Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992. 3 Fréttir Vilhjálmur Egilsson alþingismaöur: Allt að f imm þúsund manns gætuorðið atvinnulaus „Þaö var í árslok 1988 sem Þjóö- hagsstofnun birti dökka spá fyrir árið 1989 vegna slæms ástands í sjáv- arútvegi. Þá voru um þrjú þúsund manns án atvinnu og ég spáði því þá að allt að fimm þúsund manns yrðu atvinnulaus. Sem betur fer rættist spá mín ekki en samt fór at- vinnuleysið í tæplega fjögur þúsund manns þegar mest var,“ sagði Vil- hjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands. Vilhjálmur starfaði lengi hjá Vinnuveitendasambandi íslands og hefur oft reynst sannspár um at- vinnuástandið. Hann sagði að ástandið á vinnu- markaðnum nú væri vissulega al- varlegt, sagðist þó vona að spá sín um fimm þúsund manns án atvinnu frá 1988 rættist ekki að þessu sinni. „En samkvæmt spá Þjóðahags- stofnunar frá því í desember er gert ráð fyrir að atvinnuleysið í ár verði að meðaltali yfir þrjú þúsund manns. Sú spá hefur ræst í janúarmánuði og það má búast við að ástandið batni ekki í febrúar enda eru þetta að jafn- aði erfiöustu mánuðir ársins hvað atvinnuástandinu viðkemur. Það kæmi mér ekki á óvart þótt við ætt- um eftir að sjá töluna fimm þúsund manns án atvinnu," sagði Vilhjálm- ur. Hann sagðist ekki óttast atvinnu- ástandið í sumar svo mjög. Þá væri alltaf margt í gangi sem skapaði at- vinnu, sérstaklega í ferðamanna- þjónustunni. Hins vegar sagðist hann búast við að þrengra yrði um á vinnumarkaðnum að jafnaði allt þetta ár en verið hefði undanfarin ár. „Spá Þjóðhagsstofnunar um þrjú þúsund manns án atvinnu að meðal- tali allt árið er að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál. Fari svo er það í fyrsta skipti í mjög langan tíma sem hægt að segja að atvinnuleysi sé eitthvert vandamál hér á landi. Það er alveg ljóst að menn veröa að skoða þetta mál mjög vel,“ sagði Vilhjálnmur Egilsson. -S.dór Þorsteinn Ingvarsson, útibússtjóri rannsóknastofnunarinnar, ásamt starfs- stúikunum Lilju Auðunsdóttur og Jóhönnu Ármann. DV-myndir Hjörvar Neskaupstaður: Hrognafylling loðnunnar 16,2% Hjörvar Sigurjónsson, DV, Neskaupstað: Loðnuskipið Börkur kom með góð- an loðnuafla hingað til Neskaupstað- ar í fyrri viku og var loðnan mæld hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hér undir stjórn Þorsteins Ing- varssonar. Fita loðnunnar reyndist 10,5%, þurrefni 15,0% og hrognafyll- ing var 16,2% og eru menn nokkuð ánægðir með það. Þá má geta þess að starfsmaður ABBA í Svíþjóð hefur verið hér að undanfómu við úttekt á söltuðum síldarflökum ásamt starfsfólki Ríkis- mats sjávarafurða. Það er Síldar- vinnslan í Neskaupstað sem vinnur fyrir ABBA. Svíinn frá ABBA, á miðri mynd, skoðar síldarflökin ásamt starfsfólki ríkis- matsins. „efst é morgun, 19. J** Hér or aðems Hægindastólar, comet-leður, 4 litir Sófasett, Dahli, 3-1-1, margir litir Sófasett, Amigo, Deysi, Toledo, 3-1-1, margir litir Hjónarúm, hvítt, 160 og 180x200, m/náttb„ án dýnu Barna- og unglingarúm, 90x200, m/hillu + 2 skúffum, ándýnu Sófasett, svart leður, 3-1-1, Speyer, Kati Fataskápur, hvítur, Curacao, 97x231 Fataskápur, hvítur, Curacao, 145x231 Skrifborðstólarf. börn og ungl., Emely Eldhússtólar, cs 211, beyki Klappstólar, beyki, cs 110 Klappstólar, Erik, Cindy Borðstofuborð, 93x130 og 93x160 Skenkur, 4ra hurða Borðstofustólar, EH Innskotsborð Hjónarúm m.náttb., án dýna, hvítlakkaður askur Hægindastólar m. skammeli, leður Lítil sófasett, 2-1-1 í : . - . ■ Stök náttborð á hjólum, hvít Furukojur, ólakkaðar, án dýna Sjónvarpsskápur, mahóní Skrifborð, beyki, 140x65 Skrifborð, Ijóseik, 160x75 Hornsófar, tau, 2-H-2 Stakir 3ja sæta sófar, gæsadúnspúðar Klappstólar Svefnsófar Svefnbekkur m. rúmfataskúffu og hillum, án dýnu Hillusamstæða, svört Áður Nú 55.000 27.900 176.000 88.000 165.000 88.000 69.000 34.500 34.000 17.500 230.000 150.000 24.500 13.500 35.000 19.500 9.500 4.900 9.200 4.900 3.500 1.500 3.200 1.500 69.000 39.000 117.000 55.000 19.700 12.200 24.400 14.400 69.000 39.800 58.000 34.500 54.600 36.600 6.400 3.200 19.700 12.800 19.200 13.000 35.700 24.000 72.400 45.800 117.000 68.500 68.600 42.800 2.600 1.500 40.200 27.500 22.000 14.900 94.500 59.000 TM - HÚSGÖGN SIÐUMULA 30 SIMI 686822 Opið mánudaga-föstudaga 9-18 laugardaga kL 10-17 sunnudaga kl 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.