Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Davíð Oddsson forsætisráðherra kominn til ísraels:
Hef ekki ástæðu til að
óttast hef ndaraðgerðir
Davíð Oddsson forsætisráðherra
kom til ísraels í gærkvöldi. Hann.
flaug frá London til Tel Aviv en
þaðan var svo ekið til Jerúsalam.
Komu forsætisráðherra og fylgd-
arlið hans þangað seint í gær-
kveldi. Forsætisráðherrann dvelur
á Hótel King David meðan á opin-
berri heimsókn hans í ísrael stend-
ur.
Davíð var inntur eftir því í gær,
- ekkikomtilálitaaðfrestaheimsókninnitilísraels
rétt áður en hann lagði af stað frá
London til ísrael, hvort ekki hefði
komiö til greina að fresta heim-
sókninni í ljósi þess ástands sem
nú ríkir í ísrael eftir atburði síð-
ustu helgar?
„Nei, það hefur ekkert slíkt verið
rætt. Við höldum bara okkar striki
og því prógammi sem gert hefur
verið ráð fyrir og sjáum bara til.
Það sem viö höfum heyrt frá okkar
gestgjöfum um helgina gerir ráð
fyrir óbreyttri áætlun," sagði Davíð
Oddsson.
Hann var þá spurður hvort hann
óttaðist ekki hefnd Hispola-hreyf-
ingarinnar sem gæti litið á heim-
sóknina sem viðurkenningu á því
sem ísraelsmenn gerðu um síðustu
helgi þegar þeir drápu leiðtoga
hreyfingarinnar.
„Eg vona að það sé óþarfi að ótt-
ast um okkur íslendingana sem
förum til ísrael og ég hef ekki
ástæðu til aö ætla að við verðum
fyrir hefndaraðgerðum. Ég vona
það að minnsta kosti,“ sagði Davíð
Oddsson.
Fimm þjóðhöfðingjar fóru í opin-
bera heimsókn til Israels í fyrra.
Það voru þeir Lech Walesa, forseti
Póllands, sem fór til ísraels í maí í
fyrra. í september fór Ion Ilíescu,
forseti Rúmeníu, Carlos Menem,
forseti Argentínu, fór þangaö í okt-
óber, De Klerk forsætisráðherra
S-Afríku í nóvember og Filipe Gon-
sales, forsætisráðherra Spánar, í
desember síðasthðnum.
Hin opinbera heimsókn Davíðs
Oddssonar í ísrael stendur þriðju-
dag og miðvikudag. Hann leggur
af stað heimleiðis á fimmtudaginn.
-S.dór
„Við komum fram í gervi flækingskrakka í fyrsta og öðrum þætti. Okkur finnst þetta alveg frábærlega gaman,“
segja krakkarnir sex sem koma fram í sýningum íslensku óperunnar á Ótelló. Krakkarnir eru á aldrinum 10 til 14
ára og heita Jakob R. Jakobsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Auðunn Sveinsson, Ólafur Björns-
son, Gunnhildur Einarsdóttir og Bragi Bergþórsson. Frammistaða krakkanna hefur vakið verðskuldaða athygli
þeirra sem hafa séð óperuna. Þegar þau eru spurð að því hvort þau fái ekki fiðring í magann fyrir sýningar heyr-
ist ýmist hrópað já eða nei. Ein stelpan viðurkennir þó að hún sé stundum svolitið spennt svona rétt áður en
hún gengur inn á sviðið. Fiðringurinn sé hins vegar fljótur að hverfa. DV-mynd Brynjar Gauti
Frumvarpið um Lanasjoð íslenskra namsmanna:
Ágreiningur um málið
í stjórnarf lokkunum
- aðallega um vexti og endurgreiðslu námslánanna
Þaö er ljóst að allnokkur ágrein-
ingur er á milli hluta af þingflokki
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins um frumvarpið til breyt-
inganna á Lánasjóði íslenskra náms-
manna. Tveir þingmenn Alþýðu-
flokksins, Rannveig Guðmundsdóttir
og Össur Skarphéðinsson, formaður
þingflokksins, hafa lýst yfir andstöðu
viö ákveðna þætti þess.
Össur Skarphéðinsson sagði í sam-
tali við DV að það væru nokkrir
þættir í frumvarpinu sem hann og
fleiri þingmenn Alþýðuflokksins
væru óánægðir með. Hann nefndi
sem dæmi vexti og endurgreiðslur
námslánanna.
„Það kemur aldrei til greina að ég
samþykki þannig vaxta- og afborgun-
arkjör af námslánum að námsmenn
verði svo hart keyrðir aö þeir eigi
enga möguleika á að fá húsbréfalán
til að koma þaki yfir höfuðiö að námi
loknu,“ sagði Össur.
Rannveig Guðmundsdottir lýsti þvi
yfir við fyrstu umræðu frumvarpsins
að áherslumunur væri hjá stjómar-
flokkunum um nokkur atriði frum-
varpsins.
Svavar Getsson spurði mennta-
málaráðherra vegna þessa í umræð-
um á Alþingi í ga?r hvort hér væri
þá um eiginlegt stjórnarfrumvarp að
ræða?
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra svaraði og sagði að hér
væri auðvitað um stjómarfrumvarp
að ræða. Hann sagðist vita af þessum
áherslumun en sagðist vona að hann
mætti jafna þegar máhð kæmi til
nefndar.
Það kom líka fram í ræðu Ólafs G.
Einarsson, þegar hann svaraði gagn-
rýni og spumingum ýmissa alþingis-
manna, að hann væri tilbúinn til að
skoða ýmsa þætti frumvarpsins bet-
ur, þætti sem gagnrýni þingmanna
hefureinkumbeinstaö. -S.dór
Ákveðnir skólar tóku ekki á íjarvistum:
Kennarar hafa
Einn þeirra sem sveik: út farmiða til Bangkok á fölsuðum tékka:
Síðasti Tælandsfar-
inn kom heim í gær
- settur í Síðumúlafangelsið í gærkvöldi og verður yfírheyrður í dag
ófrægt mig í tímum
- segir menntamálaráðherra
Sá siðasti af þremur syokölluðum
Tælandsforum kom til íslands síð-
degis í gær eftir réttra 5 mánaða dvöl
í Tælandi. Maðurinn fékk farmiöa
með Aeroflot flugfélaginu frá Bang-
kok til Kaupmannahafnar. Þaðan
kom hann til Keflavíkur í gær.
Þar með eru allir Tælandsmenn-
imir komnir aftur heim til íslands.
Sá fyrsti kom í október en annar kom
skömmu fyrir jól. Menn frá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins handtóku
manninn sem kom í gær við komuna
til landsins. Maöurinn, sem er á sex-
tugsaldri, dvaldi í Síðumúlafangels-
inu í nótt.
Á meðan dvöl mannsins stóð yfir í
Tælandi gekk hann að eiga tælenska
konu samkvæmt þarlendri vígsluat-
höfn. Hún kom þó ekki með honum
í gær. Sami maður skildi að borði og
sæng við filippseyska konu síðastlið-
inn vetur. Þau tvö hafa ekki fengið
lögskilnað ennþá.
RLR mun yfirheyra manninn í dag
vegna þjófnaðar og skjalafalsmáls
sem tengist farmiðum þremenning-
anna til Tælands. Ferð þeirra til
Bangkok í september var greidd með
falsaðri ávísun úr stolnu tékkhefti.
Hinir tveir framangreindir menn
hafa báðir verið yfirheyrðir vegna
málsins. Öðrum þeirra var sleppt að
loknum yfirheyrslum í haust en hinn
slapp úr afplánun úr Hegningarhús-
inu eftir nokkurra daga vist þar.
Fangelsismálastofnun taldi hann
hafa rofið skilyrði reynslulausnar en
dómsmálaráðuneytiö taldi svo ekki
vera. Var honum þá sleppt.
Áður en þremenningamir fóru til
Bangkok í september komust þeir
yfir stolið ávisanahefti í eigu konu
frá Akureyri. Hringdu þeir síðan á
fóstudegi í ferðaskrifstofuna Ratvís í
Kópavogi og báðu starfsmann þar að
gefa út farseðla til Tælands fyrir sig
- þeir myndu koma síðar um kvöldið
heim tíl starfsmannsins og greiöa
fyrir niiðana. Þetta gekk eftir, menn-
imir fengu miðana, greiddu með fals-
aðri ávísun, og fóra síðan með SAS
til Bangkok þessa helgi. Þegar bank-
ar voru opnaðir á mánudeginum
komu svikin í ljós. Sök hvers um sig
liggur ekki fyrir ennþá.
Maöurinn, sem kom til íslands í
gær, á annað óafgreitt mál í dóms-
kerfinu. Hann hefur verið ákæröur
fyrir að hafa falsað nöfn á skuldabréf
vegna bílaviðskipta. Eftir því sem
DV kemst næst var það brot þó ekki
gert í hreinum auðgunartilgangi.
Þegar RLR hefur lokið öllum yfir-
heyrslum í máli þremenninganna
vegna Tælandsferðarinnar verður
mál þeirra sent ríkissaksóknara.
-ÓTT
„Áður en fundurinn á Lækjartorgi
var haldinn hafði ég öraggar upplýs-
ingar um að í ákveðnum skóliun
hefði þeim boðum verið komið til
nemenda aö ekki yrði tekið á fjarvist-
um eftir hádegi nefndan dag. Mér var
líka kunnugt dæmi þar sem nemend-
um var tilkynnt að frí fengist bærist
um það ósk undirrituð af foreldri."
Svo segir meðal annars í bréfi sem
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra hefur sent Svanhildi Kaa-
ber, formanni Kennarasambands ís-
lands. Ráðherra segist aldrei hafa
sagt aö Kennarasambandið sem slíkt
hafi staðið að undirbúningi útifund-
arins margumrædda þar sem grunn-
skólanemar afhentu mótmæli sín.
Islendingar urðu sigursælir á
Norðurlandameistaramótinu í skóla-
skák sem fram fór í Svíþjóð um helg-
ina. Samanlagt uröu þeir efstir af
öllum þátttökuþjóðunum, hlutu 38,5
vinninga. í flokkakeppninni unnu
íslendingar þrjá af þeim fimm meist-
aratitlum sem teflt var um.
Hins vegar hafi hann ákveðin dæmi
um að kennarar hafi notaö kennslu-
stundir til að ófrægja aðgerðir ríkis-
stjómarinnar og sig persónulega.
Enginn megi skilja orð hans svo að
þar hafi öll kennarastéttin verið að
verki. Hann muni þó ekki nefna nein
nöfn. Þeir taki það til sín sem eigi.
Þá segir ráðherra: „Ásakanir um
vinnusvik kennara hafa ekki verið
settar fram af aðstoðarmanni mín-
um.“
í bréfinu bendir hann loks á að sé
gerður samanburður milh ára á
skólatíma í grunnskóla komi í ljós
að vikulegur kennslutími hafi aldrei
verið meiri en á yfirstandandi skóla-
ári. -JSS
Helgi Ass Grétarsson varð sigur-
vegari í flokki 14-15 ára pilta, Jón
V. Gunnarsson sigraði í flokki 12-13
ára pilta og Bragi Þorfinnsson bar
sigur úr býtum í flokki 11 ára pilta
og yngri. Jón sigraði í öllum sex við-
ureignum sínum.
-ÓTT
NMískólaskák:
íslendingar ngög sigursælir