Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Viðræður aðila
komist lengra
- áður.en rætt verði við ríkisstjóm
FuUtrúar verkalýðshreyfingarinn-
ar leggja nú á það höfuðáherslu að
fá ríkisstjórnina til að draga til baka
eða milda þann niðurskurð sem átt
hefur sér stað á velferðarkerfmu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra var
spurður hvort ríkisstjómin væri til-
búin að ræða við verkalýðshreyfing-
una um einhverja mildun eða aftur-
kalla eitthvað af því sem skorið hefur
verið niður í velferðarkerfinu.
„Það er langeðlilegast að við ræð-
um það við þá án milligöngu blaða
eða annarra flölmiðla. Formlegar
óskir um það hafa ekki verið lagðar
fram. Fyrir einliveijum vikum var
lögð fram athugasemd frá Alþýðu-
sambandi íslands en formlegar við-
ræður hafa ekki átt sér stað. Ég held
að menn séu sammála um að viðræð-
ur aðila vinnumarkaðarins þurfi að
vera lengra komnar en raun ber vitni
áður en þeir fara að ræða við ríkis-
stjómina um slík mál.“
- Nú hefur slitnaö upp úr viðræðum
Alþýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins, breytir það ein-
hveiju?
„Það hefur gerst áður að slitni upp
úr viðræðum þessara aðila, komið
hlé í viðræðumar. Ef aðilar meta þaö
svo að rétt sé að gera hlé á viðræðum
og að þeir skoði málin hvor í sínum
hópi þá er svo sém ekkert við því að
segja,“ sagði Davíð Oddsson.
Aðilar vinnumarkaðarins, einkum
fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar,
halda því fram að þeir nái ekki sam-
bandi við ríkisstjómina með sama
hætti og veriö hefur viö kjarasamn-
inga mörg undanfarin ár.
„Það er ekki rétt að aðilar vinnu-
markaðarins eigi ekki greiðan að-
gang að ríkisstjóminni til viðræðna.
Þeir eiga mjög greiðan aðgang að
okkur um leið og þeir biðja um það.
Við höfum og rætt óformlega við
ýmsa menn. Það er því enginn vafi
á því að allt það sem aðilar vinnu-
markaðarins, saman eða hvor í sínu
lagi, vilja við okkur ræða þegar þeir
telja til þess tíma kominn þá eram
við ipjög opnir og aðgengilegir gagn-
vant þeim,“ sagði Davíð Oddsson.
Hann tók þaö skýrt fram að aðilum
vinnumarkaðarins hefði aldrei verið
neitað um viðræöur við ráðherra eða
ríkisstjómina. -S.dór
SigluQörður:
íslandsbanki með hæsta
tilboðið í Hótel Höfn
öm Þórarinsson, DV, Fljótum;
íslandsbanki hf. átti hæsta tilboð í
Hótel Höfn á Siglufirði en nauðung-
araþpboð fór fram á hótelinu sl.
fóstudag, 7. febrúar. Bankinn bauö
7,4 milljónir króna í hótelið og eignir
þess. Það era því mestar líkur á að
Islandsbanki eignist hótelið þótt
kröfuhafar eigi eftir aö samþykkja
tilboð bankans.
Hótel Höfn var lýst gjaldþrota á
síöasta ári. Hlutafélagið Höfti hefur
síðan haft reksturinn á leigu og renn-
ur leigusamningur þess út 1. júní nk.
Stærstu kröfuhafar í þrotabúið
vora Byggðastofnun með um níu
milljónir króna og Ferðamálasjóður
með 4,5 milljónir. Útreiknaðar kröf-
ur námu um 18 milljónum króna, að
sögn bæjarfógetans á Siglufirði.
Hótel Höfn gegnir veigamiklu hlut-
verki í bæjarlífinu á Siglufirði. Það
er og hefur verið helsti samkomu-
staður bæjarbúa hvað varðar fundi,
skemmtanir og allar fjölmennari
samkomur í bænum.
Hlutfallsleg breyting þjóðarútgjalda og landsframleiðslu
— frá fyrra ári og viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframleiðslu 1980-1992 —
Grafið sýnir efnahagsstærðir, eftir að ný drög Þjóöhagsstofnunar að þjóðhagsspá liggja fyrir. Eins og sjá má
verður viðskiptahallinn enn mikill í ár og samdráttur framleiðslu, þótt spánni hafi verið breytt.
Spáin sem Þjóðhags-
stof nun hirtir ekki
Það er undarleg ráðstöfun, aö Þjóð-
hagsstofnun birtir ekki þjóðhagsspá,
sem hefur verið unnin að mestu. Nið-
urstöður hafa verið kynntar aðilum í
kjarasamningunum og hafa komið
fram í sumum fjölmiðlum, meðal ann-
ars DV. Þjóðhagsstofnun telur, að
óvissan vegna kjarasamninganna sé
svo mikil, að ekki sé rétt að birta nýju
spána. Því verði beðið. Sú biö gæti
staðið í marga mánuði, því að senni-
lega dragast kjarasamningar á lang-
inn.
Sjónarhom
hefur aukizt með því að Alþingi
breytti lögum um Hagræðingarsjóð.
Þetta allt veldur því, að samdráttur-
inn verður minni en ætlað var.
Ýmislegt gæti lagazt í viöskiptakjör-
imum. Jafnvel er gert ráð fyrir, að
olíuverð lækki á árinu um 10-20 pró-
sent. Hins vegar ríkir óvissa um fisk-
verðið á okkar fiski erlendis. Mcirgir
telja, að verðið lækki, en það er alls-
endis óvíst.
Lægðinni lokið í OECD
Síbreytilegar spár
En við þekkjum niðurstöðutölur nýju
„spárinnar" eins og kom fram í DV í
gær. Þar era töluverðar breytingar á
döfinni, frá því að Þjóðhagsstofnun
spáði í spilin fyrir áramótin. Spár
stofnunarinnar fyrir árið 1992 hafa
verið að hoppa, skoppa og hringsnú-
ast.
Þjóðhagshorfur hafa sjaldan bfeytzt
jafmikiö og nú. Þannig spáði stofnim-
in framan af ári 1991, að framleiðslan
í landinu ykist um 1-2 prósent á árinu
1992, en í lok síðasta árs var hins veg-
ar farið að spá yfir 4 prósent sam-
drætti í landsframleiðslu árið 1992.
Að baki þessari sveiflu frá hagvexti
tíl samdráttar liggur einkum þrennt.
í fyrsta lagi minni fiskafli í samræmi
við úthlutun veiðiheimilda í ágúst, þá
frestun álversframkvæmda í nóv-
ember og loks afgreiðsla fjárlaga í
desembermeðniðurskurði. Skilyrði
þjóðarbúsins tóku því miklum breyt-
ingum á skömmum tíma og þjóðhags-
spár urðu óvissar. Þetta gerðist með
spámar, sem unnar vora í fyrra fyrir
árið í ár, og þetta er enn aö gerast.
Ýmislegt lagast
Enn er Þjóðhagsstofnun að breyta
spátölunum, sem stofnunin hafði þó
áréttað fyrir mánuði. Nú er spáð sam-
drætti í framleiðslu um 3-3,5 prósent
í stað 4,1 prósents samdráttar, sem
áður var spáð. Samdráttur í þjóðar-
tekjum yrði þá 4-5 prósent í stað yfir
6 prósenta, sem fyrr var spáð. Munur-
inn á „þjóðartekjum" og „landsfram-
leiöslu" liggur í því, að líklegar breyt-
ingar á viðskiptakjöram era teknar
með, þegar rætt er um „þjóðartekjur".
Það hefur nefnilega ýmislegt verið
að breytast, síðan Þjóðhagsstofnun
kom með spá fyrir áramótin. Fiskafli
verður líklega meiri en áður var
reiknað með. Loðnukvótinn hefur
verið aukinn. Sama er að segja um
rækjukvótann. Aflakvótinn í heild
Gert er ráð fyrir, að umheimurinn sé
að komast úr efnahagslægðinni.
Hagfræðingar í Efnahags- og
framfarastofnuninni OECD gera nú
ráð fyrir, að hagvöxtur, vöxtrn- fram-
leiðslunnar, verði 2,2 prósent í Banda-
ríkjunum í ár og 3,8 prósent á næsta
ári. í OECD-löndum í Evrópu aö með-
altali er gert ráð fyrir 2 prósent hag-
vexti í ár og 2,7 prósent á næsta ári.
Og í OECD í heild er reiknað íheð 2,2
prósent hagvexti í ár og 3,3 prósent
hagvexti á næsta ári. Þetta ættí að
hjálpa okkur í útflutningi og góðu
verði á okkar afurðum.
Þannig hefur ýmislegt komið okkur
til bjargar síðustu vikur. Þó stefnir
enn í, aö viðskiptahallinn viö útlönd
verði 15-16 milljarðar í ár eða 4-4,5
prósent af framleiðsluimi. Þetta er
ekki miklu minna en var í fyrra, en
nú era Fokkervélar Flugleiða taldar
með útgjöldum þessa árs og þar mun-
ar heilu prósenti af framleiðslu, sem
viðskiptahallinn í ár eykst fyrir vikið.
í dag mælir Dagfari
Gaddfrosinn göngumaður
Það fór illa fyrir skíðagöngumann-
inum okkar á ólympíuleikunum.
Hann fraus fastur í brautínni og
varð aö hætta keppni. Gerði að vísu
heiðarlega og hetjulega tilraun til
aö halda áfram en menn geta auð-
vitað ekki haldið áfram í göngu-
keppni ef þeir era fastir í sömu
sporunum og þess vegna gafst hann
upp.
Þetta var eiginlega synd vegna
þess að íslendingamir vora vel
undir þessa keppni búnir. Þeir
höfðu skíðin með sér, minnugir
þess sem geröist síðast, þegar
skíðamaðurinn, sem fór á ólympíu-
leikana, gleymdi skíðunum heima
eða jafnvel skildi þau eftir og það
olli nokkrum úlfaþyt hér heima
þegar það fréttist að okkar maður
í Calgary hefði ekki skíði til að
keppa á. Dagfari las aö vísu frétt
um það í Mogganum aö einn svig-
maðurinn hefði týnt skíöunum sín-
um á leiðinni og verið skíöalaus í
tvo daga, en vonandi rætist úr því
þannig að hann geti keppt á skíöum
með því að vera á skíðunum.
Einhveijar deilur vora um það
áöur en leikamir hófust hversu
margir keppendur skyldu mæta
fyrir hönd Islands. Einkum var það
hart sótt aö skíðagöngumenn yrðu
fleiri en ákveðið var og eftír á að
hyggja hefði það verið betri kostur.
Tveir vora sendir og tveir kepptu
í fyrradag og annar þeirra fraus
fastur eins og fyrr segir. Hinn
komst í mark og má það teljast
frækilegt afrek miðað við frostið í
brautinni og ekki er útilokað að
þriöji maðurinn hefði sömuleiðis
komist í mark og þannig hefðu ís-
lendingar fengið tvo menn í mark
í staðinn fyrir einn. Auðvitað hefði
sá þriðji átt það á hættu að ftjósa
fastur eins og félagi hans en þar
sem enginn þeirra áttatíu keppnis-
manna, sem þátt tóku í göngunni,
fraus, nema þessi eini frá íslandi,
era líkindin miklu meiri að þriðji
íslendingurinn hefði haft það af að
komast í mark. Eftir því sem fleiri
taka þátt, því meiri líkur era á því
aö einhveijir þeirra komist í mark.
Til þess fara menn jú á ólympíu-
leika aö komast í mark.
Auk þess sem frostið háði okkar
mönnum, hafa þeir bent á að þeir
hefðu þurft að vera lengri tíma fyr-
ir keppnina í Frakklandi til aö
vonjast þunna loftslaginu og aðlag-
ast því. Má eflaust fullyrða að okk-
ar menn heföu báðir komist í mark
ef þeir hefðu fengið að vera lengur
á staðnum áöur en keppnin hófst.
Það hefði auðvitað breytt öllu og
aldrei aö vita nema okkar menn
hefðu jafnvel orðið meðal þeirra
fremstu ef þeir hefðu fengiö að
byija fyrr með því að koma fyrr á
staðinn. íslendingar falla alltaf í
sömu gryfjuna og gera sömu skyss-
una ólympíuleika eftir ólympíu-
leika að byrja um leiö og hinir
keppendumir.
Nú er þess aö geta að íslenski
keppandinn, sem fraus fastur í
göngubrautinni, á sér afsökun. Það
reyndist kaldara í Albertville en
hann hafði reiknað með. Kuldinn
var ekki tekinn með í reikninginn
og enda þótt kuldinn og frostið hafi
ekki orðið til þess að aðrir kepp-
endur frusu fastir, þá fraus íslend-
ingurinn fastur af því aö hann er
óvanur kulda og hann hélt að það
mundi hlýna en ekki kólna. Auk
þess hefur það án vafa komið hon-
um á óvart að hann þyrfti að skíöa
í snjó. Enginn haföi sagt göng-
manninum íslenska frá snjónum
sem er í brautunum og þegar menn
þurfa skyndilega að skíða snjó án
þess að hafa verið varaðir við
snjónum kunna þeir ekki aö
smyija skíðin og nota réttan áburð
svo skíðin renni.
Þetta var sem sagt ekki honum
að kenna heldur veðrinu og snjón-
um og kannske skíðunum sem
frasu. Hann hefði sosum getað far-
ið af skíðunum og haldiö áfram
skíðalaus en sennilega hafa farar-
stjóramir bannað honum að koma
skíðalausum í mark og þar sem
hann var frosinn fastiu- á skíðun-
um varð hann aö hætta keppni.
Það verður hins vegar að segja
okkar manni til hróss að í stað þess
að bíða eftir því að skíðin losnuðu
og snjóa leysti ákvað hann að hætta
keppni frekar en að bíða eftir hlák-
unni og þannig kom hann í veg
fyrir að verða síðastur í mark. Það
er miklu betra að fara á ólympíu-
leika og hætta keppni heldur en að
veröa síðastur. Að því leyti var það
í rauninni mikil mildi að hann
skyldi fijósa fastur.
Dagfari