið í, nafni byggðastefnu. Öruggari og greiðari samgöngur við nágrannabyggðir hefðu treyst betur byggð og mannlíf í mörgum byggðarlögum sem þessi lán fóm til heldur en tókst með þessum við- bótarlánum til fyrirtækja þar sem síðar urðu þeim að hengingarólum. Svonefnd vaxtarsvæði á lands- byggðinni væru í dag sjálfsögð staðreynd. Samgönguráðherra í lófa lagið Samgöngubætur em eitthvert mikilvægasta skref til almennra framfara, eflingar atvinnulífs og bættra lífskjara sem opinberir aðil- ar geta tekið eða geta heimilað at- vinnulífmu að annast. Samgönguráðherra er í lófa lagið að láta athuga kosti og galla svona hugmynda áður en hann bregst við. Þá athugun mætti t.d. gera á sams konar forsendum og þegar ákveðið var að leggja í jarðganga- gerð á Vestfjörðum eða að heimila einkaaðilum jarðgangagerð undir Hvalfjörð. Ef viðhorf ráðherrans er jákvætt trúi ég hann geti í krafti núverandi laga ráðið nauðsynlegum skilyrð- um, t.d. um valkost vegfarenda. Hann gæti líka ráðið tímasetningu framkvæmda eða hvar fjármagn er fengið - ef slík ríkisafskipti verða á annað borö talin nauðsyn- leg í einkavæddri vegagerð. Hún verður þá fyrirtæki eða at- vinnugrein og framkvæmdagetan ræðst af lögmálum framboðs og eftirspumar á frjálsum fjármagns- markaði - og gildir þá einu hvort fjármunirnir em innlendir eða er- lendir. Árni Ragnar Árnason „Ekki geta stjórnmálamenn vænst þess að eiga hugmyndir og þannig fyrsta frumkvæði að því hvaða framkvæmdir einkaaðilar í landinu taka að sér á eig- in reikning.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.