Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Síða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992.
Fréttir
Verkalýös- og sjómannafélag Keflavíkur:
Framboðslisti úr-
skurðaður ólöglegur
Miðstjóm Alþýðusambands ís-
lands, ASÍ, staðfesti í gær niðurstöðu
kjörstjómar um að listi Ágústs ís-
flörð, formannsefnis mótframbjóð-
enda til stjómar í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflayíkur, skuli met-
inn ógildur. Ágúst ísfjörð hafði kært
niðurstöðu kjörstjómar til ASÍ. Full-
yrti hann að stuðningsmenn hans
hefðu verið þvingaðir til að draga
nöfn sín til baka.
Nefnd sú er fjallaði um kæm Ág-
ústs gerði það að tillögu sinni að
miðstjóm ÁSÍ staðfesti niðurstöðu
kjörstjómar þar sem þess grundvall-
aratriðis hafði ekki verið gætt að fá
samþykki allra sem stillt var upp.
í úrskurði kjörstjómar sagði að
stillt hefði verið upp manni í trúnað-
armannaráð sem ekki væri löglegur
félagi í Verkalýðs- og sjómannafélag-
inu. Kjörstjóm barst bréf frá aðila
þess efnis að hann hefði aldrei gefið
samþykki sitt til framboös á listan-
um. Kjörstjóm taldi einnig að listinn
uppfyllti ekki tilskilinn fjölda lög-
legra félagsmanna.
I kæru sinni til miðstjómar ASÍ
benti Ágúst á að aðilinn sem stillt
var upp í trúnaðarmannaráð væri á
atvinnuleysisbótum og því hlyti
hann að vera löglegur. Ágúst benti
einnig á að honum hefði verið mein-
aður aðgangur að félagatalinu.
Nefnd ASÍ telur ýmislegt að-
fmnsluvert við framboðsmálin í
Keflavík. Bendir nefndin á að kjör-
stjóm hafi ekki verið skipuð og
kvödd saman fyrr en eftir að fram-
boðsfrestur rann út. Því hafi laga-
nefnd félagsins tekið við mótfram-
boðsgögnum. Nefndin bendir einnig
á að ákvæði í lögum verkalýðsfélags-
ins um fjölda frambjóðenda séu óljós
og því valdið óþarfa misskilningi.
Ekki viröist vera hægt að reiða sig á
tölvu félagsins varðandi félagatal,
segir í greinargerð nefndarinnar.
Nefnd ASÍ úrskurðaði að aðili sá
er stillt var upp í trúnaðarmannaráð
hlyti að teljast fullgildur félagsmaður
þar sem þaö væri ófrávíkjanlegt skil-
yrði fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta.
Ennfremur úrskurðaði nefndin að
nægilega margir félagsmenn reynd-
ust vera fylgjandi framboði Ágústs
ísfjörð. Við eftirgrennslan nefndar-
innar kom hins vegar í ljós aö nokk-
ur hópur manna kannaðist ekki við
framboð sitt á lista Ágústs ísfjörð.
-IBS
Kj ararannsóknamefnd:
Kaupmátturinn stóð í stað
Tímakaup landverkafólks hækk-
aði að meðaltali um 7,4 prósent frá
þriðja ársfjórðungi 1990 til sama
ársfjórðungs 1990 samkvæmt út-
reikningum Kjararannsóknar-
nefndar. Á tímahilinu hækkaði
framfærsluvísitalan um sama hlut-
fall á tímabili og þvi breyttist kaup-
mátturinn ekki.
í þessum útreikningum Kjara-
rannsóknamefndar er ekki tekið
tillit til þeirrar 6300 króna ein-
greiðslu sem samið var um á liðnu
vori vegna viðskiptakjarabata irni-
fram forsendur kjarasamninga. Að
teknu tilliti til hennar kemst nefnd-
in að þeirri niöurstööu að kaup-
máttur hafi aukist um 2 prósent.
-kaa
Myndgáta dv
Andlát
Anna Jónsdóttir lést í Landspítal-
anum laugardaginn 25. janúar.
Sigríður Friðfinnsdóttir, áður Gunn-
arsbraut 34, lést sunnudaginn 26. jan-
úar.
Kristinn Gíslason, Hlíð, Garðabæ,
lést 24. janúar.
Bergrín Gyða Kristjánsdóttir lést á
vökudeild Landspítalans 17. janúar
sl. Jarðarfórin hefur farið fram.
Jóna Hjálmtýsdóttir, Mávabraut 1B,
Keflavík, andaðist í sjúkrahúsinu í
Keflavík sunnudaginn 26. janúar.
Bergljót Sturludóttir, Yrsufelli 11,
Reykjavík, lést á hjartadeild Borgar-
spítalans laugardaginn 25. janúar.
Lilja Friðfinnsdóttir, Hjarðarhaga 64,
ReyKjavík, andaðist í Landakotsspít-
ala sunnudaginn 26. janúar.
] arðarfarir
Magnús Grímsson, Furugerði 1, áður Háagerði 35, verður jarðsungiun frá
Já... en ég nota nú yfirleitt beltiö!
Fossvogskirkju í dag, þriðjudag 28.
janúar, kl. 15.
Sigríður Hallgrímsdóttir, Bogahlíð
15, verður jarðsimgin frá Dómkirkj-
uimi í Reykjavík fimmtudaginn 30.
janúar kl. 15.
Jónas Friðgeir Elisson, sem lést 21.
janúar sL, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 29.
janúar kl. 13.30.
Birgir Ólafur Helgason, Ásgarði 10,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
kirkju Óháða safnaðarins við Há-
teigsveg fóstudaginn 31. janúar kl.
13.30.
Svava Halldóra Pétursdóttir, Póst-
hússtræti 13, sem lést í Borgarspítal-
anum 15. janúar sl., verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í dag,
þriðjudaginn 28. janúar, kl. 13.30.
Svava fæddist 8. janúar 1915 á Ökrum
í Mýrum. Hún var mjög fær mat-
reiðslukona. Hún kom til Reykjavík-
ur 1938 og kynntist þá manni sínum,
Hróbjarti Lútherssyni og giftu þau
sig 28. júní 1940. Þau eignuðust tvö
böm.
Tilkynningar
Fyrsta þorrablót
Tvíburaf élagsi ns
veröur haldið laugardaginn 1. febrúar
1992 í sal Málarafélags Reykjavikur í
Lágmúla 5, Reykjavík. Hópurinn sem
samanstendur af öllum fjölburaforeldr-
um sem áhuga hafa á að hittast, kemur
saman til skiptis í Fjörgyni í Grafarvogi
og Vitanum í Hafnarfirði, síðasta mið-
vikudag í mánuði. Næst verður hist í
Fjörgyni miðvikudaginn 29. janúar kl.
15-17, þar er hægt að fá nánari upplýs-
ingar um þorrablótiö.
Félag Eskfirðinga og Reyð-
firðinga í Reykjavík
heldur árshátíð að Goðheimum, Sigtúni
3, laugardaginn 1. febrúar nk. Hefst hún
með borðhaldi kl. 20.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag í Risinu kl. 13-17. Bridge
og fijáls spiiamennska. Dansað kl. 20.
Fugl í búri, sýning miðvikudag kl. 17.
60 íslendingar ókeypis í Euro
Disney í Frakklandi með Sam-
vinnuferðum-Landsýn
Þátttaka í flölskylduleik, sem Coca Cola,
Euro Disney og Samvinnuferðir-Landsýn
efiidu tíl í nóvembermánuði, varð miklu
meiri en nokkum hafði órað fyrir og
vafalitið er hér enn eitt íslandsmetið á
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
99-6272
™ GR>ENI ___
E2I SÍMINN ECI
-talandi dæmi um þjónustu!
ferðinni. Rúmlega 40 þúsund einstakling-
ar sendu inn lausnir en skilafrestur rarrn
út 1. desember sl. Verðlaun voru sérlega
glæsileg eða ferð fyrir fimmtán fjögurra
manna fjölskyldur til vikudvalar í
Frankaskógi í Normandí í boði Sam-
vinnuferða-Landsýnar með heimsókn í
Euro Disney skemmtigarðinn við París.
Við verölaunaafhendingu nú um helgina
komu verðlaunahafar saman, en þeir eru
alls staðar af landinu, hinn yngsti rétt
um eins árs en bamafjölskyldur í miklum
meirihluta. Helgi Pétursson og Trausti
Sigurðsson, markaðsstjórar Samvinnu-
ferða-Landsýnar og Vífilfells, afhentu
verðlaunin í hófi á Hótel Sögu.
Daihatsu Charmant stolið
Daihatsu Charmant árg. ’85, ljósgrænn
með númer M-1622, hvarf fyrir utan Suð-
urhóla 18 á laugardagskvöld 25. janúar.
Þeir sem hafa séð til bílsins, vúisamleg-
ast látið lögregluna vita.
Námskeið
Nýtt prjónanámskeið
Nýtt pijónanámskeið byrjar miðviku-
daginn 29! janúar. Kennari er Amdís
Bjömsdóttir. Skráning hafm. Allar nán-
ari upplýsingar í síma 11616, eftir hádegi.
Fundur
Fundur Kvenfélags Hreyfils
verður haldinn í kvöld 28. janúar í Hreyf-
ilshúsinu. Spilaö verður bingó. Takið
með ykkur gesti.
Tapaðfundið
Svartur, þykkur ullarjakki
með svörtum skinnkraga og belti tapaðist
á veitingahúsinu Tveir vinir sl. fostu-
dagskvöld, 24. janúar. Þeir sem hafa orö-
ið jakkans varir hafi vinsamlegast sam-
band í vs: 685411 og hs: 812762, Dagbjört.
Elísabet er týnd
Gulbröndótt læða tapaðist frá Barða-
strönd 14, Seltj., sl. fostudag, 24. janúar.
Elisabet er ómerkt og sér illa. Vinsamleg-
ast látíð vita í símum 616727 og 611343 ef
sést hefúr til hennar.
Sara er týnd
Sara er svört læða með hvita höku,
bringu og framan á fótunum. Hún tapað-
ist frá Engihjalla í Kópavogi. Hún er
ómerkt. Þeir sem hafa séð til hennar vin-
samlegast hafi samband í síma 75127.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
95ÁRA
RUGLIÐ
eftir Johann Nestroy
8. sýn. mlðvlkud. 29. jan.
Brún kortgilda.
Fáeln sæti laus.
Föstud.31. jan.
Sunnud. 2. febr.
Fimmtud. 6. febr.
ÞÉTTING
eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson
Aukasýningar
vegna mikillar aðsóknar:
Laugard. 1. febr.
Allra siðasta sýnlng.
LJÓN í SÍÐBUXUM
eftir Bjöm Th. Bjömsson
Fimmtud. 30. jan.
Laugard. 1. febr.
Fáar sýningar eftir.
Föstud. 7. febr.
Sunnud. 9. febr.
ÆVINTÝRIÐ
Aukasýning
Sunnud. 2. febr. kl. 14.00.
Fáeln sæti laus.
Allra síðasta sýning
Sunnud. 2. febr. kl. 16.00.
Miðasala opin alla daga frð kl.
14-20 nema mánudaga frá kl.
13-17. Miðapantanir i síma alla
virka daga frá kl. 10-12.
Siml 680680.
Lelkhúslínan 99-1015.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavikur.
Borgarlelkhús.