Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
Iþróttir
Cleveland betra
í toppslagnum
- sigraði Chicago Bulls í ríótt, 112-113
Michael Jordan og félagar í meist-
araliöi Chicago Bulls máttu þola tap
á heimavelli sínum í nótt í NBA-
deildinni er Cleveland Cavaliers kom
í heimsókn. Þetta var tíunda tap
Chicago í vetur en hðin eru í tveimur
efstu sætum síns riðils.
Úrshtin í nótt urðu þannig:
Miami-NY Knicks..........102-104
Indiana-Charlotte........128-117
Washington-Atlanta.......110-117
Chicago-Cleveland........112-113
Houston-Minnesota.....122—124(frl)
Utah-Boston................88-83
Seattle-Phoenix..............98-96
Golden State-LA Lakers.....116-110
LA Clippers-SA Spurs.......124-110
O Chicago hefur enn örugga forystu
í miðriðlinum en Cleveland er
skammt undan. í Atlantshafsriðli er
New York Knicks enn efst og Boston
í öðru sæti. í Miðvesturriðli er Utah
Jazz efst en San Antonio Spurs kem-
ur skammt á eftir. Loks hefur Port-
land Trailblazers forystu í Kyrra-
hafsriðh en rétt á hæla liðsins kemur
Golden State Warriors.
-SK
Raisa Smetanina varð í gær elsta konan til að vinna til gullverðlauna á vetra
Samveldisins í 4x5 km boðgöngu en verðlaunin sem hún vann í gær voru þau
Þýsku stúlkurnar
hirtu öll verðlaunin
-15000 metra skautahlaupi
Þýskar stúlkur unnu glæsilegan
sigur í 5000 metra skautahlaupi
kvenna í Albertville í gær þegar þær
hirtu öU þrenn verölaunin.
Gunda Niemann sigraði og fékk
þar með sitt annað gull á leikunum,
Heike Wamicke var sex sekúndum á
eftir henni og fékk silfrið og bronsið
hlaut Claudia Pechstein.
Ólympíumeistarinn frá 1988,
Yvonne Van Gennip frá HoUandi,
veiktist og gat ekki keppt í gær. Hún
vann þrenn guUverðlaun í Calgary
en náði ekki verðlaunasæti í 3000
metra hlaupinu í AlbertviUe og féU
síðaníl500metrahlaupinu. -VS
- hjá Klimovu og Ponomarenko
Marina Klímova og Sergei Ponomarenko frá Samveldinu sýndu svo
sannarlega glæsUeg tUþrif i ísdansi með fijálsum æflngum á vetrarólymp-
íuleikunum í AlbertvUle í gærkvöldi. Það kom því fáum á óvart að þetta
danspar frá Moskvu skyldi hreppa gullverðlaunin, þau sjöundu sem Sam-
veldið vinnur á leikunum. í öðru sæti urðu frönsku hjónakornin IsabeUe
ZhuUn frá Samveldinu.
JKS/símamynd/Reuter
Þýsku verðlaunahafarnir í 5000 metra skautahlaupi, Gunder Niemann, Heike
Warnicke og Claudia Pechtstein. Símamynd/Reuter
Öruggt hjá K©f Ivíkingum
IBK sigraði IS örugglega i átta
liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í
kvennaflokki sem fraro fóru um
helgina. Keflavíkurstúlkur sýndu
mikið öryggi i leik sínum og sigr-
uðu með 30 stiga mun, 82-52. Krist-
in Blöndal var best í Uði ÍBK en
hjá ÍS var Vigdís Þórisdóttir í sér-
flokki. Studínur léku án Díönu
Gunnarsdóttur sem fingurbrotnaöi
fyrr i vikunní.
: / Æsispennandi /
leikur i Njarðvík
Leikur 2. deildaj- Uöanna UMFN og
SnæfeUs var æsispennandi. Snæ-
feU byijaöi mun betur en meö góð-
um leikkafla undir lok fyrri hálf-
leiks náöi UMFN forystunni, 20-17.
Jafnræði var með liðunum í síðari
hálfleik og er 6 sekúndur voru til
leiksioka náöi Snæfell eins stigs
forystu, 39-38. Þær gættu sín hins
vegar ekki og áður en flautað var
til leiksloka skoraði UMFN sigur-
körfima, 40-39. Gömlu kempurnar
Auður Rafnsdóttir og María
Guðnadóttir voru bestar í Uði Snæ-
fells og einnig átti EUsa VUbergs-
dóttir góðan leik, hirti m.a. hátt á
annan tug varnarfrákasta. Harpa
Magnúsdóttir var best í Uði UMFN.
Haukastúlkur
unnu KR örugglega
Haukar sigruöu KR örugglega,
57-43, í Hagaskóla. Fyrri hálfleikur
var jafn og aðeins tvö stig skUdu
Uöin aö í hálfleik, 24-26. Hauka-
stúlkur, sem söknuöu Evu Hav-
likovu, áttu hins vegar skínandi
síöari hálfleik og sigruðu, 57-43.
Guðrún GesLsdótflr var ailt í öllu
hjá KR, skoraöi m.a. 23 stig en hjá
Haukum voru Hanna Kjartansdótt-
ir og Ásta Óskarsdóttir atkvæða-
mestar.
Stórsigur ÍR-inga
í Grindavík
Það leit allt út fyrir spennandi leik
er ÍR og UMFG mættust í síöasta
leik átta hða úrshtanna. Grinda-
víkurstúlkumar komu mjög á
óvart og liöfðu eins stigs forskot í
hálfleik, 25-24. ÍR-stúlkumar komu
hins vegar mjög ákveðnar tU leiks
í síðari hálfleik og hreinlega
keyrðu yflr Grindavíkurliðið og
sigruðu meö 46 stiga mun, 81 35.
Linda Stefánsdóttír var fremst á
meðal jafningja i ÍR-iiöinu, skoraði
34 stig og var sterk í fráköstunum.
Hjá Grindavík skaraði engin upp
úren Anna Dís og Dagmar skomöu
mest. -ih
ALBERTVILLE92
Risastórsvigi
kvenna frestað
Risastórsvigi kvenna, sem fram
átti að fara í gær, var frestað
vegna veðurs. Mikið snjóaði á
skíðasvæðinu í Meribel í fyrri-
nótt og þrátt fyrir mikla vinnu
var ekki hægt að gera brautina
nothæfa í tæka tíð. Keppnin fer
fram í dag.
Rifrildi í herbúðum Sviss
Svisslendingum hefur gengið af-
leitlega tíl þessa á ólympíuleikun-
um og þessi mikla vetraríþrótta-
þjóð hefur aðeins unnið ein giúl-
verðlaun og það í sleðakeppni.
Þetta hefur farið í skapið á mörg-
um en engum meira en hinum
snjalla skíðamanni, Paul Accola,
sem hefur átti í útistöðum við
félaga sína. Forráðamenn alpa-
greinahðsins svissneska segja að
Accola sé útkeyrður eftir harða
baráttu í öllum greinum heims-
bikarsins í vetur og aðrir, eins
og Franz Heizer og Daniel Ma-
hrer, hafi misst sjálfstraustið og
kenni aðstæðum um slæmt gengi.
Mey í rúmið
Uwe-Jens Mey, þýski skauta-
hlauparinn sem varði ólympíutitU
sinn í 500 metra skautahiaupi um
helgina, veiktist í gær og keppir
ekki í 1000 metra hlaupinu í dag.
Kristinn og Örnólfur
áttu að keppa í morgun
Keppni í stórsvigi karla átti að
hefiast klukkan 9 í morgun og
seinni ferðin var áætluð klukkan
13. Þar eru Kristinn Bjömsson og
Ömólfur Valdimarsson meðal
þátttakenda. Ásta Halldórsdóttir
keppir síðan í fyrramálið í stór-
svigi kvenna.
Japanir með góða
forystu í tvíkeppni
Japanir náðu góðri forystu í nor-
rænni tvíkeppni landshða í gær
með frábærri frammistöðu í
stökki af 90 metra palli. Þeir hefia
keppni í 10 km skíðagöngunni í
dag, sem er seinni hluti keppn-
innar, meö tæplega tveggja og
hálfrar mínútu forskot á heims-
meistara Austurríkis, sem eru í
öðm sæti. Japanimir era hins-
vegar ekki taldir góðir göngu-
menn og Frakkar, sem eru
fimmtu eftir stökkið, gera sér
góðar vonir um verðlaun.