Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. 15 Hvar á að skera ef ekki má skera? Ríkisstjórn Davíös Oddssonar. - „ .. fyrsta rikisstjórnin hér á landi sem ekki stefnir að því að sölsa undir sig stærri og stærri hluta af þjóðarkök- unni, heldur þvert á móti.“ Stjóm þessa lands glímir við iurðulegan vanda. Hún reynir af fremsta mætti að draga úr útgjöld- um ríkisins sem em að sliga at- vinnulíf og heimili en mætir í stað- inn mikilli andstöðu landsmanna sem láta sérhagsmunahópa og fjölmiðla viUa sér sýn. Ríkisvöxturinn er meinsemd Hið opinbera bákn hefur tútnað út jafnt og þétt í marga áratugi. Öll útgjöld ríkis og sveitarfélaga hafa vaxið hraðar en sem nemur hagvexti. Fyrir vikið greiða ein- staklingar og fyrirtæki hærri skatta en nokkm sinni fyrr. Af- gangur er lítill sem enginn fyrir nýsköpun í atvinnulíflnu. Laun em lág og almenningur hefur ekki von um sæmileg lífskjör nema með því að vinna myrkranna á milli. Mesta meinsemd þjóðarbúsins er þenslan í ríkisrekstrinum. Báknið lætur sér ekki einu sinni nægja skattaálögumar heldur tekur til viðbótar lán fyrir 30% af útgjöldun- um á hveiju ári. Sú lántaka heldur síðan uppi háum vöxtum sem til viðbótar háum sköttum stuðla að stöðnun. Loksins höfum við fengið ríkis- stjóm sem ekki aðeins viðurkennir þennan vanda heldur er byrjuð að gera eitthvað í málunum. Hún sker niður ríkisútgjöld og minnkar lán- tökur. Sumt af þessu er þegar kom- ið til framkvæmda og annað er í burðarliðnum. En standa íslendingar þá úti á tröppum júblandi af fognuði? Ekki aldeilis. Landsmenn hata ríkis- stjómina. Sérstaklega hata lands- KjaUarinn Ólafur Hauksson blaðamaður menn Sighvat Björgvinsson og Ólaf G. Einarsson fyrir að segja hreint út að þjóðin hafi ekki efni á slíkum fjáraustri til heilbrigðis- og menntamála. íslendingar hata þingmenn stjómarflokkanna fyrir að geta ekki skorið niður í ríkisbúskapn- um með því að skera ekki niður. Ekki benda á mig Ekki einni einustu niðurskurð- artillögu stjómarinnar hefur verið tekið fagnandi. Það má ekki hætta að borga 230 milljónir króna með Skipaútgerð ríkisins. Ekki má fækka kennslustundum um eina eða tvær hjá unglingum til að spara. Ekki má láta þá sem neyta lyfla bera lítið brot af kostnaðinum. Ekki má skeröa yfirvinnu eða fækka ríkisstarfsmönnum. Síst af öllu má klípa af ríkisstyrk með tveimur af stærstu atvinnu- greinum þjóðfélagsins - sjávarút- vegi og landbúnaði. Þar er sam- staða þjóðarinnar svo algjör að í sjálfum stjómarflokkunum á Al- þingi er ekki meirihluti fyrir al- vöra aðgerðum í þá átt. Þingmenn valdir af sjáífspyndingarhvöt Afstaða þingmanna, sem mættir eru á Alþingi til að sinna sérhags- munum heimabyggöar eða ein- stakra hópa, er skiljanleg. Tilgang- ur þeirra með setu á þingi er að hljóta endurkjör, svo þversagna- kennt sem það kann að virðast. Þeir vita hvaðan atkvæðin koma. Þau koma ekki frá fólki sem hatar þá fyrir að skera niður ríkisbákniö. Afstaða allra hinna íslending- anna er hins vegar furðulegri. Hún verður í raun aðeins skýrð með orðum Jónasar Kristjánssonar, rit- sjóra DV, sem segir að íslendingar séu haldnir sjálfspyndingarhvöt. Þeir vilja borga 20 milljarða auka- lega fyrir mjólk og kjöt og þeir vilja endilega að 4 milljarða króna jarð- göng verði boruð til Suðureyrar svo íbúamir þar geti yfirgefið stað- inn jafnt vetur sem sumar. Vegna þessarar sjálfspyndingar- hvatar kjósa íslendingar aftur og aftur sem fulltrúa sína á Alþingi menn og konur sem ausa skattpen- ingum og lánum í vonlausan ríkis- atvinnurekstur og láta óátalda gegndarlausa þenslu í opinberri þjónustu. Áfram með lúxusinn Þegar svo Sighvatur Björgvins- son horfir í augun á íslendingum og segir að þeir hafi ekki efni á óskertu heUbrigðisbákni þá ærast þeir. íslendingar vUja geta lagst fyrirvaralaust inn á sjúkrahús, leg- ið þar eins lengi og þeim sýnist og étið öU þau lyf sem hugurinn gim- ist. Þetta vUja íslendingar þótt þeir hafi ekki efni á því. Harðastir aUra í því að halda rík- iseyðslunni áfram em starfsmenn hins opinbera. Þeir hreinlega lýsa því yfir við yfirmenn sína, ráðherr- ana, að samdráttur, aðhald eða nið- urskurður komi ekki til greina. Þar við situr. Kennarar treysta sér ekki til að halda áfram kennslu ef skerða á einn einasta tíma þeirra með ástkæmm nemendum. Halda mætti að íslendingar vildu ekki að skattar og vextir lækkuðu, þannig aö atvinnulífið lifnaði við og lífskjör færu að batna. Því er erfitt að trúa. íslendingar eru bara svo blindaðir af hrópum og köUum sérhagsmunahópanna, stanslaus- um árásum í fjölmiðlum og blönd- uðum grátkórum að þeir halda að spamaður í ríkisrekstri sé uppá- stunga andskotans. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er besta ríkisstjóm sem þessi þjóð getur óskað sér. Þetta er fyrsta rík- isstjóm hér á landi sem ekki stefnir að því að sölsa undir sig stærri og stærri hluta af þjóðarkökunni, heldur þvert á móti. Vonandi áttar þjóðin sig á því fyrr en síðar að þeir sem berjast á móti niðurskurði í ríkisrekstri eru aðeins að tryggja að þeir geti áfram sótt tekjur sínar óáreittar í vasa almennings. Ólafur Hauksson „Mesta meinsemd þjóöarbúsins er þenslan í ríkisrekstrinum. Báknið læt- ur sér ekki einu sinni nægja skattaálög- umar heldur tekur til viðbótar lán fyr- ir 30% af útgjöldunum á hverju ári.“ Hver er árangur skólastarfs? inga þess í stað að áskrifendum prófskirteina ...“ Mitt í barlómnum og þunglynd- inu ávarpaði forsætisráöherra ráð- stefnu Verktakasambandsins. Þar hefur hann án efa flutt glæsilega ræðu af orðgnótt og kynngi og í- smeygilegum húmor. Ræðan hans hét líka ísland er land tækifær- anna. Eftir ræðuna svaraði forsætis- ráðherra spumingum. Spumingu eins blaðamanns um niðurskurð í skólamálum svaraði hann svona: „Kostnaður við kennslu á hvert skólabam á íslandi hefur vaxið stórlega á undanfömum árum og ég er þeirrar skoðunar að lækka megi kostnað og draga úr náms- framboði án þess að það komi niður á árangri skólanna." Ekki ætla ég að deila um það hvort kostnaður hafi vaxið eða hvort draga megi úr honum. Hvort tveggja em tölur sem draga má fram í dagsljósið og búa til að vild. En þegar forsætisráðherra segir aö „lækka megi kostnað og draga úr námsframboði án þess að það komi niður á árangri skólanna" þá rekur mig í rogastans. Fræðsla og uppeldi Það er erfitt að meta árangur skólanna. Hann felst nefnilega í því hvemig tekist hefur að fræða nem- enduma og þroska. Hann felst í því hvaða veganesti þeir fá frá skólan- um og hvemig þeir nýta sér það í starfi og einkalífi. Árangurinn felst því í lífshamingu þeirra síðar meir og hún er illmælanleg. Skyldur skólans við nemendur KjaHarinn Eiríkur Brynjólfsson rithöfundur og ritstjóri Frétta- bréfs Bandalags kennarafélaga era tvenns konar. Annars vegar aö fræða þá í tilteknum námsgrein- um, hins vegar almennt uppeldis- starf. Hið fyrmefnda metum við með einkunnum en við eigum ekki algildan mælikvarða yfir það síðar- nefnda. í skólanum fer þetta tvennt sam- an. Þegar kennari upplýsir nem- anda um tiltekin fræði er hann að ala hann upp og öfugt. Þessi sam- skipti fara fram í kennslustundum. Ef sameiginlegur tími kennara og nemenda, þ.e. kennslustundir, er skertur, námsframboðið minnkað, þá minnkar árangurinn, þ.e. fræðslan og uppeldið. Lítum í þessu ljósi á staðhæfingu forsætisráðherra og spyrjum: Er unnt að draga úr námsframboði án þess að það komi niður á árangri skólanna? Svarið verður vitaskuld nei. En hvað er það sem fær forsætis- ráðherra til að segja já? Hann hlýt- ur að hafa allt aðra skoðun á því hver sé árangur skólastarfs heldur en þann sem ég hef tíundað hér að framan. Annar mælikvarði á árangur Það er vissulega hægt að meta skólastarf á annan hátt. Það er með þeirri aöferð sem oftast er viðhöfð í opinberri skólamálaumræðu á íslandi sem er reyndar bæði lítil og lágkúruleg. Sú aðferð er að telja hve margir nemendur útskrifast með tiltekin próf, burtséð frá því hvað felst í prófinu. Þetta er oft tí- undað þegar rætt er um hve mennt- uö þjóðin sé, þ.e. hve margir séu í skóla, svo og svo margir stúdentar o.s.frv. Það var einmitt þessi sjónarhóll sem forsætisráðherrann stóð á þeg- ar hann svaraði spumingu blaða- mannsins. Þess vegna fannst hon- um námsframboðið engu máli skipta. Ef litið er þannig á árangur skóla er hægur vandi að spara. Það mætti til dæmis stytta framhaldsskóla- nám um tvö ár án þess að árangur- inn skertist, þ.e.a.s. jafnmargir út- skrifuðust. Þá mætti ganga enn lengra og leggja niður skólana og gera alla unglinga þess í stað að áskrifendum prófskírteina sem þeir fengju send heim í pósti einu sinni á önn. Árangurinn yrði sá sami. Nemendur útskrifuðust. - Það mætti meira að segja leggja niður stóran hluta af menntamála- ráðimeytinu. Mér er um og ó Mér verður um og ó þegar forsæt- isráðherra heldur að unnt sé að draga úr námsframboði án þess að það komi niður á árangri skóla. Og verra er að menntamálaráð- herrann virðist hafa svipaðar skoð- anir ef marka má tillögur um nið- urskurð í skólakerfinu. Við höfum aldrei fyrr átt menntamálaráð- herra sem að minnsta kosti þykist ekki vilja auka skólastarf í landinu. Yfirvöld líta á skóla eins og vélar sem framleiði prófhafa til að gera íslendinga tölfræðilega merkilega þjóð. Eg las í Mogganum 16. janúar grein eftir tvær konur á Húsavík. Þær skoraðu á foreldra að „kaf- færa“ menntamálaráðuneytið í mótmælaskeytum gegn niður- skurði á skólastarfi. Ég tek undir með þessum konum. Stöndum vörð um skólana og framtíð bama okkar. Mótmælum niðurskurðinum. Drekkjum hon- um í símskeytum. Eiríkur Brynjólfsson „Ef sameigmlegur tími kennara og nemenda, þ.e. kennslustundir, er skert- ur, námsframboðið minnkað, þá minnkar árangurinn, þ.e. fræðslan og uppeldið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.